Morgunblaðið - 08.03.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.03.1989, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1989 t Bróðir okkar og mágur, LEIFUR JÓNSSON, Njarðargötu 27, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 9. mars kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Hallgrímskirkju. Eirsabet Jónsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Sigurjón Jónsson, mágkonur og mágur. t Útför unnusta mfns, sonar, dóttursonar, bróður og tengdasonar, STEFÁNS OTTÓS PÁLSSONAR, Svarthömrum 56, Reykjavfk, fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 9. mars kl. 15.00. Sigrfður Slgurbjartsdóttir, Súsanna K. Stefánsdóttir, Ingibjörg Sigurgeirsdóttir, Þurfður Pálsdóttir, Súsanna K. Knútsdóttir, Guðrún Á. Jónsdóttir, Margrót Erla Finnbogadóttir, Páll Olason, Kristján Þorláksson, Knútur Kristinsson, Hólmfrfður Knútsdóttir, Sigurbjartur H. Helgason. t Útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS H. JÓNSSONAR, Miðhúsum, Mýrasýslu, fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 9. mars kl. 13.30. Pótur Jónsson, Helga Jónsdóttir, Baldur Jónsson, Elfsabet Jónsdóttir, Jón Atli Jónsson, Gyffi Jónsson, Ásta Jónsdóttir, barnabörn Erna Pálsdóttir, Jón Guðnason, Árndfs Kristinsdóttir, Leifur Jóhannesson, Steinunn Guðjónsdóttir, Þórdfs Arnfinnsdóttir, Páll Guðmundsson, barnabarnabörn. og t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og stjúpföður, ÓSKARS BERGMANNS TEITSSONAR, Vfðidalstungu. Ólafur B. Óskarsson, Brynhildur Gfsladóttir, Elfn Ólafsdóttir, Birna Ólafsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför systur minnar og frænku okkar, ERLENDÍNU M. ERLENDSDÓTTUR frá Hurðarbakl, Vonariandi 2 við Sogaveg, Reykjavfk. Guð blessi ykkur. Björg Erlendsdóttir, Guðrún Sigurfinnsdóttir, Óskar Sigurfinnsson, Sigurlaug Sigurfinnsdóttir, Anna Pálsdóttir og fjölskyldur þeirra. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför föður okkar, SIGURBJÖRNS JÓNSSONAR frá Ingunnarstöðum, til heimilis á Fáikagötu 3. Sórstakar þakkir til starfsfólks og lækna á Vifilsstaðaspítala. Bjarni Sigurbjörnsson, Ingibjörg Ingólfsdóttir, Helga Sigurbjörnsdóttir, Gylfi Guðmundsson, Jón Sigurbjörnsson, Valgerður Einarsdóttir og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, bróður, afa og langafa, JÓHANNS FRÍMANNSSONAR, Oddeyrargötu 14, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks é B-deild Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar fyrir góða umönnun f veikindum hins látna. Stella Jóhannsdóttir, Edda Jóhannsdóttlr, Matthildur Jóhannsdóttlr, Kristbjörg Jóhannsdóttir, Herdfs Jóhannsdóttlr, Eíínborg Jóhannsdóttir, Frfmann Jóhannsson, Sofffa Jóhannsdóttir, Magnþór Jóhannsson, Halidór Jóhannsson, Óttar Jóhannsson, Bergfrfður Jóhannsdóttir, Sigurnýas Frfmannsson, barnabörn og barnabarnabörn. Kristján Ragnarsson, Jón Matthfasson, Vilhelm Sverrlsson, Guðrún Valgarðsdóttir, Hannes Hafstelnsson, Friðrikka Valgarðsdóttir, Hulda Einarsdóttir, Þorgerður Einarsdóttir, IngileifA. Kristjáns- dóttir - Minning Fædd8.júlí 1926 Dáin 1. mars 1989 Er ég sest niður og rita þessi fátæku kveðjuorð um frænku mína Ingu Kristjánsdóttur verða minn- ingamar margar, kemur þá fyrst í huga minn samverustundir okkar frá Einarslóni. Við Inga vorum systkinaböm, foreldrar hennar voru Kristján Jónsson sem var móðurbróðir minn, en móðjr hennar er Jóney Jóns- dóttir. Ég var alin upp hjá afa og ömmu því ég hefði misst móður mína og systkini og ég man alltaf hversu glöð ég var þegar Inga fæddist á sólgylltum sumardegi, því þá fannst mér ég hafa eignast syst- ur, enda reyndist Inga mér sem besta systir. Sfðan eignaðist Inga tvær systur, þær em Friðbjörg Ólína og Þórhildur. Heima hjá afa og ömmu áttum við fagrar minningar, við voram aldar upp við guðsótta og góða siði, við lærðum snemma að treysta hon- um og fela honum líf okkar, en það eitt er það besta veganesti sem nokkur á. Inga var trúuð kona, vel greind og dugnaður hennar gegnum lífíð var mikill. Byrjaði hún snemma að vinna og vann við ýmiskonar störf þar á meðal á Hótel Stykkishólmi. Fluttist hún síðan með foreldram sínum að Akranesi og starfaði þá við Hótel Akranes. Árið 1947 hitti hún mann sinn Jóhannes Björnsson, vora þau talin mjög fallegt par. Þau stofhuðu sitt fyrsta heimili á Akranesi, en síðan fluttu þau til Njarðvíkur. Heimili þeirra var alla tíð fallegt og mynd- arskapur mikill og þar áttum við hjónin með dóttur okkar margar ánægjustundir. Inga og Jói eignuð- ust þijú böm, þau era Kristján skólastjóri, sem er kvæntur Selmu hjúkranarfræðing, Oddný þroska- þjálfi, sem er gift Trausta rafeinda- fræðing, Jón Már er svo yngstur, hann er rafvirki og enn ókvæntur, síðan ól Inga dóttur manns síns upp, ■ Berghildi, frá 12 ára aldri. Bamabömin eru þvf orðin ellefu. Þau hjón slitu samvistum og flutti þá Inga til Keflavíkur með yngsta son sinn og bjó þeim mynd- arlegt heimili. Upp úr því tók heilsu hennar að hraka, en síðustu tvö árin hefur hún verið meira og minna á sjúkrahúsinu í Keflavík að heyja sitt dauðastríð. Aldrei sagði hún orð eða kvartaði og er ég heimsótti hana síðast á sjúkrahúsið og læknir- inn hafði gefíð upp alla von, var hún það sterk og yfírveguð að hún sagði við mig, nú hittumst við ekki oftar héma megin, guð launi þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. En nú ætla ég að nota tímann og ganga frá öllu sem ég get fyrir bömin mín, einkum fyrir Jón Má sem hefur gengið í gegnum blítt og stirt með mér og fá svo að sofna, og yarð henni að ósk sinni. Ég veit að guð launar elsku Ingu fyrir alla tryggð mér til handa. Að endingu bið éggóðan guð að styrkja háaldraða móður hennar, bömin hennar, bamaböm og alla aðra ættingja hennar og vini. Vil ég kveðja hana með þessu ljóði sem er eftir afa okkar. Gott er að fá að gráta og guð sinn biðja vel afbrot ðll vor játa með auðmjúkt hugar þel. í bænar rómi að biðja um blessun guðs og frið styrk hans oss að styðja og stunda kristinn sið. (Höf. Jón Ólafsson frá Einarslóni.) Fríðbjörg Ólafsdóttir Á kveðjustund er mér ljúft að minnast elskulegrar systur minnar. Þá era minningar frá æskudögum okkar heima í Einarslóni, staðnum sem var okkur svo kær, efstar í huga mínum. Hve vor og sumardag- amir vora fagrir og lffíð létt. Á sunnudögum leiddumst við til afa, ömmu og Fríðu frænku sem var okkur eins og stóra systir. Sátum við hjá afa og hlustuðum á hann lesa húslesturinn, það var föst venja sem við vildum ekki missa af. Einn- ig er mér í fersku minni jólin okkar heima, aðfangadagskvöld er við fengum jólagjafimar kerti og spil. Við kveiktum á kertum okkar og máttum vaka eins lengi og við vild- um. Á jóladagsmorgun vöknuðum Andrea Ág. Bjama- dóttir - Minning Fædd 1. ágúst 1903 Dáin23. nóvember 1988 Andrea Ágústa Bjamadóttir, amma okkar, lést í Landspítalanum rúmlega 85 ára að aldri. Hún fæddist í Akureyjum í Helgafellssveit, dóttir hjónanna Ólafar Sigmundsdóttur og Bjama Jónssonar frá Sellátri, bónda og sjómanns. Hún var þriðja í röðinni af þeim 6 systkinum sem komust til fullorðinsára. í eyjunum dvaldi hún til tvítugsaldurs, en þá lá leiðin suður í Kennaraskólann. Þaðan lauk hún kennaraprófí árið 1925. Starfaði hún sem kennari, fyrst við Kransor, krossar og kistuskreytingar. Sendum um allt land. GLÆSIBLÓMIÐ GLÆSIBÆ, Álfheimum 74. simi 84200 farkennslu, en síðar kenndi hún í Vestmannaeyjum og á Siglufirði í nokkur ár. Arið 1938 flutti hún til Reykjavíkur og vann þar við skrif- stofustörf, lengst af hjá Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna. Hún lét af störfum 68 ára að aldri til að hjálpa einkadóttur sinni, með okkur bamabömin, sem þá voram að byrja í skóla. Það var notalegt fyrir okkur systkinin að vita, að alltaf væri einhver heima sem fylgdist með okkur. Og aldrei þurftum við að hafa áhyggjur af að gleymia húslyklunum því Andrea amma var alltaf til staðar. Hún var ósérhlífín og vann öll störf sem til féllu eins og hún hafði vanist heima í eyjunum. En uppá- halds störf hennar vora róðrar og sláttur við hey- og móflutninga, einnig að vitja um hrognkelsanetin á vorin. Lengri róðrar komu í hlut karlmannanna. Eftir að í bæinn kom sló hún oft blettinn kringum húsið sitt með orfí og Ijá til að rifja upp gamla daga. Einnig girti hún garðinn kringum húsið sitt, enda sagði hún alltaf að sér þættu ætíð útistörfín skemmtilegust. Og til að geta andað að sér gamalkunnu sjáv- arloftinu gekk hún í vinnuna á hveijum degi, hvemig sem viðraði, frá Túnunum, eftir Skúlagötunni og niður í miðbæinn. Þessar göngu- ferðir vora henni ómetanleg hress- ing, þar sem hún vann síðan við kyrrsetustörf á skrifstofunni allan daginn. Þess vegna átti Mn .erfitt við við það að móðir okkar blessuð færði okkur heitt kakó og kökur í rúmið. Þá áttum við ekki klæða okkur fyrr en við voram búnar að læra vers úr sálmabókinni. Versin vora þó oftast fleiri sem við lærð- um, því það var okkur bæði ljúft og létt, þar sem við lágum með litlu systir okkar á milli okkar. Þessar stundir vora okkur mikill gleði- gjafi, „okkar helgidómur", því hvað er ást og gleði, nema helgidómar guðstrúarinnar, sem gefur okkur allt, en tekur ekkert, því það sem okkur var kennt í æsku, er ekki að syrgja. Við kveðjumst að sinni, og mætumst aftur á morgni nýs lífs, sáttar við allt því okkar jarð- vist er tímabundin. Ég læt öðram eftir að skrifa lífshlaup hennar. Hún átti sína sorgir en stóð storma lífsins með bros á vör og sína léttu lund. Hún átti þijú yndisleg börn og mér fínnst ég eiga þau líka, því að samband okkar var svo gott. Ég kveð mína kæra systur með litlu ljóði eftir okkar góða afa Jón Ólafsson. Ljúfi guð sem léttir mínu lífi yfir sporin vönd, lýstu mér með ljósi þínu leiddu mig við þína hönd. (Jón Ólafeson) Góður guð geymi hana systur mína og leiði hana á Ijóssins vegum. Kveðja, Lína með að skilja það, síðar, hvers vegna fætumir urðu einna fyrstir til að gefa sig, þegar aldurinn færð- ist yfir. Þótt mikið minnisleysi væri orðið var furðulegt, hve vel hún mundi allar vísur og hve margar hún kunni. Amma var alltaf að fræða okkur um eitt og annað frá fyrri dögum og kenna okkur málshætti, vísur og sögur. Þetta hefur orðið okkur ómetanlegt veganesti, þegar við hófum okkar skólagöngu. Sennilega er það fyrst nú sem við geram okk- ur grein fyrir þeim mótandi áhrif- um, sem hún hafði á okkur. Að leiðarlokum, þegar hún hefur hlotið kærkomna hvfld, hellast minningamar yfír um góða ömmu sem allt vildi fyrir okkur gera. Við kveðjum hana með innilegu þakk- læti. Hanna, Björg og Andri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.