Morgunblaðið - 08.03.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.03.1989, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1989 nmmnn Ást er.. . ... óvæntur blómvönd- ur. TM Reg. U.S. Pat Off.— all rights reserved © 1989 Los Angeles Times Syndicate Ég bíð hér enn eftir þyrl- unni, sem ég pantaði um helgina... HÖGNI HREKKVÍSI Efnahagsástandið í Nicaragua og á Kúbu Til Velvakanda Hinn 12. febrúar sl. birti Morgun- blaðið frétt um efnahagsstefnu stjómarinnar í Nicaragua, eins og hún var sett fram af forsetanum. Daniel Ortega, í stefnuræðu í'jan- úarlok og í viðtali við vikuritið Time. Lesandinn sem skoðar fréttina hnýtur um tvö atriði. Hið fyrra varðar efnahagsgrunn Nicaragua. Þar var gerð félagsleg bylting 1979. Þjóðfélagshreyfing sandinista naut almenns stuðnings sökum framgöngu sinnar og gat því myndað ríkisstjórn til vamar hagsmunum þeirra félagsafla sem komu henni til valda, smábænda og vinnandi alþýðu. Byltingin var ekki sósíalísk. Efnahagslega séð, ekki síður en pólitískt, stefndi hún í uppgjör við hundrað ára undirokun landsins af hálfu heimsvaldalanda. Rætur fé- lagslegs vanda og svo til stöðugrar efnahagskreppu lágu og liggja enn í markaðskerfínu í heiminum og ríkjandi efnahagslögmálum. Bandaríkin hötuðust strax við byltinguna vegna fordæmis hennar fyrir aðra, og vegna hlutlægrar stefnu hennar, sem er ekki það sama og yfirlýst stefna eða stefna sem framfylgt er. Bandaríkjastjóm bannaði viðskipti milli landanna 1982 og ijármagnaði kontrastríðið 1981-88. Breytingar á hinum efnahags- lega grundvelli hafa verið lítilvægar og hafa alls ekki slíkt vægi að segja megi að kapítalismi sé ekki ríkjandi. Rfkið lét nýta yfírgefnar landar- eignir og smábændur tóku til sín skika, ýmist í samræmi við eða utanvið áætlun stjómarinnar, sögu- lega og siðferðilega með fullum rétti. Einnig kom til ríkisrekstrar nokkurra fyrirtækja sem ella hefðu ekki starfað vegna pólitískrar af- stöðu eigenda þeirra. Stjómin út- hlutaði jarðnæði til að treysta stuðning smábænda, en reyndi í sömu andrá að sameina andstæðar stéttir gagnvart kontrastríðinu. Að því loknu hefur hún sömu áherslur andspænis efnahagskreppunni. Vandi Nicaragua er alls ekki frá- brugðinn vanda annarra vanþró- aðra landa. Hvemig má leysa hann? Er sósíalismi nothæfur? Þessi spuming er aðalatriðið sem lesandanum er hér stillt frammi fyrir. I fréttamennsku er varðar Nicaragua og margt fleira er oft fléttað þeirri staðhæfíngu að sósíal- ismi sé hreinar ógöngur. Að kapítal- isminn sé eina leiðin. Þetta stafar af andstöðu við sós- íalisma. Það stafar ekki af neinum staðreyndum er varða sósíalisma eða marxisma. Það er verið að leiða athyglina frá þeirri efnahagskreppu sem er í uppsiglingu, sem er kapít- alísk og hefur nú þegar víðtæk áhrif. Um leið er verið að treysta það viðhorf að hagsmunir auð- hringa og peningastofnana lýsi leið- ina fyrir samfélagið í heild. Tökum síðara atriðið fyrir og reynum um leið að skýra þetta bet- ur. Þegar fréttastofnanir tala um að býltingarmóður sé þverrandi á Kúbu, er verið að stilla hlutunum á haus eins og í dæminu hér á undan. Þá er verið að höfða til hvatningar Kommúnistaflokks Kúbu um meiri framleiðni, aukin gæði og aga í starfi, og gefíð að þetta séu fyrirskipanir. En hvað er raunverulega um að ræða? Á Kúbu er ekki kapítalismi. Al- mennt_er þar ekki talið að kapítal- ískar aðferðir séu annað en aftur- haldssamar. Engin vélræn lögmál þvinga fólk til vinnu. Konur fara til að mynda út á vinnumarkaðinn þegar þær sannfærast um að það sé félagslega mikilvægt, ekki vegna þess að tekjur fjölskyldunnar séu eilíft að dragast saman. Alþýða manna býr ekki við versnandi lífskjör og atvinnumissir vofir ekki yfír neinum. Ógrynni talna rennir stoðum undir að félagslegar að- stæður fari batnandi. Efnahagsleg- ar framfarir geta þar aðeins orðið á grunni vilja og félagsþroska ein- staklingsins. Og úrlausnarefnin eru auðvitað mörg. Kúbanir líða ekki vegna skorts á sjálfstrausti. Þess vegna hvarflar ekki að þeim að það sé verið að skipa þeim fyrir. Þeir hugsa málið, ræða og framkvæma. Þess vegna risu t.d. yfír 50 bamaheimili í Hav- ana 1988 og ekki 5, eins og áætlað hafði verið. Hagvöxtur var með því besta sem gerist, um 6%. Virðingarfyllst, Sigurlaug S. Gunnlaugsdóttir skrifar Yíkverji Fáir hafa líklega komist hjá því að heyra eða lesa um deiluna, sem orðið hefur vegna bókarinnar The Satanic Verses eftir Salman Rushdie. Færri hafa þó lesið bókina og ef marka má ritdóm Guðmundar Heiðars Frímannssonar um hana hér í blaðinu er hún afspymu-leiðin- leg. Hvað sem því líður vekur hún harðar deilur og höfundinum hefur verið hótað lífláti af Khomeini, trú- arleiðtoga í Iran. Víkveiji ætlar ekki að staldra við orðaskakið og hótanimar úti í hin- um stóra heimi vegna þessarar bók- ar heldur minna á, hvað hún hefur verið kölluð á íslensku. Fyrsta frétt- in í íslenskum fjölmiðli um bókina kom að því er Víkveiji best veit hér í Morgunblaðinu og var einmitt frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara blaðsins, sem er búsett- ur í Skotlandi. Kallaði hann bókina „Söngva Satans" á íslensku. Síðan hefur það heiti verið notað hér í blaðinu. Á einu stigi málsins var talað um þessa skáldsögu eins og ljóð- mæli í hljóðvarpi ríkisins, gott ef hún var ekki kölluð „Ljóðmæli Sat- ans“, þá hefur hún verið nefnd þar „Sálmar Satans" og loks heyrði Víkveiji orðið „Kölskakver" í einum fréttatíma hljóðvarpsins og einhver hefur nefnt hana „Vers Satans". í Ensk-íslenskri orðabók er enska orðið verse íslenskað með orðunum: 1. ljóð, bundið mál; 2. ljóðlína; 3. erindi, vers; 4. vers í biblíunni. Hér skal ekki kveðinn upp neinn dómur um, hvaða íslenskun á heiti þessar- ar bókar hittir í mark. Á hinn bóg- inn færi auðvitað best á því, að blaðamenn leituðust við að gæta samræmis að þessu leyti og þá skiptir að sjálfsögðu nokkru, hver reið á vaðið. xxx Sagt var frá því í lítilli frétt hér í blaðinu fyrir skömmu, að SvSar hefðu ákveðið að banna sölu á alkalírafhlöðum frá og með 1. janúar á næsta ári. Nær bannið yfir þær rafhlöður sem innihalda meira en 0,025% af kvikasilfri og kadmíum, en það er næstum 90% allra rafhlaða sem nú eru í notkun í Svíþjóð. Eftir að þessi frétt birtist var hringt í Víkveija frá Týli hf. hér í Reykjavík og sagt frá því, að menn þyrftu ekki að örvænta, þótt slíkt bann væri sett í Svíþjóð eða annars staðar. Fyrirtækið UCAR hefði framleitt rafhlöður, sem fullnægðu kröfum Svía og annarra þjóða er færu að fordæmi þeirra, en það hlytu Norðurlönd að gera vegna samþykktar Norðurlandaráðs um þetta efni. Allt varð þetta til þess að minna Víkveija á að með góðum vilja er unnt að grípa til margvíslegra ráð- stafana til vemdar umhverfínu. Alkalírafhlöður eru taldar hinir mestu skaðvaldar fyrir blessaða náttúruna eftir að þeim er fleygt. xxx Víkveiji heyrði sérfræðing lýsa þeirri skoðun sinni í útvarpinu á dögunum, að hann teldi sam- keppni við Flugleiðir nægjanlega, þótt aðeins eitt íslenskt flugfélag héldi uppi ferðum milli landa; er- lendir aðilar kæmu strax inn á markaðinn, ef þeir teldu sig hafa hag af því vegna fargjalda. Ef til vill eigum við eftir að kynnast þessu að eigin raun. Aðhald og samkeppni er nauð- synleg í fluginu. Víkveiji hafði sam- band við Flugleiðir fyrir skömmu og kannaði flug til Lúxemborgar ákveðinn dag, það er föstudaginn 3. mars. Var sagt að þá yrði flogið samkvæmt áætlun og pantaði Víkveiji miða í góðri trú. Þá var hringt frá ferðaskrifstofunni og sagt, að flug þennan dag hefði ver- ið fellt niður vegna aðstæðna hjá Flugleiðum. Við þessu er ekkert annað að gera en láta það hlaupa í skapið á sér!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.