Morgunblaðið - 08.03.1989, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 08.03.1989, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐH) IÞROTTIR MEÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1989 LYFJANOTKUN Eitrad fyrir Ben Johnson í Seoul? Þjálfari hans segir hlauparann ekki hafa neytt sterans stanozolol síðan vorið 1987 — hálfu öðru ári áður ► en það fannst í þvagi hans á lyfjaprófinu í Seoul BEN Johnson neytti ekki ster- ans stanozolol hálfu öðru ári fyrir Ólympíuleikana f Seoul að sögn þjálfarans, Charlie Fran- cis. Lyfið fannst þó í þvagi hlauparans eftir 100 m hlaupið, og var hann þess vegna sviptur gullverðlaunum sínum og rek- inn helm með skömm. Þjálfari Johnsons, Charlie Francis, leiddi að þvf getum f gœr að svik hefðu verið f tafli f Seoul, dularfullur maður hefði verið á vappi f herbeginu þar sem lyfja- prófið fór fram og hefði sá hugsanlega náð að lauma eitr- inuí drykk Johnsons. Francis var í gær enn við yfir- heyrslur hjá kanadískri rann- sóknamefnd, sem ríkisstjóm lands- ins setti á fót, vegna lyflahneykslis- ins í Seoul. Þjálfarinn hefur viður- kennt að Johnson hafi notað stera- lyf og vaxtarhormón síðan 1981. Hann hélt því hins vegar fram í gær að umrætt efni, stanozolol, hefði honum ekki verið gefið einu og hálfu ári fyrir leikana. Síðast vorið 1987. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær, var Johnson gefið steralyf og vaxtarhormón að- eins þremur vikum fyrir hlaupið í Seoul, en að sögn Francis var um að ræða annað steralyf, furazabol. Sá „dularfulll" Francis upplýsti í gær að Johnson hefði greint sér frá „dularfullum" manni sem hefði verið á vappi í herberginu þar sem lyflaprófið fór fram. Sá hefði verið þeldökkur, 1.83 m á hæð, með meðalsítt hár og sennilega Bandaríkjamaður. Fran- cis sagði að svo hefði virst sem engin ástæða væri fyrir vem mannsins í herberginu, og hann hefði ekki haft rétt til að vera á staðnum. „Ben sagði manninn hafa boðið sér drykk..." þegar hann mætti í lyfjaprófíð, sagði Francis — og að Ben hefði ennfremur greint frá því að sá „dularfulli" hefði ver- ið að sniglast nálægt drykkjum hlauparans. Drykklr eHraöir? Johnson kvartaði undan því er hann mætti í lyfjaprófíð að í her- berginu væri fólk sem ekki ætti að vera þar. Nefndi hann menn sem foluðust eftir eiginhandaráritunum. Einnig að Svíinn Ame Lundquist, sem hafði stjóm lyfjaprófsstöðvar- innar með höndum, hefði brugðið sér frá til að ná í myndavél og síðan myndað hlauparann. Honum væri hins vegar ekki leyfílegt að yfírgefa herbergið undir þessum kringum- stæðum, og myndatökur væru óleyfilegar í herberginu. Francis sagðist hafa spurt dr. Beckett, sem sæti á í lyfjanefnd alþjóða Ólympíunefndarinnar, hvort hugsanlegt væri að Johnson hefði verið gefið stanozolol í herberginu þar sem prófið fór fram. „Hann tjáði mér að það [stanozolol] greindist f þvagsýni 45 mínútum til klukku- stund eftir að þess væri neytt í drykk,“ sagði Francis. Þjálfarinn gat þess ennfremur að umræddur maður, sá „dularfulli" hefði sést á tali við Carl Lewis, bandaríska hlauparann, sem lenti í öðru sæti í hlaupinu, og nældi því í gullið eftir að Johnson féll á próf- inu. Þeir Lewis hefðu sést á tali í umræddu herbergi, er Lewis kom í lyfjapróf. Vamlr Þjálfarinn hélt í gær uppi vömum fyrir Ben Johnson. Sagði ekki hægt að komast á toppinn án þess að nota steralyf. „Menn fjarlæga ekki kjamorkuvopn sín í þeirri von að aðrir geri slíkt hið sarna," sagði Charlie Francis. Hann sagði ekkert vit í því fyrir Kanadamenn að hætta notkun ly§a einhliða, og súpa seyð- ið af því, á meðan aðrir íþróttamenn neyttu þeirra áfram. I lagi ef þjónustustúlk- umar neyta ekki steralyfja jálfari Bens Johnsons, Charlie Francis, hefur sagt við yfirheyrslumar að ftjáls- íþróttamenn sem séu við toppinn í heiminum, noti flestir steralyf. Þeir geti ekki öðru vísi náð þeim árangri sem raun ber vitni. Hann var í gær spurður að því hvemig farið væri að í öðrum löndum til að koma í veg fyrir að lyf fynd- ust við lyfjapróf. Sagðist hann hafa rætt við þjálfara í Hollandi og sá hefði sagt að þar í landi væri ekki um „neitt vandamál" að ræða. Lyfjaprófendur sendu íþróttamönnum þar til gerða flösku, og þeir síðan þvagsýni til baka. Tók sá hollenski sem dæmi að væru fþróttamennimir til dæm- is staddir á hóteli fengju þeir ein- faldlega þjónustustúlku sem þar starfaði til að pissa í giasið fyrir sig — og ef þjónustustúlkan hefði ekki neytt steralyfja, hefðu iþróttamennimir ekkert að óttast! Charlle Francls. Sala getraunaseðla lokar á laugardögum kl. 14:45. 10, LEIKVIKA- 11, MARS 1089 1 ■ 11 Leikur 1 Arsenal - Nott. For. Leikur 2 Charlton - Southampton Leikur 3 Derby - Tottenham Leikur 4 Everton - Sheff. Wed. Leikur 5 Luton - Millwall e. Middlesbro - Uverpool llli iii m Leikur 7 Newcastle - Q.P.R. Leikur 8 Norwich - Wimbledon Leikur 9 West Ham - Coventry Leikur 10 Chelsea - Watford Leikur 11 Leeds - Ipswich Leikur 12 Oxford - W.B.A. Símsvari hjá getraunum á laugardögum efl kl. 17:15 er 91-84590 og -844Í4. Ath. TVÖFALDUR POTTUR tir [•> n FERÐALOG Arsenalaðdáend- urtil London Arsenalklúbburinn á íslandi efnir til ferðar til London í byijun apríl. Boðið verður upp á tvo möguleika. Annars vegar að fara út fímmtudaginn 6. apríl og koma heim, 10. apríl, eða þá að fara út 7. apríl og koma heim 10. apríl. Til stendur að sjá tvo leiki. Arsenal gegn Everton 8. apríl og úrslitaleik deildarbiklarkeppninnar á Wembley 9. apríl. Nottingham Forest leikur þá gegn Luton. Verð fyrir þijá daga er 29.000, en fyrir fjóra daga 31.700. Gist verður á Hótel Y. Allar upplýsingar eru veittar í síma 98-21666 á skrif- stofutíma. Golf á Mallorka Ferðaskrifstofan Samvinnuferð- ir-Landsýn hefur að undanf- ömu auglýst árlega páskagolfferð til Mallorka. Farið verður út 21. mars o gkomið heim 4. apríl. Kjart- an L. Pálsson verður fararstjóri eins og í fyrri golfferðum, jit; m i ít é uivijiaðaH tigfcnÉÍ Johnson og aðal keppinautur hans undanfarin ár, Bandaríkjamaðurinn Carl Lewis. Lewis hefur margoft leitt að því getum undanfarin ár, að Johnson hefi neytt ólöglegra iyfja. Væskilslegur 15 ára Charlie Francis, þjálfari Bens Johnsons, sagði við yfirheyrslur að Johnsons hefði ekki verið sterklegur þegar þeir hittust fyrst. Francis sagði um Ben: ...hann „var 15 ára, leit ekki út fyrir að vera nema 12 og vó aðeins 42 kíló.“ Þetta var 1977 og hlauparinn væskils- legur að sögn þjálfarans. Francis hóf að þjálfa Johnson sama ár og hlauparinnar hóf svo ólöglega lyfjanotkun 1981. Síðan þá hafa fram- farir hans verið gríðarlegar. KORFUBOLTI Valur-Þór 102 : 82 íþróttahúsið að Hlíðarenda, íslands- mótið í körfuknattleik, þriðrjudaginn 7. mars 1989. Gangur leiksins: 5:0, 9:8, 17:17, 31:25, 41:39, 48:41, 55:49, 63:49, 63:55, 77:60, 91:71, 98:74, 102:82. Stig Vals: Hreinn Þorkelsson 23, Matt- hías Matthíasson 21, Ragnar Þór Jóns- son 19, Tómas Holton 10, Bárður Ey- þórsson 9, Ari Gunnarsson 7, Hannes Haraldsson 6, Bjöm Zoega 5, Sigurður Sigurðareon 2. Stig Þórs: Eiríkur Sigurðsson 22, Bjöm Sveinsson 18, Guðmundur Bjömsson 15, Jóhann Sigurðsson 11, Þórir Jón Guðlaugsson 6, Einar Karls- son 6, Stefán Friðleifsson 4. Áhorfendur: 27. Dómarar. Jón Otti ólafsson og Skúli Unnar Sveinsson. UMFN-IS 107 : 64 íþróttahúsið í Njarðvík, íslandsmótið í körfuknattleik, þriðjudaginn 7. mare 1989. Gangur leiksins: 13:4, 30:12, 40:20, 55:24, 57:28, 69:30, 74:40, 87:36, 94:52, 104:58, 107:64. Stig UMFN: Friðrik Rúnareson 28, ísak Tómasson 19, Teitur Örlygsson 16, Helgi Rafnsson 15, Hreiðar Hreið- arsson 10, Friðrik Ragnarsson 9, Ge- org Birgisson 5, Jóhann Sigurðsson 4. Stig ÍS: Valdimar Guðlaugsson 16, Þoreteinn Guðmundsson 10, Auðunn Elísson 8, Sólmundur Jóhannsson 6, Helgi Gústafsson 6, Heimir Jónasson 6, Jón Júlíusson 6, Bjami Hjarðarson 4, Gfsli Pálmason 2. Ahorfendur: Um 70. Dómarar: Jóhann Dagur Bjömsson og Bergur Steingrímsson. KR-UMFT 70 : 76 íþróttahús Hagaskóla, íslandsmótið í körfuknattleik, þriðjudaginn 7. mare 1989. Gangur leiksins: 0:2, 7:4,18:9, 22:16, 28:21, 37:29, 39:39, 39:47, 43:56, 50:58, 59:65, 61:70, 68:71, 70:73, 70:74, 70:76. Stig KR: ívar Webster 25, Guðni Guðnason 17, Hörður Gauti Gunnare- son 9, Ólafur Guðmundsson 7, Birgir Mikaelsson 4, Láms Ámason 4, Lárus Valgarðsson 2, Jóhannes Kristbjöms- son 1. Stig UMFT: Eyjólfur Sverrisson 31, Valur Ingimundareon 30, Sverrir Sverrisson 11, Haraldur Leifsson 2, Kári Marísson 2. Áhorfendur: 40. Dómarar: Sigurður Valgeireson og Kristján Möller dæmdu þokkalega. ÍBK-ÍR 103 : 54 íþróttahúsið í Keflavík, Islandsmótið í körfuknattleik, þriðjudaginn 7. mare 1989. Gangur leiksins: 6:0, 14:7, 24:10, 31:18, 39:24,48:28,58:30, 64:38, 79:50 90:52,103:54. Stig IBK: Nökkvi M. Jónsson 19, Guð- jón Skúlason 15, Jón Kr. Gíslason 14, Falur Harðarson 12, Albert óskareson 10, Axel Nikulásson 9, Sigurður Ingi- mundarson 8, Magnús Guðfinnsson 7, Einar Einarsson 5 og Egill Viðareson 4. Stig ÍR: Bragi Reynisson 12, Bjöm Steffensen 10, Karl Guðlaugsson 6, Jóhannes Sveinsson 6, Sturla Örlygs- son 5, Jón öm Guðmundsson 5, Ottó P Týnes 4, Ragnar Torfason 4, Gunnar öm Þoreteinsson 2. Áhorfendur: 75. Dómarar: Kristinn Albertsson og Helgi Bragason, __________________ PP Eyjólfur Sverrisson og Valur Ingimundareon, UMFT. ívar Webster, KR. Nökkvi M. Jónsson, ÍBK. m Hrcinn Þorkelsson, Matthias Matthiasson og Ragnar Þ6r Jónsson, Val. Eirfkur Sigurðsson og Bjöm Sveinsson, Þór. Guðión Skúlason og Jón Kr. Gíslason, ÍBK. Frið- rik Rúnarsson, ísak Tómasson og Teitur Orlygsson, UMFN.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.