Morgunblaðið - 08.03.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.03.1989, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1989 4 Meistarasöngvar- amir frá Numberg Samantekt: Jón Ragnar Höskuldsson Miðvikudaginn 8. mars kl. 19.00 verður óperan Meistarasöngvaram- ir frá Numberg eftir Richard Wagn- er s£nd af myndbandi í húsakynn- um íslensku ópemnnar. Upptakan er frá sænska sjónvarpinu 1977. í aðalhlutverkum em Leif Roar, Erik Saedén, Sven-Olof Eliasson, Gösta Winbergh, Helena Döse og Edith Thallaug. Óperan er sungin á þýsku en sænskur texti fylgir. Sumarið 1845, þegar Wagner hafði lokið við Tannhauser, gerði hann uppkast að gamanóperu, sem ætlað var að vera mótvægi við Tannhauser. Verkið skyldi vera létt- leikandi, auðvelt í uppsetningu, með hóflega stórri hljómsveit og krefðist hvorki svonefnds fyrsta tenórs né tragískrar sópranraddar. Síðan kom það auðvitað í ljós, að verkið varð metnaðarfyllra en Wagner hafði upphaflega ætlað sér. í fyrsta lagi varð óperan sú lengsta, sem skrifuð hafði verið til þess tíma. Hún krafð- ist stórrar hljómsveitar þó svo að síðari ópemr hans krefðust enn stærri og það þurfti svo sannarlega bæði góðan tenór og góðan sópran svo ekki sé minnst á baritóninn, Hans Sachs, möndulpersónu óper- unnar. Tuttugu og þijú ár liðu uns óper- an var fullgerð en frumuppfærslan var 21. júní 1868 í Munchen undir stjóm Hans von Bulow. Gagnrýni var blandin eins og venjulega á verkum Wagners, en verkið var þó fljótlega tekið upp í helstu ópem- húsum heims. Varla er hægt að ímynda sér meiri mun tveggja samliggjandi verka sama tónskálds þar sem em Tristan og Isolde annars vegar og Meistarsöngvaramir hins vegar. I Meistarasöngvumnum beitir Wagn- er ekki hinni endalausu laglínu, sem svo hefur verið kölluð og er gegn- umgangandi í öllum helstu ópemm hans, heldur beitir hann söngvum eða lögum meira, að hætti ítalskrar ópem. Enda kallar Wagner Meist- arasöngvarana ópem, hugtak, sem hann hafði ekki beitt um verk sín í 20 ár, eða frá Lohengrin, því hann leit á verk sín sem „Gesamtkunst- werk“ fremur en ópem í hefð- bundnum skilningi þess orðs. Hugtakið „Meistarasöngvaram- ir“ er þýskt frá 14,—16. öld. Borg- araleg skáld og tónskáld stofnuðu reglur og skóla til að vekja áhuga almennings á skáldskap og tónlist. Upphaflega einbeittu þessir hópar eða reglur sér að eldri verkum, en síðar að eigin verkum. Meistara- söngvarar þessir, eins og þeir köll- uðu sig, mættu til funda á helgidög- um eftir messur, þar sem þeir kynntu verk sín, kenndu sveinum sínum iistina og vígðu nýja meist- ara til reglunnar. Sérstakir embætt- ismenn, svonefndir merkjamenn, merktu við á töflu við hveija list- ræna villu sem svo var metin, eink- um hjá sveinum og þeim sem neðar- lega vom í metorðastiga reglunnar og var þá ekki alltaf farið eftir list- rænu mati eingöngu. Að þessu skopast Wagner í Meistarasöngvur- unum í Numberg. Hans Sachs, aðalpersóna Wagn- ers í Meistarasöngvurunum var í raun uppi í Þýskalandi á 16. öld. Hann fæddist í Numberg 1494, var sfendur í latfnuskóla og síðan í skósmíðanám þar sem hann jafn- framt menntaði sig meðal meistara- söngvaranna og gekk í reglu þeirra. RYÐFRIAR ÞREPA- DÆLUR HÉÐINN VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 SERFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER smmmm I TAKT VIÐ TIMANN Viltu skara fram úr á hörðum vinnumarkaði? Við bjóðum þér upp á hagnýta kennslu í viðskipta- og tölvu- greinum, ásamt því helsta sem gerir þig að hæfum og dugandi starfskrafti. Þú getur valið um morgun- eftir- miðdags- eða kvöld tíma, eftir því sem þér hentar. Að námskeiðinu loknu útskrifast þú sem skrifstofutæknir. Innritun og allar nánari upp- lýsingar færðu í símum 68 75 90 og 68 67 90. Við uruin við símann til kl. 22 í kvöld. Heiða Heiðarsdóttir skrifstofutæknir, útskrifuö í desember '88. „NámiðhjáTölvufræðslunnikom mér skemmtilega á óvart. Kennararnir eru mjög góðir og námið í heild vel skip- ulagt og skemmtilegt. Ég lít á þetta sem góða fjárfestingu semáeftiraðskilasérmargfalttil baka“. Tölvufræðslan Borgartún 28 iiiiiiiiitiiluitiaiiiiiiiimiiiHiiixiiiiii! Skósmiðurinn, meistarasöngvarinn og skáldið Hans Sachs (1494— 1576). Tréskurðarmynd eftir Hans Brosamer. Hans Sachs var óhemju afkasta- mikið skáld. Hann er sagður hafa skrifað 4.275 meistarasöngva, um 1.700 frásagnir í bundnu máli og 208 leikrit. Raunsæi hans, glögg- skyggni, lífleg og skopi gædd frá- sagnargáfa ásamt hjartahreinum og græskulausum frásagnarstíl gerði hann að fyrsta alþýðuskáldi Þýskalands. Hann féll í gleymsku eftir dauða sinn, en Goethe endur- reisti minningu hans í bók sinni árið 1776 og Richard Wagner síðan í Meistarasöngvurunum tæpri öld síðar. Stefíð sem Wagner notar í 3. þætti óperunnar, Wacht auf, þeg- ar alþýðan hyllir Hachs, er sagt samið af Hans Sachs sjálfum í lof- söng Lúther til dýrðar. í óperunni er Hans Sachs lýst sem hinum heiðvirða listamanni sem byggir á gömlum þjóðlegum hefðum en er jafnframt skilnings- ríkur gagnvart nýjum hugmyndum í mannlegum samskiptum og list- rænni tjáningu. Freistandi er að álykta að Wagn- er sé að skírskota til eigin samtíma og stöðu meðal skilningslausra og oft óvinveittra tónlistarmanna. ítrekað er að sýningin hefst kl. 19 að þessu sinni og verður efnisút- drætti dreift á staðnum. Höfuadur er styrktarfélagi ts- lensku óperunnar. Sjúkraliðafélagið ósátt við stjómarfrumvarp: Verið að gera lítið úr störfiim sjúkraliða - segir Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags tslands SJÚKRALIÐAR eru óánægðir með stjórnarfrumvarp um breyt- ingu á lögum um sjúkraliða, sem nú liggur fyrir Alþingi. f frum- varpinu ’ er gert ráð fyrir að sjúkraliði þurfí heimild frá heil- brigðisráðuneytinu ef ekki sé starfandi á sama stað hjúkrunar- fræðingur er beri ábyrgð á störf- um hans. Kristín Á. Guðmunds- dóttir, formaður Sjúkraliðafé- lags íslands, segir að þetta geti m.a. leitt til þess að ef hjúkrunar- fræðingur hættir störfum þurfi sjúkraliðar að fá heimild til að halda fyrri vinnu sinni áfram. Þarna sé verið að gera lítið úr störfúm þeirra. Kristín Á. Guðmundsdóttir sagði sjúkraliða vera ósammála þeirri nýjung í frumvarpinu að sjúkraliðar þurfí heimild frá heilbrigðisráðu- neytinu til að starfa ef ekki sé til Gjaldeyris- reikningar í SPRON VEGNA umræðna um gjaldeyris- reikninga að undanförnu viU Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis benda á, að það er hægt að geyma gjaldeyri á gjaldeyris- reikningum í japönskum yenum, svissneskum frönkum, norskum og sænskum krónum, hollensk- um gyllinum og austurrískum shillingum, auk hinna hefð- bundnu gjaldeyrisreikninga i bandarískum dölum, breskum pundum, dönskum krónum og v-þýskum mörkum. Reikningamir bera mismunandi vexti, sem ráðast af vaxtaþróun á erlendum gjaldeyrismörkuðum. (Fréttatilkynningf) staðar hjúkrunarfræðingur. Væri þessi krafa um heimild þríþætt. í fyrsta lagi þá mætti taka dæmi af stofnun þar sem sjúkraliðar störf- uðu og hjúkrunarfræðingur færi með yfírstjóm en það væri algengt t.d. á elliheimilum úti á landi. Ef hjúkmnarfræðingurinn hætti störf- um þá þyrfti samkvæmt fmmvarp- inu að sækja um heimild fyrir sjúkraliðana ef þeir ættu að fá að starfa áfram. „Við teljum að það sé gert lítið úr störfum sjúkraliða þegar sækja þarf um heimild til að sinna áfram störfum sem þeir hafa jafnvel unnið ámm saman," sagði Kristín. „Á meðan þarf enga heim- ild fyrir hina ófaglærðu sfem vinna aðhlynningarstörf." í öðm lagi þarf samkvæmt frum- varpinu heimild ef stofnun vantar hjúkmnarfræðing í starf og sjúkra- liði sækir um starfið en ekki hjúkr- unarfræðingur. í þriðja lagi þurfa svo sjúkraliðar samkvæmt frum- varpinu að sækja um heimild fyrir ýmis störf er þeir hafa unnið hingað til s.s. sjúkraþjálfun. „Við teljum eðlilegt að sjúkraliðar haldi í svona tilvikum áfram störfum án þess að þurfa að sækja um heimild frá ráðu- neytinu," sagði Kristín. Hún vildi einnig taka fram að með þessum mótmælum sínum væm sjúkraliðar ekki á nokkum hátt að bijóta gegn öðmm stéttum. „Við höfum unnið með heilbrigð- isráðuneytinu að gerð þessa frum- varps og átt mjög gott samstarf. En einhveija hluta vegna þá er frumvarpið sem prentað var annað en það sem við höfðum samþykkt." Fmmvarpið um sjúkraliða er nú til umræðu í heilbrigðis- og trygg- ingamefnd neðri deildar og sagði Kristín að sjúkraliðar hefðu þar verið kallaðir fyrir og skýrt sín mál. Var hún vongóð um að tækist að ná breytingum enda teldu sjúkraliðar sig hafa góð rök fyrir sínu máli. i J Í3Ii.'2£nríí: £s . LIÍ3 IltlllBIIIIIIII iniiRiesiiitivii KHBI t.tiBC

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.