Morgunblaðið - 08.03.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.03.1989, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1989 Þór Valtýsson skák- meistari Norðurlands ÞÓR Valtýsson frá Akureyri varð Skákmeistari Norðlendinga á 53. Skákþingi Norðlendinga, sem haldið var á Skagaströnd um helgina. Þór hlaut 6 vinninga af 7 mögulegum og sigraði í svo- kölluðum opnum flokki. Annar varð Rúnar Sigurpálsson með 5'/2 vinning og þriðji varð Ólafur Kristjánsson með 5 vinninga. Þrír efstu menn eru allir Akureyringar. Hraðskákmeistari Norðlend- inga varð Ólafur Kristjánsson með 16 vinninga af 18 mögulegum. í öðru sæti hafnaði Rúnar Sigurp- álsson með 15V2 vinning og þriðji varð Sigurður Daníelsson frá Blönduósi með 15 vinninga. í unglingaflokki skipuðu þrír Akureyringar þrjú efstu sætin. Þórleifur Karlsson sigraði með 5V2 vinning af 7 mögulegum. Örv- ar Amgrímsson og Smári Teitsson voru með 5 vinninga hvor. Guðmundur Valur Guðmunds- son ffá Hvammstanga sigraði í bamaflokknum með 6V2 vinning af 7 mögulegum. Páll Þórsson Akureyri varð annar með 6 vinn- inga og Magnús Eðvaldsson varð þriðji með 5 vinninga. í kvennaflokki sigraði Amfríður Friðriksdóttir frá Dalvík eftir bráðabana við Ásrúnu Ámadóttur úr Öxnadal, sem lenti í öðm sæt- inu. í þriðja sæti hafnaði Þorbjörg Þórsdóttir, Akureyri með 4 vinn- inga. Teflt var í félagsheimilinu og í grannskólanum á Skagaströnd og vora keppendur alls 83. Mótsstjóri var Albert Sigurðsson Akureyri. Frá fundi um atvinnulíf á Akureyri sem haldinn var á Hótel KEA sl. fostudag. Of lítið eigið fé er megin- vandi íslensks atvinnulífs - segir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands íslands, sagði á ráðstefiiu um atvinnumál á Hótel KEA á Akureyri sl. föstudag að stjórnvöld stæðu markvisst fyrir fölsun á gengi sem héldi sjávarútveginum niðri. „Það var tekið 800 millj. kr. erlent lán sl. haust til að niðurgreiða freðfiskframleiðsluna. Þetta dugar ekki til að halda fyrirtækjunum á floti í sjávarút- vegi. Það dugar ekki að Qármagna tapið með lánsfé, en breyta ekki rekstrarforsendum. Stefán Þengilsson, trúnaðarmað- ur Landssambands islenskra vél- sleðamanna. Það voru mörg fyrirtækin, sem ekki stóðust þær erfiðu kröfur, sem stjóm Atvinnutryggingarsjóðs setur fyrir lánsíjármagni. Þær kröfur eru þær að fyrirtækin hafí af fenginni skuldbreytingu einhverja möguleika á að greiða lánin til baka þegar til lengri tíma er litið. Pjöldi fyrirtækja stóðst ekki kröfumar svo það er búinn til nýr sjóður, sem ætlað er að koma með lausnarorð í íslensku atvinnulífí. Meginvandi íslensks at- vinnulífs er sá að fyrirtækin hafa of lítið eigið fé. Sú hugsun, sem allt of oft kemur fram í umræðu um atvinnumál og stöðu fyrirtækja, er að eigið fé sé eitthvað sem einhveij- ir aðrir eigi að leggja fram þegar fyrirtækin standa ekki lengur undir sér. Stjómmálamennimir okkar eru Landsmót íslenskra vélsleðamanna: Jón Ingi Sveinsson Arskógs- strönd Islandsmeistari 1989 Jón Ingi Sveinsson frá Ytra-Kálfsskinni á Árskógsströnd varð íslands- meistari f vélsleðaakstri árið 1989 um helgina, en þá fór fram hin árlega vélsleðakeppni Landssambands islenskra vélsleðamanna í Mý- vatnssveit. Keppendur voru alls 83 talsins og var keppt f fimm flokk- um. Að sögn Stefáns Þengilssonar, trúnaðarmanns LÍV, var vel mætt í keppnina að þessu sinni. Veður seinni keppnisdaginn var hinsvegar fremur slæmt og hamlaði það nokkuð keppni. Nokkrir keppendanna duttu út vegna veðurfarsins. „Nokkur óánægja ríkti á meðal keppenda vegna þess að ekki var hægt að keppa til úrslita í spymu- keppni sökum akstursskilyrða á spymubrautinni. Hún var talin orðin mjög hættuleg. Einnig vildi ég sjá meiri samstöðu á meðal umboðsaðila sleðanna sjálfra í stað þess að vera með skítkast út í hvem annan, eins og því miður gerðist á mótinu, því keppni er nú aldrei nema leikur. Ég er mjög ánægður með mótið í heild sinni og vona að sem flestir láti sjá sig að ári liðnu," sagði Stefán. Keppni hófst f ágætu veðri seinni- hluta föstudags með fjallaralli. Sveit Polaris sigraði. Sveit Arctic Cat var í öðru sæti. Sveit Ski-Doo var í þriðja sæti og í því fjórða lenti sveit Yama- ha. Spymukeppnin var jafnframt hald- in á föstudeginum. í þeirri keppni var byijað á opna flokkinum. Keppendur voru aðeins tveir, Benedikt Valtýsson Reykjavík og Eyþór Tómasson Akur- eyri, báðir á Indy 650, og sigraði Benedikt þann flokk. Þá hófst keppni í AA-flokki í spymu og þar sigraði Eyþór Tómas- son Akureyri á 650 Polaris. Annar varð Bergsveinn Jónsson Fnjóskadal á Wild Cat 650 og þriðji varð Finnur Aðalbjömsson Eyjafirði á Wild Cat 650. Vegna lélegra akstursskilyrða var ekki unnt að keppa til úrslita í þessum flokki, en rétt í úrslitakeppn- ina höfðu átta fyrstu keppendumir úr fyrri umferð. Þess vegna voru þijú efstu sætin látin gilda úr fyrri umferð. Sigurvegari í A-flokki í spymu varð Sigurður Kristjánsson Dalvík á Indy 600. Sigurður Valgarðsson Ak- ureyri lenti í öðru sæti, einnig á Indy 600, og í þriðja sætinu hafnaði Þröst- ur Eyjólfsson Reykjavík á Eltigre 6000. í B- flokki spymu sigraði Guðlaug- ur Halldórsson Akureyri á Indy 500, Heiðar Jónsson Akureyri varð annar á Yamaha-sleða og Gunnar Gunnars- son Akureyri varð þriðji á Indy 500. í flokki C í spymu sigraði Marinó Sveinsson Árskógsströnd á Indy Tra- il. Annar varð Gunnar Hákonarson Akureyri á Indy Trail og þriðji varð Amar Valsteinsson Akureyri á Indy 400. Á laugardeginum hófst brautar- keppnin klukkan 11.00 á flokki sjö, sem í em stærstu sleðamir. Þar sigr- aði Ingvar Grétarsson Akureyri á Polaris Indy 650 og er þetta í sjö- unda skipti sem hann heldur titlinum. Annar varð Jóhannes Reykjalín Ak- ureyri á Wild Cat 650, en hann lenti einnig í öðru sætinu í fyrra. í þriðja sæti hafnaði Vilhelm Vilhelmsson Akureyri á Wild Cat 650. í flokki 6 í brautarkeppninni sigr- aði Jón Ingi Sveinsson Árskógsströnd sem einnig náði langbesta tímanum í brautarkeppninni samanlagt. Hann var á Indy 500. Annar varð Tryggvi Aðalbjömsson Akureyri á Eltigre og þriðji varð Axel Stefánsson Mývatns- sveit á Eltigre. í flokki 5 sigraði Amar Valsteins- son Akureyri á Indy 400. í öðru sæti varð Gunnar Hákonarson á Indy Trail og þriðji Ófeigur Fanndal Mý- vatnssveit á Yamaha. allir sammála um að grundvöllurinn fyrir verðmætasköpuninni ( þjóðfé- laginu sé öflugt atvinnulíf og sterk fyrirtæki. Það er aftur á móti spum- ing um það hvemig vilji sljómmála- mannanna birtist til að örva eigin fjárappbyggingu fyrirtækjanna," sagði Þórarinn. Hann segir að hlutfall launa af þjóðartekjum sé nú mun hærra á Islandi en í nágrannalöndunum og á síðasta ári hafí það hlutfall náð al- gjöru hámarki, eða 74% af þjóðar- tekjum. í Skandinavíu væri þetta hlutfall launa af þjóðarframleiðslunni í kringum þetta 60% og hefði heldur farið lækkandi sem væri eðlilegt vegna aukinnar vélvæðingar. „Frá 1980 til 1987 hefur ísland verið á toppnum innan OECD-ríkjanna að því er varðar aukningu landsfram- leiðslu að meðaltali, sem hefur verið 3,2% á þessum árum. Þrátt fyrir aukna verðmætasköpun, meira en gerst hefur í nokkru landi OECD, þá stöndum við í þeim sporum í dag að atvinnulífið riðar til falls, það er bullandi ósætti í landinu yfír afkom- unni og það er afskaplega þungt í þjóðinni um þessar mundir. Við höf- um bæði í opinberri neyslu og einka- neyslu eytt miklu meira en við höfum aflað og þó höfum við aflað meira heldur en allir aðrir sem við beram okkur saman við á þessu sama tíma- bili. Við stöndum nú frammi fyrir því bili, sem myndast hefur á milli tekna og eyðslu og köllum það kreppu og utanaðkomandi vanda. Auðvitað er þetta slæmt því þetta er mælikvarði á getu þjóðar til að stjóma sjálfri sér. Þetta er mæli- kvarði, sem segir okkur það að okk- ur sem þjóð hafi ekki tekist að hafa hemil á eigin málum og það þó að ytri skilyrði hafí verið jafhfalleg og þessar opinberu tölur segja okkur,“ sagði Þórarinn. Framkvæmdastjóri VSÍ segir að svigrúm til launahækkana í komandi lq'arasamningum sé nákvæmlega ekkert. Ekki væri hægt að breyta launum eða öðrum stærðum í þjóð- félaginu í samræmi við annað en verðmætaaukningu, sem ætti sér stað frá einum tíma til annars. „Ná- grannaþjóðimar hafa náð þessu marki fyrir þó nokkru. Fyrir skömmu var norska Vinnuveitendasambandið að ganga frá kjarasamningum fyrir næsta ár, frá 1. mars 1989 til 31. mars 1990. Samið var um 3,8% launahækkun á tímabilinu og á móti kemur ríkið með niðurfellingu á launatengdum gjöldum upp á V2% og lækkar jafnframt skatta á fyrir- tækjum til að greiða fyrir kjarasamn- ingum. Norska ríkið er með öðrum orðum að spila á móti hagsveiflum, en því miður er því ekki að heilsa hérlendis þar sem íslenska ríkið spil- ar frekar með hagsveiflum.“ Þórarinn ræddi um lántökuskatt- inn, sem iðnfyrirtæki þyrftu að taka á sig af þeim Ijárfestingar- og fram- kvæmdalánum, sem þau fengju. Þetta væru blóðpeningar, sem aldrei kæmu inn í fyrirtækin. „Þessi skatt- ur, sem í fyrstu var ákveðin 3%, var innleiddur hér árið 1987 sem viðnám gegn þeirri þenslu, sem þá skók allt atvinnulífíð í landinu. Um síðustu áramót var þessi skattur síðan fram- lengdur og tvöfaldaður upp í 6%. Hann er ekki lengur viðnám gegn þenslu. Hann er orðinn skattheimta og ekkert annað en tekjuöflunartæki fyrir ríkissjóð sem bitnar á fyrirtælq'- Stöðugar efnahagsaðgerðir hafa dunið á þjóðinni nokkur undanfarin ár á þriggja til sex mánaða fresti. Síðustu efnahagsaðgerðir voru kunn- gerðar 10. febrúar sl. Næstu efna- hagsaðgerðir geta varla beðið lengur en til 30. maí, sagði Þórarinn. „Við þurfum umhverfí, þar sem við getum treyst því að það sem stjómmála- mennimir lofa í dag, standist á morg- un. Það þarf að vera yfír allan vafa hafíð að stjómvöld í skiptum sínum við almenning og atvinnulífið fari að lögum. Við þurfum umhverfí, sem gerir það ógerlegt í okkar samfélagi að menn komi fram fyrir þjóðina og atvinnulífíð í lok desembermánaðar með ný skattalög og breyti þeim með afturvirkum hætti fyrir alla liðna mánuði ársins. Þetta lifðum við á síðasta ári. Ég tek skattalögin aðeins sem dæmi því þau eru svo hrópleg. Þar var gengið fram og sköttum á fyrirtækjum breytt. Þeir vora hækk- aðir, en í sjálfu sér breytir hækkun skattprósentunnar ekki svo miklu heldur var forsendum ákvarðana breytt. Menn í atvinnulífinu tóku ákvarðanir í upphafi ársins hvað vit- urlegt væri að gera í íjárfestingum og menn tóku þessar ákvarðanir sínar í ljósi gildandi laga, þar með talið skáttalaga. Með einni hand- auppréttingu í desembermánuði voru þessar ákvarðanir allt í einu orðnar óskynsamlegar, vitlausar og hættu- legar. Þetta er það sem atvinnulífinu er boðið upp á,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson meðal annars á fundin- um á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.