Morgunblaðið - 08.03.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.03.1989, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLABIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1989 Útgefandi Framkvœmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskríftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. Veiðiheimildir Ríkisstjómin hefur verið að þreifa fyrir sér um viðhorf manna til þess að bjóða EB-ríkj- um veiðiheimildir innan íslenzkr- ar fiskveiðilögsögn gegn því, að íslendingar fái veiðiheimildir inn- an fískveiðilögsögu EB-ríkja. Þetta virðist vera tilraun ríkis- stjómarinnar til þess að fínna viðræðúgrundvöll við EB-ríkin, en margir telja, að í formlegum viðræðum milli íslands og EB- ríkja komi fram krafa um veiði- heimildir þeirra innan fískveiði- lögsögu okkar. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, viðraði þessar hugmyndir í samtali við Morgun- blaðið sl. laugardag. Skömmu áður hafði Halldór Asgrímsson, sjávarútvegsráðherra, reifað sömu hugmyndir á lokuðum fundi með Evrópunefnd Alþingis. Á þeim fundi var þessum hugmynd- um ríkissljómarinnar mótmælt harkalega af nokkrum þing- mönnum. í samtölum við Morg- unblaðið sl. sunnudag lögðust tveir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins, þeir Eyjólfur Konráð Jónsson og Guðmundur H. Garð- arsson, eindregið gegn hugmynd- um um veiðiheimildir gegn veiði- heimildum, en Kjartan Jóhanns- son, þingmaður Álþýðuflokksins, taldi rétt að athuga, hvað EB hefði að bjóða, eins og fram kem- ur í frétt í Morgunblaðinu sl. sunnudag. í samtölum við Morgunblaðið í gær andmæltu fleiri þingmenn hugmyndum af þessu tagi. Þor- steinn Pálsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins sagði, að við ætt- um að hefja viðræður við Evrópu- bandalagið til þess að styrkja íslenzka hagsmuni „en ekki til þess að gefa eftir af rétti íslend- inga“, eins og formaður Sjálf- stæðisflokksins komst að orði. Albert Guðmundsson, fyrrver- andi formaður Borgaraflokksins, segir að það sé ekki okkar hagur að hleypa útlendingum inn í físk- veiðilögsöguna og Kristín Einars- dóttir, alþingismaður Kvennalist- ans, segir, að ekki komi til álita að hleypa nokkrum aðila inn í fískveiðilögsöguna og sízt af öllu eigi að brydda upp á því. Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir, að það sé ekki í verkahring hans stofnunar að taka afstöðu til þess, hveijir veiði í okkar físk- veiðilögsögu en hann bætir við: „Ég held, að það þyrfti mjög rækilegt eftirlit, ef útlendingar kæmu hér inn í fískveiðilögsög- una til þess að veiða hér eitthvað að ráði. Við höfum reynslu fyrir því, að þar sem Evrópubandalag- ið ræður ríkjum er oft mjög er- fítt að fá aflaskýrslur til dæmis. Það þekki ég úr starfí mínu hjá Alþjóðahafrannsóknaráðinu. Eft- irlit hefur verið í molum hjá þeim og þeir hafa átt erfítt með að framfylgja reglum um hámarks- afla, hvaða tegundir eru veiddar og annað slíkt.“ Það er erfítt að skilja hvað vakir fyrir ríkisstjóminni að hreyfa hugmyndum um að veita útlendingum veiðiheimildir innan íslenzkrar fískveiðilögsögu, rúm- um áratug eftir að síðasti brezki togarinn hvarf af íslandsmiðum eftir langa og harða baráttu fyr- ir yfírráðum okkar íslendinga yfír þessari auðlind. Raunar hefði það einhvem tíma þótt saga til næsta bæjar, að vinstri stjóm hæfí máls á því að veita erlendum skipum veiðiheimildir í íslenzkri lögsögu. Hingað til hefur það verið gmndvallaratriði í huga okkar Islendinga, að fískimiðin í kring- um ísland væm auðlind, sem við mundum hagnýta sjálfír og aðrir ekki. Samningar við Norðmenn og Grænlendinga um flökku- stofna breyta engu um þetta meginatriði, enda hefur komið í ljós, að sjómenn em þessum samningi mjög andvígir. I annan stað er auðvitað ljóst, að af engu er að taka. Nú stendur yfír alvar- leg tilraun af okkar hálfu til þess að byggja fískstofnana upp á nýjan leik eftir ofveiði undanfar- inna áratuga. Það fer því ekkert á milli mála, að við höfum um ekkert að semja við aðrar þjóðir í þessum efnum. Við eigum þvert á móti að efla samstarf við þá, sem vilja vemda Norður-Atlants- hafíð fyrir mengun iðnríkja Evr- ópu og þann veg m.a. að tryggja vöxt og heilbrigði fískistofnanna Ríkisstjómin á að víkja til hlið- ar hugmyndum, sem hafa því miður kviknað hjá henni um að veita öðmm þjóðum veiðiheimild- ir innan okkar fískveiðilögsögu. Siíkt kemur ekki til greina og þjóðin mun ekki þola nokkurri ríkisstjóm eða nokkmm stjóm- málaflokki slíkar tilslakanir. Það verður að láta á það reyna, hvort við getum náð samningum við EB-ríkin um gagnkvæma við- skiptahagsmuni án þess að hleypa fískiskipum þeirra á ný inn í okkar fískveiðilögsögu. Það hefur ekkert komið fram um, að það sé ekki hægt. Þess vegna eiga stjómmálamenn og aðrir að hætta að tala um veiðiheimildir erlendra þjóða í fískveiðilögsögu okkar. Við getum talað við aðrar þjóðir um öll mál og samið við þær til að tryggja hagsmuni okk- ar en það semur enginn um fjör- eggið sitt. Um spamað í rekstri sjúkrahúsa efitir Ársæl Jónsson íslendingar búa í dag við bestu heilbrigðisþjónustu í heimi sem er jafnframt með þeim ódýrustu ef miðað er við hlutfall af landsfram- leiðslu. Að baki þessarar fullyrðing- ar stendur að heilbrigði þjóðarinn- ar, eins og hægt er að mæla með „hörðum staðreyndum" eins og ungbamadauða, dánartíðni og ævi- líkum við fæðingu, er með því besta sem gerist. Heilbrigðisþjónustan er aðgengileg öllum þegnum landsins og menntun heilbrigðisstétta fjöl- breytt og af hæstu gæðum. íslensk- ir læknar fengu það sett inn í kjara- samninga sína að þeir skyldu fá ferðastyrk og dagpeninga til fram- haldsmenntunar erlendis ákveðinn tíma á hveiju ári eða annað hvert ár. Þetta hefur gert það að verkum að endumýjun þekkingar hefur orð- ið harðari en ella og lækningar markvissari og skilvísari til neyt- enda helbrigðisþjónustunnar. Þegar útgjöld til heilbrigðismála em talin fram sem hlutfall af lands- ffamleiðslu kemur í ljós að íslend- ingar greiða minna til heilbrigðis- þjónustunnar en nágrannalönd í Skandinavíu og Evrópu að undan- skildu Bretlandi sem hefur 6,7 pró- sentuhlutfall. Þar hafa menn reynd- ar sagt að fjármögnun hafí verið ónóg um margra ára skeið og heil- brigðiskerfíð þar sé að hmni komið. Það hefur gefíð einkavæðingu byr undir báða vængi en þrátt fyrir mikla hvatningu í þá átt af hálfu stjómvalda ná einkavædd heilbrigð- isfyrirtækitæki aðeins yfír lítinn hluta af heildarkostnaði við heil- brigðisþjónustu þar í landi. Til dæmis kostaði heilbrigðisþjónustan í Bretlandi á árinu 1983 15 þúsund milljón pund og einkageirinn var þar af aðeins 250 milljónir punda. Aðhald í Qármálum Á undanfömum ámm hafa íslensk sjúkrahús búið við strangt aðhald í íjármálum og hefur þeim tekist mun betur en ýmsum öðmm ríkisstofnunum að halda útgjöldum innan ramma fjárlaga. Svigrúm til niðurskurðar á kostnaðarliðum án skerðingar á þjónustu er því orðið mjög þröngt. Eftir óvenjulega mikil góðæri undanfarin ár mæla íslensk stjómvöld svo fyrir að minnka verði kostnað við heilbrigðisþjónustuna og liggja nú fyrir skýr fyrirmæli um að skera niður launakostnað Borgarspítalans um 4% á þessu ári. Á fjölmennum fundi starfsfólks Borgarspítalans með fjármálaráð- herra, Ólafí Ragnari Grímssyni, benti hann á að heiðarlegra væri að skera niður útgjöld en að fjár- magna þennan kostnað með erlend- um lántökum sem bömin okkar yrðu látin greiða á næstu öld. En hverra laun á að skera niður? Fjár- málaráðherra nefndi námskostnað lækna og reiknaðist honum til að ef læknar fæm ekki í nein náms- leyfí á þessu ári myndi spamaður- inn nema um 20% af áætlaðri upp- hæð. En hvaðan koma hin 80 pró- sentin? Laun I heilbrigðisþjónustunni em sjúkrahúsin langdýrasti rekstrarað- ilinn. Meirihluti rekstrargjaldanna fer í laun, nálægt 70%, og það er af þessum hluta sem skera verður niður. Á milli 80 og 90% launþega sjúkrahúsanna em konur, margar hveijar í hlutastörfum. Fjölmenn- ustu starfsstéttir sjúkrahúsanna em sjúkraliðar, hjúkmnarfræðing- ar og félagar í Sókn og em lar.g- flestar konur. Karlmenn em enn í meirihluta í læknastétt en þeir vinna oftar í heilum stöðum og verða að sinna fleiri vöktum og vinna meiri yfírvinnu. Árið 1987 vom læknar í 10% stöðugildanna og fengu í sinn hlut 20% af launa- kostnaði sjúkrahússins. Kvenna- stéttimar, sem þykja ekki of hátt launaðar, fá í sinn hlut 80% af launakostnaðinum, enda em þær mun fleiri talsins. Þegar rætt er um kostnað við rekstur sjúkrahúsa er því aðallega verið að ræða um laun kvenna. Þar sem fjármálaráð- herra er því að leggja til er að Iaun kvenna verði lækkuð og/eða störf- um þeirra fækkað á heilbrigðis- stofnunum. Miðstýring En ráðherra boðaði fleira. Hann boðaði að öll sjúkrahús Suðvestur- lands yrðu sameinuð undir eina stjóm og að Landakot yrði gert að öldmnarspítala og það helst allt á þessu ári. Ekki var upplýst nánar í hveiju spamaðurinn ætti að vera fólginn en ef tekin em dæmi af mjög miðstýrðum þjóðfélögum, eins og Svíþjóð, þá er það athygli vert að Svíar eyða á milii 10 og 12% af landsframleiðslunni í heilbrigðis- þjónustu, almenningur kveinar yfír lélegri þjónustu og hátæknilæknis- fræði situr á hakanum. Það er því ljóst að hugsa þarf málið gaum- gæfílega áður en lagt er í slíkar róttækar aðgerðir hér á landi. Hug- myndin um að breyta Landakoti í öldmnarspítala gæti reynst tvíeggj- aður spamaður. Ef breyta á Landa- koti í hjúkrunarheimili eða lang- legudeildir þarf að leggja í mikinn kostnað við nauðsynlegar breyting- ar á húsnæði og húsbúnaði en jafn- framt þyrfti þjónustan að vera með þeim hætti að öldmðum væri ekki boðið upp á annars flokks aðbúnað eða læknisþjónustu. Annars flokks ellispítali samrýmist ekki menning- arástandi þjóðar okkar í dag. Þessi hugmynd er einnig þvert á þá þróun þar sem best þykir að staðið eins og á sumum stöðum í Danmörku og Bretlandi þar sem lækningaþjón- usta fyrir aldrað fólk fer fram á sérstökum öldmnardeildum inni á bráðasjúkrahúsunum en langlegu og langtímaumönnun á hjúkmnar- heimilum dreift vítt um borgar- hverfín en í starfrænum tengslum við sjúkrahúsin. Umönnun aldraðra Opinberir staðlar og athuganir fagfólks benda til að á milli 200 og 300 hjúkmnarheimilisrými vanti á Stór-Reykjavíkursvæðinu í dag til þess að lágmarksþörfum sé sinnt á þessu sviði. Opinber heimaþjón- Námsferðir lækna efitir ÓlafÖrn Arnarson Nýlega hafa tveir ráðherrar, þ.e. heilbrigðismála og fjármála, látið þá skoðun sína í ljós að ein árang- ursríkasta leiðin til spamaðar í heil- brigðisþjónustunni væri að fella nið- ur námsferðir lækna og þá einkum sérfræðinga sem starfa á sjúkra- húsum. Báðir ráðherramir misskilja eðli og tilgang þessara ferða og tala um fríðindi og forréttindi og „ótrúlega góð kjör“ sem læknar hafí að þessu leyti. Það dýrmætasta sem einn spítali hefur yfir að ráða er þekking starfs- fólksins sem þar vinnur. Án hennar væri húsnæði og tækjabúnaður lítils virði. Sérfræðingaf, sem vinna á spítölunum, hafa orðið, eftir langt læknanám hérlendis, að sækja sína sérþekkingu til útlanda þar sem ekki em möguleikar á að afla henn- ar hér á landi. Þetta þýðir að íslenskir læknar dvelja langdvölum erlendis, oft 5—8 ár að jafnaði við framhaldsnám, íslenska ríkinu að kostnaðarlausu. Þekking þessi er sótt til Norðurlanda, Norður- Ameríku og Evrópu og sennilega er ekkert land í veröldinni sem býr jafn vel að alþjóðlegri þekkingu í læknisfræði og ísland. Hins vegar er það auðvitað svo að framfarir í læknisfræði em mjög örar og því nauðsynlegt fyrir sérfræðinga að fylgjast vel með í sérgrein sinni ella verða þeir fyrr en varir hættu- legir umhverfi sínu. „í komandi viðræðum um kjarasamninga er ekki vafí á að læknar verða til viðræðu um flest atriði þeirra. Þessi réttur til námsferða er hinsvegar heilagur vegna þess að annað væri hrein svik við fólk- ið í landinu.“ Löggjafínn hefur áttað sig á þessu því í læknalögum hefur jafn- an verið ákvæði þess eðlis að lækn- um sé skylt að halda við þekkingu sinni. í Codex Ethicus er læknum lögð sama skylda á herðar. Því hefur í kjarasamningum lækna ver- ið ákvæði sem veitir þeim rétt til þess að sækja fundi og námskeið árlega og takmarkast við Norður- Amenku og Evrópu. Landakotsspít- ali telur svo mikilvægt að læknar noti þennan rétt að hann skyldar sína sérfræðinga til þess að nýta hann, ella eiga þeir á hættu að missa starfsaðstöðu sína við spítal- ann. Læknar líta á þessa fundi og námskeið sem vinnu því þar er vinnuharka mikil og fundatími frá því snemma morguns og fram á kvöld. Læknar telja því að ráðherrarnir tveir misskilji hrapallega náms- ferðir þessar. Þær eru fyrst og fremst famar í þeim tilgangi að Ólafur Örn Arnarson halda við þeirri alþjóðlegu þekkingu í læknisfræði sem íslenskir læknar hafa aflað sér og tryggt hefur ís- lendingum jafn góða heilbrigðis- þjónustu og raun ber vitni. í komandi viðræðum um kjara- samninga er ekki vafí á að læknar verða til viðræðu um flest atriði þeirra. Þessi'réttur til námsferða er hinsvegar heilagur vegna þess að annað væri hrein svik við fólkið í landinu. Höfundur eryfírlæknir Landa■ kotsspítala.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.