Morgunblaðið - 08.03.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.03.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1989 Sjúkrahús St. Jósepssystra, þar sem Bjarni var yfirlæknir um þijá áratugi. ALDARMINNING: Bjarni Snæbjömsson Jæknir heiðursborgari Hafimi fjarðar eftir Matthías Á. Mathiesen Meðal þeirra sem fyrir síðustu aldamót bjuggu í vesturbænum í Reykjavík voru ung hjón, sem hétu Málfríður Júlía Bjamadóttir og Snæbjöm Jakobsson. Þau voru komin af góðu og traustu fólki sem þar um slóðir hafði búið fyrr á öldinni og reynst dugmikið og velgert fólk. Málfríður var dóttir Bjama Kol- beinssonar að Bakkakoti og konu hans Margrétar Illugadóttir, en for- eldrar Snæbjamar vom þau hjónin Jakob Steingrímsson og Guðrún Guðmundsdóttir að Litla-Seli. Báðir vom þeir Bjami og Jakob dugmikl- ir útvegsbændur um miðbik síðustu aldar. Þau Málfríður og Snæbjöm eign- uðust tvö böm. Dótturina Guðrúnu Jakobínu, sem yngri var, fædd 21. september 1891, giftist Óskari Magnússyni, lækni en hún lést 1. október 1969. Sonurinn Bjami, sem fæddur var 8. mars 1889, gerðist læknir og settist að í Hafnarfirði I maí 1917. Þar andaðist hann í ágúst 1970, 81 árs að aldri, eftir rúmlega hálfrar aldar óvenju farsælt starf og hafði verið kjörinn fyrsti heiðurs- borgari Hafnfirðinga. Þegar þeim Málfríði og Snæbimi fæddist frumburðurinn, Bjami, var þeim sjálfsagt ekki annað í huga en gleðin ein og hugur þeirra verið bundinn við það, að gera allt sem í þeirra valdi stæði til þess að skapa syni sínum þá beztu framtíð, sem þau gátu hugsað sér. Hugur þeirra hefur að sjálfsögðu mótast við þær aðstæður og þá tíma sem þá vom og þau ekki órað fyrir því, hversu líf þessa sonar þeirra átti eftir að marka djúp spor í sögu samtíðar hans og það sem þau gerðu fyrir hann ætti eftir að vera svo mörgum, sem raun ber vitni til hjálpar og huggunar. Líf þeirra hafði mótazt af hinni hörðu lífsbar- áttu, sem landsmenn okkar háðu um og eftir miðja síðustu öld, en þrátt fyrir fátækt vom þau sam- hent og kjarkmikil, viljasterk og fómfús og vildu allt á sig leggja. Frá foreldmm sínum segir Bjami læknir Snæbjömsson í grein er hann ritaði og út kom í bókinni „Móðir mín“ 1958. Þar segir hann: „Þau vom sárafátæk af verald- legum gæðum, en heilsuhraust, vel gefín, vel vinnandi og að mörgu leyti reynd í skóla lífsins. Þáu þekktu hvort annað vel, treystu hvort öðm og Guðs forsjón. Þau vom samhent í að vísa erfiðleikun- um á bug og reyna af fremsta megni að láta gott af sér leiða... Gmndvallarkenning kristindómsins er kærleikur til náungans og að veita „minnstu bræðmnum" aðstoð í örðugleikum þeirra. Foreldrar mínir reyndu af fremsta megni að lifa eftir þessari kenningu, enda var þeim hjartahlýjan í blóð borin, um- burðarlyndið og fómfysin, samúðin Og hjálpsemin. Margir komu á heimili þeirra, þegar sorgir og erfið- leikar steðjuðu að, en margir komu líka, þegar þeim háfði viljað eitt- hvert happið til og gleðin hafði gagntekið huga þeirra, því þau kunnu það sannarlega, „að gleðjast með glöðum og hryggjast með hryggum". Þau vom líka vinamörg, og óvildarmenn áttu þau aldrei neina svo mér sé kunnugt. Betri foreldra bömum sínum getur vart en þá, sem við Guðrún systir mín áttum.“ Af því sem að framan er ritað, má lesa að Bjami læknir Snæ- bjömsson kynntist í uppvexti sínum af eigin raun hversu hörð lífsbarátt- an oft getur verið og það hversu fómfysi og hjálpsemi getur til leiðar kömið. Tvímælalaust hefur það mótað hugarfar hans strax í æsku og ráðið miklu um, þegar hann kaus að helga hinum sjúku krafta sína og ákvað að gerast læknir. Greind, skarpskyggni og sam- viskusemi Bjama Snæbjömssonar hefur sjálfsagt komið snemma í ljós, enda var hann studdur til náms af litlum efnum foreldra sinna en mikl- um vilja þeirra. „Msrama fór sjálf á stúfana til að fá kennslu fyrir mig í latínu, sem þá var ein skyldunámsgrein tii inn- tökuprófs í Latínuskólann," segir Bjami í áður nefndri grein. Bjami lauk stúdentsprófi 1909 Bjarni Snæbjörnsson, læknir. og innritaðist þá í læknaskólann og lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla íslands vorið 1914. Að námi loknu gegndi Bjami um eins árs skeið héraðslæknisstörfum á Patreksfirði, en hélt síðan utan og dvaldist í Danmörku við fram- haldsnám um tveggja ára skeið. Vorið 1917 kom hann heim frá námi. Fluttist hann þá til Hafnar- flarðar og hóf þar læknisstörf 20. maí. Reisti hann sér myndariegt hús við Kirlcjuveg 5 sem hann nefndi Hvol. Bjami læknir hafi ekki. lengi stundað læknisstörf í Hafnarfírði áður en hans ágæti og vinsældir spurðust út um nágrannabyggðim- ar. Læknisumdæmi hans varð því brátt mjög víðáttumikið og erfítt yfirferðar. Samfara læknisstörfum í Hafnarfírði sinnti hann læknis- störfum suður á Suðumes og allt upp í Kjós. Hann var ósérhlífinn og viljugur til Iíknarstarfa og það kom sér líka vel, þegar hinn mannskæða sótt, spánska veikin geisaði 1918—1919 og samstarfsmaður hans, héraðs- læknirinn, var fársjúkur. Þá kom gerzt í ljós, hvað í hinn unga lækni var spunnið, hver maður hann var. Hann líknaði sjúkum, hughreysti sorgmædda og taldi kjark f þá, sem voru að láta yfirbugast. Erlendur bóndi Magnússon á Kálfatjöm á Vatsleysuströnd ritaði m.a. eftirfarandi í sjötugsafmælis- kveðju til Bjama læknis: „Strax varð Bjami aðsótttu læknir ekki aðeins í Hafnarfirði, heldur og um alla Gullbringusýslu. Skömmu eftir að hann settist að í Hafnarfirði eða haustið 1918, barst hingað til lands sú mikla sótt, spánska veikin og breiddist óðfluga um byggði landsins. Má segja um þá tíma eins og stendur í kvæðinu „Þorgeir í Vík: „í minni er enn sú eymd og fár sem yfír gekk þá tíð. Éldra fólki hér í Vatnsleysustrand- arhreppi em enn í fersku minni þau miklu veikindi er þá dundu yfir og allt heimilisfólkið veiktist á mörgum bæjum. En ekki verða þær minning- ar svo raktar, að menn minnist ekki með þakklæti og virðingu Bjama Snæbjömssonar. Með slíkri ósérhlífni og fómfysi vann hann sín læknisstörf á þessum erfiðu tímum, að fá og fátækleg orð fá því ekki lýst. Þá var erfíðara að ferðast en nú er, mjór vegur og ógreiðfær og hvergi bflfærir afleggjarar heim á bæina eða milli bæja og varð Bjami að fara það allt fótgangandi oft í slæmri færð og misjöfnum veðmm. Allar þessar torfæmr og erfiðleika yfirsteig hann með karlmennsku og dugnaði og var á ferðinni jafnt á nóttu sem degi. Var þrek hans og úthald nær óskiljanlegt. En það var sjúklingum og öðrum ómetanlegur styrkur og öryggi sú vissa, að Bjami læknir brást aldrei, en gegndi ávallt kalli svo fljótt sem auðið var. Sú kynslóð, sem nú er að alast upp, lærir og festir sér í minni frá- sagnir þessa tíma og sagan um læknisafrek Bjama læknis á hörm- ungartímum spönsku veikinnar mun lengi f minnum höfð á Vatns- leysuströnd.“ Um fyrstu sjúkravitjun Bjama læknis upp í Kjós 1918, segir Loft- ur Guðmundsson, rithöfundur í grein í jólabiaði „Iíamars" 1965: „Faðir minn stóð við borðið og drakk sjóðheitt Ixífi. Hann var holdvotur, en gaf sér ekki einu sinni tíma til að setjast, enn síður að hafa fataskipti, enda áttu þeir enn spöl ófarinn, hann og læknirinn, sem hressti sig á kaffísopanum uppi í baðstofu. Ég man, að hann hafði við orð, að honum væri ekki fisjað saman, þessum unga lækni, sem nú átti sína fyrstu sjúkravitjun í Kjósina. Vélbáturinn hafði hreppt hið versta veður yfir Kollafjörðinn, rok og haugabrim, en formaðurinn hafði látið svo um mælt, að læknin- um hefði hvergi bragðist. Móðir mín spurði þá hvemig hann hefði reynzt, eftir að hann var kominn á hestbak. Ég gerði ekki betur en að fylgja honum, svaraði faðir minn rólega. Andartaki síðar vora þeir báðir horfnir út í myrkrið og slag- veðrið, síðasta áfangann. Fyrstu ár Bjama læknis í Hafn- arfirði voru erfið. Öll aðstaða til lækninga var slæm. Hafnarfjarð- arapótek var stofnsett af Sören Kampmann lyfsala fyrri hluta árs- ins 1918 og hjálpaöi það mikið, en sjúkrahús var ekkert fyrstu starfs- árin. Úr því rættist er St. Jóseps- systur reistu sjúkrahús sitt hér í Hafnarfirði er tók til starfa 1926. Bjami læknir studdi St. Jóseps- systur með öllum ráðum. Hann frekar en nokkur annar skildi hvers virði það væri Hafnfirðingum og öðram er leita þyrftu lækninga, að í Hafnarfírði risi sjúkrahús. Bjami gerðist þá læknir á sjúkra- húsi St. Jósepssystra og yfírlæknir eftir að hann hafði dvalizt á sjúkra- húsi þeirra í Kaupmannahöfn og búið sig undir starf sitt. Alla tíð var einkar góð og farsæl samvinna milli Bjama læknis og hinna dugmiklu og fómfúsu St. Jósepssystra, enda mátu þær Bjama lækni og virtu að verðleik- um.“ Um læknisstörf Bjama segir Páll V. Daníelsson, fv. hagdeildar- stjóri á hálfrar aldar starfsafmæli hans, 20. maí 1967: „Mörg era þau handtök, sem Bjami er búin að leysa af hendi á St. Jósepsspítala, en þó munu þau vera miklu mun fleiri, sem unnin hafa verið á lækningastofunni og í heimahúsum. Löngum ferðaðist Bjami um götur Hafnarfjarðar og nágrennis á hjólinu sínu í sjúkravitj- anir og hefur það ekki verið lítið álag á læknisstarfið.“ Þannig var Bjami Snæbjömsson 1 rúma hálfa öld, hinn farsæli og trausti læknir og mannvinur, sem aldrei brást og gegndi ávallt kalli svo fljótt sem við var komið. Það starf, sem Bjami Snæbjöms- son innti af hendi sem læknir, var ærið starf fyrir einn mann. En hann lét sér það ekki nægja, slíkur starfs- maður var hann. Honum vannst tími til að sinna fjölmörgum trúnað- arstörfum fyrir samborgara sína enda naut hann óskoraðs trausts þeirra. Hann varð þó eftir því sem læknisstarfíð jókst, að létta af sér ýmsu sem hann gjaman hefði viljað sinna, því læknir var hann fyrst og fremst. Ekki aðeins líf og heilsa samborgaranna áttu hug Bjama, heldur velferð þeirra, bæjarfélags- ins og svo þjóðfélagsins. Um það sagði Eggert ísaksson, fv. bæjarfulltrúi: „Hann hafði alla tíð brennandi áhuga á stjómmálum og var raunar undravert hversu mikið hann lagði á sig til að geta sinnt þeim af alúð, þegar það er haft í huga, að hann var yfírhlaðinn öðram verkefnum. Stjómmálastörfin vora heldur eng- an veginn unnin af persónulegri frama- eða valdagimd, því allt slíkt tel ég að hafi verið fjarlægt hugar- heimi hans.“ Bjami Snæbjömsson var kjörinn bæjarfulltrúi í Hafnarfirði 1923 og gegndi þeim störfum samtals í 16. ár. Átti hann þar þátt í lausn fjöl- margra velferðarmála Hafnfirð- inga. Þegar Hafnarfjörður var gerður að sérstöku kjördæmi 1931 og þá eflaust hugsað að Alþýðuflokkurinn þar fengi alþingismann kosinn, völdu Sjálfstæðismenn Bjama lækni Snæbjömsson sem sinn fram-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.