Morgunblaðið - 08.03.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.03.1989, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1989 Arí Halldórsson, Bremerhaven: Lögðum tíl 15 gáma - fáum 50 í hausinn Ekkert gert með ráðleggingar um heppilegan útflutning „MEGNIÐ af aflanum fór í dag á lágmarksverði, nálægt 40 krónum á kUó. Við ráðlögðum útflutning á 15 gámum og fengum 45 eða 50 í hausinn og afleiðingin er lágmarksverð. Verðið er fallið í upphafi viku og aUt að drukkna í fiski seinni hluta vikunnar. í næstu viku má vænta 1.200 tonna úr skipum og 400 tonna úr gámum og auðvit- að sjá allir, sem vit hafa á hlutunum, að verðið er fallið. Ég geri þá ábyrga fyrir slysinu, sem ráðleggja mönnum að koma með svona mikinn fisk, sé það tilfeUið að slíkar ráðleggingar komi héðan, og sömuleiðis þá, sem fara eftir svona endemis vitleysu," sagði Ari HaUdórsson, umboðsmaður í Þýzkalandi. „Það er ekki nýtt að ekki sé hlustað á hógværar raddir héðan að utan,“ sagði Ari. „í byrjun jan- úar árið 1987 varaði ég stjórnvöld við gámaslysinu í febrúar. Á þær viðvaranir var ekki hlustað. Það var varað við ákveðnum skipum, sem ekki stóðu sig nógu vel. Þrátt fyrir það fóru þau framvegis heim með öngulinn í rassgatinu. Og nú fáum við 50 gáma í stað 15 í hausinn og allir fá bágt fyrir. Þetta ágæta ráðuneyti gerir ekk- ert með ráðleggingar okkar, sem hér erum úti. Það hlustar ekki á okkur, sem eigum að sjá um að Arnar- flug með nýjar tillögur ARNARFLUG lagði í gær nýjar tillögur fyrir ríkis- stjórnina til lausnar rekstr- arvanda fyrirtækisins. Kristinn Sigtryggsson, framkvæmdastjóri Arnar- flugs, sagðist ekki geta Qall- að um tillögurnar á þessu stigi málsins en sagðist telja að þær væru flötur til að nálgast málið. í fréttum Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi kom fram að Arn- arflugsmenn leggja til að þeir kaupi fyrrum þotu félagsins til baka frá ríkinu á kostnaðar- verði, selji hana, og noti sölu- hagnaðinn til að bæta stöðu fyrirtækisins. Þá á það að vera liður í tiilögum Amarflugs að KLM-flugfélagið gerist hlut- hafi í félaginu með því að skuldum Amarflugs við félag- ið verði breytt í hlutafé. selja vöruna og gæta hagsmuna þeirra, sem fiskinn eiga. Það stend- ur ekkert á upplýsingum frá okkur um stöðuna á markaðnum, sem við ættum að vera dómbærari á en ráðuneytismenn, en þegar þeir hafa tekið ákvarðanir sínar, þvert ofan í ráðleggingar, koma þær okkur ekkert við. Eigi þetta að standa áfram mælist ég til að viðskipta- deild utanríkisráðneytisins taki að sér alla sölu og markaðssetningu afurða okkar erlendis og síðan skul- um við sjá hveiju þeir hafa áorkað, eða öllu heldur klúðrað eftir svona eitt ár. Eina vitið er að láta LÍÚ sjá um þennan útflutning. Sú reynsla sem fékkst með samráði LÍÚ, útgerðar- manna og umboðsmanna hér í Þýskalandi, þegar allt var komið í gang, var þess eðlis að skikkur komst á útflutninginn. Menn fóru eftir ráðleggingum um viðbót eða niðurskurð á fyrirhuguðum útflutn- ingi. Ég held að menn fari heldur eftir slíkum samtökum en stjóm- völdum, en afskipti þeirra orka auk þess tvímælis hvað varðar alþjóða- samþykktir, sem við erum aðilar að,“ sagði Ari Halldórsson. Morgunblaðið/Rúnar Þór Slökkviliðinu á Akureyri gekk greiðlega að slökkva eldinn sem kom upp að Óseyri 20 í gærkveldi. Akureyri: Mikið tjón í bruna Eldurinn kom upp í bifreiðaverkstæði MIKIÐ tjón varð í bruna er kom upp í gærkvöldi að Óseyri 20 á Akureyri. Fiskverkunin Skutuil og Bátaverkstæði Birgis Þór- hallssonar eru með aðstöðu í húsinu en einnig er þar bílaverk- stæði og virðist eldurinn hafa komið þar upp. Enn er óljóst hvað olli brunanum. Það var klukkan 19.56 í gær- kvöldi að slökkviliðinu á Akureyri barst tilkynning um mikinn eld í húsinu Óseyri 20 og var nánast allt tiltækt lið strax kallað út. Átta mínútum áður hafði borist tilkynning um eld í Hjarðarhaga í Öngulstaðahreppi og var þangað sendur bíll Brunavama Eyjafjarð- ar með þremur slökkviliðsmönn- um. Reyndist hafa kviknað í fitu á eldavél í Hjarðarhaga og tókst húsfreyjunni að slökkva með handslökkvitæki. Nokkrar reyks- skemmdir urðu vegna eldsins. Greiðlega gekk að slökkva brunann að Óseyri. Sendir vom inn reykkafarar og lögð áhersla á að fjarlægja súrefnis- og gas- hylki sem vom í húsinu. Vom slökkviliðsmenn búnir að ná yfir- höndinni eftir tæpan hálftíma og búið að slökkva eldinn klukkan rúmlega níu. Húsið er mikið skemmt, sérstaklega bifreiða- verkstæðið, en þar vom þrír bflar þegar bmninn varð. Nokkrar reyk- og vatnsskemmdir urðu einnig í Skutlinum og bátaverk- stæðinu. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins: Stefnt að konu í eitt af hveijum þremur sætum MIÐSTJÓRN Sjálfstæðisflokksins ákvað einróma, á fiindi sínum í gær, áskorun til kjördæmisráða flokksins inn að reynt verði að hafá eina konu í hveijum þremur sætum þegar raðað verður á framboðslista fyrir næstu kosningar. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist fagna, að náðst hafi víðtæk samstaða um þessa samþykkt. Ekki væri verið að koma á kvótakerfi heldur reynt að ná samstöðu um átak í þessum efiium fyrir næstu kosning- ar. Þorsteinn Pálsson sagði að hefði um skeið rætt um það á Landssamband sjálfstæðiskvenna sínum vettvangi að fá samstöðu innan flokksins um að við val á framboðslista fyrir næstu kosning- ar yrði að minnsta kosti ein kona í hveijum þremur sætum. „Formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna flutti tillögu um það á fundinum að miðstjóm skor- aði á kjördæmisráð að hafa þetta í huga við val á framboðslistum. V estmannaeyjar: Báðir rafstrengimir slitnir Rafinagn skammtað í Eyjum næstu daga Vestmaxmaeyjum. RAFMAGNSLAUST varð í Vestmannaeyjum um miðjan dag í gær. Við athugun kom í ljós að vararafstrengurinn, sem allt raf- magn er nú flutt með til Eyja, var farinn í sundur. Aðalrafstrengurinn til Eyja fór ingar leiddu I ljós að bilunin á í sundur um miðjan janúar sl. og- hefur ekki enn verið unnt að gera við hann. Rafmagn hefur því ver- ið flutt til Eyja gegnum gamla rafstrenginn, sem hefur verið not- aður sem varastrengur undanfar- in ár. Laust fyrir kl. 16 í gær gaf varastrengurinn sig og varð þá allt rafinagnslaust í Eyjum. Mæl- strengnum væri innanhafnar í Eyjum, einhvers staðar á leiðinni frá Skansfjöru að aðveitustöð raf- veitunnar. Díselvélar voru strax ræstar en talsvert vantar á að þær geti ann- að orkuþörf bæjarins. Frystihúsin og fiskimjölsverksmiðjumar eru látnar siija fyrir með raforku en síðan er orkan skömmtuð til ann- arra hluta bæjarins. Eiríkur Bogason, veitustjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að viðgerð strengsins myndi að minnsta kosti taka nokkra daga. Hann sagði að það réðist þó af því hvort allt efni sem þyrfti til viðgerðarinnar væri fá- anlegt hérlendis. Ef svo væri ekki myndi viðgerðin taka mun lengri tíma. Eiríkur sagði að talsvert vantaði upp á að vélar rafveitunn- ar gætu annað orkuþörf bæjarins. í gær vantaði 1,5 megawött til þess að þær önnuðu orkunotkun en búast má við að það geti vant- að 2-3 megavött ef öll vinnsla frystihúsanna er á fullu. Eiríkur sagði að rafmagn yrði skammtað í Eyjum næstu daga og hvatti hann bæjarbúa til að spara orkuna eins og unnt væri. Hann sagði að ef í ljós kæmi að viðgerð tækist ekki á næstu dög- um þá yrði reynt að fá vararafal frá RARIK til að sjá Eyjamönnum fyrir rafmagni þangað til viðgerð á strengnum lyki. Grímur Miðstjómin féllst einróma á þessa tillögu og var það samdóma álit manna að mynda bæri samstöðu innan flokksins um að þetta gæti verið niðurstaðan hvemig svo sem valið verður á lista.“ Þorsteinn sagði að ekki væri verið að setja kvótareglur heldur verið að reyna mynda um það sam- stöðu að gert yrði sérstakt átak í þessu efni fyrir næstu kosningar. „Ég fagna þessu frumkvæði frá sjálfstæðiskonum og vona að hinn eindregni stuðningur miðstjómar leiði til þess að kjördæmisráðin beiti sér fyrir því að niðurstaðan verði í samræmi við þetta. Ég tel þetta vera mjög mikilsverða sam- þykkt." Hann sagði að flestir væm sam- mála um að Sjálfstæðisflokkur hefði verið brautryðjandi í því að veita konum trúnaðarstörf í stjóm- málum og þetta því í fullu sam- ræmi við það brautryðjendahlut- verk. Hann taldi þó að Sjálfstæðis- flokkurinn hefði ekki staðið sig nægjanlega vel í þessum efnum undanfarið ef tekið væri mið af brautryðjendahlutverki hans, og fagnaði hann því að nú hefði tek- ist um málið víðtæk samstaða. Einnig var á fundinum rætt um landsfund Sjálfstæðisflokksins og tekin ákvörðun um að hann verði haldinn í byijun október.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.