Morgunblaðið - 30.03.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.03.1989, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1989 Staða skólastjóra Olduselsskóla auglýst Pólitískar ofsóknir gegn skólastjóran- um, segir Davíð Oddsson borgarstjóri Menntamálaráðherra hefur ákveðið að auglýsa stöðu skólastjóra við Ölduselsskóla í Reykjavík lausa til umsóknar frá og með 1. ágúst næstkomandi. Er það gert eftir að 17 af 38 föstum kennurum skól- ans höfðu ákveðið að segja starfí sínu lausu vegna samstarfsörðug- leika í skólanum. Davíð Oddsson borgarstjóri segir, að hér sé um pólitískar ofsóknir að ræða gagnvart skólastjóranum. Ekki hafi ver- ið fjallað um mál hans í fræðsluráði Reykjavíkur eins og reglur segja til um, áður en ákveðið var að auglýsa stöðuna. Það sé fræðsluráðs að leggja til við ráðuneytið hvort staða, sem skipað hafí verið í til eins árs, sé auglýst eða ekki. Að sögn Sólrónar Jensdóttur, skrifstofustjóra skólamálaskrifstofu menntamálaráðuneytisins, var Sjöfn Sigurbjömsdóttir sett í stöðu skóla- stjóra til eins árs frá 1. ágúst síðast- liðnum en nú er ákveðið að staðan verði auglýst þegar setning Sjafnar rennur út. „Við höfum verið að kanna þetta mál af og til í vetur vegna samstarfsörðugleika í þessum skóla og ráðherra hefur verið gerð grein fyrir ástandinu," sagði Sólrún. „Það hafa verið vandræði í skólan- um en það sem reið baggamuninn var að við fengum staðfestar upplýs- ingar um að 17 fastráðnir kennarar af 38 ætluðu að hætta vegna þess- ara örðugleika. Við sáum enga aðra leið, en þetta er auðvitað aivarlegt mál fyrir skólann." ir rúmum 40 árum. „Það er n\jög sérstætt að ráðuneytið skuli grípa inn í málið með þessum hætti," sagði Davíð. „Ég hlýt að líta á þetta sem pólitíska ofsókn gagnvart þessum tiltekna skólastjóra.“ Það hlyti að vera grundvallaratriðið að skóla- stjórinn fengi eins og aðrir að leggja sitt mál fyrir fræðsluráð og það kannað hvort hann hefði meðmæli ráðsins eða ekki. Það nægði ekki að einhveijir kennarar tilkynntu í lokuðu bréfi, sem ekki hefur borist skólayfirvöldum í Reylqavík, að þeir hygðust skipta um skóla. Ekki tókst að ná í Sjöfn Sigur- bjömsdóttur í gær vegna þessa. Morgunblaðið/Ami Sæberg Útför Finnboga Rúts Valdemarssonar Útför Finnboga Rúts Valdemarssonar var gerð frá Kópavogskirkju í gær. Fyrir athöfnina lék Horna- flokkur Kópavogs fyrir utan kirkjuna. Við athöfnina söng Skólakór Kópavogs lögin Kópavogsbæ og Maístjörnuna og Ljóðakórinn söng sálma. Einsöngv- ari var Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Guðný Guð- mundsdóttir lék á fiðlu. Orgelleikari var Marteinn H. Friðriksson. Kistuna báru Heiðrún Sverrisdóttir, Heimir Pálsson, Kristján Guðmundsson, Skúli Sig- urgrímsson, Bragi Michaelsson, Ríkharð Björgvins- son, Guðmundur Oddsson og Hulda Finnbogadóttir. Bæjarstjóm Kópavogs kostaði útförina, í virðingar- skyni við hinn látna heiðursborgara Kópavogs. Samráðsfundur ríkis og sveitarfélaga um atvinnumál: Fræðsluráð Reykjavíkur mun funda um málið í dag og senda frá sér ályktun. Að sögn Davíðs Odds- sonar borgarstjóra má líta á ákvörð- unina sem áfellisdóm ráðherra yfir skólastjóranum, þar sem fræðslu- ráði hafi ekki borist skýringar með formlegum hætti á þessari ákvörð- un. Eina dæmið sem hann myndi eftir um að settur skólastjóri, sem hafði meðmæli fræðsluráðs, en fékk þó ekki fastráðningu þegar hann sótti um, var í tíð Brynjólfs Bjama- sonar sem menntamálaráðherra fyr- í varðhaldi vegnaárásar MAÐUR hefúr verið úrskurð- aður í gæsluvarðhald til 12. aprfl eftir að hafa veitt drykkjufélaga sínum tals- verða andlitsáverka. Atburð- urinn átti sér stað í húsi við Hverfisgötu um páskahelg- ina. Mennimir vom þar ásamt fleiri í samkvæmi. Þeim lenti harkalega saman og er talið að hnífum hafi verið beitt í átökun- um. Sá sem varð undir var skor- inn í andliti, með brotnar tennur og bólginn í andliti. Ríkisstjómin var harðlega gagnrýnd fyrir aðgerðaleysi ODDVITAR og bæjarstjórar veittust harðlega að rikisstjóminni fyrir aðgerðaleysi i málefhum fyrirtækja i rekstrarerfiðleikum á samráðs- fúndi ríkis og sveitarfélaga um atvinnumál, sem haldinn var i gær. í umræðum eftir framsöguræður lýstu margir sveitarstjórnamenn mikl- um áhyggjum af fiárhagsástandi fyrirtækja og sveitarfélaga. Sumir lýstu skuldum fyrirtækja við sveitarfélögin þannig að þær nemi allt að þreföldum árstekjum sveitarfélaganna og í ofanálag skuldaði ríkið þeim fé vegna framkvæmda. Þeir brýndu viðstadda ráðherra til tafar- lausra aðgerða. Allmargir oddvitar og bæjarstjór- ar töluðu og sögðu frá bágu atvinnu- ástandi heima fyrir og skoruðu á viðstadda ráðherra að bregða við hart og finna leiðir til að leysa sveit- arfélögin undan því oki að þurfa að fjármagna hallarekstur framleiðslu- fyrirtækjanna. Þau væru mörg hver svo illa stödd, að þau fengju enga fyrirgreiðslu úr Atvinnutrygginga- sjóði. Þeir gagnrýndu meðal annars að ríkissjóður tekur hluta af skuld- breytingalánum til sín og að skulda- bréf Atvinnutryggingasjóðs eru ekki gjaldgeng, jafnvel ekki í peninga- stofnunum ríkisins, nema með afföll- um. Þorvaldur Jóhannsson bæjarstjóri á Seyðisfirði sagði meðal annars: „Við eigum hjá tveimur fyrirtækjum útistandandi meira heldur en nemur öllum áætluðum útsvarstelq'um þetta ár. Það er alveg ljóst að ef ekki verður farið að gera eitthvað í þess- um málum, þá hreinlega þolir sveit- arfélagið þetta ekki. Vandinn var fyrirséður fyrir einu og hálfu ári. Það er búið að tala og kjafta um þetta í eitt og hálft ár. Það hefur bókstaflega ekkert verið gert af viti, fyrr en, ég skal viðurkenna það, núna að það er kannski að rofa tií í þessu.“ Steingrímur Hermannsson svar- aði fyrir ríkisstjómina og spurði hvers menn óskuðu, hvort það væri gengisfelling eða eitthvað annað. Hann minnti á Atvinnutrygginga- sjóð og Hlutabréfasjóð og hafnaði því að ríkissjóður ætti að halda gangandi fyrirtækjum, sem engan rekstrargrundvöll hefðu og hefðu jafnvel aldrei haft. Þórður Skúlason varaformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga minnti á í framsögu að efnahagsleg- ar ytri aðstæður hefðu verið með allra hagstæðasta móti undanfarin tvö ár. „Samt sem áður erum við hér á þessum fundi að tala um vanda atvinnulífsins, sérstaklega vanda útgerðarinnar og fiskvinnslunnar. Sá vandi er ekki vegna ytri að- stæðna, heldur vegna þess hvemig Flugmálastjóri ætlar ekki að veita Sterling flugleyfí: Geri ráð fyrir því að ráðherra fari að vilja launþegasamtakanna •• ___________________________ segir Ogmundur Jónasson formaður BSRB FORMLEG umsókn frá Sterling-flugfélaginu um leiguflug milli Kaupmannahafnar og Keflavíkur, hefúr ekki borist íslenskum flug- yfirvöldum. Flugmálastjóri segist ekki munu veita slíkt leyfi þar sem reglur segi fyrir um að ekki verði leyft leiguflug milli staða þar sem þegar er áætlunarflug. Einungis samgönguráðherra hafi vald til að veita slíka undantekningu. Sjö launþegasamtök auglýstu átta leiguflug með Sterling fyrir páska og munu selja í ferðimar þar sem þau gera ráð fyrir að flugleyf- ið verði leyft. „Við höfum alltaf gert ráð fyrir því að samgönguráð- herra fari að vilja samtaka sem telja um hundrað þúsund íslendinga og veiti tilskilin leyfi,“ sagði Ög- mundur Jónasson formaður BSRB við Morgunblaðið. Dönsk flugmála- yfirvöld hafa veitt Sterling flugleyfi fyrir sitt leyti. Ekki náðist í sam- gönguráðherra í gærkvöldi. Orlofsferðir launþegasamtak- anna voru auglýstar á skírdag, en á þriðjudag vakti Pétur Einarsson flugmálastjóri athygli Samvinnu- ferða - Landsýnar, sem sér um sölu á ferðunum, á því að engin umsókn hefði borist um leyfi til leiguflugsins til íslenskra yfírvalda. Pétur sagði við Morgunblaðið að samkvæmt reglum væra slík leyfi ekki veitt á leiðum þar sem áætlunarflug væri fyrir, nema til kæmi ákvörðun sam- gönguráðherra. Flugmálastjóri gerði launþegasamtökunum, sem standa að orlofsferðunum, grein fyrir þessari afstöðu bréflega í gær. Sterling-flugfélagið hefur áður fengið leyfí fyrir leiguflug milli Kaupmannahafnar og Keflavíkur, síðast fyrir eina ferð árið 1987. Flugleiðir höfðu þá eins og nú flug- rekstrarleyfi á þeirri leið, en gagn- kvæma flugheimildin frá Danmörku var þá ekki nýtt, að sögn Ólafs Steinars Valdimarssonar ráðuneyt- isstjóra samgönguráðuneytisins. Einnig var búið að selja sætin í leiguflugið þegar umsókn um flug- leyfið barst, þannig að ekki þótti stætt á að synja um leyfíð. Að sögn Tómasar Tómassonar haldið hefur verið á málum hér heima fyrir og þá ekki hvað síst af ríkisvaldinu og þeim sem með það fara og með það hafa farið á undan- fömum misseram. Strax á miðju síðastliðnu ári, í miðju góðærinu, var ljóst hvert stefndi," sagði hann og rakti ágreining stjómmálamanna um leiðir og síðan eftiahagsaðgerðir núverandi ríkisstjómar og markmið hennar. „En höfuðmarkmiðið, að koma hjólum atvinnulífsins aftur á liðugan snúning, það virðist hafa gleymst." Annar fundur forsvarsmanna Sambands íslenskra sveitarfélaga og ríkisins verður boðaður um sama málefni innan skamms. hjá Samvinnuferðum - Landsýn, hafa launþegasamtökin sjö, sem að ferðunum standa, ákveðið að halda sínu striki þrátt fyrir þetta, og hefja sölu í ferðimar 1. apríl nk. eins og áætlað var. Hann sagði að Sterling hefði talið sig vera búið að senda formlega umsókn til íslenskra flug- málayfirvalda, og hefði ekki haft skýringar á hvers vegna sú umsókn hefði ekki borist Tómas sagði að félagið hefði þegar fengið leyfi frá dönskum yfírvöldum, en SAS hefði ekki lagst gegn því. Flugfélaginu Lion Air var í fyrra synjað um leyfí fyrir leiguflug milli Lúxemborgar og Keflavíkur, þar sem áætlunarflug var milli þessara staða. Félagið fékk síðan leyfi milli Keflavíkur og Kölnar í Þýskalandi. MUdlloðna í Faxaflóa STÓR loðnutorfa fannst 10 mílum frá Gróttu og 5 mílum frá Akranesi í gær, að sögn Harðar Björnssonar skip- stjóra á Þórði Jónassyni EA. „Við fengum allt of stórt kast þarna og nótin rifnaði," sagði Hörður í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að Dagfari ÞH hefði fengið þar 200 til 300 tonna kast og búast mætti við mokveiði í dag. Um 54.500 tonn voru óveidd af loðnukvótanum síðdegis í gær. Flest skip- anna hafa verið f Berufjarð- arál undanfama daga en mokveiði var við Malarrif áy Snæfellsnesi á miðvikudag I síðustu viku. „Vertíðin getur staðið fram til tíunda, tólfta apríl og ég sé ekki annað en að loðnukvótinn muni allur veiðast. Ég hef sagt það í allan vetur og stend við það. 1987 var síðasta löndun 11. apríl, þannig að miðað við það er enn nægur tími til að ná kvótanum," sagði Ástráður Ingvarsson starfsmaður loðnu- nefndar, í samtali við Morgun- blaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.