Morgunblaðið - 30.03.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.03.1989, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1989 Greiðslu- stöðvun hjá yélsmiðju Ól. Olsen VÉLSMIÐJU Ól. Olsen í Njarðvík hefur nýlega verið veitt greiðslu- stöðvun til þriggja mánaða. Lög- maður og viðskiptafræðingur, sem aðstoða munu stjórnina á greiðslustöðvunartímanum, vinna nú að því að fa heildaryfir- lit um skuldir félagsins en stjórn félagsins hyggst freista þess að ná samkomulagi við kröfuhafa og forða fyrirtækinu frá rekstr- arstöðvun. í greinargerð frá félaginu segir að vélsmiðjan hafi verið rekin með verulegu tapi síðastliðin ár og megi rekja erfiðleikana til mikils fjár- magnskostnaðar og tímabundins verkefnaskorts. Hins vegar liggi fyrir verkefni sem fleytt gætu fyrir- tækinu áfram, takist að semja um lausafjárskuldir. Færa megi rök fyrir því að félagið eigi fyrir skuld- um en verðmæti fasteigna þess sé háð framboði og eftirspum á hveij- um tíma. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Endurbygging hafín á Réttarhálsi Endurbygging er hafin á stórhýsi Gúmmívinnustofunnar að Réttar- hálsi 2, sem stórskemmdist í eldsvoða í vetur. í fyrstu var talið að húsið væri ónýtt en eftir skoðun sérfræðinga var úrskurðað að svo væri ekki og ákveðið að endurbyggja það. Tjónið var metið á 188 milljónir. VEÐUR í DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa Islands (Byggl á veöurspá kl. 16.15 i gaer) VEÐURHORFUR í DAG, 30. MARS YFIRLIT f GÆR: Um 700 km suöur af Vestmannaeyjum er 974 mb lægö sem þokast aust-noröaustur, örinur lægð um 970 mb er yfír suðvesturströnd Grænlands á aust-suðaustur leið. SPÁ: Fremur hæg breytileg ótt og skýjað með köflum í fyrstu en gengur í vaxandi sunnanátt og þykknar upp síðdegis, fyrst vestan- lands. Hiti 2—5 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Fremur hæg sunnan- átt víöa skúrir eða rigning sunnan- og vestanlands, en úrkomulítið eða úrkomulaust annars staðar. Hiti 3—5 stig. TAKN: Heiðski'rt Léttskýjað Hálfskýjað jjjj| Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: ^ Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma # * * ■JQ° Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hltl vaður Akureyri 3 léttskýjað Reykjavik 2 hálfskýjað Bergen 6 skúr Helsinki vantar Kaupmannah. 9 skýjað Narssarssuaq +7 snjóél Nuuk +4 snjókoma Osló 12 léttskýjað Stokkhólmur 10 skúr Þórshöfn B rigning Algarve 14 skýjað Amsterdam 13 léttskýjað Barcelona 18 skýjað Berlín 12 léttskýjað Chicago 3 alskýjað Feneyjar 18 þokumóða Frankfurt 16 mistur Glasgow 8 aiskýjað Hamborg 11 skýjað Las Palmas 18 skýjað London 12 skýjað Los Angeles 13 skýjað Lúxemborg 17 skýjað Madríd 17 léttskýjað Malaga 18 skýjað Mallorca 17 mistur Montreal 2 alskýjað New York vantar Orlando 18 léttskýjað Paris 22 heiðskirt Róm 17 þokumóða Vfn 21 skýjað Washington 21 alskýjað Winnipeg +3 snjókoma Landbúnaðar- vörur hækka ekki Forsætisráðherra lofaði forseta ASI að halda áfram niðurgreiðslum STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra lofaði Ásmundi Stef- ánssyni forseta Alþýðusambands íslands því í gær, að ekki muni koma til búvöruverðshækkunar um mánaðamótin. Ríkisstjómin myndi tryggja áframhaldandi niðurgreiðslur til að halda óbreyttu verði. Landbúnaðar- vömr áttu að hækka um 5% til 15% þann 1. apríl næstkomandi vegna skertra niðurgreiðslna. „Það er rétt, forsætisráðherra staðfesti það við mig seinnipartinn í dag að landbúnaðarvörur hækkuðu ekki um mánaðamótin,“ sagði Ás- mundur Stefánsson í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ríkisstjóminni er það auðvitað jafnljóst og öðrum að það yrði algjör sprengja inn á hvert samningaborð ef þessar vörur hækkuðu." Ásmundur sagði að ekki hefði ver- ið rætt hversu lengi óbreyttar niður- greiðslur stæðu. „I okkar samtölum við ríkisstjómina hefur alltaf verið gert ráð fyrir að vömverði yrði hald- ið niðri. Við höfum farið fram á að verð á landbúnaðarvörum verði fryst út árið.“ Ásmundur sagði erfitt að segja hvort það markmið náist, það skýrist betur þegar ljóst verður hvemig samningar ganga. Niðurgreiðslur á landbúnaðarvör- um áttu að skerðast um næstu mán- aðamót, miðað við niðurstöðutölur fjárlaga, og áttu vömmar að hækka um 5% til 15%. Steingrímur J. Sigfús- Embættí yfir- dýralæknis auglýst EMBÆTTI yfirdýralæknis hefiir verið auglýst laust til umsóknar og verður það veitt frá 1. júní næstkomandi, en umsóknarfrest- ur rennur út 1. maí. Páll Agnar Pálsson, yfirdýra- læknir, hefur gegnt embættinu frá 1956, en hann lætur af störfum í vor vegna aldurs. son landbúnaðarráðherra sagðist í gær búast við að málið yrði tekið fyrir á ríkisstjómarfundi á morgun, föstudag, og þá yrði ákveðið hvort haldið verði óbreyttum niðurgreiðsl- um eða þær skertar. Morgunblaðið reyndi árangurslaust að ná sambandi við hann í gærkvöldi til að spyija hann um þessa yfirlýsingu forsætis- ráðherra. Togararallið: Meiri afli við Vestfirði en Norðurland í FIMMTA togararallinu, sem lauk fyrir rúmri viku, fékkst minni afli við Norður- og Norð- austurland en Vestfirði, Breiða- Qörð og Suðausturland, enda hefiir sjórinn við Norður- og Norðausturland verið óvei\ju kaldur í vetur, að sögn Ólafs Karvels Pálssonar fiskifræðings. Ólafur Karvel sagði í samtali við Morgunblaðið að nokkrar vikur tæki að vinna úr upplýsingunum sem fengust í rallinu. Togaramir Amar, Rauðinúpur,»Bjartur, Hoffell og Vestmannaey tóku þátt rallinu að þessu sinni og toguðu í tvær og hálfa viku á 570 stöðum umhverfis landið. í rallinu voru 300 þúsund fiskar lengdarmældir, þar af 100 þúsund þorskar og 100 þúsund ýs- ur. Teknar voru 12 til 13 þúsund kvamir, þar af 4 þúsund úr þorski. Sigurður Magnússon fv. blaðafulltrúi látínn SIGURÐUR Magnússon fyrrver- andi blaðafiilltrúi Loftleiða er látinn í Reykjavík, 77 ára að aldri. Sigurður fæddist 6. júlí árið 1911 að Miklaholti í Miklaholtshreppi í Hnappadalssýslu, sonur hjónanna Magnúsar Sigurðssonar og Ásdísar Magneu Sigurðardóttur. Sigurður varð gagnfræðingur frá Flensborg- arskóla árið 1929 og lauk kennara- prófi árið 1933. Hann var kennari í Eyja- og Miklaholtshreppi á árun- um 1929 til 1931, síðan í Breiðuvík á Snæfellsnesi, á Bolungarvík og við Austurbæjarskólann í Reykjavík frá 1934 til 1954. Þá var hann lög- gæslumaður í Rannsóknarlögreglu Reykjavíkur frá 1937 til 1951 í brotamálum barna og unglinga. Sigurður vann ýmis störf er varða flugmál, einkum á vegum Loftleiða hf., frá árinu 1944 og var blaðafulltrúi félagsins frá 1961 til 1973. Hann var forstjóri Ferða- skrifstofu ríkisins 1973 til 1974 og skrifstofustjóri Stálhýsis 1975 til 1977. Sigurður var formaður Sölutækni um árabil frá 1946 og átti einnig sæti í stjóm Norræna félagsins. Hann var formaður Starfsmanna- félags Loftleiða í mörg ár, átti sæti í Ferðamálaráði íslands frá 1964 til 1974, var í Vörusýningamefnd um árabil og sat í stjóm íslands- deildar Amnesty Intemational frá 1977. Sigurður ritaði greinar um margvísleg efni í blöð og tímarit Sigurður Magnússon auk ferðabókar, „Vegur var yfir“, sem kom út árið 1953. Hann stjóm- aði um árabil útvarpsþættinum Spurt og spjallað, var ritstjóri tíma- ritsins Flug og Newsletter, frétta- bréfs Loftleiða frá upphafi til 1973 og var ritstjóri Fréttabréfs Eim- skipafélags íslands frá 1977 til 1980. Á árunum 1981 til 1987 vann hann að útgáfumálum hjá Rauða krossi íslands. Eftirlifandi eiginkona Sigurðar er Dýrleif Ármann kjólameistari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.