Morgunblaðið - 30.03.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.03.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGÚR 30. MARZ 1989 17 Lánskjaravísitala: Meðal hús- næðislán hækkarum 50 þúsund Lánskjaravísitalan 2.394 gildir fyrir april, en það er 2,05% hækkun frá mánuðin- um á undan. Samkvæmt þvi er verðbólguhraðinn nú 27,5%. Hefur lánskjaravísi- talan hækkað um 5% frá ára- mótum, sem þýðir að meðal húsnæðislán, sem er nú 2.357.000 krónur, hefur hækkað um 117.850 krónur á þeim tima, þar af um rúm- ar 50 þúsund krónur vegna síðustu vísitöluhækkunar. Seðlabankinn reiknar út lánskjaravísitöluna, sem er samsett úr launavísitölu að þriðjungi, framfærsluvísitölu að þriðjungi og byggingarvísi- tölu að þriðjungi. Framfærslu- vísitalan hækkaði um rúm 2,8%, byggingarvísitalan um 2,64 og launavísitalan um rúm 0,6%, en viðmiðunin við launa- vísitölu var tekin inn í byijun ársins. Til að sýna áhrif hækkunar lánskjaravísitölunnar má taka dæmi af húsnæðislánum. Hæsta lán til nýbyggingar er nú 3.368.000 krónur. Frá ára- mótum hefur þetta lán hækkað um rúmar 168 þúsund krónur, þar af um rúmar 71 þúsund krónur við síðustu hækkun vísi- tölunnar. Hámarkslán til kaupa á eldra húsnæði er nú 2.357.000 krónur, en það lán hefur hækkað um 117.850 krónur frá áramótum. Umreiknað til árshækkunar hefur lánskjaravísitalan hækk- að um 21,8% síðustu 3 mán- uði, en 11,8% síðustu sex mán- uði. Síðustu 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um 20,4%. Borgar- nes ísa- Qörður Sauðár- krókur Akur- eyri Egils- staðir Hvols- völlur Hafnar- fjörður Reykja- vík Samtals Röð Mitt atkv. 1. „Það sem enginn sér“ Höf.: Valgeir Guójónss. Fl.: Daníel Ágúst Ilaraldsson 2. „Þú leiddir mig í ljós“ Höf.: Sverrir Stormsker Fl.: Jóhanna Linnet 3. „Línudans“ Höf.: Magnús Eiríksson Fl.: Ellen Kristjánsdóttir og Mannakorn 4. „Sóley“ Höf.: Gunnar Þóróarson og Toby Ilerman Fl.: Björgvin Haildórs- son og Katia María 5. „Alpatwist“ Höf.: Geirmundur Valtýsson og Hjálmar Jónsson Fl.: Bítlavinaféiagió Áhorfendur geta fylgst með atkvæðagreiðslu með því að fylla út þennan seðil, um leið og tölur eru lesnar upp í beinni útsendingu sjónvarpsins. Þá geta þeir einnig fyllt út reitinn „mitt atkvæði". Ríkissjónvarpið: Islenska lagið í Söngva- keppnina valið í kvöld ÚRSLIT í íslensku forkeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva ráðast í kvöld, þegar valið verður eitt af þeim fimm lögum, sem kynnt hafa verið í ríkissjónvarpinu undanfarið. Það lag sem vinnur verður sent í sjálfa úrslitakeppnina, sem haldin verður í Sviss 6. maí. Ríkis- sjónvarpið hefur beina útsendingu í kvöld klukkan 20.40. Forkeppnin er með öðru sniði í nefndir í öllum 8 kjördæmum lands- ár en þau fyrri þijú ár, sem íslend- ingar hafa tekið þátt í Söngvakeppn- inni. Áður var keppnin öllum opin og úr öllum innsendum lögum voru valin tíu, sem kepptu til úrslita. Að þessu sinni ákvað Ríkissjónvarpið að bjóða nokkrum lagahöfundum að taka þátt í keppninni. Þeir fimm höfundar, sem þekktust boðið, hafa allir tekið þátt í keppninni hér á landi áður og þrír þeirra, Valgeir Guðjóns- son, Magnús Eiríksson og Sverrir Stormsker, hafa unnið forkeppni hér heima. Auk þeirra þriggja keppa nú til úrslita Gunnar Þórðarson og Geir- mundur Valtýsson. Líkt og áður sitja 11 manna kjör- ins og það er þeirra að velja sigurlag- ið. Lögin fimm eru „Það sem enginn sér“ eftir Valgeir Guðjónsson, flutt af Daníel Á. Haraldssyni, „Þú leidd- ir mig í ljós" eftir Sverri Stormsker, flutt af Jóhönnu Linnet, „Línudans" eftir Magnús Eiríksson, flutt af Ellen Kristjánsdóttur og hljómsveitinni Mannakorn, „Sóley“ eftir Gunnar Þórðarson og Toby Herman, flytj- endur Björgvin Halldórsson og Katla María og loks „Alpatwist" eftir Geir- mund Valtýsson og Hjálmar Jóns- son, flutt af Bítlavinafélaginu. Lögin verða flutt í þeirri röð sem þau voru hér talin upp og kynnir í sjónvarpssal verður Jónas R. Jóns- Hótel Island: Saga The Beatles SAGÁ The Beatles verður rakin í sérstakri tónlistardagskrá sem frumflutt verður á Hótel íslandi föstudaginn 7. april. Sjö íslenskir söngvarar ásamt hljómsveit und- ir stjórn Grétars Örvarssonar sjá um allan tónlistarflutning, en einnig koma fram 10 dansarar. Að sögn Birgis Hrafnssonar markaðsstjóra Ólafs Laufdal verður saga Bítlanna rakin með því að flytja tónlistina eins og hún kom fram á hljómplötum þeirra. Þor- steinn Eggertsson er höfundur handrits, en í dagskránni verður ekki stuðst við leikmyndir nema að litlu leyti. „Það verður fyrst og fremst byggt á myndefni frá þess- um árum, meðal annars úr kvik- myndum Bítlanna, og einnig úr myndinni Let it be, sem aldrei hef- ur verið sýnd hér á landi," sagði Birgir Hrajfnsson. Söngvarar sem fram koma eru Ari Jónsson, Karl Örvarsson, Kári Waage, Jón Ólafsson, Reynir Guð- mundsson, Jóhannes Eiðsson og Finnur Jóhannsson. Ástrós Gunn- arsdóttir er höfundur sviðssetning- ar og dansa, en henni til aðstoðar er Sóley Jóhannsdóttir. Búninga hannar Ragnheiður Ólafsdóttir. Dagskráin um sögu Bítlanna verður um eins og hálfs tíma löng og verður hún eingöngu sýnd á föstudögum, en sýningar á Rokk- skóm og bítlahári verða áfram á laugardögum á Hótel íslandi. Þjaist þu af vöðvabólgu og bakþreytu? Þá er NADA „bakið" mikil hjálp. Það er auðvelt í notkun og skapar ótrúlega velliðan. Þetta getur þú sjálf(ur) sannreynt með því að prófa NADA á næsta sölustað. Það er stuðningurinn við mjóhrygginn sem skapar velllðanina Notaðu NADA og þú stendur hress upp úr hvaða stól sem er. Útsölustaðir: HAGKAUP, PENNINN. Póstkröfuslmi 91-84788 Aðalumboð: Háberg hf., Skeifunni 5a Ný plata með Mezzoforte NÝ hljómplata hljómsveitarinnar Mezzoforte er væntanleg á mark- að um miðjan apríl. Hefur platan hlotið nafiiið Playing for Time. Það er útgáfufyrirtækið RCA sem gefiir plötuna út og verður henni dreift víða í Evrópu. Gert er ráð fyrir að_ hún komi út um svipað leyti á íslandi. Mezzoforte heldur í tónleikaferð til Evrópu þann 5. apríl næstkom- andi. Hljómsveitin mun verða á ferðinni í fimm vikur og halda 24 tónleika. Einir tónleikar verða haldnir í London en síðan er ferð- inni heitið til Noregs, Danmörku, Sviss og Þýskalands. Að sögn Eyþórs Gunnarssonar hljómborðsleikara Mezzoforte er ekki fyrirhugað að halda tónleika hér á landi. son. Þegar öll lögin fimm hafa verið flutt verður gert stutt hlé á útsend- ingunni, þar til dómnefndimar átta tilkynna niðurstöðu sína. Dómnefnd- imar gefa lægst 2 stig og hæst 12 stig. Stigagjöf er í fímm þrepum, 2, 4, 6, 8 eða 12 stig. Á meðan á útsendingu stendur em höfundur og flytjendur laga í sjónvarpssal, auk nokkurra gesta. Að lokinni talningu atkvæða kemur í ljós, hvaða lag tekur þátt í úrslita- keppninni fyrir íslands hönd. Sá lagahöfundur, sem ber sigur úr být- um, fær afhentar 500 þúsund krón- ur. Það fé á hann að nota til að greiða kostnað af þátttöku, svo sem klæðnað flytjenda, frekari vinnslu lagsins ef ástæða er talin til, upp- töku á laginu með enskum texta o.s.frv. Sjónvarpið greiðir hins vegar kostnað við ferðir og uppihald. KVARTKÚLAN ER STÍLHREIN OG , -i GEFUR FALLEGA BIRTU íöfiS Kvartkúlan fæst í fjórum mismunandi Ofi! stærðum og 3 litum: Svörtu, hvítu og krómi. Verð fró kr. 1.680,- SKEIFUNNI 8 SlMI 82660 SPORT Ódýrast alvöru jeppinn á markaðinum og hefur 10 ára reynslu að baki, viðþær margbreytilegu aðstæður sem íslensk náttúra og vega- kerfi búa yfir. Veldu þann kost, sem kostar minna! opið 9-18, laugard. 12-16. Blfrelðarog landbúnaðarvélar hf. Ármúla 13, Suðurlandsbraut 14. Síml681200.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.