Morgunblaðið - 30.03.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.03.1989, Blaðsíða 20
20 MORGJJNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1989 American Airlines: Hafa keypt 260 þot- ur á rúmum mánuði New York. Reuter. AMERICAN Airlines flugfélagid skrifaði í fyrri viku undir samninga um smíði 110 nýrra farþegaflugvéla og hefur því keypt 260 far- þegaþotur fyrir um 645 milþ'arða íslenzkra króna það sem af er ári. American samdi um kaup á 75 þotum af gerðinni Fokker-F-100 og tryggði sér forkaupsrétt á 75 til viðbótar. Er um að ræða 95 sæta flugvélar til notkunar á mjög stuttum flugleiðum. Samningurinn er sá stærsti sem hollenzku flug- vélaverksmiðjurnar hafa fengið. Verðmæti samningsins mun nema þremur milljörðum dollara eða nær 160 milljörðum íslenzkra króna. Þá keypti American 35 þotur af Boeing-verksmiðjunum, 25 af gerð- inni Boeing 757-200 og 10 lang- drægar 767-300 þotur fyrir um 115 milljarða króna. Bretland: Kennarar í and- stöðu við stjórnina St. Andrews, frá Guðmundi Heiðari Frímannsyni, fréttaritara Morgymblaðsins. BRESKA kennarasambandið (NUT), lýsti yfir um helgina á ársfundi sínum að það myndi grípa til verkfalla gegn tillögum sljómvalda til að leysa úr kennaraskortinum. I siðustu viku Iýsti Margaret Thatc- her forsætisráðherra, því yfir að háskólakennarar ættu að standa við starfssamning sinn. í byijun febrúar sl. samdi Amer- ican um smíði á 150 þotum af McDonnell Douglas-flugvélaverk- smiðjunum að verðmæti um sjö milljarðar dollara, eða jafnvirði 370 milljarða ísl. króna. Því mun láta nærri að American hafi samið um smíði nýrra flugvéla fyrir um 645 milljarða íslenzkra króna á rúmum mánuði. í flugflota American Airlines eru nú 480 farþegaþotur og er áætlað að þær verði orðnar á sjöunda hundrað árið 1991. Á þriðjudag tilkynnti svo flugfé- lagið Trans World Airlines (TWA) að það hefði samið um smíði á 20 tveggja hreyfla breiðþotum af gerð- inni Airbus A330-300 og tryggt sér kauprétt að 20 til viðbótar. Er samningurinn að verðmæti 3,6 milljarða dollara eða jafnvirði 191 milljarðs ísl. króna. Þoturnar verða 300 sæta og notaðar á helztu flug- leiðum félagsins í Bandaríkjunum og til Evrópu. Samningurinn er tal- inn mikill sigur fyrir Airbus-verk- smiðjurnar. Kenneth Baker, menntamálaráð- herra, beitti sér fyrir því að leyst yrði úr kennaraskortinum í landinu með þeim hætti að fólk með há- skólamenntun gengi beint inn í kennslustörf og kenndi undir hand- Ósló: Hugðust myrða gyðing Ósló. Reuter. Palestinskur hryðjuverka- hópur ætlaði að myrða kunn- an mann meðal gyðinga í Ósló en norskir og danskir leyniþjónustumenn komu í veg fyrir það. Kom þetta fram í norska blaðinu Verdens Gang í gær. Iver Frigaard, foringi í norsku öryggislögreglunni, vildi hvorki játa né neita fréttinni en í blað- inu sagði, að nokkrir Palestínu- menn, sem höfðust við í Dan- mörku, hefðu farið til Óslóar í fyrra til að undirbúa ódæðið. Danska öiyggislögreglan komst á snoðir um fyrirætlunina og Palestínumennirnir höfðu ekki erindi sem erfiði í Noregi. Þegar þeir sneru aftur til Dan- merkur voru þeir reknir úr landi. leiðslu fyrsta árið, en þyrfti ekki að setjast á ársnám í kennslufræð- um. Þessi tillaga var samþykkt á þingi og kemur til framkvæmda í haust. Kennarasambandið NUT er stærsta samband kennara í landinu. Það mælti gegn því að þessi tillaga kæmi til framkvæmda á komandi hausti. Talsmenn kennara sögðu að félagsmenn vildu ekki starfa með slíkum kennurum. Þeir væru reiðubúnir að brjóta starfsskyldur sínar og leggja niður vinnu. Háskólakennarar hafa neitað að leggja próf fyrir nemendur sína og gefa þeim einkunnir frá því í jan- úar. Til þessara aðgerða var gripið þá vegna óánægju með launakjör. Kennarar í öllum háskólum taka þátt í þessum aðgerðum nema í háskólanum í St. Andrews vegna þess að yfírvöld þar ákváðu að Ieggja fram samningstilboð við starfsmenn sína, sem aðrir háskólar treystu sér ekki til að gera. Ahyggjur aukast nú vegna þeirra, sem eiga að útskrifast. Ver- ið er að gera ráðstafanir til að þeir geti horfíð frá skólunum með eðli- legum hætti. í síðustu viku hvatti Thatcher til þess að háskólayfírvöld létu kenn- ara standa við skyldur sínar. Það er óbein beiðni u’m að þeir kennar- ar, sem neita að prófa nemendur sína, verði reknir. Atkvæðagreiðsla stendur nú yfir í stærsta stéttarfélagi háskólakenn- ara, sem þriðjungur þeirra á aðild að, um hvort grípa eigi til frekari aðgerða. Henni lýkur í aprfl. Reuter Sverðgleypir setur heimsmei Tékkinn Zdenek Zahradka setur hér nýtt heimsmet í því að gleypa sverð. Hann gleypti sex sverð í einu og sló þar með met Vestur-Þjóðveijans Rudolfs Guanni, sem gleypti fimm sverð, Bréfaskipti Montazeri og Kliomeini: Fjöldaaftökur í íran gagnrýndar harðlega París. Reuter. HOSSEIN Ali Montazeri, sem hafði orðið fyrir valinu sem eftir- maður Khomeini, trúarleiðtoga írana, en hafiiaði tilnelningunni á mánudag, fór þess að minnsta kosti tvisvar á leit við Khomeini í fyrra að bundinn yrði endi á Qöldaaftökur í írönskum fang- elsum, samkvæmt bréfiim sem birt voru í París í gær.í bréfiin- um kemur fram að Montazerí óttaðist að Qöldaaftökurnar yrðu til þess að almenningur sneríst gegn íslömsku byltingunni og að þær yrðu smánarblettur á Irön- um. Montazeri sendi Khomeini tvö bréf, dagsett 4. og 31. júlí árið 1988, þar sem segir að þúsundir' fanga hafí verið teknir af lífí á ör- fáum dögum í íran. Fyrrum forseti írans, Abolhassan Bani Sadr, sem nú er búsettur í París, sýndi fjöl- miðlum bréfin í gær. í síðara bréfínu segir Montazeri að öfgamenn, sem starfí í nafni Khomeini, hafí gengið of langt í því að taka pólitíska fanga af lífi. Margir fanganna hafi verið saklaus- ir eða aðeins sekir um minniháttar brot og aftökumar hafí einungis orðið til þess að fjölskyldur fang- anna, sem flestir hafí verið trú- ræknir byltingarsinnar, hafí orðið afhuga byltingunni. „Ofbeldi og aftökur hafa hingað til ekki orðið okkur til neins góðs, heldur kallað á fjölmiðlaáróður gegn okkur og orðið vatn á myllu gagnbyltingar- sinna,“ bætti Montazeri við. Ný umferðarlög á Ítalíu: Börnin í sérstök- um öryggisstólum Tórínó. Frá Brynju Tomer fréttaritara Morgunblaðsins. ITALIR munu vera fyrstir til að samþykkja lög þess efiiis að börn allt að 10 ára aldri skuli vera í sérstökum öryggisstólum í bílum. Árlega láta rúmlega eitt þúsund börn á aldrinum 0-14 ára lífið í bílslysum á Ítalíu. Um 600 böm á aldrinum 0-1 árs BfVfS®, Skemmtileg fimm vikna vomámskeið hefst þann 28. mars. Við bjóðum upp á: Jazzballett frá 5 ára aldri, unglingar, táningar og fullorðnir. Byrj. og framh. Modern fyrir 13 ára og eldri. Michael Jackson fyrir 8-9 ára og 10 -12 ára, byrj. og framh. Jazz funk fyrir 13 ára og eldri. Teygjur og þrektímar. Skemmtilegir og vinsælir tímar fyrir byrj. og framh. Við í Dansstúíó Sóleyjar sjáum um að koma þér í gott form fyrir sumarið. láta lífið árlega í umferðarslysum á Ítalíu, en til skamms tíma var um- fjöllun nánast engin um öryggi í umferðinni og notkun bílbelta. Á síðustu vikum hefur umfjöllunin aukist til muna, og munu ný lög taka gildi 26. apríl næstkomandi um notkun öryggisstóla fyrir 0-4 ára börn í bílum. Frá og með 26. októ- , ber næstkomandi verða börn á aldr- inum 4-10 ára (15-36 kg) einnig að nota sérstaka öryggisstóla sam- kvæmt hinum nýju lögum. Um helmingur þeirra barna sem deyja á aldrinum 0-14 ára á Ítalíu deyr vegna umferðarslysa, og hin háa dánartíðni ungbama er afleiðing þess að bömin hafa ekki verið í sér- stökum öryggisstólum. Mjög algengt er á Ítalíu að haldið sé á ungbömum í fanginu í framsæti bifreiða. Reglur um gerð öryggisstóla fyrir böm í bifreiðum verða hertar um leið og hin nýju lög ganga í gildi og verða stólamir að vera hannaðir samkvæmt lögum um slíka stóla. Þá verður að nota fjórar mismun- andi gerðir stóla eftir þyngd og aldri bamsins. Á síðasta ári voru í gildi bráða- birgðalög um takmörkun hámarks- hraða á hraðbrautum og þjóðvegum á Ítalíu, og sýndist hveijum sitt um það framtak. Líklegt er talið að næsta sumar verði gerð ný tilraun til að hindra of hraðan akstur, og þá verði hámarkshraði miðaður við stærð vélarinnar og gerð bifreiðar- innar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.