Morgunblaðið - 30.03.1989, Blaðsíða 44
SAGA CLASS
í heimi hraða og athafna
FLUGLEIDIR
H
öföar til
fólks í öllum
starfsgreinum!
FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1989
VERÐ í LAUSASÖLU 80 KR.
Hafharfj örður:
Karmel-
klaustrið
fullskipað í
fyrsta sinn
í FYRSTA sinn í sögu Karmel-
klaustursins í Hafiiarfirði er það
fullskipað. Þar eru nú 21 nunna
en samkvæmt reglum klausturs-
ins mega þær ekki vera fleiri.
í febrúar síðastliðnum kom
síðasta nunnan í klaustrið frá Pói-
landi. Fimm nunnur eru til reynslu
í klaustrinu og er reynslutíminn
flögur og hálft ár.
Klaustrið var stofnað af Karmel-
reglunni árið 1939 og fram til árs-
ins 1983 voru þar eingöngu hol-
lenskar nunnur en í júní það ár
kvöddu síðustu nunnumar. I mars
árið 1984 komu fyrstu pólsku nunn-
umar og eru nú eingöngu pólskar
nunnur í klaustrinu.
Valur
meistari
VALUR tryggði sér í gærkvöldi
íslandsmeistaratitilinn í hand-
knattleik annað árið í röð, með
sigri yfir FH 28:23. Valur hefur
verið yfirburðalið i deildinni í
vetur og það var aðeins spum-
ing um tíma hvenær liðið
tryggði sér meistaratitilinn.
Sjá nánar íþróttasíður bls.
42 og 43.
í NÆSTU viku munu koma sam-
an til fúndar í Reykjavík fúlltrú-
ar ATLANTAL-hópsins þar sem
fjallað verður um endanlega nið-
urstöðu hagkvæmniskönnunar
Bechtel Inc. á byggingu nýs ál-
vers á íslandi. Samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins er áhugi
fyrirtæbjanna fiögurra á álver-
inu mismunandi mikill eftir að í
ljós kom að stofiikostnaður við
nýtt álver er meiri en menn áttu
von á. Fleiri möguleikar eru því
inni í myndinni en nýtt álver,
m.a. sá að upphaflegri hugmynd
um stækkun álversins í Straums-
vík verði hrundið í framkvæmd
með þátttöku þriggja af þeim
fiórum fyrirtækjum sem mynda
ATLANTAL-hópinn.
Fyrirtækin íjögur eru, auk
Alusuisse, Grángers Aluminium í
Svíþjóð, Alumined BV í Hollandi
og Austria Metall í Austurríki. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
er áhuginn mestur hjá Alusuisse
og Grángers, minni hjá Alumined
BV og minnstur hjá Austria Metall
sem hefur fleiri möguleika til skoð-
Sakadómur:
46 manns
fyrir dóm
vegna smygls
HJÁ Sakadómi Reykjavíkur er
nú til meðferðar mál gegn 46
núverandi og fyrrverandi skip-
veijum Eimskipafélagsins vegna
umfangsmikilla áfengissmygl-
mála, sem upp komu á árunum
1986-1988. Tveir mannanna eru
ákærðir en málum hinna er heim-
ilt að ljúka með dómsátt.
Nokkur sáttamálanna hafa þegar
verið afgreidd og er hæsta sektin
sem hefur verið ákveðin 340 þúsund
krónur en algengar sektarfjárhæðir
eru 110-140 þúsund krónur, að
sögn Hjartar O. Aðalsteinssonar
sakadómsfulltrúa, sem fer með
málin.
Að sögn Hjartar er um gífurlegt
magn áfengis að ræða og tengdust
málin allmörgum komum skipanna
Eyrarfoss, Álafoss og Mánafoss á
fyrrgreindum tíma. Stærstu málin
tengjast Eyrar- og Álafossi. Eftir
er að taka fyrir mál mannanna
tveggja sem ákærðir voru.
Ný Flugleiðaþota fullsmíðuð
Smíði fyrstu Boeing 737-400 þotu Flugleiða er nú
lokið og var meðfylgjandi mynd tekin af henni á
athafnasvæði Boeing í Seattle í Bandaríkjunum þar
sem alls kyns prófanir fara nú fram á henni, s.s. á
stjómtækjum og kerfum, eldsneytis- og vökvakerfi,
og hreyflum, að sögn Ólafs Marteinssonar, sem
hefur eftirlit með smíði þotunnar vestra fyrir hönd
Flugleiða. Sagði hann að vinna við þotuna hefði
gengið að óskum og engin vandamál komið upp.
Smíði annarrar Flugleiðaþotu sömu tegundar er
langt á veg komin. Fyrsta reynsluflug er fyrirhugað
20. apríl. Síðan verður hún máluð í litum Flugleiða
og aflient félaginu 28. apríl.
ATLANTAL-fundur í Reykjavík í næstu viku:
Upphafleg liugmynd um
stækkun ISAL aftur rædd
Hagkvæmari kostur en bygging nýs álvers
unar.
Alusuisse var fráhverft stækkun
ÍSAL þar til í fyrra er hagur fyrir-
tækisins vænkaðist mjög í kjölfar
mikillar hækkunar á áli á heims-
markaði. Við þetta gjörbreyttist
staða fyrirtækisins og nú hefur það
mikinn áhuga á að stækka ÍSAL
eða taka þátt, með öðrum, í bygg-
ingu nýs álvers. Meðal þeirra mögu-
leika sem ræddir verða á fundinum
í Reykjavík er, auk þeirra sem áður
er getið, sá að um einhvers konar
rekstrarleg tengsl nýs álvers við
ÍSAL yrði að ræða.
Það sem liggur til grundvallar
þessum nýju flötum á málinu er
fyrrgreind hagkvæmniskönnun sem
sýnir að bygging nýs álvers er óhag-
kvæmari en áður var talið. Mun
hagkvæmara er að stækka ÍSAL
og rætt hefur verið um að sú stækk-
un yrði aldrei minni en tvöföldun
núverandi verksmiðju eða stækkun
um 80-90.000 tonna framleiðslu-
getu.
Fjármálaráðherra ákveður að greiða laun aðeins íram að verkfallsdegi:
„Fjandsamleg aðgerð sem hlýtur
að hleypa illu blóði í viðræðumar“
— segir Páll Halldórsson formaður BHMR
FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefúr ákveðið að greiða fólki í þeim ellefii
aðildarfélögum Bandalags háskólamenntaðra rikisstarfsmanna, sem
boðað hafa verkfall, laun fram að verkfallsdegi, sem er 6. apríl, en
ekki mánuðinn allan fyrirfram, eins og almenna reglan er með ríkis-
starfsmenn. Eitt aðildarfélag BHMR til viðbótar, Dýralæknafélag
íslands, hefúr boðað verkfall frá 11. apríl.
— „Við störfum samkvæmt lögum
um réttindi og skyldur opinberra
starfsmanna og teljum að það eigi
að borga laun fyrirfram. Nú hefur
það reyndar komið í ljós að fjár-
málaráðherra kemst upp með annað
og við teljum að þetta lýsi því að
hann sé ekki mjög samstarfsfús,“
sagði Páll Halldórsson, formaður
*tiHMR, í samtali við Morgunblaðið.
„Þetta er mjög fjandsamleg aðgerð
sem hlýtur að hleypa iilu blóði í
viðræðumar og fjármálaráðherra
hlýtur að vera það Ijóst. Mér þykir
það mjög athyglisvert að Ólafur
Ragnar Grímsson, sem hefur nú
látið margt frá sér fara um ævina,
er farinn að ganga í smiðju til Al-
berts Guðmundssonar um fram-
komu gagnvart opinberum starfs-
mönnum," sagði Páll ennfremur.
í fréttatilkynningu ijármálaráðu-
neytisins varðandi þessa ákvörðun
er vísað til úrskurða Félagsdóms
og Bæjarþings Reykjavíkur, varð-
andi ágreining sem reis um þetta
atriði vegna verkfalls BSRB sem
hófst 4. október 1984, en þá var
Albert Guðmundsson fjármálaráð-
herra og ákvað að greiða laun að-
eins fyrstu þijá dagana. Það sama
gilti um Reykjavíkurborg. Úrskurð-
imir gengu ríkinu og Reykjavíkur-
borg í hag og úrskurði Bæjarþings
Reyiqavíkur var ekki áfrýjað.
Ólafur Ragnar Grímsson fjár-
málaráðherra var spurður um rök-
semdir fyrir þessari ákvörðun. „í
fyrsta lagi er það hin almenna regla
á vinnumarkaðnum að laun eru
ekki greidd þeim sem em að fara
í verkfall eftir verkfallsdag. í öðm
lagi var 1984 ákveðið af hálfu fjár-
málaráðuneytisins að greiða bara
laun fram að verkfallsdegi, þar sem
ríkið er með fyrirfram greidd laun
og sami háttur var einnig hafður á
1987.“ Ólafur vísar til dómanna,
sem greint er frá hér að framan.
„Ég geri mér hins vegar grein
fyrir því að þetta er mjög viðkvæmt
mál, eðlilega, sérstaklega hjá félög-
um opinberra starfsmanna, sem
hafa kannski sum talið að þau ættu
að fá fyrirfram greidd laun þótt
búið væri að boða til verkfalls og
vera þannig á fullum launum jafn-
vel í eina, tvær eða þijár vikur í
verkfalli."
150tonní
smáfuglana
LANDSMENN hafá ekki
gleymt smáfuglunum í harð-
indunum hér á landi undan-
farið. Hafa þeir keypt sam-
tals tæplega 150 tonn fóðurs.
Kristján Krisljánsson yfir-
verkstjóri hjá Kötlu hf., sagði
að fyrirtækið hefði selt 100
tonn af fuglafóðri frá áramót-
um. í fyrra seldust 70 tonn frá
hausti til vors. Auk þess hafa
selst um 47 tonn af fuglafóðri
hjá Lýsi hf. að sögn Inger Sehi-
öth fulltrúa.