Morgunblaðið - 30.03.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.03.1989, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1989 Bréf til Péturs Péturssonar eftirHauk Eggertsson Sæll Pétur. Ég veit ekki hvort þú trúir því, að mér brá, er ég las pistil þinn í Morgunblaðinu 21. mars sl., „Um- búðir og innræti". Ég hlýt að hafa meitt þig eitthvað, en það var alls ekki meining mín. Ég var að skrifa um málefni, svara þinni grein, „Þrælslund og hemaðarósómi", í Morgunblaðinu 7. mars. Þú réðst þar á Jón Baldvin persónulega út af vam- armálum, og þá um leið á mig og alla aðra, sem höfum sömu skoðun um varðveislu þess frelsis og lýðræð- is, er við nú njótum. Þú gafst tóninn og á þeim nótum svaraði ég. Ég veit þó ekki til, að ég hafi talað neitt illa um þig, en hafi svo verið, og það þá e.t.v. verr-en þú um Jón Baldvin, bið ég þig margfaldlega afsökunar. Annars eru þessi skrif okkar nokk- uð merkileg og ég vona, að þau eigi eftir að verða tímamótandi um hvem- ig eigi að skrifa eða ekki að skrifa um málefni. Á ég að trúa því, að þú getir ekki deilt við mann efnis- lega, án þess að bytja á að þukla hann og gefa svo einkunn, eftir atvik- um góða? Og um svar þitt til mín, þá get ég alls ekki skilið, hvaða er- indi það eigi inn í þessa umræðu, hvað ég hafi gert um dagana eða hvort að ég hafi verið sæmdur gull- merki einhvers félagsskapar. Þetta kemur málinu ekki nokkum skapað- an hlut við. Vona ég því, að ef við eigum eftir að skiptast á skoðunum um eitthvað, í blöðum eða á annan hátt, að þá tölum við aðeins um málefnið og ekkert annað. Þá gætu margir tekið okkur sér til fyrirmynd- ar. En nú þarf ég aðeins að víkja að þeim skrifum þínum, sem beint var til mín. Þú grípur þá setningu frá mér. „við lentum í soranum". Þú veist það vel, Pétur, að ég sagði „við“ en þú breytir því í „hann“, (þ.e. ég). Þetta sæmir ekki góðum dreng. Aftur á móti skal ég endur- taka það, að ég og flestir aðrir ís- lendingar lentum „réttu megin" og því gátum við fagnað frelsi á ný að stríðinu loknu. Þetta frelsi vil ég og flestir aðrir veija. Þú veist það líka, að hlutleysi nú til dags er einskis virði, sé það ekki varið. Þar má nefna Svíþjóð. Dettur nokkmm heilvita manni í hug, að Þjóðveijar hefðu ekki tekið Svíþjóð líka, eins og Dan- mörku og Noreg, ef það hefði ekki „Það er harður heimur, sem við lifum í, Pétur, og það þýðir ekki bara að segja, mamma, ég vil frið. Friðinn verður að veija, og það er vegna minnar trúar á þann frið, að ég svaraði þér um daginn. Ef að einhver reynir svo að koma á mig skrámu fyrir bragðið, þá væri það ekki of mikil fórn af minni hendi, ef það gæti stuðlað að því að viðhalda þeim friði, er við nú þegar höftim, og betra lífí fyrir okkur, gömlu starfsfélagana firá útvarpinu og af- komendur okkar.“ orðið þeim of dýrt. Svíþjóð var og er vel varin. Bretar tóku okkur en ekki nasistar Hitlers né herir Stalíns. Fyrir það megum við báðir þakka. Það er ekki víst að við gengjum laus- • ir núna, ef annar hvor þeirra fóst- bræðra hefði náð okkur. Þú lætur að því liggja, Pétur, að Churchill og Truman hafi svikið lo- forðið um að veija Pólland. Þú ert betur að þér í sögunni en þetta. Churchill réð ekki í Englandi í upp- hafi stríðsins; það var „friðarsinninn" Chamberlain, sem veifaði sáttmálan- um við Hitler framan í allan heim- inn. „Aldrei oftar stríð“! Sá sátt- máli var gerður í lok september 1938. Innan árs hóf Hitler svo innrásina í Pólland. Þú veist líka, að Truman réðekki í Bandaríkjunum 1939, það var Roosevelt og Bandaríkin vildu ekki taka þátt í stríðinu fyrr en þau neyddust til þess. Vinimir Hitler og Stalín gerðu á milli sín 10 ára „friðar- sáttmála" í ágúst 1938, aðeins til þess að blekkja og að þeir gætu svo báðir tryggt sér sinn skerf af Evr- ópu, er hún lægi í rúst. Hitler mi- stókst, en Stalín fékk sitt. Rússneski herinn beið austan við Pólland og Haukur Eggertsson tryggði Þjóðveijum þannig „frið“ á meðan þeir murkuðu lífíð úr Pólveij- um vestan frá. Sjálfir gerðu Rússar svo innrás að austan aðeins rúmum hálfum mánuði á eftir Þjóðveijunum, eða þegar þeir voru að nálgast um- samda línu. Hirtu svo allt síðar og meira til. Ég þarf ekki að rekja þetta lengra. En það er dapurlegt til þess að hugsa, að mest allan tímann á milli heimsstyijaldanna kepptust Möndul- veldin við að vígbúast en Vesturveld- in að afvopnast og stóðu svo vam- arlítil gegn ofbeldinu. Ja, hvílíkur friður! Það er alls óvíst, að nokkurt stríð hefði orðið, ef Hitler hefði þurft að hafa áhyggjur af „ógnaijafn- vægi“. Svo kaldhæðnislegt er það. Það er harður heimur, sem við lif- um í, Pétur, og það þýðir ekki bara að segja, mamma, ég vil frið. Friðinn verður að veija, og það er vegna minnar trúar á þann frið, að ég svar- aði þér um daginn. Ef einhver reyn- ir svo að koma á mig skrámu fyrir bragðið, þá væri það ekki of mikil fóm af minni hendi, ef það gæti stuðlað að því að viðhalda þeim friði, er við nú þegar höfum, og betra lífi fyrir okkur, gömlu starfsfélagana frá útvarpinu og afkomendur okkar. Ég vil ekki slíkan „frið“, sem skapar einum eða neinum vald til „að taka í lurginn" á öðrum, ef hans „lang- lundargeð" brestur. en það leynir sér ekki í skrifum þínum, Pétur, að þín trú er, að Pólveijar hafi lent „réttu megin". Þú getur því sjálf- sagt samglaðst þeim með hlutskiptið. Með kveðju. Orðsending til stúdenta eftír Sigmjón Þór Friðbjörnsson í vetur og nú fyrir síðustu kosning- ar í Háskólanum hefur aðalslagorð vökumanna verið það að stúdentaráð eigi ekki að vera „pólitískur sand- kassi“, eða „æfíngabúðir fyrir verð- andi alþingismenn". í þessu felst það m.a. að vilja ekki taka þátt í mót- mælayfírlýsingum hvers konar, gegn óréttlæti út í hinum stóra heimi né t.a.m. gerast aðilar að Suður-Afríku- samtökum gegn aðskilnaðarstefn- unni þar. Röksemdimar fyrir þessu hjá þeim eru helst tvær, auk svo hinnar þriðju sem einhveijir kynnu mjög líklega að selja fyrir sig. Rökin eru eftirfar- andi: 1. Að stúdentaráð sé ekki rétt- ur vettvangur fyrir slík mál, „starfið í stúdentaráði er í raun félagsmál en ekki pólitík". 2. Að stúdentaráð á ekki að taka ákvarðanir í slíkum málum, fyrir hönd allra stúdenta sem hafa mislitar skoðanir. 3. Þó það sé lofsvert í sjálfu sér að beijast gegn ofbeldi og óréttlæti í heiminum, þá sé það svo til tilgangslaust, heimur- inn er jú einu sinni eins og hann er og því verðúr ekkert breytt. Varðandi fyrstu rökin (ef rök skyldi kalla) er það fyrst að segja, að það er einfaldlega ekki til sá vett- vangur sem er ekki rétti vettvangur- inn til að beijast gegn óréttlæti og ofbeldi, og það er eitt af hagsmuna- málum stúdenta að beijast gegn slíku, þ.e. sem manneskjur. Þeir embættismenn í síðari heimsstyijöld- inni sem unnu við útrýmingarbúðir nasista stóðu sig vel margir hveijir sem embættismenn, en illa sem manneskjur. Ef stúdentar á íslandi þyrftu að þola ýmsa óréttláta vald- beitingu hér ætli þeir myndu ekki vera þakklátir hvers konar stuðn- ingsyfirlýsingum sem hugsanlega kæmu frá öðrum stúdentaráðum hvaðanæva úr heiminum, eða mundu þeir ef til vill afþakka með þeim orð- um að þetta væri ekki þeirra rétti vettvangur? Svo eru þetta engin rök fyrir því að vandamál heimsins komi ráðinu ekki við, því ég get enn þá spurt „hvers vegna ekki“? Hvað ólíkum skoðunum við kemur væri forvitnilegt að vita hvers vegna þeir kalla sig félag lýðræðissinnaðra stúdenta, hvað með þá sem eru ekki lýðræðissinnaðir? Það væri auk þess fróðlegt að vita hvaða skoðanir þetta fólk hefði sem væru ekki á móti órétt- læti. Er verið að hygla fasistum eða hvað? Það er líka mikil mótsögn í þessu, eða nefnilega það að verið sé að hafa áhyggjur af rétti fólks sem hvort eð er er gegn réttlæti. En kannski er þá ekki sama hver það er sem verður fyrir óréttlæti og hvar. Kannski liggur ágreiningurinn í mi- sjöfnum útleggingum á því hvað rétt- læti sé. T.d. gæti einhver verið þeirr- ar skoðunar að það sé ekkert athuga- vert við aðskilnaðarstefnuna í Suð- ur-Afríku en Vökumenn hrista af sjálfum sér sem betur fer slíkar skoð- Hve leng-i má af litlu taka? Þroskaþjálfar sem starfa á sólarhringsstoftiunum fyrir fatlaða lýsa yfir áhyggjum vegna niðurskurðarstefiiu stjórnvalda Hvað verður um réttindi fatlaðra ef boðaður niðurskurður stjóm- valda nær fram að ganga? Þegar lög um málefni fatlaðra tóku gildi 1984 mátti ætla að réttindi fatl- aðra væri nokkuð vel tryggð. En okkur þroskaþjálfum býður í grun að þeir sem nú sitja við stjóm þekki illa þessi lög. Enn eigum við langt í land að framfylgja þessum lögum vegna fjárskorts. Boðaður héfur verið niðurskurður á launakostnaði sem óhjákvæmilega hlýtur að bitna á slgólstæðingum okkar, þar sem færra starfsfólk verður til að sinna þjálfun, umönnun og uppeldi þieirra. Hvaða réttindi skyldum við vera að tala um? í lögum um mál- efni fatlaðra nr. 41/1983 segir í 1. gr. „Markmið þessara laga er að tryggja fötluðum jafnrétti og sambærileg lífslgör við aðra þjóð- félagsþegna og skapa þeim skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífi og hasla sér völl í samfélaginu þar sem þeim vegnar best...“ Skyldu ráðamenn gera sér grein fyrir að slg'ólstæðingar okkar kom- ast sjaldnast einir ferða sinna. Oft verður að hafna ýmsum góðum til- boðum sem þeir fá varðandi tóm- stundir, fræðslu og skemmtun vegna þess að stofnanir rísa ekki undir þeim kostnaði sem tilboðun- um fylgir. Þá er fyrst og fremst átt við launakostnað. Öll getum við örugglega verið sammála um það að enginn eigi að gjalda fyrir fötlun sína og það að fá aðeins frum- þörfúm sínum fullnægt geti varla talist til mannréttinda f dag. Þeir sem þekkja til málefna sól- arhringsstofiiana fyrir fatlaða vita að þær hafa verið flársveltar til margra ára, jafnframt sætt tölu- verðri gagnrýni undanfarið og mörgum þótt þjónusta þar vera ónóg. Óvissa sú sem skapast hefur af þessari umræðu hefur ekki létt lífsbaráttu þeirra sem þama búa og starfa. Hefur það oft verið þung- ur róður að veija tilvist þessara stofnana. En þrátt fyrir allt eru þessar stofnanir staðreynd og útlit fyrir að ekki verði mikil fjárhagsleg breyting þar á í nánustu framtíð. En það er líka staðreynd að þarna býr fólk, sumir næstum alla sina ævi. Eitt er víst að heimili er ann- að en skammtímastaður, þar er fárra kosta völ í spamaði rétt eins og á öðmm lágiaunaheimilum í landinu. Hægræðing og spamaður þarf ekki alltaf að vera af hinu illa og eru þroskaþjálfar vissulega tilbúnir að ræða þau mál. En við hljótum þó ávallt að hafa það í huga að spamaðaraðgerðir bijóti ekki í bága við rétt skjólstæðinga okkar. „í fljótu bragði sjáum við hvorki mörg eða stór úrræði til sparn- aðar, t.d. getum við ekki lokað deildum, því hvert ætti að senda íbúana? Telst það kannski sanngjörn að- gerð að loka heimilum fólks?“ í fljótu bragði sjáum við hvorki mörg eða stór úrræði til spamað- ar, t.d. getum við ekki lokað deild- um, því hvert ætti að senda íbú- ana? Telst það kannski sanngjöm aðgerð að loka heimilum fólks? Við viljum einnig benda á að fátt er um dýra sérfræðinga á þessum stofnunum. Þorri þeirra starfs- manna sem starfa á þessum heimil- um eru láglaunastéttir enda að mestu úr röðum hinna hefðbundnu kvennastétta. „Illt er aumu að trúa“ ef efnahagsvandi ríkisins liggur í launum þessa fólks. En eitt er víst að hið opinbera nýtur góðs af áhuga fólks á starfiny, því ekki laða launin að. Finnst okkur ómaklega vegið að starfsmönnum þessara staða þegar talað er um yfirvinnubann. Engin slík yfírvinna er unnin nema brýna nauðsyn beri til. í þessum störfum vinnur fólk oft á tíðum undir miklu álagi við erfið skilyrði. í reglugerð um störf, starfsvett- vang og starfshætti þroskaþjálfa kveður m.a. á um að þroskaþjálfar skuli í störfum sínum leggja sér- staka áherslu á skyldur samfélags- ins við fatlaða og stuðla að því að samfélagið mæti þörfum þeirra. \Óttumst við að ef til framkvæmda kemur á fyrirhuguðum niðurskurði verði okkur gert ókleift að starfa samkvæmt því sem okkur ber skylda til. Einnig finnst okkur umræðan um þessi mál hafa ein- kennst af kaldranahætti og skiln- ingsleysi. Allar þessar aðgerðir snúast um fólk, sem á við ærinn vanda að stríða fyrir, þ.e.a.s. fötlun og/eða veikindi. Hefur það hingað til ekki þótt neinum til sóma að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Teljum við það því verð- ugt verkefni fyrir alþingismenn að velta fyrir sér í næstu fríum hvort lögin um málefni fatlaðra eða fjár- lögin hafi meira vægi þegar allt kemur til alls. (Frá Félagi þroskaþjálfa.) Sigurjón Þór Friðbjömsson „Hvað ólíkum skoðun- um við kemur væri for- vitnilegt að vita hvers vegna þeir kalla sig fé- lag lýðræðissinnaðra stúdenta, hvað með þá sem eru ekki lýðræðis- sinnaðir? Það væri auk þess ft’óðlegt að vita hvaða skoðanir þetta fólk hefði sem væru ekki á móti óréttlæti.“ anir. Síðast varðandi þessi önnur rök, þá er þetta ekki spuming um vijja eins né neins, heldur skyldu (en enn og aftur eru einhveijir sjálfsagt ósammála þessu — en þetta mál verð- ur víst ekki tæmt í þessu stutta bréfi). Varðandi þriðju rökin (sem ég hef hér aukalega með því ég hef hvergi rekist á þau í Vökubæklingum, en tel þó næsta víst að margir setji fyr- ir sig) vil ég benda á það, að ef þú ert þeirrar skoðunar að þú getir engu breytt, þá getur þú það alveg örugg- lega ekki heldur. Því forsendan fyrir því að geta breytt einhveiju er trúin á að það sé hægt að breyta ein- hveiju. Án hugsjóna held ég að fólk sjái síður tilgang í lífinu, það lifir þá við andlega tómhyggju, missir hluta úr sál sinni, verður jafnvel eins og andlitslausir hlekkir í hugsunar- lausri vél. Ég þakka þeim sem lásu. Höfundur er heimspekinemi við Hí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.