Morgunblaðið - 30.03.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.03.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1989 21 Sarpsborg í Noregí: Bæjarlífið lamaðist í mótmælum Sarpsborg. Reuter. UM þriðjungur íbúa í borginni Sarpsborg í Noregi þusti út á götur í gær til að mótmæla fyrir- hugaðri lokun á slysavarðsstof- um á tveimur spítölum þar. Harald Tufthaug, einn af mót- mælendunum, sagði að um 15 þús- und manns hefðu farið út á götur til að mótmæla þessari lokun. „Það er fyrst og fremst aldrað fólk sem var í fararbroddi — fólk sem hefur aldrei farið í mótmælagöngu fyrr,“ sagði hann. Flestar búðir, bankar, skrifstof- ur, skólar og önnur fyrirtæki voru lokuð í fjóra tíma og samgöngur lágu niðri. Fjöldagöngur á borð við gönguna í Sarpsborg eru mjög fá- tíðar í Noregi. Alda sjálfs- morða á Grænlandi Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. Sjálfsmorðsbylgja sú sem nú gengur yfir Grænland veldur því að hlutfallslegur fjöldi sjálfsvíga er hvergi hærri í heiminum. í frétt sem birtist í dagblaðinu Politikea segir ungur maður í Jakobshavn á vesturströndinni frá því að i bekknum sínum í skóla hafi verið 8 drengir. Sex þeirra eru látnir núna. Allir sviptu þeir sig lífi. Fréttamaður grænlenska út- varpsins fór til Ammasalik á austur- ströndinni að kanna ástandið. Frá áramótum höfðu fjórir ungir karl- menn framið sjálfsmorð og fimm aðrir gert tilraun til þess. Einungis 1.370 manns búa í bæjarfélaginu. Jörgen Thorslund, danskur félags- sálfræðingur, hefur rannsakað or- sakir sjálfsvíganna. Hann segir að yfirleitt sé um að ræða unga at- vinnulausa menn, syni veiðimanna eða fiskimanna. Þeir eru aldir upp í gömlum anda þar sem tíðkast að dekra við elsta soninn. Síðan kikna piltarnir undan mótlætinu er þeir þurfa að takast á við nýja háttu sem krefjast nýtísku menntunar. Anna Kuitse Andersen borgar- stóri í Ammasalik segir í viðtali við Grænlenska útvarpið að orsök sjálfsmorðanna í bænum sé sú að æskufólk fái hvorki atvinnu né menntun. í fyrra sóttu 122 ungling- ar um vist í verkmenntaskóla bæj- arins. Einungis 27 fengu inni og í ár er búist við svipuðu hlutfalli. Grænlendingar eru ekki vanir að ræða um vandamál af þessu tagi. En fyrir skömmu reis 43 ára gömul móðir úr sæti sínu á fundi í Amma- salik og sagði frá sjálfsmorðum beggja sona sinna. Þeir voru 13 og 19 ára. Konan, sem rauf þögnina eftir að hafa borið harm sinn í hljóði í 2 ár, hvatti viðstadda til að ræða vandann opinskátt ella yrðu sjálfs- morðin ekki stöðvuð. RESTAURANT S í M I 1 7 7 5 9 Síldarvagninn + B-matseóill alla virka daga VESTURGÖTU 10, 101 REYKJAVÍK Þetta er hún ! RCMOTE CONTROt AUOJO SYSTEM MS 3001 NORDMENOE NORDMENDE NORDMENDE MS 3001 hljómtækjasamstæðan, sem við fengum á góðu verði vegna magninnkaupa og hagstæðra samninga 2 x 50W magnari með 2x5 banda tónjafnara, hinum frábæru Surround System hljómgæðum og fjarstýringu, hálfsjálfvirkur reimdrifinn plötuspilari, útvarp með FM stereo, MW og LW móttökum, sjálfleitara og 8 stöðva minni, tvöfalt segulband með hraðupptöku, síspilun o. fl., fullkomnum þriggja geisla spilara með sjálfvirku leiðréttingarkerfi, 20 laga minni, 0,6 sek. skiptibúnaði o. m. fl. og 2 hátölurum í viðarkössum. Frábært fermingartilboð: Aðeins 39.980^ kr. eða 3e.S’ftov með geislaspilara ! ‘Iðð töÍQim veCá móti þér! stgr. V7SA Samkorf SKIPHOLT119 SÍMI29800 greiðslukjörtil allt að 12 mán. Umboösmenn meö Nordmende 3001 hljómtækjasamstæöu: Radíónaust Hegri Kf. Þingeyinga Frístund Stapafell Akureyri Sauðárkróki Húsavík Njarðvík Keflavík Samkaup Straumur Blómsturvellir Stálbúöin Rafvirkinn Vöruhús K.Á. Mosfell Kjarni Njarðvík ísafiröi Hellissandi Seyðisfiröi Eskifirði Selfossi Hellu Vestm.eyjum Brimnes Húsiö PC tölvan Eyco Rafw. Sv.Guöm. Tónspil Kf. Borgfirðinga Vestm.eyjum Stykkishólmi Akramesi Egilsstööum Egilsstöðum Neskaupstaö Borgarnesi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.