Morgunblaðið - 30.03.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.03.1989, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1989 Guðmundur Á. Jónsson frá Sogni — Minning Fæddur 30. september 1907 Dáinn 19. mars 1989 Óðum fækkar fólkinu sem mót- aði mannlíf í Kjósinni og hóf það yfir mesta brauðstritið þegar við systkinin vorum að alast þar upp. Nú er það Guðmundur í Sogni sem kveður. Hann átti sinn þátt í félags- legu brautryðjendastarfí í sveitinni, var m.a. einn af máttarstólpum Ungmennafélagsins Drengs sem efndi til umræðufunda og skemmt- ana og beitti sér fyrir fjölmörgum framfaramálum. Kórar voru stofn- aðir og íþróttaáhugi efldur. Ungir menn kepptu að því í stopulum tóm- stundum að ná sem bestum árangri á íþróttamótum sumarsins og árum saman var Guðmundur í Sogni glæsilégasta íþróttahetjan í augum okkar stúlknanna. Með sömu að- dáunarverðu karlmennsku gekk hann á hólm í hinstu glímunni, létt- stígur sem fyrr og glaðbeittur í fasi. Guðmundur Arni var fæddur í Reykjavík 30. september 1907. Foreldrar hans voru Þorbjörg Jóns- dóttir og Jón Ámason skipstjóri, maður hennar, sem fórst með gs. Geraidine við Mýrar 28. nóvember 1908. Þorbjörg giftist aftur árið 1913 Jakobi Guðlaugssyni, bónda í Sogni í Kjós. Henni fylgdu tvö böm að Sogni, sonurinn Guðmundur og jafnaldra frænka hans og fóstur- systir, Vilborg Runólfsdóttir, sem Þorbjörg hafði tekið að sér er Kristín systir hennar lést, móðir telpunnar. Böm Þorbjargar og Jak- obs era Kristín, fyrram húsfreyja í Sogni, Guðlaugur, sem er renni- smiður, og Ragnar, rafvirki. Elsti sonurinn, Siguijón, lést fyrir ári um þetta leyti. Mjög kært var alla tíð með Guðmundi og systkinum hans. Fjölmörg frændsystkini áttu at- hvarf í Sogni langa eða skamma hríð, en aðeins skal getið Sigrúnar Guðmundsdóttur sem dvaldi þar einna lengst og skipar sérstakan sess í þessum hópi. Þótt húsakynni væra þröng hvíldi ávallt þokkafullur blær yfir heimilinu, enda era hag- leikar og snyrtimennska áberandi eiginleikár í fari allra systkinanna, eiginleikar sem þau hafa hlotið í arf úr báðum ættum. Tvíbýli var í Sogni. Gróa, systir Jakobs, og Siguijón Ingvarsson bjuggu á hálfri jörðinni ásamt böm- um sínum. Mikill samgangur var og við nágrannabæina á Valdastöð- um þar sem ólust upp böm á svip- t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN F. ODDSSON, Hólmgarði 22, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 31. mars, kl. 10.30. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Minningarsjóð Oddfeliowa. Sigrún Kristjánsdóttir, Ingibjörg Kristjánsdóttir, Hafliði Óiafsson, Kristjana Kristjánsdóttir, Sigfús Garðarsson og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð vegna andláts og jarðarfarar föður okkar, tengdaföður og afa, PÁLMA HALLDÓRSSONAR, Bjarmastíg 6, Akureyri. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og hlýjar kveðjur við andlát og útför föður míns, tengdaföður, afa og bróður okkar, HAUKSÓSKARSSONAR rakarameistara. Haukur R. Hauksson, Rannveig Hafsteinsdóttir, Guðný, Haukur og Hafsteinn Hauksbörn, Hallveig Sveinsdóttir, Þorbjörg Hafsteinsdóttir, Guðný Sesselja Óskarsdóttir, Hulda Óskarsdóttir. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, fósturmóður, ten^da- móður, ömmu og langömmu, ELÍSABETAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Felli, Árneshreppi, Strandasýslu. Guðmundur Guðbrandsson, Ellsabet í. Guðmundsdóttir, Marias Björnsson, Marta Guðlaugsdóttir, Páll Hannesson, Sigprvin Guðbrandsson, Guðrún Aðalbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útfor eiginkonu minnar og móður okkar, HREFNU SIGRÍÐAR BJARNADÓTTUR, Skálholti 15, Ólafsvík, er andaðist hinn 16. febrúar síðastliðinn. Sérstakar þakkir vilj- um við færa starfsfólki Krabbameinsdeildar kvenna, Landspítalanum, Sigurði Baldurs- syni, héraðslækni og Friðriki Hjartar, sókn- arpresti, Ólafsvík, fyrir þann milda stuðn- ing, sem þau veittu Hrefnu í veikindum hennar. Öllum þeim, er lögðu á sig erfiðar ferðir á útfarardegi Hrefnu, svo og þeim, er gáfu minningargjafir til klukknasjóös Ólafsvíkurkirkju, sendum við okkar bestu kveður og þakklæti. Ólafur Kristjánsson og börn. uðu reki. Það var því stór og glað- vær hópur sem þarna safnaðist saman til leika eða brá sér á skauta á ánni á tunglskinsbjörtum vetrar- kvöldum. Þar vora ævilöng vináttu- bönd bundin. Guðmundur Jónsson var ágætur smiður og vann lengi við smíðar eftir að hann og Anna systir mín, Andrésdóttir frá Hálsi, stofnuðu heimili í Reykjavík. Þau giftu sig 30. september 1939. Um alllangt skeið vann hann á trésmíðaverk- stæði sem Eyjólfur Jóhannsson, forstjóri Mjólkurfélagsins, átti og rak. Þar starfaði einnig Pétur Magnússon frá Ejtí í Kjós, lærður smiður, og hélt samstarf þeirra Guðmundar áfram á öðram vett- vangi eftir að verkstæðið var lagt niður. Guðmundur var þá fluttur með ijölskyldu sína í eigin íbúð á Nönnugötu 7, en þeir Pétur höfðu unnið saman að því að stækka hús sem Pétur og kona hans áttu þar. Sambýlið á Nönnugötu við Pétur og Ólafíu dóttur hans minnti stund- um á sambýlisháttu sem ungt nútímafólk hefur reynt að tileinka sér en sjaldan tekist, hvað þá með jafnmiklum ágætum. Ágústa systir mín nýtur nú einnig þessara sam- býlishátta að einhveiju marki. Anna og Guðmundur hófu á sínum tíma búskap í húsnæði á hennar vegum og samskipti þeirra hafa ævinlega verið mjög náin. Á Nönnugötuna fluttu Anna og Guðmundur með álitlegan höfuð- stól, þijá syni, Þorberg, Gunnar og Magnús, og bættist síðan einn í viðbót sem fæddist á afmælisdegi afa síns, Jóns, og ber nafn hans. Þeir era nú allir íjölskyldumenn. Kona Þorbergs er Ester Alberts- dóttir, Gunnars, Ragnheiður Hulda Hauksdóttir, Magnús er kvæntur Sigrúnu Camillu Halldórsdóttur og Jón Ámi Lilju Lind Sæþórsdóttur. Bamabömin era tíu og ein langafa- stúlka. Síðustu þijátíu starfsár sín vann Guðmundur hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, allt til 75 ára aldurs. í sumarleyfum ferðuðust hjónin mikið um lanidð. Einnig héldu þau tryggð við átthagana í Kjósiimi, undu þar löngum stundum og komu upp tijágróðri á spildu úr Háls- landi. Tónlistaráhuga sínum fann Guðmundur farveg í kór Tónlistar- félagsins í Reykjavík þar sem hann söng um langt árabil og tók þátt í tónleikum. Guðmundur Jónsson sóttist aldrei eftir auðlegð né mannvirðingum, metnaður hans var á öðra sviði. Hann var dagfarsprúður og sóma- kær maður, velviljaður, glaðvær og greiðvikinn — og hirti lítt um endur- gjald. Verkalaunin voru oftar en ekki fólgin í vel unnu starfi. Anna hefur einatt virt sjónarmið eigin- manns síns og mannkosti enda mun verðmætamat hennar vera á svipuð- um nótum. Með þeim ríkti einhugur og vilji til góðra verka — sem unn- in vora í kyrrþey. Hlýjar hugsanir og blessunarósk- ir ástvina og annarra samferða- manna munu fylgja Guðmundi Áma Jónssyni á vegferð hans um ókunn tilverastig. Ásdís Arnalds Mig langar til að kveðja afa minn Guðmund Á. Jónsson og minnist allra skemmtilegu stundanna sem ég hef átt með honum með þessum versum. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (V. Briem Erla Tengdafaðir okkar, Guðmundur Árni Jónsson, er látinn. Guðmundur fæddist 30. septem- ber 1907 og var því 81 árs er hann lést, þó það vildi oft gleymast hversu aldraður hann var orðinn, því hann hélt sér mjög vel eins og sagt er, en veikindi hijáðu hann síðasta árið. í endurminningum sr. Halldórs Jónssonar frá Reynivöllum í Kjós lýsir hann Guðmundi þannig: „Er Guðmundur mesti gæðamaður og vel viti borinn og fríður sýnum. Hann er söngmaður góður, eðlis- hagur og fyrirtaks smiður, þó eigi hafi hann lært smíðar." Oft höfum við og ekki síst Guðmundur sjálfur gert gys að oflofínu, en þegar nán- ar er að gáð, er hér ekkert ofsagt og segja þessi orð allt sem segja þarf. Guðmundur ólst upp að Sogni í Kjós. Þangað giftist móðir hans, Þorbjörg Jónsdóttir. Föður sinn, Jón Ámason, skipstjóra, missti Guð- mundur ungur, því hann drakknaði 1908. Það era ófáar ferðimar sem famar hafa verið í Kjósina. Áður fyrr fóram við í heimsókn upp að Sogni, en eftir að Kristín systir Guðmundar flutti þaðan höfum við komið við í hjólhýsinu í Hálsendan- um. Þar hafa tengdaforeldrar okkar átt afdrep og þar undi Guðmundur sér vel, hvort heldur var við kart- öflurækt, slátt eða tijárækt. Guðmundur kvæntist tengda- móður okkar, Önnu Andrésdóttur frá Neðra-Hálsi í Kjós, 30. septem- ber 1939. Síðan við kynntumst þeim hjónum hafa þau átt heimili sitt á Nönnugötu 7 í Reykjavík. Sambýlið í því húsi hefur alltaf verið mjög sérstakt. Þar bjuggu þau með sína fjóra stráka og jafnvel önnur stór fjölskylda niðri og svo Lóa og Pétur. Örlögin hafa hagað því þannig, að undanfarin ár hafa synir Guð- mundar búið á víð og dreif um landið og jafnvel erlendis. Alltaf fylgdist Guðmundur með barna- bömunum og meðan heilsa leyfði reyndi hann að komast í heimsókn. Guðmundur hafði mikið yndi af tónlist og það era ekki margar vik- umar síðan hann sat við píanóið og spilaði. Við tengdadætumar kveðjum nú góðan og umhyggjusaman tengda- föður okkar hinstu kveðju og þökk- um fyrir okkur. Tengdadætur Kveðjuorð: Margrét Thorlacius frá Öxnafelli Margrét Thorlacius, vinkona mín, lést á heimili sínu, Þórannarstræti 115, Akureyri, aðfaranótt sunnu- dagsins 19. marz. Hún hafði verið veik af og til um nokkum tíma og var nú alveg búin að missa sjónina. Margrét fæddist að Öxnafelli 12. apríl 1908. Hún var gift Bergsveini Guðmyndssyni húsasmið og eignuð- ust þau fyögur böm, Kristínu, Guð- mund, Friðrik og Grétu. Fyrst man ég eftir Margréti, þessari elskulegu konu, þegar hún vann við verziunarstörf hjá Kaup- félagi verkamanna á Akureyri, ég var þá í bamaskóla, en á Akureyri ólst ég upp f nokkur ár hjá fóstur- föður mínum og frænda, Sigurði Bjamasyni, eða meðan hans naut við. Oft lá leið mín inn í Kaupfélag verkamanna til að hitta Margréti mfna, þessa hlýju og góðu konu, sem ávallt sýndi mér mikla blfðu og kærleika. Seinna í lífinu átti ég því láni að fagna að kynnast henni betur, á Amarstapa á Snæfellsnesi, þar átti hún hús sem heitir Amarfell, en ég bjó þar nokkra neðar, eða á Grand. Margrét var gædd þeim hæfileika að sjá inn í þann heim sem flestum er hulinn, hún vann í nánu sam- bandi við ljósverana Friðrik. Það vora margir sem leituðu til Mar- grétar í veikindum sínum og mörg gerðust kraftaverkin. Mér er efst í huga mikið þakklæti fyrir þá lækn- ingu sem tengdadóttir mín og ég hlutum og höfum ekki fundið fyrir sfðan. Oft lá leið mín upp að Amarfelli til Margrétar minnar, hún stóð allt- af úti á tröppunum þegar ég kom, hún sagði að fósturfaðir minn, sem löngu var látinn, kæmi alltaf á undan mér. Á Amarfelli var dásamlegt að tylla sér niður og hlusta á Mar- gréti lýsa öllu því sem hún sá, í þeim heimi sem mér er hulinn. Það var eitt sinn seint um haust að við gleymdum okkur og þegar ég er að fara heim á Grand, þá er komið mikið myrkur, svo að ekki sá handa- skil en ég bar mig vel þó að ég vissi að það væri fullt af þúfum og skurðum, sem ég myndi ekki sjá. Þegar ég er komin aðeins frá Amar- felli þá kemur ljós yfir hægri öxl mína, ég lít við en sé ekkert Ijós, en ég hélt áfram og ljósið fylgdi mér alveg heim. Daginn eftir sagði ég Margréti frá þessu og hún sagði: „Það var gott Maja mín, að þú gast notað ljósið." Margrét lýsti fyrir mér náttúra- anda, konu sem var bláklædd, ljós- glitrandi, stór og breiddi út hend- umar til blessunar yfir Amarstapa. Bömin sem dvöldu hjá mér á Grand og minnist ég helst Hönnu Maju bamabams míns, Herdísar og Biynjólfs, alltaf vildu þau fara að heimsækja Margréti sína. Böm era næm og þar fundu þau friðinn og blíðuna, þar leið þeim alltaf vel. Margrét bjó lengi á Ijarnarbraut 3 í Hafnarfirði, þangað lá leið mín oft. Allt geislaði þar af góðleikan- um. Það er svo margt sem riíjast upp, fallegar minningar sem ég mun ávallt geyma. Ég sendi börnum, tengdaböm- um, bamabömum og Þórði Hall- dórssyni mínar innilegustu samúð- arkveðjur og bið góðan Guð að gefa þeim styrk. Myndina af minni kæra Margréti mun ég geyma. Það er kona í bláum kjól, með fallegt bros sem gaf mér kærleika og blíðu. Hjartans þakkir til hennar frá mér og fjölskyldu minni. Hvíli hún í friði. María Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.