Morgunblaðið - 30.03.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.03.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1989 Skipstjóri Skipaskaga sýknaður af ákæru um undirmálsmöskva SAKADÓMUR ísafjarðar hefur sýknað Þórarínn Guðmundsson, skip- stjóra Skipaskaga AK 102, af ákæru um ólöglega möskvastærð. Byggj- ast niðurstöður dómsins m.a. á þvi að þau mælitæki sem tölur í ákæru byggðust á hafa ekki hlotið löggildingu lögum samkvæmt. Það var Katrín Hilmarsdóttir, fulltrúi, sem kvað upp dóminn. Skipaskagi AK102 var tekinn af þeir láta í sjó. Landhelgisgæslunni og færður til hafnar 17. nóvember 1988 vegna gruns um undirmálsmöskva. Málið var rannsakað og var fyrst boðið upp á dómssátt sem var hafnað og þá gefin út ákæra. Möskvarnir höfðu verið mældir með Utzon-möskvamæli af Land- helgisgæslunni en þeir mælar höfðu verið tegundaprófaðir hjá Löggild- ingastofunni og var löggildingu hafn- að. Hins vegar var notkun Utzon- mæla heimiluð m.a. á þeirri forsendu að þeir væru góð viðmiðun til að tryggja það að alltaf væri beitt sama krafti við mælingu á möskvum. í umsögn frá Löggildingastofunni er þetta skilgreint sem notkunarleyfi til viðmiðunar. Einnig byggja dómsniðurstöður á álitsgerð frá Hafrannsóknarstofnun frá í febrúar þar sem kemur fram að þorskpokar mælast 3 mm minni með þessum kraftmæli með 5 kg átaki en þegar notuð eru stölluspjöld- in með venjulegu handátaki. Síðar- nefndu mælitækin hafa verið notuð um árabil og eru löggilt af Lögild- ingastofunni. Þau mælispjöld hafa verið notuð bæði af opinberum aðii- um, s.s. Landhelgisgæslunni og skip- stjórum sem nota þau til að kanna möskvastærð þeirra veiðarfæra sem I álitsgerð Hafrannsóknarstofnun- ar kemur og fram að á fundi í sjávar- útvegsráðuneytinu vorið 1988, þar sem m.a. mættu fulltrúar frá Land- helgisgæslunni og Hampiðjunni, hafi almennt verið talið að danski möskvamælirinn frá Utzon gæfi minni möskvastærð en hefðbundinn mæliaðferð Landhelgisgæslunnar og gæti þá munurinn verið 5-7 mm. Þá er þess að geta að samkvæmt mælingum starfsmanna Hampiðj- unnar og framkvæmdastjóra Nóta- stöðvarinnar á Akranesi 18. nóvem- ber 1988, sem starfsmenn Land- helgisgæslunnar voru viðstaddir, og fóru fram með löggiltri mælistiku, eins og Landhelgisgæslan hefur not- að fram til þessa, voru möskvar í þeim veiðarfærum sem hér um ræðir að meðaltali yfir 155 mm. Með hliðsjón af þessum atriðum og gögnum málsins að öðru leyti taldi dómstólinn Ijóst að ekki lægju fyrir einhlítar niðurstöður um möskvastærð þeirra veiðarfæra sem ákærði notaði 17. nóvember. Frávik- in sem mismunandi mælingarað- ferðir gæfu til kynna fælu í sér of mikinn vafa til að ákærði yrði sak- felldur enda hefðu þau mælitæki sem tölur í ákæru byggðust á ekki hlotið löggildingu lögum samkvæmt. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Færeyskir listamenn fluttu verkið „Jesús og maðurínn frá Makedoníu" í Langholtskirkju á skírdag, I tilefiii af opinberri heimsókn færeyskra bæjarfúlltrúa til Reykjavíkur. Reykvíkingar gáfii Þórs- haftiarbáum trjáplöntur Verkfell hjúknmai#æð- inga hefði alvarleg áhrif - segir forstjóriríkisspítalanna DAVÍÐ Á. Gunnarsson forstjóri ríkisspítalanna segir að það hefði mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér ef Félag háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga færi í boðað verkfall. Þá mætti einnig taka fram að verkfiill líflræðinga, innan Félags íslenskra náttúrufræðinga, kæmi fyrr niður á rekstrí spítalanna þar sem það myndi draga úr rekstrí Blóðbankans, sem aftur hefði þær afleiðingar að dregið yrði úr starf- semi á skurðstofum spítalanna. „Við höfum kannað nokkuð afleið- ingar af verkfalli hjúkrunarfræðing- anna. Þess ber að geta að neyðar- þjónusta mun ekki leggjast niður þar sem samkvæmt lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er hjúkrunarfræðingunum skylt að halda uppi neyðarþjónustu," segir Davíð Á. Gunnarsson. Davíð segir að þar sem neyðar- þjónusta verði áfram mun ástandið ekki verða jafnalvarlegt strax og það var, er spítalamir lentu í hóp- uppsögnum hjúkrunarfræðinga fyrir tveimur árum. Davíð sagði að þótt enn væri ekki farið að huga að slíku yrði fljótlega farið að huga að neyð- aráætlun innan ríkisspítalanna til að mæta afleiðingum verkfallsins ef til þess kæmi. OPINBERRI heimsókn bæjar- fúlltrúa frá Þórshöfii í Færeyj- um til Reykjavíkur lauk á laugar- dag. Reykjavikurborg Ieysti gestina út með gjöf, 2200 tijá- plöntum, sem gróðursetja á í stað þeirra tijáa, sem eyðilögðust í Þórshöfii í miklu óveðri þar í vetur. Færeyingar færðu Reyk- víkingum málverk eftir lista- manninn Zacharías Heinesen. Heimsókn bæjarfulltrúanna fær- eysku hófst síðastliðinn miðviku- dag. Þá var ekið með þá víða um borgina og kynntar ýmsar fram- kvæmdir á vegum hennar. Á fimmtudag, skírdag, voru tónleikar um 70 færeyskra tónlistarmanna í Langholtskirkju, þar sem flutt var söngverkið „Jesús og maðurinn frá Makedoníu" eftir Pauli í Sandagerði og Sigmund Paulsen. Föstudaginn langa voru tónleikar Kammerkórs Þórshafnar, einnig í Langholts- kirkju. Á laugardag héldu færeysku gestimir heim, eftir ferð út í Viðey. Davíð Oddsson, borgarstjóri, sagði að heimsókn færeysku bæjar- fulltrúanna hefði verið hin ánægju- legasta. „Fulltrúum Reykjavíkur hefur nú verið boðið til Færeyja árið 1991 og við viljum gjaman halda samskiptum áfram með svip- uðum hætti,“ sagði hann. „Færey- ingar buðu okkur til sín á síðasta ári og af því tilefni var sett upp málverkasýning í Þórshöfn með verkum íslenskra málara. í næstu heimsókn okkar þangað viljum við gjaman leggja áherslu á æskulýðs- mál.“ Næturgrillið: Tveir menn játa mikla leynivínsölu „Hvölum fer flölgandi um öll heimsins höf ‘ - segir Sigurður Þorsteinsson, skipstjóri á komflutningaskipi Flórída, frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunbladsins. „ÞAÐ er ekkert vafamál, að hvölum hefúr Qölgað mikið um öll heimsins höf, og á síðustu mánuðum höfiim við oft séð til ferða þriggja til fimm hvala á hverrí Qögurra tíma vakt, þar sem hvala- strókar voru áður sjaldséðir," sagði Sigurður Þorsteinsson skip- stjóri á Liberty Wave, 65 þúsund tonna komflutningaskipi, sem á undanföraum árum hefúr flutt gjafakom frá Bandaríkjastjórn til vanþróaðra ríkja. Sigurður, sem nú býr í Pomp- ano Beach á Flórída, sagði að bandarísk stjómvöld hefðu mælzt til þess við áhafnir komflutninga- skipa fyrir rúmu ári, að þær fylgd- ust með ferðum hvala á siglinga- leiðum skipanna, en þær era oft- ast á milli 18. og 28. breiddar- baugs bæði um Atlantshaf og Kyrrahaf. Skipin fara einnig um Indlandshaf og Rauðahafið. Sig- urður, sem þekkir vel til hvalveiða frá því hann var á íslenzkum hval- veiðibátum, sagðist hafa lagt mikla áherzlu á það, að áhöfn hans sinnti þessum tilmælum, og til að auka áhuga hennar, kom hann á einskonar keppni um það milli vakta, hveijir sæju flesta hvali. Þessar athuganir sýndu, svo ekki væri um að villast, að hvöium hefði fjölgað vemlega á þessum sióðum. Sigurður sagði að á þessum slóðum væri um margar hvalateg- undir að ræða, m.a. mikið af lan- greyði, sem væri auðvelt að þekkja, en sáralítið hefði sézt af steypireyði. Þá hefðu þeir einnig séð mikið af búrhvölum. Sigurður kvaðst hafa undrazt hve mikið er af hvölum í Rauðahafinu, en þar er mest um smáhveli en einnig búrhvali. Síðasta úthald Sigurðar stóð í átta mánuði og sté hann aldrei fæti á fast land á þeim tíma, því þessi stóm flutningaskip koma aldrei að bryggju, en em fermd og affermd með dælubúnaði. Á skipunum er aðeins 21 manns áhöfn en sjálfstýritækni notuð til hins ýtrasta. íslenzkur lóðs við Panamaskurð 10. desember kom Sigurður og áhöfn hans á Liberty Wave að Panamaskurðinum, Kyrrahafs- megin, á leið frá Oregon til Alex- andríu í Egyptalandi með gjafa- kom. Vissi hann að tæpt var á því að skipinu yrði hleypt í gegn- um skurðinn vegna stærðar þess. Um borð komu þrír hafnsögu- menn eins og venja er og fyrir þeim var íslenzkur maður, Jónas Þorsteinsson, ættaður frá Hvammstanga en var um skeið kennari við Stýrimannaskólann. Varð fagnaðarfundur með þessum víðförlu íslenzku sæfömm og kom Jónas skipi Sigurðar í gegnum skurðinn áfallalaust, þó það risti við botn hans og fyllti svo út í skurðinn að ekki vom nema senti- metrar milli borðstokks og bakka. 32 ÁRA maður, eigandi Nætur- grillsins og 20 ára starfsmaður hans hafa játað fyrir lögreglu umfangsmikla áfengissölu undan- farið ár. Viðskiptin fóru þannig fram að viðskiptavinimir hringdu í fyrirtækið, pöntuðu gríllmat og áfengi. Grunlausir leigu- eða sendibifreiðastjórar voru fengnir tíl að keyra pakkana tU viðtak- enda. Áfengisflöskuna seldu mennirnir á 3000 krónur. Þeir hafa veríð látnir lausir enda er máUð talið upplýst. Málið komst upp þegar menn frá almennu lögreglunni stöðvuðu starfsmanninn, grunaðan um ölvun við akstur á föstudaginn langa. í bíl hans fundust nokkrar áfengisflöskur. Rannsóknardeild lögreglunnar hafði um nokkurt skeið haft gmn um að starfsemi sem þessi færi fram í fyrir- tækinu og hafði leynivínsala í minna mæli áður sannast á eigandann. Yfír- heyrslur yfir starfsmanninum á föstudaginn langa leiddu svo til þess aflað var heimildar til leitar í Næt- Duflið var lofitnet frá kafbáti Hlustunarduflið, sem kom í snurvoð Gullfaxa NK 6 á dögun- um, reyndist vera rússneskt kaf- bátaloftnet. Að sögn Gylfa Geirssonar hjá Landhelgisgæslunni er nokkuð al- gengt að slík loftnet reki hér við land og em þau ýmist af rússnesk- um, amerískum eða breskum upp- mna. Loftnet þessi em látin stíga frá kafbátum upp undir yfirborð sjávar og geta kafbátamir þá haldið fiarskiptasambandi án þess að koma úr kafi. Loftnetið rússneska, sem Gullfaxi fékk í snurvoðina á Sandvíkinni, var illa farið og hefur líklega verið lengi að velkjast í sjón- um. urgrillinu og á heimili eiganda þess, sem var handtekinn og færður til yfirheyrslu. Við yfirheyrslumar játuðu menn- imir að hafa stundað umfangsmikla áfengissölu síðastliðið ár og er þáttur þeirra talinn upplýstur. Að sögn Frið- riks Gunnarssonar aðstoðaryfirlög- regluþjóns hefur ekki verið rekin ákvörðun um hvort rekstrarleyfí Næturgrillsins verður afturkallað en sú hlið málsins verður tekin til skoð- unar. Skiptikjarareikningar: Samanburð- artímabilið máski lengt SEÐLABANKINN kannar nú hvort breyting á lögum um verð- tryggingu hafi áhrif á skiptikjara- reikninga í bönkum. Samkvæmt lögunum, sem nýlega hafa veríð samþykkt, verður verðtrygging sparifiár og lánsfjár að vera til tveggja ára eða lengur. Undan- skyldar eru þó sparifjárinnistæð- ur, sem þó aðeins njóta verðtrygg- ingar, séu þær bundnar í sex mán- uði eða lengur. Heimildarákvæði er í lögunum fyrir Seðlabanka, að veita undanþágu til skemmrí lágmarkstíma. Lagabreyting þessi er samhljóða bráðabirgðalögum sem sett voru í maí á síðasta ári. Eiríkur Guðnason aðstoðarbankastjóri Seðlabankans sagði að í gildi væri undanþága fyr- ir skiptikjarareikninga frá tveggja ára viðmiðuninni gagnvart inniánum og ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvort breyting yrði þar á. Samanburðartímabil skiptikjara- reikninga er nú 6 mánuðir, en þá er borin saman nafnvaxtaávöxtun og vísitölubinding og ber reikningur- inn hærri vextina. Eiríkur sagði að m.a. væri verið að skoða hvort lengja ætti þetta samanburðartímabil.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.