Morgunblaðið - 30.03.1989, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.03.1989, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1989 3 EF ÞÚ VEIST HVAR MJÓDDIN ER ÞÁ VEISTU HVAR BRBDDIN ER BYKO er nú flutt af Nýbýlavegi á Skemmuveg 2-4, svæðið sem nú heitir BREIDDIN. Þar er kjarninn í BYKO, ► byggingavöruverslunin og timbursalan í allri sinni breidd. VERSLUNIN Að Skemmuvegi 4 finnurðu á tveimur hæðum eitt besta úrval landsins af byggingavörum. Þar er hugsað fyrir öllum þörfum. Verkfæri til allra verka, rafmagnsvörur, fjölbreytt garðáhöld, fittings og festingar af öllu tagi, gólfefni fyrir hvers konar gólf, öll hreinlætis- og blöndunartæki, málning í öllum regnbogans litum. Ólíkustu áhöld fást leigð hjá áhalda- leigunni Hörkutól. í kaffihorninu er svo alltaf gott að fá sér hressingu! Við byggjum á breiddinni BYKO Að Skemmuvegi 2 færðu timbur frá A til Ö, til innanhúss- og utanhússnotkunar. Parket og panell af fjölmörgum gerðum, plötur og timbur í víðkunnu úrvali, margar tegundir harðviðar, þakefni og húsaklæðning, steypustyrktarjárn. Listar, gluggar og hurðir fást í öllum stærðum. Þú getur líka látið sérvinna fyrir þig timbrið eftir eigin þörfum. Hver sem smíðin er þá á timbursala BYKO rétta efnið fyrir þig. : f li' AUK/SÍA k10-133

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.