Morgunblaðið - 30.03.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.03.1989, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1989 , Bg eraldrei reglulega hammgjusöm nemo. þegcxr 'eg er ^ansæ-L * Ast er... ... að halda honum í góðu formi. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved • 1989 Los Angetes Times Syndicate Fyrst þú vilt fá morgun- Húsnæðisleysið er orðið matinn í rúmið, gjörðu svo beinlínis hrikalegt... vel... Pessir hringdu . . Aðalfundir á réttum tíma Þorbergur Guðlaugsson hringdi: „Höldum aðalfund þegar við teljum heppilegt," segir Berta Kristinsdóttir formaður hálfrar stjórnar Fríkirkjusafnaðarins sem kosin var á aðalfundi kirkjunnar á sl. ári. Ég er nú orðinn aldraður maður en á fyrri árum sat ég lengi í stjóm míns stéttarfélags og enn- fremur í aðalsamböndum sveina- sambands byggingarmanna og aldrei brást það að aðalfundir þessara fagfélaga væru haldnir á réttum tíma samkvæmt lögum félaganna. En þessi stjórn, ef kalla á hana því nafni, virðist alls ekki skilja þann tilgang að halda aðalfund á réttum tíma (það átti að halda aðalfund Fríkirlq'usafn- aðarins fyrir 15. marz). Frakkaskipti í Seljakirkju Það var skipt á frökkum í Selja- kiriq'u á skírdag, svörtum og dökkbláum. Upplýsingar í síma 10920. Lyklar fiindust Stór lyklakippa með tveim bíllyklum, fjórum húslyklum og einum litlum lykli fannst á Hring- braut á föstudaginn langa. Upp- lýsingar í síma 28321. Kötturtýndist Gulbröndóttur köttur með rauðri ól hvarf frá Kjartansgötu 2 sl. laugardag. Kisi er merktur með heimilisfangi og símanúmeri. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 11628. Köttur fæst gefins Sex mánaða svört læða fæst gefíns á gott heimili. Upplýsingar í síma 76206. Linsa tapaðist Minolta-linsa framan á mynda- vél tapaðist við Tjömina á föstu- daginn langa. Finnandi vinsam- legast hringi í síma 24678. „ Alveg bet“ Til Velvakanda. „Og Jesú fæddist í Nasaret Þá varð ég alveg bet.“ Forsætisráðherrann er ævinlega allra manna hissastur. í Morgun- blaðinu í gær, 21. mars segir hann að verðhækkanir. stafi af „verð- bólguholskeflu, sem hefír dunið yfír í miklu ríkari mæli (!) en mér hafði verið talin trú um“. Skýringin á þessari hissu Steingríms er líklega sú að hann er búinn að vera utanlendis í nokkra daga og ekki fylgst með. Það hefir áður komið fram að kunnugleikar hans vegna níu ára samfelldrar ríkisstjórnarsetu hafa ekkert að segja. Allt kemur honum rakleiðis í opna skjöldu á þjóðmálavettvangi, þ.e.a.s. þegar eitthvað gengur úr- skeiðis, sem raunar allt gengur nú um stundir. „Landsvirkjun er að borga arð frá síðasta ári. Þurfti hún að hækka ?“ spyr forsætis alveg bet. (Helmingur arðsins rennur í ríkis- sjóð.) Til þess að kóróna allt saman hitti forsætisráðherra „einn Norð- mann sem sagði við mig úti „rétt- mæta hluti um minnkandi sjávar- afla, 'minnkandi þjóðartekjur og ( verðtryggt ijármagn á Islandi. „Þetta gengur einfaldlega ekki upp“ stynur Steingrímur forsætis- ráðherra upp að Iokum, þrumu lost- inn af undrun yfír hinum nýju frétt- um af efnahagsástandinu á Islandi. Sakleysi er að vísu gott og má síst án þess vera. En of mikið af öllu má þó gera. Melamaður. Yíkverji skrifar Islendingar fengu að kynnast veðrinu í margbreytilegum myndum nú um páskana. Á Norður- landi snjóaði linnulítið fyrir páska og eru snjóþyngsli þar með fádæm- um. Syðra var veður bjart og fal- Iegt og menn nutu útiveru í ríkum mæli. Þúsundum saman fór fólk á skíðastaðina en ekki þarf að leita langt ef fólk lætur gönguskíði nægja. íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa síðan fyrir jól getað gengið á skíðum í Fossvogsdal og á Mikla- túni, svo dæmi séu tekin. Víkveiji hefur fylgst með því undanfarin ár hvemig fólk hefur smám saman verið að uppgötva Miklatún sem útivistarsvæði. Fyrir 15 árum var hending að sjá fólk þar á ferli en í dag er túnið mikið notað bæði á sumri sem að vetri. Alla páskana gengu skíðamenn um túnið tugum saman. Fýrir allmörgum ámm höfðu áhugamenn um byggingu tónlistar- húss augastað á Miklatúni undir hús sitt. Hér á þessum vettvangi var eindregið varað við þeim áform- um. Það var mikið gleðiefni þegar byggingunni var valinn staður í Laugardal. Víkveiji hefur styrkst í þeirri trú sinni að ekki megi hrófla við Miklatúni meira en gert hefur verið. Reyndar er í lagi að mati Víkveija að byggja annað Kjarvals- safn nálægt Kjarvalsstöðum. Ungur arkitekt hefur komið með athyglis- verða tillögu um það safn. En að öðru leyti á Miklatún að vera at- hvarf borgarbúa þegar þeir vila njóta útiveru. xxx egar Víkveiji var að horfa á bandaríska glæpamynd á Stöð 2 að kvöldi páskadags varð honum hugsað til þeirra ára þegar Ríkisút- varpið hafði einkarétt á útvarpi og sjónvarpi. í þá daga þótti dagskráin með eindæmum þunglamaleg. Með útvarpsfrelsinu breyttist þetta en Víkveija finnst nú fullmikið að hafa þijár glæpamyndir í röð á páska- dagskvöld, eins og Stöð 2 bauð uppá! x x- x Undarleg auglýsing birtist í Morgunblaðinu fyrir páska. Þar auglýsir Háskóli Islands eftir umsóknum um utanfararstyrki og verkefnastyrki úr svokölluðum Sáttmálasjóði Háskólans. Síðan segir orðrétt í auglýsingunni: Til- gangi sjóðsins er lýst í 2. grein skipulagsskrár frá 29. júní 1919, sem birt er í Árbók Háskóla íslands 1918-1919 bls. 52.(!!) Sem sagt. Þeir sem hug hafa á því að sækja um styrkina verða að útvega sér Árbók Háskólans frá því fyrir 70 árum og fletta upp á bls. 52! Víkveija finnst nú að þeir Há- skólamenn hefðu getað sparað mönnum sporin og birt skilmálana { í auglýsingunni, fyrst þeir voru að auglýsa á annað borð. xxx Hlutafélög týna tölunni hvert af öðru í gjaldþrotum. Þrátt fyrir það eru enn til íslendingar sem hafa trú á fyrirtækjarekstri ef marka má tilkynningar um ný hlutafélög í Lögbirtingablaðinu. Oft hefur Víkverji furðað sig á því hve mörg hlutafélög leggja af stað með lítið veganesi. í nýlegum Lögbirtingi er t.d. greint frá því að fyrirtæki sem heitir því stóra nafni íslands viðskipti hf. hefji starfsemi sína með 25 þúsund króna hlutafé. Og fyrirtæki með jafnvel enn stærra nafni, Hálfur heimur hf., lætur sér nægja 50 þúsund króna hlutafé. Og þijú hlutafélög, Starhagi hf., Sjón hf. og Villt dýr hf., eru með 20 þúsund krónur hvert. I sama Lögbirtingablaði eru tvö fyrirtæki skráð með með erlendum nöfnum, Kjúklingastaðurinn Chick-King hf. og Class hf. Er þetta ekki bannað samkvæmt lögum?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.