Morgunblaðið - 30.03.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.03.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1989 19 Reuter Thatcher ogMugabe ræðast við Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, fór í sína fyrstu opin- beru heimsókn til Afríkuríkisins Zimbabwe í gær og ræddi í hálfa klukkustund við forseta landsins, Robert Mugabe, sem hér sést með forsætisráðherranum. „Við ræddum stuttlega Suður-Afríku og Namibíu - og margt, margt annað,“ sagði forsætisráðherrann eftir fundinn. Thatcher beitir sér fyrir því að vandamál sunnanverðrar Afríku verði leyst með samningaviðræðum og hefur gefið í skyn að hún sé tilbúin að ræða við leiðtoga Suður-Afríku. Mugabe hefur lagst harðlega gegn viðræðum við suður-afrísk stjómvöld, en afstaða hans til þeirra hefur breyst eftir að samningurinn um sjálfstæði Namibíu og brottflutning kúbverskra hermanna frá Angólu var gerður. Danmörk: Urriðaeldi í orkuveri Kaupmannahöfu. Frá Nils Jorgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. STÓRT danskt raforkufyrirtæki, SEAS, hyggst framleiða 400 tonn af urriða á ári i orkuveri sínu í samvinnu við fiskeldisfyrirtækið Algerso Havbrug. Aformað er að nýta hitann frá heitu frárennslisvatni orkuversins í Stignæs til að framleiða urriða allt árið. Urriðar þrífast best í 18-19 gráðu hita. Á sumrin verður sjó dælt í eldiskerin. Áætlað er að stofnkostnaðurinn verði um 24 milljónir danskra króna, 169 milljónir ísl., aðallega vegna eldiskeranna, sem verða fóðmð til að hitinn haldist. Efna- hagsbandalagið veitir styrk sem nemur fjórðungi stofnkostnaðarins og danska ríkið útvegar fyrirtækinu 10 prósent af kostnaðinum. SEAS nýtir afgangsvarma frá öðm orkuveri í gróðurhús, þar sem meðal annars em ræktaðir tómatar. Siglingar: Ameríkubikarinn dæmd ur af Conner o g félögum New York. Reuter. Amerikubikarinn var í fyrrakvöld dæmdur af Siglingafélagi San Diego (S.D.Y.C.) fyrir það sem Carmen Ciparick, dómari við hæsta- rétt New York-ríkis, kallaði „óíþróttamannsleg" vinnubrögð við undirbúning og framkvæmd einvígis um bikarinn sl. september undan ströndum San Diego. Bandaríski skútustjórinn Dennis Conner vann einvigi við skútu nýsjálenzks bankajöfurs, Michael Fay, í sérstöku siglingaeinvígi í september. Conner endurheimti bikarinn frá Áströlum í ársbyijun 1987 en skömmu seinna notfærði Fay sér ákvæði í aldargömlum reglum um bikarinn, sem heimilaði hvetjum sem væri að skora hand- hafa bikarsins á hólm innan tiltek- ins tíma frá því að keppni lýkur. Ákvað Fay að mæta til leiks á mun stærri skútu en brúkaðar höfðu verið til keppni í áratugi. Hafði hún verið smíðuð með mikilli leynd. San Diego-menn sögðust ekki hafa nægan frest til að smíða og prófa samskonar skútu og ákváðu að mæta til leiks á hraðskreiðri tvíbytnu. Það kærði Fay til hæsta- réttar New York-ríkis, sem er vemdari siglingakeppninnar. Eftir réttarhöld og vitnaleiðslur úrskurðaði Ciparick að einvígið skyldi fara fram og ef menn kysu, gætu þeir haldið dómsmálum áfram að einvígi loknu. Við þess- ari niðurstöðu brást Fay með því að hóta að kæra úrslit einvígisins færi svo að skúta hans biði ósigur í því, hvað hann og gerði. Á endan- um tók Ciparick dómari undir kröf- ur hans og úrskurðaði að kappsigl- ingin hefði verið ójafn leikur. Dæmdi hún Mercury Bay-siglinga- félaginu nýsjálenzka sigur og a< San Diego-siglingafélaginu bæri að afhenda því bikarinn eftirsótta. Hljóta Nýsjálendingamir því verð- launin eftirsóttu án þess að hafa unnið eina einustu kappsiglingu. Ciparick sagði að slíkur hefði ákafi San Diego-siglingafélagsins verið að vinna einvígið að félagið hefði brotið gegn anda reglna keppninnar. Forystumenn þess sögðust undrandi á ákvörðun dóm- arans og íhuga að áfrýja henni. Dennis Conner sagðist vonsvik- inn yfir úrskurðinum en sem íþróttamaður væri hann andsnúinn málarekstri og vildi að ný kappsigl- ing færi fram sem fyrst. Michael Fay tilkynnti í gær að efnt yrði til kappsiglingar um bikarinn við strendur Nýja Sjálands árið 1991. ERLENT É. jFEnoocmr EIGIN FARARSTJÓRI FLUG/SIGUNG - BÍLL UM EVRÓPU Bjóðum upp á námskeið fyrir ferðalanga sem hyggjast ferðast um Evrópu: 1. Undirbúningur ferðar. 2. Fjárhagsáætlun og vátryggingar. 3. Skipulagning, áfangar og gististaðir. 4. Notkun korta og upplýsingaöflun. 5. Helstu sérákvæði í umferð erlendis. 6. Akstur á hraðbrautum. 7. Nokkrar hagnýtar ráðleggingar. Námskeið verða í Reykjavík laugardaginn 1. apríl og laugardaginn 15. apríl kl. 13.30-17.30 á Hótel Loftleiðum. Ennfremur á Hótel KEA, Akureyri, laugardaginn 22. aprfl kl. 13.30-17.30. Innifalið í námskeiðinu: Kaffi, kort og kennsla. Verð kr. 1.500,-. Afsláttur er veittur fyrir maka. Nánari upplýsingar og innrftun: Ferðaskrifstofan Saga, s. 91-624040. F.Í.B., s. 91-29999. Norræna ferðaskrifstofan, s. 91-626362. Ferðaskrifstofa Akureyrar, s. 96-25000. NORRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN FLUGLEIÐIR mOASKRIFSTOFAN F.I.B. SIOVAOIdALMENNAR Samráðsaðili: UMFERÐARRÁÐ Ct0798h82 2486.-kr. sparnadur* 40* ,YÍ 'X; "V -' “ * með Dulux El sparnaðar perunni. Til dæmis Dulux El 15w • Sparar 2486 kr. í orkukostnaði miðað við orkuverð Rafmagns- veitu Reykjavíkur5,18kr/kw.st. • Áttföld ending miðað við venju- lega glóperu. OSRAM y A T N A DII R -« J A V A V Ó R l R LAUGAVEG113 - S. 62 45 25 30-50% AFSLÁTTUR Rýmingarsala á marimekko fatnabi Stendur abeins í nokkra daga. K A T N A D L R - C. J A K A V 0 R t R LAUGAVEG113 - S. 62 45 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.