Morgunblaðið - 30.03.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.03.1989, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1989 7 Ruth Slenczynska í Islensku óperunni HINN heimsfi-ægi píanóleikari Ruth SJenczynska heldur tón- leika í Islensku óperunni mánu- daginn 3. apríl klukkan 20.30. Þetta eru þriðju tónleikar í röð tónleika á vegum EPTA, Evrópu- sambands píanókennara. Slencz- ynska lék hér fyrir þremur árum og vakti þá mikla athygli og hrifningu áheyrenda, en þá hélt hún tvenna tónleika fyrir troð- ftillu húsi í sömu vikunni. Ruth Slenczynka er þekkt undra- bam á sviði tónlistar, en hún kom fyrst fram á opinberum tónleikum fjögurra ára. Hún hélt tónleika í öllum helstu tónleikasölum heims 6—10 ára gömul og vakti slíka undrun og aðdáun, að gagnrýnandi New York Times, Olin Downs, sagði að hún væri merkasta undrabam eftir daga Mozarts. Hún gat leyst hinar flóknustu þrautir, sem píanó- leikarar lögðu fyrir hana. Mörgum ámm síðar, er sjálfsævi- saga hennar kom út 1957, upplýsti hún, að faðir hennar hefði bókstaf- lega lamið hana áfram allt frá því að hún var þriggja ára, látið hana æfa sig níu tíma á daga alla daga vikunnar til að gera hana að tón- snillingi. Ruth Slenczynska Á tónleikunum á mánudaginn leikur Slenczynska 32 tilbrigði eftir Beethoven, Bukoliki eftir Luto- slawski, hinar íjórar Ballöður Chop- ins, Jeux d’eu eftir Ravel og Sin- fónísku tilbrigðin eftir Schumann. Aðgöngumiðar verða seldir í versl- uninni Istóni og í íslensku ópemnni. (Úr fréttatilkynningu) Frá æfingu Kammersveitar Reykjavíkur. Kammersveit Reykjavíkur: Síðustu tónleikar vetrarins SUNNUDAGINN 2. apríl klukkan 17 mun Kammersveit Reykjavíkur halda tónleika í Áskirkju. Þetta verða síðustu tónleikamir sem Kammer- sveitin heldur í vetur og jafnframt síðustu tónleikamir á frönsku ári Kammersveitarinnar, en Kammersveitin hefur helgað þennan vetur franskri kammertónlist til að minnast 200 ára afinælis frönsku sfjómar- byltingarinnar. Á efnisskránni á sunnudaginn kemur Elísabet Waage fram sem ein- leikari á hörpu í verki eftir Debussy, „Helgnr dans og veraldlegur". Elísa- bet hefur dvalist í Hollandi undanfar- in ár við nám og störf. Hún kemur til landsins til að taka þátt í tónleik- um Kammersveitarinnar. Önnur verk á efnisskrá tónleik- anna eru samin á þessari öld: „Draumar Jakobs“, óbókvintett eftir D. Milhaud, „Garðyrkjumaðurinn frá Sarnos", leikhústónlist eftir J. Ibert, „Söngur Linosar", harmljóð eftir A. Jolivet, en tónleikarnir munu hefjast á frumflutningi á verkinu „Eldar“, nonett eftir Martial Nardeu, fransk- an flautuleikara sem búsettur er hér á landi. Alls munu 19 hljóðfæraleik- arar koma fram á tónleikunum. (Fréttatilkynning) AEG heimilistæki í vestur-þýsku heimilistækjunum frá AEG fara saman afköst, ending og gæ'öi. Viö bjóðum AEG tæki á góöu veröi Þvottavél Lavamat 951 W Verd kr. 53.900,- kr. 51.205,- stgr. • Vindur 850 sn. pr. mín. • Sparnaðarkerfi • Stiglaust hitaval • Sérstök þvottakerfi fyrir viðkvæman þvott • ÖKO-kerfisparar20%þvottaefni kari therm 610 Verö kr. 32.800,- hr. 31.160, • Tímarofi uppað 140 mín. • Ljós inní tromlu • Tekurökgafþvotti • Stórt hurðarop 'S, j rmm BRÆÐURNIR ORMSSONHF Lágmúla 9, sími 38820 SOLUAÐILAR UM LAND ALLT: AFKOST ENDING gæðT Byggt og búið, Kringlunni Mikligarður, Reykjavík H.G. Guðjónsson hf., Reykjavík Hagkaup, Reykjavík Kaupstaður, Reykjavík Þorsteinn Bergmann, Reykjavík BYK0, Kópavogi Samvirki, Kópavogi Rafbúðin, Kópavogi Mosraf,Varmá Stapafell, Keflavík Vesturland: Málningarþjónustan, Akranesi Húsprýði, Borgarnesi Blómsturvellir, Hellissandi Guðni Hallgrímsson, Grundarfirði Verslun Einars Stefánssonar, Búðardai Vestfirðir: Bjarnabúð, Tálknafirði RafbúðJónasarÞórs, Verslun Gunnars Sigurðssonar, Þingeyri Straumur, ísafirði Verslunin Edinborg, Bíldudal Einar Guðfinnsson hf., Bolungarvik Norðurland: Kaupfélag Steingrímsfjarðar, Hólmavík Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi Sauöárkróki Kaupfélag Eyfirðinga, Akureyri Bókabúð RannveigarH. Ólafsdóttur, Laugum, S-Þingeyjarsýslu. Verslunin Sel, Mývatnssveit Kaupfélag Þingeyinga, Húsavík Austurland: Kaupfélag Langnesinga, Þórshöfn Kaupfélag N-Þingeyinga, Kaupfélag Vopnfirðinga, Vopnafirði Sveinn 0. Elíasson, Neskaupsstað Hjalti Sigurðsson, Eskifirði Stálbúð, Seyðisfirði Rafnet, Reyðarfirði Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsfirði Sveinn Guðmundsson, Kaupfélag Skaftfellinga, Höfn Suðurland: E.P. innréttingar, Vestmannaeyjum Mosfell, Hellu Rás, Þorlákshöfn Árvirkinn, Selfossi 1 Rafborg, Grindavík Patreksfirði Kaupfélag Skagfirðin^a, Kópaskeri Egilsstöðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.