Morgunblaðið - 30.03.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.03.1989, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1989 33 Minning: Borghild Alberts- son f. Aarset Fædd 8. júlí 1900 Dáin 18. mars 1989 Amma mín, Borghild Albertsson, er jarðsett frá Fossvogskirkju í dag. Mig langar á kveðjustund til að minnast hennar með nokkrum orð- um. Amma var norsk, frá Sunnmæri í Noregi, en fluttist til íslands árið 1924. Hún var eins og ömmur eiga að vera, hlý, kærleiksrík og örlát. Sem bam var ég mikið hjá ömmu minni og gisti hjá henni um hveija helgi í mörg ár. Það var fastur lið- ur að hringja í ömmu seinni hluta laugardags. Þá var þegar ákveðið, að ég ætlaði til ömmu, en ég vildi ekki biðja um það, heldur láta hana um að bjóða mér. Reyndar vissi hún yfírleitt hvers kyns var, en Iét ekki á neinu bera. Amma var reglusöm, fór snemma á fætur og yfírleitt snemma að sofa. Oft kom þó fyrir að ég hélt fyrir henni vöku. Upp í stóra hjónarúm- inu hjá ömmu þurfti margt að ræða og þar báðum við bænimar og oft var ein þeirra á norsku. Amma naut þess að dekra við nöfnu sína og ég kunni vel að meta það. Á sunnudögum greiddi hún mér og batt slaufur í hárið, hvergi mátti sjást blettur né hrukka. A góðviðrisdögum vom sólstólarnir og borðið með sólhlífínni sett út í garð. Þar sátum við og drakkum gos og kaffi og þótti mér það hið mesta ævintýri. Sumarið 1970, þegar ég var 10 ára, var ég svo heppin að fá að fara með ömmu í fyrsta sinn til Noregs. Þar dvöldumst við í einn og hálfan mánuð í góðu yfirlæti hjá systkinum hennar og öðram ætt- ingjum og vinum. Meðan á dvölinni stóð átti amma 70 ára afmæli. Var henni haldin vegleg veisla í stóram íþróttasal skammt frá kirkjunni þar sem amma var skírð, fermd og gift. Mér þótti mikið til alls þessa köma og naut þess að vera í sviðsljósinu með ömmu minni. í Osló gætti amma þess að sleppa ekki af mér hendinni. Þó tókst mér að týnast í einni stórversluninni þar sem „rúllustigamir“ freistuðu. Allt fór þó vel og urðu fagnaðarfundir, þegar týnda sonardóttirin kom í leitimar. Amma dó viku fyrir páska. Þá minnumst við dauða og upprisu frelsarans. Fyrir nær 2000 áram fóra konur á páskadagsmorgni að gröfinni sem Jesús var lagður í. Hún var þá opin og þeim birtist engill, er sagði: „Hann er ekki hér. Hann er upprisinn." Þessi orð hafa sífellt komið upp í hugann síðan amma dó. í þessu lífí fylgdi amma honum, sem sigraði dauðann á páskadags- morgun. Með honum dvelur hún í dag. Og páskasálmur Helga Hálf- dánarsonar á hér vel við: Dauðinn dó, en lífíð lifír, lífs og friðar sólin skær ljómar dauðadölum yfir dauðinn oss ei grandað fær, lífið sanna sálum manna sigurskjöld mót dauða ljær. Við systkinin eigum ömmu mikið að þakka og blessum minningu hennar. Bogga Með fáeinum orðum langar mig að minnast elskulegrar tengdamóð- ur minnar, sem lést laugardaginn 18. mars. Borghild fæddist í Noregi 8. júlí árið 1900 í fögru og tignarlegu umhverfi á bæ sem heitir Aarset í Bondalen. Þar ólst hún upp við mikið ástríki foreldra sinna ásamt sex systkinum. Alla tíð hefur verið mjög kært og náið samband við öll systkinin og íjölskyldur þeirra og hef ég ekki farið varhluta af því eftir að ég tengdist íjölskyldunni. Enn lifa þijár aldraðar systur og mágkona. Tímamót verða í lífí tengdamóður minnar 20. janúar 1924. Þá giftist hún tengdaföður mínum, Guðmundi H. Albertssyni, kaupmanni frá Hesteyri í Sléttuhreppi. Hann hafði áður víða farið, enda aðeins 15 ára, þegar hann kvaddi foreldra og systkini og hélt til Noregs og þaðan til Suður-Afríku, þar sem hann dvaldist í þijú ár. Það vora mikil umskipti að koma til íslands eftir margra ára útivist vorið 1924, en vafalaust varð breyt- ingin mest fyrir Borghild. Aðstæður vora gjörólflcar því sem hún hafði vanist í heimalandi sínu, þrátt fyrir góðar móttökur foreldra og systk- ina Guðmundar. Ýmsa ytri erfíð- leika tókst þó að yfirstíga og fljót- lega hóf Guðmundur verslunar- rekstur, sem varð ævistarf hans upp frá því, fyrst á Hesteyri og síðar í Reykjavík. Ungu hjónin vora afar samhent og hjónabandið byggt á trú, von og kærleika. Þau eignuðust þijú böm: Dagnýju, sem hélt heimili með móður sinni hin síðari ár, Reidar, sem Iést aðeins 53 ára, en eftirlif- andi eiginkona er Oddrún Jónas- dóttir f. Uri, og Birgi kvæntan und- irritaðri. Árin liðu og bjartari tímar vora framundan. Sléttuhreppur sem nú er í eyði, eignaðist sitt blómaskeið og á Hesteyri áttu tengdaforeldrar mínir einnig sín góðu ár. En árið 1945 verða enn þátta- skil hjá Borghild. Það ár flytjast þau hjónin ásamt bömum sínum alfarin frá Hesteyri til Reykjavíkur. Dvölin sem í upphafi var áætluð tvö ár varð rúm tuttugu. Á Langholts- vegi 42 eignuðust þau nýtt heimili og þar stofnuðu þau verslun, sem enn ber nafn tengdaföður míns. í Reykjavík hefur Borghild búið alla tíð síðan, en mann sinn missti hún á besta aldri árið 1952. Eftir lát hans urðu verslunarstörf ríkur þáttur í lífí hennár. Þar undi hún hag sínum vel eins lengi og aldur og heilsa leyfðu. Hún átti góða nágranna, en margir þeirra era nú látnir. í dag er komið að kveðjustund. Tengdamóðir mín er kvödd hinstu kveðju. Hún reyndist mér alla tíð einstaklega vel og eftir lát móður minnar 1969 var hún mér sem besta móðir. Bömum mínum þótti afar vænt um ömmu sína og þar var þeim alltaf tekið opnum örmum. Borghild var óvenju heilsteypt kona, jafnlynd og jákvæð og gleði trúar- innar endurspeglaðist í lífi hennar. Það var gaman að gleðjast með henni á tímamótum í lífi fjölskyld- unnar. Að leiðarlokum eftir rúmlega 30 ára samfylgd er mér vissulega sorg og söknuður efst í huga, en jafn- framt þakklæti fyrir einlæga vin- áttu. Með Borghild er gengin góð kona sem öllum vildi gott gera. Hún þarf engu að kvíða, hennar bíður góð heimkoma. Guð blessi minningu hennar. Evlalía K. Guðmundsdóttir „Þakkið Drottni, því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu“. Þannig hljóða fyrstu og síðustu versin í 118. Davíðssálmi. Ég sé og finn Borghild svo vel fyr- ir mér í þessum biblíuversum. Trú hennar var svo bjargföst, hún ekki aðeins trúði, hún treysti og vissi, að hún og allt hennar var undir öraggri handleiðslu Drottins í blíðu og stríðu. Þó var það alls ekki svo, að hún yrði ekki fyrir sárri lífsreynslu. Hún missti mann sinn snögglega, aðeins 56 ára að aldri, og hún varð að horfa upp á erfíð veikindi eldri sonarins og sjá honum á bak 54 ára gömlum. Borghild var fyrsta norska kon- an, sem ég kynntist. Þau hjónin Borghild og Guðm. H. Albertsson bjuggu þá á Hesteyri í Jökulíjörð- um, þar sem hann stundaði verslun, og var eini kaupmaðurinn þar um slóðir, viðskiptavinir komu alla leið frá Homströndum, Aðalvík og Sléttuhreppi, var því oft annasamt. Einhver hafði bent þeim á að fara til foreldra minna og fala mig fyrir hjálparstúlku á heimilinu, þar á meðal gæta 2ja ára gamallar dóttur þeirra. Ég var þá 15 ára og gekk í þann svokallaða Framhalds- skóla á ísafirði. Þeim talaðist svo til, að ég færi þangað að skólavetri loknum. Ég vissi ekkert hvar þetta var, aðeins það, að það varð að fara yfír „Djúpið". Mamma sagðist hafa heyrt, að þetta væri gott fólk. Það varð því úr, að ég fór, og hef aldrei séð eftir því, því úr þessu varð ævilöng vinátta. Eftir því sem ég kynntist Borg- hild betur, varð mér ljóst, að hún var ákaflega góð kona. Áf henni lærði ég mína fyrstu norsku, og það svo rækilega, að dönskukennarinn minn spurði mig veturinn eftir, hvar ég hefði eiginlega verið í sumar, stflamir mínir væra norskir en ekki danskir. Borghild var ákaflega söngelsk og kunni flölda söngva, ég tók eft- ir því að allir textamir vora svo fallegir, og eitthvað hreint og sak- laust yfír þeim. Hún spilaði líka á sítar, og vildi lofa mér að reyna. Mér fannst þetta hreinustu töfra- tónar, það þurfti ekki að hvetja mig mikið til að reyna. Fyrsta lagið sem ég lærði hjá henni var: „Nærm- ere dig min Gud“ — Hærra minn Guð til þín, það kunni ég. Hún söng mikið af trúarljóðum, ég kunni tölu- vert af sálmum, en ekki svona ljóð. Ég hugsaði oft um það, hvort krist- indómurinn í Noregi væri eitthvað frábragðinn kristindómnum á ís- landi. Eftir að ég fór að búa í Nor- egi fór ég að skilja ýmislegt betur eftir því sem ég kynntist mönnum og málefnum og ýmsum aðstæðum. Ég heimsótti æskustöðvar Borghild, sem era næsta byggð við heim- kynni dóttur minnar — við ókum niður Ársethdalinn, og mér varð þá kassa, þar sem maturinn var gufu- soðinn. Sigurlaugur fékk að reyna það hve gæfuhjólið er fljótt að snúast, þegar Jónína veiktist af alvarlegum sjúkdómi sem dró hana til dauða á skömmum tíma. Hún lést í árs- byijun 1951. Hún var virt og vinsæl ljósmóðir og síðar stofnaði Kvenfé- lag Hveragerðis sjóð í minningu hennar. Úr honum hefur verið veitt fé til kaupa á fæðingarrúmi í Sjúkrahús Suðurlands. Fráfall Jónínu var mikið reiðar- slag, en síðar kynntist Sigurlaugur Aðalheiði Halldórsdóttur og gengu þau í hjónaband. Eftir þetta ákvað Sigurlaugur að breyta til í starfí, hætta vörabílaakstri og snúa sér að búskap og flutti hann að Bjarna- stöðum í Selvogi. Fljótlega kom þó aftur til breytinga, aðallega af vel ljóst, hve feikileg breyting það hafði verið fyrir hana að koma frá þessari blómlegu byggð rétt fyrir sunnan Álasund, og setjast að norð- ur í Jökulfjörðum. Eg var ekki leng- ur óreyndur unglingur, og skildi nú vel, að þar kom margt til greina. Þau vora hjónin mjög sterkir per- sónuleikar, þau vora samhent, sam- taka og trúuð, heil og heiðarleg í „ mannlegum samskiptum, og hjóna- bandið mjög ástríkt. Sem unglingur gat ég ekki líkt þeim við neitt ann- að en mömmu og pabba, og það segir ekki svo lítið, þegar litið er á aldur og þroska þess, sem umsögn- ina gefur. Það er Ián fyrir óhamaðan ungl- ing, sem í fyrsta sinn fer að heiman til vandalausra, að lenda á heimili hjá vönduðu og góðu fólki, sem lætur sér annt um, ekki einungis líkamlega velferð, heldur og líka andlega. Slflct gleymist ekki, en geymist í vitundinni sem gott vega- nesti til viðbótar við það, sem lærst hefur í föðurhúsum. Það þurfti ekki að biðja mig oft um að fara til þeirra sumarið eftir. Þá fæddist eldri sonurinn, svo nú vora systkinin orðin tvö, Dagný og Reidar. Yngri syninum Birgi kynnt- umst við ekki fyrr en við komum heim frá Noregi eftir stríð. Þá vora þau komin suður og flutt á Lang- holtsveginn. Við voram fyrstu dag- ana í næstu götu, og eldri sonur okkar, sem ranglaði um og vildi bara fara „heim“ aftur og tala norsku hitti Birgi, sem sá víst að þessi ókunni drengur var ósköp ein- mana. Þeir komu inn og sonur minn tilkynnti, að hann hefði „fundið norskan dreng“, Birgir sonur Borg- hild og Guðmundar var ekki seinn að bjarga því máli, en ég flýtti mér niður á Langholtsveg, og þar urðu fagnaðarfundir. Sumir þræðir slitna ekki þó togni á þeim sökum fjarvistar og fjar- lægðar. Vináttan á óteljandi end- umýjunarmöguleika, þvi hún er einn af neistunum af eilífum eldi Guðs. Ég veit að Borghild átti öragga trú á handleiðslu Drottins, kærleika hans, náð og miskunn. Ég er þakk- lát fyrir þann skerf er ég hlaut af kynnum mínum við hana og hennar fólk. Drottinn blessi ástvini hennar og allar góðu minningamar um hana. Hreftia Samúelsdóttir Tynes heilsufarsástæðum og bjó hann þá um tíma í Þorlákshöfn. En síðustu áratugina hafa þau Sigurlaugur og Aðalheiður átt heimili í Reykjavík. Ingólfur sonur Sigurlaugs starf- aði hjá Pósti og síma frá 1967. Hann giftist 1980 Ingibjörgu Aðal- steinsdóttur og eignuðust þau son 1982, sem skírður var í höfuð afa síns, en fyrir átti Ingibjörg dóttur- ina Guðrúnu. Það varð Sigurlaugi þungt áfall þegar Ingólfur féll frá langt um aldur fram árið 1986, eftir stutta en erfíða sjúkdómslegu. Hann sýndi þó stillingu og asðra- leysi og á sama hátt brást hann við sínum eigin veikindum og var bjart- sýnn til hins síðasta. Þegar hann lagðist inn á sjúkrahús í síðasta sinn, sagðist hann koma heim eftir viku, en sú heimkoma reyndist með öðram hætti og til annarra og æðri staða, eins og hann hefði líklega sagt sjálfur. Hann lést 19. mars. Það er bjart yfir minningu Sigur- laugs Jónssonar. Hann var §öl- hæfur maður, verklaginn og list- hneigður, t.d. smíðaði hann á unga aldri grammófón og nðtaði í hann klukkuverk og síðar á ævinni smíðaði hann ýmsa muni úr tré, svo sem rokka. Hann greip í hljóðfæri og hafði yndi af söng og kveðskap og seinni árin fékkst hann nokkuð við að teikna og mála og hafði af því atvinnu. Sigurlaugur var léttur í framkomu og hjá honum var allt- af stutt í kímni og spaugsyrði, sem hann hafði á hraðbergi jöfnum höndum við tilvitnanir í lífsspekinga og góðar bækur. Nú er aðeins eftir að kveðja. Við Valur og böm okkar íjögur þökkum Sigurlaugi ógleymanlegar sam- verastundir og vottum ástvinum hans og frændliði öllu einlæga sam- úð. Erla Þórðardóttir Sigurlaugur Jóns- son - Minningarorð Sigurlaugur Jónsson sem kvadd- ur er í dag fæddist 2. maí 1907 á Bijánsstöðum á Skeiðum, þar sem foreldrar hans bjuggu allan sinn búskap. Foreldrar Sigurlaugs vora Helga Þórðardóttir, f. 12. septem- ber 1876, d. 7. júní 1949, og Jón Sigurðsson, f. 29. apríl 1865, d. 24. apríl 1934. Þau eignuðust 18 böm, af þeim komust 14 til fullorðinsára, og var Sigurlaugur fimmti í röðinni af þeim. Einnig ólu þau Helga og Jón upp einn fósturson. Níu ára að aldri fór Sigurlaugur til dvalar að Þrándarholti í Gnúp- veijahreppi og var þar mikið viðloð- andi í mörg ár. Minntist hann oft vera sinnar þar hjá systkinunum Oddi Loftssyni, Guðnýju og Stein- unni Loftsdætram. Sigurlaugur réðst sem ungur maður til starfa við akstur hjá Mjólkurbúi Ölfusinga í Hveragerði. Það kom fyrir að vélar búsins bil- uðu og var þá iðulega leitað til Sig- urlaugs að gera við þær, þegar hann kom heim að kvöldi eftir akst- ur með mjólk til búsins. Varð þá vinnudagurinn stundum æði langur og eftir því fjölbreytilegur. Um þetta leyti lágu saman leiðir hans og Jónínu Eiríksdóttur frá Feiju- nesi í Villingaholtshreppi og gengu þau í hjónaband 1936. Þau stofnuðu heimili í Hveragerði, þar sem Jónína var ljósmóðir, en Sigurlaugur vann við vörabflaakstur, bflaviðgerðir og ýmsar smáviðgerðir. Eiginlega mátti segja að Sigurlaugur væri hálfgerður þúsundþjalasmiður, til hans var komið með úr, klukkur og ýmis tæki, sem þörfnuðust við- gerðar og var hann „nokkuð glúr- inn“, eins og hann sagði sjálfur, að koma þeim í lag. Þau Sigurlaugur og Jónína tóku mig í fóstur á unga aldri og á ég þeim mikla skuld að gjalda, svo góðir foreldrar sem þau reyndust mér. Þau eignuðust síðar son, f. 16. mars 1942, sem skírður var Ingólfur, góðan og efnilegan dreng. Hveragerði bar á þessum áram um margt sérstæðan svip, þótt smáþorp væri. Þar risu margar gróðrarstöðvar vegna jarðhitans, heilsuhæli sem síðar varð hluti af garðyrkjuskóla, en þangað söfnuð- ust líka andans menn og til marks um þessa blöndu var, að stærsta skemmtun vetrarins var nefnd Garðyrkju- og listamannaball og vora þar iðulega fluttar drápur miklar til heiðurs þorpinu og íbúum þess. Mér fínnst það líka til marks um góða ræktun til andans jafnt og líkamans, að meðal góðra gesta á heimili fósturforeldra minna vora Jón Þorsteinsson íþróttakennari og Eyrún kona hans og Sigvaldi Hjálmarsson guðspekingur og rit- höfundur, en Sigurlaugur var mik- ill áhugamaður um spíritisma, guð- speki og andans málefni yfírleitt. Hann var þó ekki síður maður fram- kvæmda svo sem nýting hans á hverahitanum rétt við húsdymar sýnir. í þró við húshliðina var hitað allt vatn til heimilisnotkunar og hveragufu leiddi hann í steyptan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.