Morgunblaðið - 30.03.1989, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.03.1989, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1989 9 HALLGRÍMUR VIÐ FERMINGAR- PENINGANA? Þegar Hallgrímur fermdist fékk hann talsverba peninga meðal annarra gjafa. Hatin keypti sér lítinn svefnsófa og kassettutœki meb geislaspilara. Hann langabi líka til ab fá sér leburjakka eins ogvinur hans fékk, en fannstabþá œtti hann svo lítið eftir. Pess í stab keypti Hallgrímur Einingabréf fyrír 35.000 kr. og ákvab svo að sjá til meb frekari innkaup. Sumarib eftir fékk hann ágœta vinnu og kaup, sem nœgbi honum fyrir fötum og vasapeningum og þegar haustib kom átti hann 60.000 kr. eftir af sumarpeningunum. Hann deildiþeim peningum niburá 9 mánubi og sá fram á ab eiga rúmlega sex þúsund krónur á mánubi á meban hann vceri í skólanum. Hallgrímur varb heldur en ekki hissa nœsta vor þegar hann fór ab athuga hvemig bréfin hefbu komib út yfir veturinn. Hann átti nú 39.200 kr. auk verbbóta. Nœsta haust átti hann 64.000 kr. eftir af sumarpeningunum þegar hann hafbi lagt til hlibar vasapeninga fyrir veturinn. Honum fannst upplagt ab kaupa aftur Einingabréf fyrirþá upphœb. Nœsta vor átti hann 112.927 kr. ogum haustib keyptihann afturEiningabréf fyrir 64.000 kr. Hallgrímur er orbinn nokkub snjall ab reikna út hvemig bréfin hans standa ab vori. En við getum sagtykkurstrax ab ef hann heldur svona áfram nœstu fjögur árin, þá á hann 512.392 kr. auk allra verðbóta þegar hatin lýkur stúdentsprófinu. Hreint ekki slœm tilhugsun — eða hvab ? • / sögunni er miðad við að Einingabréfm gefi t2% vexti umfram verðbótgu. SÖLUGENGI VERÐBRÉFA ÞANN 30. MARS 1989 EININGABRÉF 1 3.684,- EININGABRÉF 2 2.060,- EININGABRÉF 3 2.407,- LlFEYRISBRÉF / 1.852,- SKAMMTlMABRÉF'1.272,- KAUPÞING HF Húsi verslunarinnar, simi 68698N Varaliðið Þegar Steingrímur Hermannsson var ut- anríkisráðherra flutti hann Alþingi skýrslu (fyrir árið 1987) um ut- anríkismál. Þar sagði meðal annars: „Ef til átaka drægi er (jóst að vamarliðið þyrfti aukinn liðsafla. Hersveit í vara- liði bandaríska landhers- ins hefur verið þjálfuð og búin undir að koma til landsins á hættu- eða ófriðartímum. Hlutd hennar tók þátt í um- fángsmiklum æfingum í Kanada í sumar og fylgd- ust fulltrúar Vamar- málaskrifstofu með þeim æfingum. Til að slík þjálfun komi að fullu gagni er nauðsynlegt að íslensk stjómvöld hafi hönd i bagga og tryggi að allar vamaráætlanir séu í sem bestu samræmi við íslenska hagsmuni og staðhætti. Samræmis þarf að gæta milli al- mannavamaáætlana okkar og skipulags lög- reglu og landhelgisgæslu og þessara vamaráætl- ana. Að því hefur verið unnið, en eðli málsins vegna verður ekki greint frekar frá því.“ Þessi ummæli um varalið Bandaríkjahers sem hingað yrði flutt á hættutímum birti Steingrímur Hermanns- son í skýrslu sinni til Al- þingis í byrjun mars 1988. Hinn 3. mars birtdst síðan hér í blaðinu viðtal við Thomas Stones hers- höfðingja i sveitinni sem hefur skyldum að gegna gagnvart íslandi en hann starfar sem framhalds- skólakennari. Stones sagði að helsta verkefhi varaliðssveitarinnar hér á landi væri að veija þá staði sem taldir væm hemaðarlega mikilvæg- ir. í þessu samtali við Thomas Stones er störf- um varaliðsins lýst ná- kvæmlega og þar kemur einnig fram, að það hef- ^^aídvjíníannibaÍaBon utanríkisráðherra: í Þarf sérstakar ástæð- jtilþess að stöðva slíkar| i reglubtmdnar æfingar Deilt um heræfingar Ráðherrar í ríkisstjórninni eru enn einu sinni komnir í hár saman. Að þessu sinni í tilefni af fréttum um páskana þess efn- is, að ætlunin sé að varalið bandaríska hersins haldi æfingar hér á landi næsta sumar. Þessi páskafrétt hefði ekki átt að koma neinum í opna skjöidu, því að Morgunblaðið skýrði frá því í nóvember síðastliðnum, að ráðgerðar væru æfingar 1.000 manna herliðs hér á landi næsta sumar. Þess var ekki vart þá, að ráð- herrar kipptu sér upp við fréttina, enda var skemmra frá því þá en nú, að Steingrímur Hermannsson var utanríkis- ráðherra og fór með yfirstjórn varnarmál- anna. Æfingar af þessu tagi eru undir- búnar með löngum fyrirvara. ur efiit til æfinga hér á landi og í Kanada. Er það bæði sjálfeagt og eðli- legt, að liðið fái tækifæri til þess, því að annars gæti það ekki rækt hlut- verkið sem það hefur tekið að sér með vitund og vilja íslenskra stjórn- valda. Með því að koma þessari liðssveit á fót hafa Bandaríkjamenn verið að fullnægja þeim skyldum sem á þeim hvila samkvæmt vamar- samningi íslands og Bandaríkjamia. Er það f sjálfii sér ekkert smáátak að fá inilli 4.000 og 5.000 manns tíl að að veija frístundum sínum til að æfii vamir fjarlægs lands. Þarf ekki að koma á óvart, þótt þeir séu andvígir þvf að liðið fái að stunda hér æfingar, sem em haldnir þeirri blindu, að unnt sé að tryggja öryggi og sjálf- stæði Islands án vama og áætiana um þær. Hin- ir sem átta sig á mikil- vægi vamanna ættu ekki að leggja stein í götu varaliðsins, enda hafa íslensk stjómvöld ekld gert það, eins og skýrast kom fram í skýrslu Steingrims Hermanns- sonar, þáverandi ut- anríkisráðherra, fyrir réttu ári. Tímaskekkja Nú segir Steingrimur Hermannsson forsætis- ráðherra, að æfingar varaliðsins hér á landi næsta sumar séu „tíma- skekkja". Hvað á hann við með þessum orðum? Er hann að vísa til þess, að því hefur verið haldið á loft að æfingar liðsins kynnu að hefjast 17. júní? Þessari dagsetningu var slegið fram í samtali við fréttamann hjjóðvarps ríkisins með þeim hætti, að (jóst var að hún var engum fost í hendi, sem að æfingunum standa. Hins vegar er það dæmi- gert fyrir stíg opinberra umræðna, að fjölmiðla- menn slógu þvi strax föstu að ætiunin væri að liðið kæmi hingað 17. júní og síðan binda menn sig fasta við þá dagsetn- ingu og fyllast vandlæt- ingu, jafnt ráðherrar sem aðrir. Ef þetta er „tímaskekkja" forsætis- ráðherra, ættí að vera auðvelt að leiðrétta hana. Sé ráðherrann hins veg- ar þeirrar skoðunar, að það sé „tfmaskekkja" að æfa herafla, er um annað en tímaskyn að ræða hjá honum. Þá er hann far- inn að ræða um pólitfk og Ifklega klukku rfkis- stjórnarinnar, en eins og mál horfa f dag kynni stjómin að renna sitt skeið, ef til æfinganna kæmi. Fo rsætis ráðh erra á þó áreiðanlega eftir að komast að því, að al- þýðubandalagsmenn gera eina heræfingu ekki að fráfararatriði úr þess- ari ríkisstjóm. Ef svo færi að Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkis- ráðherra, behti valdinu sem forsætísráðherra segir að hann hafi og samþykkti æfingu vara- liðsins, myndu alþýðu- bandalagsmenn belgja sig eitthvað en ekki fara úr stjóminni. Það verður spennandi að fylgjast með þvf sem gerist í þessu máli á næstu dögum og vikum. Ef einhveijir hafa haft i huga að koma illu af stað í ríkisstjóminni með því að blása gamlar fréttir um þessar fyrirhuguðu heræfingar upp, hefiir þeim tekist það. Ráð- herrar allra stjórnar- flokkanna em komnir í hár saman vegna máls- ins. Utanríkisráðherra hefur hins vegar síðasta orðið nú eins og þegar Steingrímur Hermanns- son gegndi því embættí og sá ekkert varhugavert 'eða athugavert við störf varaliðsins. 30. mars 1949 1989 FRIÐUR MEÐ FRELSI í dag, ffmmtudaglnn 30. mars, eru 40 ár liðtn frá samþykkt Alþingis íslendinga um inngöngu íslands f varnarbandalag vestrænna þjóða, Atlantshafsbandalaglð. Utanríkismálanefnd SUS og Heimdallur, FUS minnast þessa merka atburðar með samkomu í Neðri delld Valhallar 30. mars kl. 17.00. Inngangsorð: Davið Stefánsson, formaður utanrikismálanefndar. Sýnd verður kvUunynd Vigfúsar Sigurgeirssonar, „30 marz 1049“. Ávörp: Gunnar Helgason, forstöðumaður Ráðnlngarstofu Reykjavíkurborgar, sem var formað- ur Heimdallar árið 1949. Magnús Þórðarson, upplýsingafulltrúi Atlantshafsbandalagsins. Lokaorð: Ólafur Þ. Stephensen, formaður Helmdallar. Boðið verður upp á kafHveitingar og meðlseti. Allir islenskir lýðræðissinnar eru velkomnir. Sérstaklega eru þeir boönir úr röðum Heimdell- inga og annarra sjálfstæðismanna, sem vörðu Alþinglshúsið fyrír kommúnistum fyrír 40 árum og stuðluðu að varðveislu þingræðis og Iýðræðis á íslandi. Utanríkismálanefnd S.U.S. og Helmdallur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.