Morgunblaðið - 30.03.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.03.1989, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1989 5 Flestir vilja tvö flugfé- lög í milli- landaflugi UM 80% íslendinga telja æskilegt að tvö flugfélög í millilandaflugi séu starfandi í landinu. Þetta kom fram í skoðanakönnun sem Gallup á íslandi gerði fyrir Arn- arflug í síðustu viku. Spurt var hvort viðkomandi teldi æskilegt eða óæskilegt að starfandi væru tvö íslensk flugfélög í utan- landsflugi. í úrtakinu voru 624, og af þeim svöruðu 620 þessari spurn- ingu eða 99,4%. Æskilegt sagði 491 eða 79,2%. Óæskilegt sögðu 82 eða 13,2% en 47, eða 7,6%, voru óá- kveðnir eða svöruðu ekki. Spumingin var liður í víðtækari skoðanakönnun sem Gallup á ís- landi gerði í síðustu viku, og var hluti af könnuninni gerður að beiðni Amarflugs. Flak Mariönnu Danielsen: Frestur er til 15. apríl Gríndavík. BÆJARSTJÓRN Grindavík- ur ákvað nýlega á fiindi sínum að auglýsa frest á að Qarlægja flak Mariönnu Danielsen af strandstað við Hópsnes í Grindavík. Frestur verður gefinn til 15. apríl að Qarlægja flakið. Að öðrum kosti mun flakið verða fjar- lægt á kostnað þeirra sem ábyrgð bera á því. Lyngholt sf. í Vogum keypti skipið, þar sem það er á strand- stað og í bígerð er að ná skip- inu á flot þann 8. apríl næst- komandi en þá verður stór- straumur. Kunnugir segja að næsta stóra flóð verði ekki fyrr en í haust, þannig að ef takast á að ná skipinu á flot, munu vera síðustu forvöð að gera það á þessum tíma. - FÓ. Þorlákshöfii: Meitilliim hf. hefiir vinnslu Þorlákshöfli. MEITILLINN mun heQa vinnslu í frystihúsi sínu í dag, fimmtu- dag. Enginn fiskur hefiir komið í sal frystihússins síðan fyrir áramót er rekstrinum var hætt og Qölda fólks sagt upp störfum. Ævarr Ingi Agnarsson, yfirverk- stjóri, sagði að ekki yrði unnið á fullum afköstum til að byija með og aðeins yrðu teknar fáar tegund- ir, eða þær sem hagkvæmast er að vinna. Togarinn Jón Vídalín kom inn í gær með 170 tonn, mest þorsk- ur. Búið er að ráða um 30 konur í salinn og enginn hörgull virðist vera á fólki. Ævarr sagði einnig að sá al- menni misskilningur hefði ríkt að Meitillinn hefði alveg verið lokaður og enginn rekstur. Alls hefðu um 70 manns verið á launaskrá hjá þeim að undanfömu sem starfað hefðu á og í kringum togarana, saltfiskverkunina og svo skrifstofu- fólk. Varðandi sameiningu við Glett- ing þá eru þau mál í stöðugri vinnslu og reyndar alveg frágengin að öðru leyti en því að svar vantar frá stjórnvöldum varðandi fyrirgreiðslu til Meitilsins. Met- aðsókn íBlá- fjöllum Fjölmennt var í skíða- löndum í nágrenni Reykjavíkur yfir pásk- ana. Að sögn Þorsteins Hjaltasonar fólkvangs- varðar í Bláíjöllum voru um 12 þúsund manns á skíðum þar á föstudag- inn langa og er það nýtt met í aðsókn á einum degi. Á mánudag, annan í páskum, var einnig mikil aðsókn. „ Þorskalýsiö og hjartað: Áhugaverð efni, sem virðast m.a. geta dregið úr hættu á myndun blöðtappa — segir Dr. Sigmundur Guðbjarnason. “ Morgunblaðið 6. nóvember 1984. Æskilegur dagskammhJr! 5, Vísindalega sannaö að EPAogDHA fitusýrur, sem finnanlegar eru í f iskalýsi, draga úr kólesterólmagni í blóði og blóðflögumyndun, stærsta verkef ni sem Lýsi hf. vinnur að um þessar mundir. “ Þjóðviljinn 7. febrúar 1985. Viðtökur Omega-3 hérlendis sýna að fslendingum er annt um heilsuna Omega-3 borskalvsisbvkknið! Rannsóknir vísindamanna um allan heim benda ótvíraett til þess að fjölómettaðar fitusýrur af Omega-3 hópnum (EPA og DHA) stuðli að því að fyrirbyggja kransæðasjúkdóma eða draga úr hættunni á þeim. Omega-3 frá Lýsi hf. er eina þykknið sinnar tegundar í heiminum sem unnið er úr hreinu borskalvsi, Hráefnið er sérvalin þorskalifur. í Omega-3 er mun meira af fjölómettuðum fitusýrum en í venjulegu þorskalýsi. Nú hefur magn A og D vítamína varið minnkað veruleaa. Þeir sem teljast til áhættu- hóps geta því tekið fleiri perlur á dag án þess að fara yfir ráðlagðan dagskammt af A og D vítamínum. ARGUS/SÍA - J.H.S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.