Morgunblaðið - 30.03.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.03.1989, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1989 25 Helgi Olafsson í 2. sæti í New York HELGI Ólafsson varð í 2.-5. sæti í opna skákmótinu í New York sem lauk á þriðjudagskvöld, hálfum vinningi fyrir neðan bandaríska stór- meistarann Federowicz. Margeir Pétursson varð í 6. sæti ásamt fleiri skákmönnum, hálfum vinningi fyrir aftan Helga. Fyrir síðustu umferð var Helgi í efsta sætinu ásamt þremur öðrum skákmönnum, Lobron frá Þýska- landi, Gúrevitsj frá Sovétríkjunum og Federowicz. Þessir skákmenn tefldu allir innbyrðis, og gerðu Helgi og Lobron jafntefli en Fed- erowicz vann Gúrevitsj og endaði með 7 vinninga. Hinir enduðu með 614 vinning ásamt Gúlkó frá Banda- ríkjunum. Margeir gerði jafntefli við Ro- manishin frá Sovétríkjunum í síðustu umferðinni og endaði með 6 vinninga. Jón L. Ámason og Karl Þorsteins enduðu báðir með 4 vinninga, en Hannes Hlífar Stefáns- son fékk 34 vinning af 9 möguleg- um. Eítt verka Eiríks Smith. Morgunblaðið/Guðrún L. Ásgeirsdóttir Félag sláturleyfíshafa: 200 til 250 milljónir töpuðustárið 1988 Á AÐALFUNDI Félags sláturleyfíshafa sem haldinn var nýlega kom fram að tap sláturhúsa á síðasta ári var á bilinu 200 til 250 milþ'ón- ir króna, og hefur staða sláturleyfishafa ekki verið verri um langt árabil. Á aðalfundinum kom fram að gjaldþrot verslana á meðal annars hlut í tapi sláturhúsanna á síðasta ári, en það einkenndist af rekstrar- stöðvun margra sláturleyfíshafa. Sláturhúsum fækkaði árið 1988 og var unnt að koma til móts við rekstraraðila með tilkomu úrelding- arsjóðs. Þá kom fram á fundinum að miklar kjötbirgðir rýra rekst- rarfjárstöðu sláturleyfishafa, og einnig valdi sein skil opinberra að- ila miklum vandkvæðum í rekstri sláturhúsanna. Félag sláturleyfishafa hefur beint þeirri áskorun til landbúnað- arráðherra að tafarlaust verði létt þeirri óvissu sem nú ríkir varðandi útvegun rekstrarlána út á sauð- fjárafurðir, þannig að afgreiðsla lána geti hafist í þessum mánuði svo sem venja er. Þá leggur fundur- inn áherslu á að niðurgreiðslur verði ekki skertar frá því sem nú er mið- að við verðgildi, og fjármögnun vegna lagaskyldu sláturleyfishafa um staðgreiðslu afurða verði tryggð. Fundurinn gerir þær kröfur til ríkisvaldsins að það leysi til sín og greiði að fullu birgðir kindakjöts frá haustinu 1987, sem ríkisvaldið hefur ábyrgst bændum fullt grund- vallarverð fyrir, en afurðalán hafa verið gjaldfelld og greidd af þessu kjöti. Þá beinir fundurinn þeirri áskorun til landbúnaðarráðherra að endurgreiðsla vaxta og geymslu- kostnaðar verði færð til þess horfs sem var fyrir 1. mars 1987, ella verði samið við viðskiptabankana um að lána gjaldfallna vexti af kjöt- birgðum þar til kjötið selst. Kaupmannahöfii: Eiríkur Smith í Gallerí SCAG Jónshúsi. í GALLERÍ SCAG í Amaligade, var opnuð þriðja íslenska einkasýningin, laugardaginn 11. mars. Eru þar 20 vatnslita- myndir og 7 olíumálverk Eiríks Smith og hlýtur sýningin mikið lof þeirra, sem séð hafa. Danskur listmálari frá Skagen komst svo að orði er hann gekk út úr galleríinu, að gott væri að a.m.k. einn norrænn Iistamaður gæti málað landálag. Vatnslita- myndimar em allar nýjar, gerðar í ár og í fyrra og hafa 3 þeirra selst. Sýning Eiríks Smith stendur fram yfir páska, en næst sýnir Kjartan Guðjónsson og síðan Edda Jónsdóttir. - G.L. Ásg. Síðan skein sól á ísafirði HLJÓMSVEITIN Síðan skein sól heldur tónleika á ísafírði í kvöld, fímmtudag, og spilar á dansleik þar fostudags- og laugardagskvöld. Hþ'ómsveitin spilar nú í fyrsta sinn í heimabæ söngvarans, Helga Björnssonar. Síðan skein sól gaf út hljóm- plötu á síðasta ári. Auk Helga em í hljómsveitinni þeir Jakob Magn- ússon, bassaleikari, Eyjólfur Jó- hannsson, gítarleikari og Ingólfur Sigurðsson, trommuleikari. Hljómsveitin leikur í Krúsinni, kjallara Alþýðuhússins á ísafirði. Tugur manna fékk risapottana STÓRU vinningamir í lottóinu og getraununum dreifðust á margar hendur en um helgina var dreginn út þrefaldur lottó- pottur upp á rúmlega 12 millj- ónir og í getraunum var pottur- inn orðinn ferfaldur upp á 9,3 miiyónir. Fjórir fengu fimm tölur réttar í lottóinu og fengu um 3 milljónir hver. Tveir vinningshafa vora í Reykjavík, einn í Grindavík og einn í Keflavík. í getraununum fengu sex manns tólf rétta og fengu um 1,5 milljónir hver. Milli 130 og 140 manns vora með ell- efu leiki rétta. Myndband með Michael Jackson SKÍFAN héfur gefíð út tónlist- armyndband sem spannar feril Michaels Jacksons. Þetta er fyrsta tónlistarmyndbandið með íslenskum texta sem er selt á almennum markaði. í myndbandinu er fylgst með Michael frá 7 ára aldri til dagsins í dag, sýnt úr bestu myndböndum hans, verðlaunaafhendingum og heimiliskvikmyndum. Meðal frægra listamanna sem koma fram era Elizabeth Taylor, Cyndi Lauper, Gene Kelly, Yoko Ono, Sophia Loren, Katharine Hepbum og Sean Lennon. Húsavík: Flugvöllurinn ófær vegna leirlags Húsavík. „ÞVÍ viðurkenna mennimir ekki mistök sín og ýta þessu leirlagi út af flugvellinum því áður en því var ekið yfír völl- inn, eða í 30 ár voru vorhlýindi eða rigningar ekki því valdandi að ekki væri hægt að lenda á Húsavíkurflugvelli, “ sagði einn óánægður flugfarþegi, sem átti pantað far frá Húsavik til Reykjavíkur, mánudaginn ann- an í páskum. Þá átti að fljúga 3 ferðir til Húsavíkur en eftir fyrstu ferðina, var völlurinn dæmdur ófær og svo var einnig daginn eftir og útlit er ekki gott á meðan sólin skín og frostlítið er. Málunum er bjarg- að þannig að farþegum er ekið á bílum milli Húsavíkur og Akur- eyrar, en sú leið hefur ekki verið greiðfær nú undanfarið. Þetta hefur mikinn ókost í för með sér fyrir farþega, auk þess sem að það era aukin útgjöld fyrir Flug- leiðir. - Fréttaritari Fiskverð á uppboðsmörkuðum 29. mars. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 45,50 45,00 45,15 20,068 906.033 Þorskur(ósL) 44,50 36,00 40,90 4,621 189.005 Ýsa 53,00 50,00 51,87 10,718 556.005 Karfi 25,00 22,50 23,91 97,465 2.329.919 Ufsi 25,00 24,00 24,66 13,303 328.073 Langa 26,00 26,00 26,00 0,341 8.870 Lúða 215,00 85,00 121,59 0,418 50.880 Keila 14,00 14,00 14,00 0,051 721 Lax 270,00 270,00 270,00 0,024 6.480 Hrogn 110,00 100,00 109,89 0,948 104.195 Samtals 30,28 147,960 4.480.181 Selt var aðallega úr Haraldi Böðvarssyni AK. í dag verða með- al annars seld 30 tonn af ýsu, 55 tonn af karfa, 5 tonn af ufsa, 3 tonn af löngu, 3 tonn af hrognum og 3 kassar af skötusel úr Víði HF og óákveðið magn frá Tanga hf. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 48,00 41,00 46,55 67,285 3.131.792 Þorsk(ósL) 42,00 40,00 41,37 2,748 113.682 Ýsa 65,00 37,00 45,29 27,525 1.246.640 Ýsa(ósl.) 80,00 80,00 80,00 0,688 55.040 Karfi 26,00 19,00 25,42 31,887 810.667 Ufsi 24,00 24,00 24,00 3,901 93.646 Langa 30,00 30,00 30,00 0,630 18.900 Lúöa(stór) 240,00 205,00 219,89 233,00 51.235 Lúða(milli) 300,00 300,00 300,00 0,098 29.400 Keila 12,00 12,00 12,00 0,118 1.416 Skata 25,00 25,00 25,00 0,019 475 Hrogn 140,00 50,00 114,17 1,205 137.570 Samtals 41,74 136,338 5.690.464 Selt var úr Framnesi ÍS og Ásgeiri RE. I dag verður meðal ann- ars selt úr Jóni Vídalín ÁR. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur(ósL) 45,50 43,00 43,97 15,255 672.437 Ýsa 30,00 30,00 30,00 0,045 1.350 Ýsa(ósL) 46,00 35,00 43,70 18,587 812.302 Karfi 28,00 15,00 18,44 0,136 2.508 Ufsi(ósL) 15,00 10,00 10,82 0,104 1.125 Steinbítur 15,00 15100 15,00 0,433 6.495 Steinbítur(ósL) 15,00 15,00 15,00 0,140 2.100 Lúða 180,00 180,00 180,00 0,035 6.318 Skarkoli 54,00 50,00 51,50 1,602 82.508 Skata 79,00 79,00 79,00 0,043 3.397 Skötuselsh. 425,00 425,00 425,00 0,014 5.950 Rauðmagi 40,00 40,00 40,00 0,011 440 Samtals 43,82 36,448 1.597.008 Selt var aðallega úr Mána HF, Margréti HF, Hvalsnesi GK, Baldri KE, Hraunsvík GK og Kára GK. I dag verða meöal ann- ars seld 30 tonn af stórum ufsa úr Hörpu GK. Einnig verður selt úr dagróðrabátum ef á sjó gefur. Reykhólasveit: Sex gemlingar hröpuðu til bana Miðhúsum, Reykhðlasveit. HELGINA í dymbUviku var Torfí G. Jónsson bóndi á Kletti í Gufiidalssveit að rýja ær sínar og setti út gemlingana 46 að tölu til þess að viðra þá. Tveim- ur til þremur klukkustundum síðar ætlaði hann að láta geml- ingana inn, en þá voru þeir all- ir horfiiir. Hann leitaði fram í myrkur, en án árangurs. Veður fór versnandi. Daginn eftir komu menn frá nágrannabæjum til hjálpar og fundust gemlingamir hátt upp í fjalli, 6 höfðu hrapað til bana, 3 það illa farnir að þeir dóu fljótlega og 3 sem taldir era dauðvona. Þetta er tilfinnanlegt tjón fyrir Klettshjónin, þau Torfa og Bjam- eyju Sigvaldadóttur, en þau era nýbyijuð búskap og era að koma sér upp bústofni. - Sveinn Tónleikar í Casablanca í KVÖLD verða haldnir tónleik- ar með hljómsveitinni „The Most“ í Casablanca. Sveitina skipa þeir Daniel Pollock, Michael Pollock og Gunn- þór Sigurðsson. Einnig mætir til leiks Hilmar Öm Hilmarsson og ■* fleiri góðir gestir. Húsið verður opnað klukkan 22. Dr. Hook. * Hótel Island: Dr. Hook með þrenna tónleika IHjómsveitin Dr. Hook and the Medicine Show heldur þrenna tónleika hér á landi nú um helgina Tónleikarnir verða allir haldnir á Hótel íslandi. Tónleikar Dr. Hook verða í dag, fimmtudaginn 30. mars, föstudaginn 31. mars og laugar- daginn 1. apríl. Tónleikamir hefj- ast klukkan 22 og að þeim lokmlm er almennur dansleikur. Alls hefur hljómsveitin Dr. Hook and the Medecine Show hlotið um 40 gull- og platínuplötur á ferli sínu, sem nær yfir um tuttugu ára tímabil. Forsala aðgöngumiða er hafin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.