Morgunblaðið - 30.03.1989, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1989
Ungverjaland:
GröfNagys
ftindin?
Búdapest. Reuter.
SÉRFRÆÐINGAR telja að
þeir hafi fundið lík Imre Nag-
ys, forsætisráðherra Ungveija-
lands 1953-55. í uppreisninni
gegn sovésku valdi, Varsjár-
bandalaginu og einræði komm-
únista 1956 handtóku Sovét-
menn hann fyrir að hvetja til
úrsagnar Ungveijalands úr
Varsjárbandalaginu. Árið 1958
var hann dæmdur fyrir landráð
og tekinn af lífi. Líkgrafarar
fundu líkkistu í ómerktri gröf
í kirkjugarði í Búdapest. „Við
getum ekki staðfest að þetta
sé lík Nagys fyrr en læknar
hafa rannsakað það,“ sagði
Borics Gyula, talsmaður dóms-
málaráðuneytisins.
Belg’ía:
Martens vill
starfe hjá EB
WILFRED
Martens, for-
sætisráðherra
Belgíu, gaf í
skyn í gær að
hann hygðist
bjóða sig fram
til valdamikils
embættis inn-
an Evrópu-
bandalagsins
þegar innri
markaður þess kemst á laggim-
ar árið 1992. Þetta kom fram
í viðtali við hann í belgíska
dagblaðinu Le Soir.
Brussel. Reuter.
Martens
Barentshaf:
Ónýtanleg
olía
Ósló. Rcuter.
TALSMENN Shell-oUufélags-
ins sögðu í gær að rannsóknir
hefðu leitt í ljós að olía sem
fannst fyrir skömmu í Barents-
hafi væri ekki nýtanleg. „Rann-
sóknimar hafa gefíð okkur
mikilvægar vísbendingar en ol-
ían sem fannst á þessu svæði
er ekki nýtanieg," sagði Teije
Jonassen, talsmaður Shell.
Jarðfræðingar segja að í Bar-
entshafi geti verið að finna ein-
hveijar stærstu olíulindir sem
þekýast. „Við erum ekki von-
sviknir því þrátt fyrir allt þá
fundum við fyrstir allra olíu í
Barentshafí og einungis sú
staðreynd að olía er á þessu
svæði er hvetjandi," sagði Jon-
assen.
Vilja brenna
lík Maós
BRENNA á
smurt lík Maó
Tsetungs,
fyrrum Kína-
leiðtoga, og
nýta grafhýsi
hans í Peking
til þarfari
hluta, er nið-
urstaða ráð-
gjafanefndar
kínverska
þingsins. „Þetta er í fyrsta sinn
sem nokkur vogar sér að mæla
með því að lík Maós verði
brennt," sagði einn nefndar-
manna, Huang Yongyu.
Kosovo-hérað í Júgóslavíu;
Sérsveitum tekst
að stilla til friðar
Belgrað. Reuter.
ALLT var með kyrrum kjörum í Kosovo-héraði í Júgóslavíu i gær
eftir að sérsveitir lögreglu voru sendar á skriðdrekum til héraðsins
til að bijóta á bak aftur mestu óeirðir í sögu Júgóslaviu siðan í
heimsstyrjöldinni síðari. Um 2.400 lögreglumenn tóku þátt i aðgerð-
unum og hartnær 200 manns voru handteknir.
Skemmdar bifreiðar, sem annað-
hvort hafði verið kveikt í eða velt,
lokuðu vegum í höfuðstað héraðs-
ins, Pristínu, þar sem um 3.500
albanskir mótmælendur höfðu reist
götuvígi til að skjóta úr byssum og
kasta gijóti á lögregluna. Táragas-
hylki, gijót, glerbrot og skothylki
þöktu og sumar götumar.
„Þetta voru blóðugustu óeirðir í
sögu Júgóslavíu síðan í seinni
heimsstyijöldinni,“ sagði vestrænn
stjómarerindreki, sem staddur var
í Kosovo. Júgóslavneska stjómin
lýstu óeirðunum sem „vopnaðri
uppreisn".
Stjóm Albaníu sakaði júgóslavn-
esku lögregluna um að hafa beitt
óþarflega harðúðlegum aðferðum
við að bijóta óeirðimar á bak aftur
og líktu ástandinu í Kosovo við
uppreisn Palestínumanna á her-
teknu svasðunum og kynþáttaeijur
í Suður-Afríku. Júgóslavneska dag-
blaðið Vecernje Novosti skýrði frá
því að 29 hefðu beðið bana í átökun-
um milli mótmælenda af albönskum
uppmna og öryggislögreglu.
Stokkhólmur:
Myrtur vegna
Söngva Satans?
Reuter
Smurðlingshöfuð
afban úr öldum
Stokkhólmi. Frá Claes von Hofeten, fréttaritara Morgunbiaðsins.
Aðfaramótt miðvikudagsins
var framið morð í Stokkhólmi
og er ekki talið útilokað, að það
tengist morðhótunum múslima
vegna bókarinnar „Söngva Sat-
ans“ eftir Salman Rushdie. Var
sá myrti nágranni pakistansks
rithöfiindar, sem vinnur að þýð-
ingu bókarinnar á urdu, ríkis-
málið í Pakistan.
því þykir ólíklegt, að maðurinn hafi
verið myrtur til fjár.
Enginn varð var við morðingjann
og á fortíð hins virðist hvorki vera
blettur né hrakka. Lögreglunni þyk-
ir því trúlegt, að morðinginn hafi
farið mannavillt.
©
Líbanon:
Egypskir fomleifafræðingar fundu 4.600 ára gamlan smurðling
nýverið er þeir vora að kanna hásléttu skammt vestur af Giza Keops-
píramídanum. Líkið var af ungri stúlku, greinilega af háum stigum.
Líkaminn varð að dufti strax og gröfin var opnuð en höfuðið, sem
var þakið gifslagi, er í heilu lagi. Sérfræðingar telja að fundur smurð-
lingsins geti varpað ljósi á ýmsa leyndardóma varðandi þá tækni sem
notuð var við að smyija lík í Egyptalandi faraóanna. Á myndinni sést
forstöðumaður egypska fomminjasafnsins með höfuð smurðlingsins.
Hörð átök þrátt fyrir
vopnahléssamkomulag
Lögreglan hefur enga hugmynd
um hvers vegna maðurinn var myrt-
ur og því hafa vaknað gransemdir
um, að rithöfundurinn Yousaf Jhel-
umi hafi í raun átt að vera fómar-
lambið. Hánn hefur hins vegar far-
ið huldu höfði í mánuð vegna dauða-
hótana, sem honumm hafa borist.
Hinn myrti er Malasíumaður,
sem lengi hefur búið í Svíþjóð. Var
hann nýkominn heim af kvöldvakt
og var að gera við bílinn sinn þegar
hann var stunginn í bakið stóram
hnífi. Engu var rænt, hvorki pen-
ingaveskinu né öðra verðmæti, og
Beiiýt. Reuter.
STRÍÐANDI fylkingar kris-
tinna manna og múslima í Líban-
on sömdu um vopnahlé i gær-
morgun en harðir bardagar
hafa geisað milli þeirra undan-
farnar tvær vikur. Flestir íbú-
anna i hinni stríðshijáðu borg
héldu sig þó innan dyra af ótta
við að vopnahléið yrði skamm-
góður vermir. Átta klukku-
stundum eftir að það komst á
brutust út bardagar að nýju.
Átökin undanfaraar tvær vikur
eru með þeim hörðustu frá upp-
hafi borgarastyijaldarinnar
fyrir 14 árum.
Michel Aoun, hershöfðingi og
leiðtogi herstjómar kristinna
manna í Líbanon, skipaði hermönn-
um sínum að slíðra sverðin að-
faramótt miðvikudags og heimiidir
innan herbúða múslima herma að
hersveitir þeirra, sem njóta stuðn-
ings Sýrlendinga, og vinstrisinnað-
ir skæraliðar hafi fallist á vopna-
hléið.
Átta klukkustundum síðar féllu
sprengjur í hverfi kristinna manna
í Austur-Beirút og við strönd
landsins, að sögn öryggisvarða og
sjónarvotta. Stórskotalið heijanna
skiptust á skotum í eina klukku-
stund áður en kyrrð komst á að
nýju.
Utvarpsstöðvar kristinna manna
og múslima skýrðu frá því að einn
maður hefði týnt lífi og þrír slas-
ast í skothríðinni. Þar með hafa
80 manns fallið í valinn og 262
særst í átökunum undanfarnar
tvær vikur.
Aoun, leiðtogi kristinna manna,
sakaði sýrlenskt herlið um að
bijóta vopnahléið sem samið var
um árla gærmorguns fyrir milli-
göngu utanríkisráðherra Araba-
bandalagsins.
Saurmengun mikið vanda-
mál í dönskum sláturhúsum
Á ÁRI hveiju sýkjast tugþúsundir manna f Danmörku eftir að
hafa lagt sér tíl munns kjöt, sem mengast hefur saur af dýrunum
sjálfum. Má það heita undantekningarlaust, að i nýju kjöti finn-
ist þarmagerlar, sem valdið geta sjúkdómum. Var sagt frá þessu
í danska blaðinu Jyllands-Posten i síðustu viku.
Hefur blaðið þetta eftir Niels
Skovgaard, prófessor við örvera-
og heilbrigðiseftirlitsdeild danska
landbúnaðarháskólans, en hann
segir, að saursmitun sé eitt mesta
vandamálið, sem við sé að eiga í
sláturhúsunum.
„Frá kjötinu berast bakteríum-
ar í menn og geta valdið sjúk-
dómum. Til að koma í veg fyrir
það verður að stórauka hreinlæti-
seftirlitið," segir Skovgaard, sem
tekur þó fram, að yfírleitt sé
ástandið betra í dönskum slátur-
húsum en viðast hvar erlendis auk
þess sem þetta vandamál hafi
verið miklu verra áður fyrr.
í Danmörku eru árlega skráð
um 3.400 tilfelli af sérstakri salm-
onellusýkingu (músatýfus) og er
talið, að hvert þeirra kosti sam-
félagið allt að 200.000 kr. ísl.
Fyrir Dani getur reikningurinn
því hljóðað upp á sex eða sjö
hundrað milljónir kr. og vafalaust
er hann miklu hærri því að áætlað
er, að aðeins tíunda hvert tilfelli
sé skráð. Liggur kostnaðurinn í
vinnutapi, sjúkrahúsvist og mat-
vælum, sem era eyðilögð. Segir
Skovgaard prófessor í nýlegu
hefti af tímariti dönsku dýra-
læknasamtakanna, að í sláturdýr-
um megi finna a.m.k. 21 ólíka
bakteríutegund, sem valdið geti
sjúkdómum í mönnum.
Skovgaard segir, að f Dan-
mörku eins og víðar hafí miklu
verið kostað til aukinnar vélvæð-
ingar og sjálfvirkni í sláturhúsum
en oft hafi það verið á kostnað
hreinlætisins, ekki síst $ fuglaslát-
urhúsum. Að úrbótum í þessu efni
sé þó unnið og hafi nú meðal
annars I samvinnu við landbúnað-
arháskólann verið smíðað tæki,
sem hreinsar burt saur úr enda-
þarmi dýranna. Skovgaard segir
Danskt svínasláturhús. Þar og
við aðra slátrun er saurmeng-
unin erfið viðureignar.
einnig, að unnt sé að eyða bakter-
íunum með algerlega skaðlausri
geislun og einnig með því að baða
skrokkana upp úr mjólkursýra.