Morgunblaðið - 30.03.1989, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1989
t
Móðir okkar og tengdamóðir,
MARGRÉT FANNEY BJARNADÓTTIR,
Klrkjuferju,
Ölfusi,
andaðist þriðjudaginn 28. mars í sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi.
Börn og tengdabörn.
t
VALDIMAR JAKOBSSON,
Gnoðarvogi 68,
Reykjavík
lést í Landspítalanum 29. mars.
Kristján Valdimarsson,
Valdimar Valdimarsson,
Aðalheiður Bóasdóttir.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SÓLVEIG ÁRDÍS BJARNADÓTTIR,
Ártúni við Elliðaór,
lést á Borgarspítalanum 29. mars.
Sigurborg Bragadóttir, Sigurþór Ellertsson,
Árdfs Bragadóttir, Ólafur Júníusson,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Móðir okkar, stjúpa og tengdamóðir,
MAGNEA SIGURÐARDÓTTIR,
andaðist í Hrafnistu, Hafnarfirði 25. mars. Útförin fer fram frá
Fossvogskirkju mánudaginn 3. apríl kl. 10.30.
Hrafnhildur Einarsdóttir,
Viggó Einarsson,
Björgvin Hannesson,
Ástrfður Hannesdóttir,
Dóra Hannesdóttir,
börn, barnabörn
Karl Sveinsson,
Sigurbjörg Hjálmarsdóttir,
Sigurveig Sólmundsdóttir,
Bjarni Magnússon,
Jón H. Júlfusson,
barnabarnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR ALBERTSSON,
fyrrverandi póstfulltrúi,
Skaftahlíð 10,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 31. mars kl. 15.00.
Jónína Steinunn Jónsdóttir,
Jón Grétar Guðmundsson, Sesselja Ó. Einarsdóttir,
Jóhann Örn Guðmundsson, Helga Hauksdóttir,
Salóme Guöný Guðmundsd., Helgi Þór Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma,
VALGERÐUR STEFÁNSDÓTTIR,
Hrafnistu,
Reykjavfk,
andaðist í Landspítalanum 20 mars. Útförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu. Einlægar þakkir fyrir vináttu og samúð.
Erlingur Klemenzson,
Kiemenz Erlingsson,
Sigríður Erla Haraldsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Útför
t
VALGERÐAR SIGURÞÓRSDÓTTIR
frá Lambhaga,
fer fram frá Oddakirkju, Rangárvöllum, laugardaginn 1. apríl kl.
14.00.
Þóra Gísladóttir,
Helga Gfsladóttir,
Nikulás Gfslason,
Ólafur Gfslason,
Ingvar Ingvarsson
barnabörn og
Ingileif Gísladóttir,
Sveinn Sigurðsson,
Edda Helgadóttir,
Sigrfður Vilmundardóttir,
Þóra Stefánsdóttir,
barnabarnabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
MARGRÉT ALBERTSDÓTTIR,
Teigi, Fljótshlíð,
verður jarðsungin frá Breiðabólsstaðarkirkju laugardaginn 1. apríl
kl. 13.00.
Guðni Jóhannsson,
Albert Jóhannsson,
Ágúst Jóhannsson,
Sigrún Jóhannsdóttir,
Árni Jóhannsson,
Jens Jóhannsson,
barnabörn og
Svanlaug Sigurjónsdóttir,
Erla Þorbergsdóttir,
Sigrún Runólfsdóttir,
Nikulás Guðmundsson,
Jónfna B. Guðmundsdóttir,
Auður Ágústsdóttir,
barnabarnabörn.
RagnarA. Sæbjöms-
son - Minningarorð
Fæddur 2. ágúst 1925
Dáinn 19. janúar 1989
Föstudaginn 20. janúar sl. bárust
þær fréttir á heimili mitt að Raggi,
vinur minn og frændi konu minnar,
hefði fengið ljúfan viðskilnað kvöldið
áður. Þannig er gott að fá að fara,
þó að okkur, sem sjáum að baki
hans, fmnist það sárt og hefðum
óskað eftir lengri samveru hérna
megin. Mig langar til að minnast
hans með nokkrum fátæklegum
línum.
Ragnar Ármann Sæbjömsson
fæddist þann 2. ágúst 1925, hann
var því á 64. aldursári er hann lést,
sem ekki þykir hár aldur í dag. Hann
var fæddur í Dalhúsum, Skeggja-
staðahreppi í Norður-Múlasýslu. For-
eldrar hans voru Sæbjöm Þórarins-
son bóndi og söðlasmiður í Nýjabæ,
sem mun hafa verið fæddur á Brekku
í Fljótsdal þann 25. apríl 1886, móð-
urætt hans var úr Berufirði en föður-
ætt úr Þistilfírði, og kona hans Ásta
Laufey Guðmundsdóttir fædd í
Reykjavík þann 15. febrúar 1905,
bæði móður og föðurætt hennar vom
úr Rangárvallasýslu.
Nýibær er fyrsti bær, sem komið
var að þegar farið var yfír Sandvíkur-
heiði frá Vopnafirði til Skeggjastaða-
hrepps. Þau hjón áttu tíu böm, sem
öll komust upp, og margt manna er
frá komið. Þau vom þessi: Fanney
Ingibjörg, húsmóðir í Sandgerði.
Guðjón Aðalsteinn, vélstjóri í Sand-
gerði. Þriðji í röðinni var Ragnar,
þá Þórarinn, smiður í Sandgerði.
Ambjörg, húsmóðir í Keflavík. Svav-
ar Sigurður, verkstjóri í Sandgerði.
Lilja húsmóðir íÁstralíu. Heiða, hús-
móðir í Sandgerði. Guðlaug Margrét,
húsmóðir í Garði og yngstur er Kári,
rafvirki búsettur í Sandgerði. Eins
og sjá má var systkinahópurinn stór,
og því mun þörfín fyrir vinnuafl hafa
verið mikil og mun Raggi snemma
hafa byijað að hjálpa til við bústörf-
in. Einnig mun hann um tíma hafa
verið í kaupavinnu í Vopnafírði. Eitt
sumar vann hann við viðgerð eða
uppbyggingu á Bjamareyjarvita í
Vopnafirði, þess tíma minntist hann
stundum. Gaman var að koma með
honum í sína fæðingarsveit, því hún
var honum kær. Þar þekkti hann sig
vel og rifjaði upp ömefni og liðna
tíð á ferð um sveitina, í tjaldi í fög-
mm hvammi við Hölkná, við undir-
leik árinnar.
Sumarið 1945 bregður fjölskyldan
búi og lagði land undir fót flutti suð-
ur til Sandgerðis, og settist þar að.
Það má segja að þá hafí hlaupið á
snærið hjá Sandgerðingum að fá
þann liðsauka, sem fjölskyldan stóra
var. Þar reistu þau sér hús, sem
nefnt var Bergholt. í því húsi bjó
Raggi eftir það með foreldrum sínum
og systkinum. En smám saman hvarf
systkinahópurinn að heiman. Svo fór
að lokum að hann var einn eftir með
foreldmm sínum þar til að þau lét-
ust, Sæbjöm þann 22. september
1973 og Ásta Laufey þann 20. des-
ember sama ár. Það vom því ekki
nema þrír mánuðir á milli gömlu
hjónanna í Bergholti. Eftir það bjó
Raggi ýmist einn í Bergholti, eða
hafði leigjendur í heimili með sér.
Hann var mikið gefinn fyrir land-
búskap, og fljótlega eftir að til Sand-
gerðis kom, komu þeir feðgar sér
upp dálitlum íjárbúskap. Nú síðari
ár hafa þeir bræður Raggi og Svavar
verið saman með fé sér til gamans,
og höfðu aðstöðu til þess á svonefnd-
um Sandhól, sem er í landi eyðibýlis-
ins Þóroddsstaða rétt fyrir norðan
Sandgerði.
Fyrst eftir að Raggi kom suður
fór hann að vinna í fískvinnu, lengst
Sigurlaugur Jóns-
son - Minning
Fæddur 2. maí 1907
Dáinn 19. mars 1989
Nú er ei annað eftir
en inna þakkar-mál
og hinstri kveðju kveðja
þig, kæra, hreina sál.
Þín ástarorðin góðu
og ástarverkin þín
í hlýjum hjörtum geymast
þótt hverfir vorri sýn. (E H K)
í dag fer fram útför Sigurlaugs
Jónssonar, en hann var til heimilis í
Efstasundi 34 í Reykjavík.
Ég vil með fáum orðum minnast
hans en ég varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi að fá að kynnast honum þegar
móðir mín Ingibjörg Aðalsteinsdóttir
giftist einkasyni hans, Ingólfi Helga,
f. 16. mars 1942, sem Sigurlaugur
átti frá fyrra hjónabandi. En hann
var kvæntur Jónínu Eiríksdóttur,
sem andaðist 5. janúar 1951, árið
1956 kvæntist hann eftirlifandi eig-
inkonu sinni, Aðalheiði Halldórsdótt-
ur.
Sigurlaugur var einn sá hæfileika-
ríkasti maður sem ég hef kynnst.
Hann málaði myndir af mikilli snilld
og einnig smíðaði hann hluti sem
mikla nákvæmni þurfti til, t.d. rokk,
en einnig lék allt í höndum hans sem
hægt var að nefna, viðgerðir allt frá
hinum örsmáu úrum nútímans upp
í bílvélar, en listir áttu hug hans all-
an og átti það eftir að stytta honum
stundimar mjög eftir að hann lét af
störfum sem bílstjóri. Þegar hann
var kominn hátt á áttræðisaldur
keypti hann sér skemmtara og lék á
+
Maðurinn minn,
INGÓLFUR FR. HALLGRÍMSSON
frá Eskifirði,
sem lést í Landspítalanum aðfaranótt 24. mars sl., verður jarð-
settur frá Eskifjaröarkirkju laugardaginn 1. apríl kl. 14.00.
Fyrir hönd barna, tengdabarna, barnabarna og barnabarnabarna,
Ingibjörg Jónsdóttir.
t
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
KJARTAN G. JÓNSSON
trésmiður,
Ránargötu 7,
Reykjavík,
sem andaðist fimmtudaginn 23. mars, verður jarðsunginn föstu
daginn 31. mars kl. 13.30 í Fossvogskirkju.
Hiimar Þór Kjartansson, María Hallbjörnsdóttir,
Jón Birgir Kjartansson, Temína Kjartansson,
Auður Kjartansdóttir, Hörður S. Bachmann
og barnabörn.
af með mági sínum Jóhanni Þorkels-
syni hjá Garði hf. og Guðmundi Jóns-
syni frá Rafnkelsstöðum og fyrirtæki
því er Guðmundur og synir hans
ráku. Fyrir um það bil þremur árum
varð hann að láta af störfum vegna
heilsubrests. Eftir það gafst honum
betri tími til að fylgjast með rollunum
sínum, sem mér fannst alltaf vera
ofarlega í huga hans. Um tíma vann
hann við múrverk hjá frænda sínum
Óskari Guðjónssyni múrarameistara
í Sandgerði, og fórst honum það
verk vel úr hendi, enda starfsmaður
mikill. Ég sem skrifa þessar línur
naut starfs hans á því sviði er hann
kom austur til Neskaupstaðar og
múrhúðaði hús mitt hátt og lágt. Það
voru ánægjulegir dagar fyrir mig og
fjölskyldu mína, eins og ávallt var
er Raggi kom í heimsókn, því hann
var drengur góður.
Með Ragnari er fallinn í valinn
mikill mannkostamaður, sem dugði
foreldrum sínum og öðru skylduliði,
sem best verður á kosið. Nú þegar
leiðir skilja um sinn, er mér og minni
fjölskyldu efst í huga þakklæti fyrir
góðar og glaðar stundir. Og að lokum
vottum við systkinum, ættingjum og
vinum hans samúð okkar.
Guðmundur Sveinsson
hann sér til mikillar ánægju.
Eins og áður var sagt kynntist ég
Sigurlaugi 10 ára gömul, er ég varð
stjúpdóttir sonar hans, en eitt er al-
veg áreiðanlegt að enginn hefur tek-
ið á móti unglingi jafn vinsamlega
og glaðlega eins og Sigurlaugur.
Alltaf var góða skapið og brosið til
staðar, og mun það ylja mér um
hjartarætur um komandi ár.
En augasteinninn í lífí Sigurlaugs
var afabam hans Sigurlaugur og er
hann eina bamið sem syni Sigur-
laugs auðnaðist að eiga með móður
minni, var hann hans eina barnabam
sem nú er 7 ára. Þegar þeir léku sér
saman var enginn sjáanlegur aldurs-
munur þó að á milli þeirra væm 75
ár.
Ófáar eru þær stundir sem allur
tínii gleymdist í ærslagangi leiksins
og aldrei þreyttist gamli maðurinn á
að taka þátt í leikjum bamsins.
Hér í dag kveð ég mann sem bar
höfuðið hátt þó á móti blési, en sorg
hans var mikil þegar einkasonur
hans andaðist aðeins 44 ára að aldri
þann 16. september 1986.
Ég votta eftirlifandi eiginkonu
hans, Aðalheiði Halldórsdóttur, og
ættingjum hans mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V.B.)
Guðrún Aldís Jóhannsdóttir