Morgunblaðið - 30.03.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.03.1989, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1989 Það er ekki allt að drepast „úti á landi“ Atriði úr sýningunni. Ég þakka aðstandendum „Síldar- innar“ frábæra skemmtun. Þetta er hressilegt krydd í tilveruna, hjá- róma tónn í grátsönginn mikla, sem þjóðarbúskórinn syngur við raust um þessar mundir. Höfúndur býr á Hvolsvelli. eftir Ingibjörgu Marmundsdóttur Mitt í.allri umræðunni um sam- drátt, kaupmáttarskerðingu og hvers kyns vesaldóm, sem hijáir íslendinga, ekki síst okkur sem búum „úti á landi“, langar mig að vekja athygli á viðburði hér í Rang- árvallasýslu, sem er í mótsögn við væluganginn og hressir, bætir og kætir alla sem vilja sjá og heyra. Sá viðburður er um ræðir er upp- setning Leikfélags Rangæinga á leikriti systranna Iðunnar og Kristínar Steinsdætra, „Síldin kem- ur og síldin fer“. Leikritið er sýnt þessa dagana í húsnæði Saumastofunnar Sunnu á Hvolsvelli, en saumastofu þeirri Ertu ibílahugleiðingum? „Ég þakka aðstandend- um „Síldarinnar“ frá- bæra skemmtun. Þetta er hressilegt krydd í tilveruna, hjáróma tónn í grátsönginn mikla, sem þjóðarbúskórinn syngur við raust um þessar mundir.“ Ég vil hvetja fólk til að sjá þessa leiksýningu, hún er vel þess virði. Hópar af landsbyggðinni fara gjarnan til Reykjavíkur í skemmti- ferðir, fara þá út að borða, í leik- hús o.fl. Hvemig væri nú að heimsækja Hvolsvöll í sama tilgangi, hér er hótel, góður veitingastaður með fjölbreyttri tólist og síðast en ekki síst leikhús. En hafið hraðan á því bráðum stingur sfldin sér og þá verður hætt að leika að sinni. SKUTBÍLL Daglegt amstur gerir ólíkar kröfurtil bifreiða. Lada station sameinar kosti fjöl- skyldu- og vinnubíls, ódýren öflugur þjónn, sem mælir með sérsjálfur. Veldu þann kost, sem kostar minna! ____ m opið 9-18, laugard. 12-16. Bifreiðar og landbúnaðarvélar hf. Ármúla 13, Suðurlandsbraut 14. Sími681200. varð að loka á sínum tíma, en fyrir ári fylltist húsið af lífi og fjöri á nýjan leik er Leikfélag Rangæinga setti upp Saumastofu Kjartans Ragnarssonar. Leikritið var sýnt 15 sinnum, alltaf fyrir fullu húsi, leikstjóri þá var sá sami og nú, Ingunn Jensdóttir. Meðferð Leikfélagsins á „Sfldinni" er að mínu mati mjög góð og blessunarlega laus við við- vaningsbrag þann, sem oft er greinilegur hjá byijendum í leiklist- inni. Fólkið sem sténdur að þessari sýningu hefur lagt mikið á sig við æfingar og undirbúning, stór hópur leikenda eru unglingar í skóla, og ekki er vafí að oft hefur verið erf- itt hjá þeim að vakna kl. 6.30 að morgni eftir æfíngu fram á nótt en kl. 7 fer skólabíllinn frá Hvolsvelli á Selfoss. En það er ekki á þeim að sjá á sviðinu, þau standa sig eins og hetjur, krakkamir. Sagt er að engin keðja sé sterk- ari en veikasti hlekkurinn, en keðj- an þeirra í „Sfldinni" er sterk og vandfundinn á henni veikur hlekk- ur. Leikendur sem em um 30 tals- ins standa sig með miklum ágætum og leyfí ég mér að nefna sérstak- lega þá Sölva Rafn Rafnsson, sem leikur Lilla, og Þorstein Ragnars- son,' sem leikur Ófeig bónda. Sem dæmi um stórskemmtileg atriði nefni ég söltunina á planinu og dansleikinn, sem kemur kunnug- lega fyrir sjónir þeirra, sem þekkja úr raunveruleikanum stemmningu slíkra samkvæma með viðeigandi eftirleikjum. Þeir sem þekkja gamla sveitasímann koma sumir hveijir til með að þekkja eigin athafnir frá fyrri tíð, er Málfríður hlerar símtöl meinfýsin á svip, — þó svo enginn viðurkenni að hafa nokkum tíma hlustað í síma. Yfírheyrsla sýslumanns yfír þeim Ponna og Jöklu að ógleymdu vitninu Sigþóru og „pæjunum“ að sunnan er bráðskemmtileg. Umgjörð sýn- ingarinnar er eins og sagt er í vísunni um regnbogann „gerð af meistara höndum". Leikmyndin er unnin í hópvinnu undir stjóm Ingunnar Jensdóttur leikstjóra sem einnig málaði leik- tjöld. Elfar Bjamason aðstoðaði við uppsetningu ljósabúnaðar og sviðs- myndar. Ingunn leikstjóri er sannkölluð himnasending fyrir Leikfélag Rangæinga, það er augljóst hveij- um þeim er mætir á sýningu í Sunnuhúsinu. Bara saltið og sítrónan Kvikmyndir Amaldur Indriðason Á yztu nöf (Tequila Sunrise). Sýnd í Bíóhöllinni. Leikstjóm og handrit: Ro- bert Towne. Helstu hlutverk: Mel Gibson, Michelie Pfeiffer og Kurt Russell. Hvað getur orðið úr þessu ann- að en rómantík? Sannarlega ekki hasar því persónumar í glæpa- myndinni „Tequila Sunrise" taka aðgerðarleysið fram yfír athafnir; það er ekki nóg með að gangster- inn vilji hætta, löggan vill ekki góma hann. Svo tíminn fer í að eltast við dömuna. Leikstjórinn og handritshöf- undurinn, Robert Towne („China- town“), hefur sannarlega dregið að sér stjömulið, sett það í glæsi- legt umhverfí, klætt það í falleg föt, myndað í brennandi sólarlagi og sett þeim margar góðar setn- ingar í munn, en það er ekki nóg. í „Tequila Sunrise" fínnur maður keiminn af skrautjnu, saltinu á glasbarminum og sítrónunni, en hvar er tequilað? Því virðist Towne hafa glutrað niður í rómantískan vináttuleik sem maður kemst aldrei almenni- lega inní. Myndin hans á fyrst og fremst að vera um vináttuna og misnotkun hennar og ástina og misnotkun hennar og þeir sem ætla á spennandi hasarmynd verða að leita annað. „Tequila Sunrise" er fyrir þá sem vilja meira ást en slást. Það er vinátta löggunnar og bófans og meint ást þeirra beggja á sömu dömunni sem er í öndvegi og það eru margir góðir, sleipir, vel skrifaðir kaflar þar sem Kurt Russell í hlutverki löggunnar og Michelle Pfeiffer í hlutverki dö- munnar fara á kostum. Gibson veldur ekki alveg tilfínningasem- inni sem Towne vill fá fram og vináttuleikurinn verður torskildari og margræðari eftir því sem á líður þar til maður missir tökin á honum og persónumar fjarlægj- ast. í stað þess að leiða þig inn lokar myndin þig úti. Og þegar kemur að glæpamál- inu, sem er í besta falli bakgrunn- ur þessa rómantíska samræðu- verks, flækist fléttan ennþá meira án þess að Towne gefí sér nægi- legan tíma til að hnýta lausa enda þar til allt er komið í hnút sem leysist ekki með einni stórri sprengju í lokin. Stórar spuming- ar sem kreijast svara fá kannski eina snjalla setningu sem skýrir ekkert og hegðun persónanna eiga oft við lítil rök að styðjast. Myndin vekur fleiri spumingar en hún svarar en best mótaða persónan er löggan sem Kurt Russell, glerfínn og gæjalegur, gerir viðeigandi skil. Útgeislun hans er mögnuð. Eins og hann komi úr kjamaofni. Pfeiffer líka. Tvö í einu! Rétta rafsuðu- tækið fyrir bændur og minni verkstæði Magma 150 er ekki einungis afar öflugt jafnstraums-rafsuöutæki fyrir pinnasuöu heldur einnig kröftugt mig/mag suöutæki meö rafknúinni þráðstýringu (EFC). Hafðu samband viö sölumenn okkar sem veita þér faglega ráögjöf. = HEÐINN = SEUAVEGI 2,SlMI 624260 Cterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! ______________Brids___________________ ArnórRagnarsson Bridsfélag Patreksflarðar Firmakeppni Bridsfélags Patreksfjarðar lauk 3. mars sl. 38 fyrirtæki tóku þátt í keppninni. Urslit urðu þessi: Verslun Ara Jónssonar, 155 spilarar: Bjöm Gíslason — Guðmundur Friðgeirsson Kjöt og fiskur hf., 150 spilarar: Rafn Hafliðason — Snorri Gunnlaugsson Nýja bakaríið, 148 spilarar: Árni Helgason — Erla Hafliðadóttir Sunnudaginn 12. mars sl. héldu Brids- félögin á Patreksfirði og Tálknafirði sitt árlega Suðurflarðamót í tvímenningi. Þátt tóku 18 pör og voru spiluð 3 spil á milli para (Barometer). Úrsiit urðu þessi: Guðmundur Friðgeirsson — Bjöm Gíslason, Patreksfirði 83 Ævar Jónasson — Jón H. Gíslason, Tálknafirði 57 Þórður Reimarsson — Haukur Ámason, Tálknafirði 50 Aðaisveitakeppni félagsins hefst 31. mars nk. Bridsfélag Kópavogs í kvöld hefst tölvugefinn Butler-tvimenn- ingur. Spilað er i Þinghóli kl. 19.45. Spilar- ar eru beðnir að mæta tímanlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.