Morgunblaðið - 27.04.1989, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.04.1989, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDÁGUR 27. APRÍL W89 SKAMM TÍMABRÉF Þú ert ef til vill meðal þeirra, sem bónar bílinn þinn reglulega og heldur húsrueðinu þínu vel við. A það sama við um þeningana þína? Kannski tilheyrir þú þeim hóþi sem er í biðstöðu á fasteignamarkaðnum og hefuryfirfjármagni að ráða eða átt von á gi eiðslu. Heldur 'því að þér höndum, vilt ekld binda féð en geymir það ofan í skúffu eða bara á tékkheftinu. A þennan hátt er því ekki vel við haldið. Skammtímabréf Kaupþings eru bæði hagkvæm og örugg ávöxtunarleið sem á sérlega vel við í tilfellum sem þessum. Þaufást í einingum sem henta jafnt einstaklingum sem fyrirtœkjum með mismunandi fjárráð; frá 10.000 til 500.000 króna. Þau má innleysa svo til fyrirvaralaústog án alls innlausnarkostnaðar. Bréfin eru fullkomlega örugg. Fé sem lagt er í Skammtímabréf Kaupþings er eingöngu ávaxtað í bönkum, sparisjóðum og hjá opinberum aðilum. Avöxtun Skammtímabréfa er áœtluð 8—9% umfram verðbólgu, eða alll að fjórfalt heerri raunvextir en fengjust á venjulegum bankareikningi. Haltu peninguuum þínum vel við, með Skammtímabréfum. SÖLUGENGI VERÐBRÉFA ÞANN 27. APRlL 1989 EININGABRÉF 1 3.766,- EININGABRÉF 2 2.100,- EININGABRÉF 3 2.463,- LlFEYRISBRÉF 1.893,- SKAMMTlMABRÉF 1.301,- Framtíðaröryggi ífjármálum KAUPÞING HF Húsi verslunarinnar, sími 91-686988 og Rádhústorgi 5 á Akureyti, sími 96-24700 „Alheims- glasnost“ í nýjasta tölublaði af Fréttum frá Sovétrílqun- um, sem sovéska sendi- ráðið dreifir á íslensku, er sagt frá Moskvuför Ólafs Ragnars Grímsson- ar. Þar segir að 9. til 11. mars hafi dvalist í Moskvu sendinefiid frá þingmannasamtökum þeim sem Ólafur Ragnar Grímsson veitir forstöðu og hafi hann verið for- maður sendinefndarinn- ar. Þessi samtök vi(ja eins og kunnugt er beita sér fyrir alheimsátaki í þágu friðar og hafa stað- ið að baki fiindum þjóð- arleiðtoga frá sex lönd- um, sem eiga að visu við misjafnlega mikla erfið- leika að glima heima fyr- ir og hafa því takmark- aðan tíma til að sinna alþjóðamálum eða gera það einkum til þess að draga athygli frá óleyst- um innanlandsvanda. Nægir í þvi sambandi að nefha þá Georges Pa|> andreou, forsætisráð- herra Grikklands, sem stendur upp fyrir axlir í Qármálahneyksli og ást- arævintýri og Ikyiv Gandhi, forsætisráð- herra Indlands, sem glímir við einskonar borgarastytjöld við sikka og stefnir að því á bak við friðargrímuna að koma sér upp herafla, sem jafnast að styrkleika á við það sem gerist þjá hinum öflugustu og voldugustu rikjum. Samtök Ólafs Ragnars hafa helgað sig barátt- unni gegn tilraunum með kjarnorkuvopn neðan- jarðar. Um þessa tillögu hafði Ólafur þessi orð við fréttaritara APN-Nov- osti í Moskvu: „Að mínu mati er sú aðferð, sem samtök okkar mótuðu og okkur tókst að koma í farveg raunhæfra að- gerða, dæmi um nýja af- stöðu i alþjóðamálum og um hinn nýja hugsunar- hátt, hluti af nokkru, sem Ráðstefna um viðskipti Sovétrikjanna og íslands: 'Minnkandi áhugi Sovét- kmanna á olíuútflutningi Moskvuferð og veiðiheimildir í umræðum á Alþingi um skýrslu utanríkisráðherra skýrði Eyjólf- ur Konráð Jónsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, frá því að Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra hefði flutt þau boð eftir viðræður við Sovétmenn í Moskvu, að þeir vildu fá að veiða fisk í íslenskri lögsögu og kaupa í staðinn af okkur varning. í umræðunum kom jafnframt fram að fjármálaráðherra hefði hafn- að slíkum tilmælum. í Staksteinum í dag er enn á ný staldrað við Moskvuferð fjármálaráðherra þar sem hann brá sér í margra líki. væri hægt að kalla „al- heimsglasnost“.“ Þá er upplýst að sam- tökin um alheimsátak ætli að beita sér fyrir þvi að koma á alheimsör- yggiskerfi, hvorki meira né minna. Segir Ólafur Ragnar að hugmyndin um slíkt kerfi hafi fhllið í frjóan jarðveg þjá Ljuk- anov, fyrsta varaforseta Æðstaráðsins. Og vildu Sovétmenn gjaman halda alþjóðlegan leið- togaíund i Sovétríkjun- um um málið. Það var sem sé i þessu andrúmslofti sem Ölafur Ragnar ræddi við Sovét- menn um viðskipti ís- lands og Sovétrílq'anna. Síðan hélt hann til Ósló og tók undir tillögur Gorbatsjovs um sérstak- ar viðræður um afvopn- un á höfunum, sem ekki er stuðningur við hjá neinni ríkissfjóm vestan jámtjalds enda vijja þær fyrst sjá hvað gerist í afvopnunarviðræðum i Vínarborg. Sovéska fréttastofan TASS fagn- aði þessum ummælum Ólafs Ragnars sérstak- lega og ræddi um „íslenskt fi-umkvæði“ í þvi sambandi. Olía fyrir fisk Fyrir skömmu var efiit idirlagi Verslunarráðs og Ut- flutningsráðs til að ræða um viðskiptin við Sov- étríkin og hugmyndina um sovéskt-íslenskt verslunarráð. í lok fimd- arins var það mat manna, að lítill áhugi væri á þvi að stofiia slíkt verslunar- ráð. í ræðu Júri Kúdinovs, sovéska verslunarfulltrú- ans, á fundinum kom fram að áhugi Sovét- manna á þvi að flytja út oliu hefði minnkað en þeir vildu í auknum mæli koma vélum og tækjum á markað hériendis. Kúd- inov kvaðst ekki vera sáttur við ástand við- skipta Sovétríkjanna og íslands, islenskir útflytj- endur væru áhugalitlir um að nýta sér nýja möguleika til að stofha samáhættufyrirtæki og óviðunandi væri fyrir Sovétríkin að í ár stefhdi í 6 mifijón dala (312 mifij- óna króna) lialla af við- skiptunum við ísland. Þessi fimdur var hald- inn tæpum mánuði eftir að Ólafur Ragnar var i Moskvu og er athyglis- vert, að Kúdínov minnist ekki á þá ósk Sovét- manna í ræðu sinni, að þeir fái hér veiðiheimild- ir. Kannski hefur Sovét- mönnum ekki þótt við hæfi að bera þessa ósk fram á opinberum vett- vangi, talið vænlegra til árangurs að ræða hana í einkasamtölum við ráð- herra Alþýðubandalags- ins i Moskvu, þegar al- heimsglasnost væri á dagskránni. Að visu kom það fram á fundinum um Sovétviðskiptin, að Rúss- ar vijja gjaraan að togar- ar þeirra geti athafiiað sig og fengið þjónustu i islenskum höfiium. Slíkar óskir eru ekkert nýnæmi; hingað til hefiir þeim verið hafiiað. Um langt árabil hafa talsmenn Sovétviðskipta jafiian tekið mikinn kipp, þegar á það hefur verið minnst, að beina ætti oliuviðskiptum okkar annað en til Sovétríkj- anna og fela eigi öðrum innkaup á olíu en ríkinu. Hefur verið látið eins og efiiahagsleg framtíð okkar sé undir þessum viðskiptum komin. Er undarlegt að ekkert ramakvein skuli hafa heyrst eftir að sovéski viðskiptafulltrúinn gerði frekar lítið mikilvægi oliuviðskiptanna við Is- land. Kannski eigum við eflir að kynnast þvi að veiðheimildir komi i stað- inn fyrir olíu í umræðum um Sovétviðskiptin? Sumardvalarheimilið Kjarnholtum Biskupstungum fyrir börn 7-12 ára og unglinganámskeið í ágúst. Innritun er hafin á skrifstofu SH verktaka, Stapahrauni 4, Hafnarfirði. Sími: 65-22-21 Reiðnámskeið, íþróttir, leikir, siglingar, ferðalög, sund, kvöldvökur, og fleira. SIIMARTIMI Frá 2. maí til 1. september verða skrifstofur okkar opnar frá kl. 8.30-16.30. TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN P AÐALSTRÆTl 6-101 REYKJAVÍK - SÍMl 26466

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.