Morgunblaðið - 27.04.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.04.1989, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1989 Systraminning: Guðrún Jónsdóttir Auður Jónsdóttir Guðrún Fædd21. októberl962 Dáin 20. aprfl 1989 Auður Fædd 27. nóvember 1965 Dáin 19. april 1989 Hún er dáin. Guðrún er dáin. Orðin bergmáluðu í höfði mér en ég vildi ekki trúa þeim. Ekki hún Gunsa sem var svo hress og kát. Nú er hún horfin okkur öllum og ég get ekki sætt mig við það. Af hveiju þarf fólk I blóma lífsins að deyja? Eg kynntist Auði systur hennar lítillega en hún einkenndist af sama fjörinu og lífsgleðinni og Gunsa. Guðrún var besti vinur sem hægt var að hugsa sér og nú er hún dáin. Það hlýtur að vera rétt sem máltækið segir, „þeir sem guð- imir elska deyja ungir“. En minn- ingin um þær systur mun Iifa í hjarta mínu um ókomin ár. Ég votta foreldrum þeirra, systk- inum og unnusta Guðrúnar mína dýpstu samúð í sorg þeirra. Alda Gylfadóttir, Þingeyri. Varst þú búinn að heyra um hana Guðrúnu Jóns? Þannig hljóð- aði upphaf símtala sem við bekkjar- systkinin áttum hvert við annað helgina 15.—16. apríl sl. Við vorum að fá fréttir af hinu hörmulega bílslysi í Norðurárdal þar sem Guð- rún Jónsdóttir bekkjarsystir okkar og Auður systir hennar slösuðust svo illa að þeim var ekki hugað líf. Það var svo hinn 20. apríl sem Guðrún var kölluð á brott úr okkar heimi, en Auður systir hennar dag- inn áður. Við spyijum okkur hvers vegna þær, hvers vegna svo ungar manneskjur í blóma lífsins en við vitum jafnframt að við þessum spumingum fáum við engin svör. Kynni okkar, er þetta ritum, af Guðrúnu Jónsdóttur hófust haustið 1986 er leiðir okkar lágu í Fisk- vinnsluskólann í Hafnarfirði. Hress- leiki og lífsflör Guðrúnar átti ekki sístan þátt í því, hvað þessi hópur náði fljótt vel saman og tengdist sterkum böndum. Auði systur Guð- rúnar kynntumst við er á leið er hún fór að koma með systur sinni þegar bekkurinn kom saman á góðri t Eiginmaður minn, PÁLMI JÓSEFSSON fyrrverandi skólastjóri, er látinn. Elín Sigurðardóttir. t Eiginkona mín, GUÐRÍÐUR ÞÓRHALLSDÓTTIR, Akurgerði 33, lóst þann 25. apríl á Borgarspítalanum. Haukur Pálsson. t Bróðir minn, GUÐMUNDUR ÓFEIGSSON, lést í hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi, 25. apríl. Fyrir hönd systkina hins látna, Guörún Ófeigsdóttir. t Faðir okkar og tengdafaðir, ÓLAFUR ÞORGRÍMSSON hæstaróttarlögmaður, er látinn. Erna Ólafsdóttir, Kjartan Reynlr Ólafsson, Kristín Slgurðardóttir. t Systir okkar, INGIBJÖRG SVEINSDÓTTIR frá Borg, Fáskrúðsfiröl, lést í Landakotsspitala 25. apríl. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna, Dagbjört Sveinsdóttir, Klara Sveinsdóttir. t Eiginmaður minn, HÁKON BJARNASON fyrrv. skógræktarstjóri, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 28. apríl kl. 10.30. Guðrún Bjarnason. stund. Við sáum fljótt að Auður var jafn lífsglöð stúlka og Guðrún og hafði mjög svo skemmtilega kímnigáfu. Það var ekki síst Guð- rúnu að þakka hve samheldni í bekkjarsystkinahópnum var mikil, eftir að námi lauk og hópurinn dreifðist um landið, því hún var ólöt að hringja í okkur hin vítt og breitt um landið til að heyra í okk- ur hinum og segja okkur fréttir af öðrum úr hópnum. Guðrún var ákaflega jákvæður persónuleiki og hafði góð áhrif á þá er hún hafði í kringum sig og kom það ekki síst í ljós í þeim náms- ferðum sem bekkurinn fór í, sér- staklega ferðinni sem bekkurinn fór ií til Bandaríkjanna haustið 1987. Hún var iðulega syngjandi og trall- andi og hreif okkur hin með sér. Það er erfítt fyrir okkur bekkjar- systkini Guðrúnar sem og alla aðra er kynntust henni og systur hennar að sætta sig við fráfall þeirra, en eitt er víst, að minningin um þær mun ávallt verða okkur ofarlega í huga. Unnusta Guðrúnar, foreldrum þeirra systra, systkinum og öðrum aðstandendum vottum við okkar dýpstu samúð og megi Guð verða þeim stoð og stytta um ókomna framtíð. ^ Bekkjarsystkini úr Fiskvinnsluskólanum Með þessum fátæklegu orðum viljum við minnast nemanda okkar Guðrúnar Jónsdóttur sem Iést af slysförum, langt um aldur.fram, þann 20. apríl sl. Það var sem reiðarslag þegar sú fregn barst okkur að Guðrún hefði, ásamt systur sinni og fleirum, lent í bflslysi nokkrum dögum áður og að þeim systrum væri vart hugað líf. Slíkar harmafregnir snerta okk- ur öll og er skelfílegt að hugsa til þess hve umferðin tekur mörg mannslíf. Guðrún Jónsdóttir frá Raufar- höfn sem stundaði framhaldsnám í físktæknadeild Fiskvinnsluskólans í Hafnarfirði, var meðal átján nýrra nemenda sem settust á skólabekk haustið 1986. Okkur varð það fljót- lega ljóst að þama var kominn nem- andi sem átti virkilega erindi í þetta nám. Hún þekkti af eigin raun það vinnuumhverfí sem hún ætlaði að starfa við í framtíðinni og bjó því yfír dýrmætri reynslu. Guðrún var því fljót að tileinka sér námsgrein- amar og átti raunar auðvelt með nám. Það var oft líflegt í kennslu- stundum þegar mismunandi störf í fískvinnslunni bar á góma. Þar naut Guðrún sín vel og miðlaði hinum af reynslu sinni og þekkingu. Þær vom því fljótari að líða annimar sem Guðrún var við nám í skólan- um. Það var kátur hópur skólasystk- ina sem var samankominn í Fisk- vinnsluskólanum í Hafnarfírði, þann 16. des. sl. Tilefnið var þess efnis, útskriftardagur nemenda. Þama var hópur nemenda að út- skrifast sem fískiðnaðarmenn og Guðrún var ein úr hópnum. Þetta var stór dagur hjá þeim öllum og allir vom kátir og glaðir, en Guðrún bókstaflega ljómaði af kátínu og lífsgleði. Þetta er sú mynd af Guð- rúnu JÓnsdóttur sem við geymum og varðveitum í hugum okkar. Við sendum foreldmm, systkin- um og öðmm aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi góður Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Starfsfólk Fiskvinnslu- skólans í Haftiarfirði Þegar við fréttum að morgni 15. apríl að þær systur hefðu slasast alvárlega í umferðarslysi fannst okkur lífíð stöðvast. Þessi dagur og næstu dagar á eftir vom eins og martröð. Sú hugsun kom í huga okkar hvað eftir annað, af hveiju, en svarið kom aldrei. Við kynntumst Guðrúnu fyrst haustið 1986, þegar við byijuðum nám okkar í Fiskvinnsluskólanum. Eftir nokkurra mánaða samveru fómm við ásamt fleirum úr bekkn- um að eyða flestum okkar tímum saman. Það var alveg sama hvað gekk á, og hvað gera átti, alltaf var Guðrún hress og til í allt. Glað- lyndi hennar og lífsgleði smitaði þá sem umgengust hana og gat hún fengið þá til að samgleðjast henni yfír lífínu og tilvemnni. Hún var vinur allra, og ekki síst trúr vinur vina sinna. Ef eitthvað bjátaði á hjá öðmm var hún alltaf tilbúin til að hjálpa. Var hún einstaklega lag- in við að láta þá sem í návist henn- ar vora gleyma lífsins áhyggjum og líta á björtu hliðamar. Við Guðrún urðum mjög góðar vinkonur er við tvær fómm saman sumarið 1987 út á land að vinna við verkstjóm. Sú vinátta jókst mikið eftir það og var Guðrún orðin mín besta vinkona. Auði fómm við að kynnast smátt og smátt og þá t HELGI HANNESSON frá Sumarliðabae fyrrum kaupfólagsstjóri á Rauðalæk, verður jarðsunginn frá Hóteigskirkju laugardaginn 29. apríl kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hins látna er vinsamlegast bent á íslenska skógrækt. Börn hins látna. t Útför eiginkonu minnar, SVANHVfTAR RÚTSDÓTTUR frá Hörgslandi á Si'ðu, sem lóst ó heimili okkar i Starrahólum 1, Reykjavík, þann 21. þ.m. fer fram frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 28. apríl kl. 13.30. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Bjarni Loftsson. sérstaklega eftir að þær systur fóm að búa saman, fyrst í Kópavogi og síðan í Orrahólum 7, en í þeirri blokk búum við undirrituð. Kom þá í ljós að Auður var ekki síður skemmtileg stúlka, rík af kímnigáfu og geislaði sama lífsgleðin af henni og Guðrúnu. Auður hafði oft sér- stakar skoðanir á hinum ýmsu málum og lét þær óspart í ljós. Eftir að þær systur fluttu í Orra- hóla 7 má segja að við ættum tvö heimili, því samgangur okkar á milli var það mikill að varla leið sá dagur að við kæmum ekki við á neðri hæðinni eins og við nefndum það. Á því heimili var alltaf glens og gleði og mikið um gestagang því þar vom allir velkomnir. Guðrún starfaði síðastliðið sumar sem verksljóri á Stöðvarfírði og þar kynntist hún unnusta sínum. Á þessari vorönn stundaði hún nám í fisktæknideild Tækniskólans og ætlaði að ljúka því í vor. Um fram- haldið voram við vinkonumar mikið búnar að ræða og vomm farnar að hugsa um að gera ýmislegt saman sem við sögðum aldrei neinum frá. En þær hugsanir verða aldrei framkvæmdar. Auður vann hjá fiskvinnslufyrir- tæki í Hafnarfírði síðastliðið ár og vitum við að hún var þar hæfur og góður starfskraftur. Það' verða margir sem minnast þeirra um ókomna tíð, því stóran vinahóp áttu þær og samrýnda fjölskyldu. Við biðjum Guð að veita ijölskyldu þeirra og Jóni unnusta Guðrúnar styrk í sorg þeirra. Guð blessi minn- ingu þeirra. Stefanía Karlsdóttir og Kristján Kjartansson „Hvað á nú þetta að þýða?“ spyr maður sjálfan sig þegar maður fær svo hörmulegar fréttir, tvær ungar stúlkur, systur bmgðu sér í lítið ferðalag sem endaði með svo hörmulegum afleiðingum. Við verð- um svo máttvana, svo lítil og smá er við stöndum frammi fyrir dauð- anum, og eigum svo erfítt með að skilja tilganginn þegar ungt og efni- legt fólk er hrifið burt á svo svipleg- an hátt, en við verðum að trúa því að tilgangurinn sé einhver, við verð- um að trúa því að þeirra bíði annað og svo miklu meira en þessi jarðn- eska ganga okkar. Auður var vinnufélagi okkar, það var aldrei nein lognmolla kringum hana Auði, hún hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum og lét þær í ljós ef henni þótti þess þurfa. Hún var hreinskilin, það vissu allir hvar þeir höfðu Auði, hún kom fram við okkur eins og hún var, hrein og bein, en hún var umfram allt góð stúlka. Guðrún vann einnig með okkur en tímabundið, hún var einstaklega glaðleg og flörleg stúlka sem öllum líkaði vel við og þótti vænt um. Til marks um það hversu samstæður hópur vinnufé- lagamir á Skerseyri vom þá dugði vinnutíminn ekki til samverastunda heldur mæltu þeir sér mót sem til- heyrðu yngri kynslóðinni og skemmtu sér saman. Þetta sýnir best hve vinátta þessara ungmenna var mikil. Það kallast forskóli þegar sex ára böm byija í skóla, eins er með okkar jarðneska líf, þetta er okkar forskóli og undirbúningur undir annað og meira og við eram viss um að þaðan komu Auður og Guð- rún með góðar einkunnir. Við biðj- um góðan guð að styrkja foreldra þeirra, systkini, unnusta Guðrúnar og sendum innilegar samúðarkveðj- ur til Söndm vinnufélaga okkar. Vinnufélagar á Skerseyri. ÍLOMN» HAFIMARSTRÆT115, SÍMI21330 Kra/isar. krossar op- >s kisíask / 'eyli/i prar. Sendum um allt land. Opið kl. 9-19 virka daga og tiI 21 um helgar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.