Morgunblaðið - 27.04.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.04.1989, Blaðsíða 30
30 . MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRIL 1989 Samtök um jafnrétti og félagshyggju: Hafna húsbréfakerf- inu sem aðallausn „SAMTÖKIN hafna húsbréfakerfinu sem aðallausn í húsnæðismálum, en tejja mögulegt að nota það sem valkost og viðauka við núverandi kerfi,“ segir í vinnuplaggi Samtaka um jafiirétti og félagshyggju, sem lagt var fram á fiindi samtakanna á föstudagskvöld. í vinnuplagginu segir ennfremur að Samtökin vilji stuðla sem mest að því að menn eigi íbúðir sínar sjálf- ir með því að halda við og efla gamla húsnæðismálakerfið. Gunnar Hilmarsson formaður At- vinnutryggingarsjóðs sagði á fundi Samtakanna að hann vildi ekki vísa húsbréfakerfinu frá. Hann sagði það vel eiga við með núverandi kerfi, en það kerfi sem nú væri við lýði í hús- næðismálum þyrfti að hreinsa, m.a. ættu þeir sem væru að byggja í þriðja eða fjórða sinn ekki að búa við sömu kjör og þeir sem væru að eignast sitt fyrsta húsnæði. „Ég tel vel athugandi að skoða hvort þessa tvær leiðir geti ekki far- ið saman,“ sagði Gunnar. Kaupleiguíbúðir og verkamannabústaðir: Margir spyrjast fyrir UMSÓKNARFRESTUR vegna byggingar tíu kaupleiguíbúða við Helga- magrastræti 53 rennur út í næstu viku. A sama tíma rennur einnig út umsóknarfrestur þeirra sem sækja ætla um íbúðir í verkamannabú- stöðum. Að sögn starfsmanna er búist við að umsóknir fara að flæða inn um og upp úr helginni, en samkvæmt reynslu síðustu ára koma flestar umsóknanna á síðustu dögunum. Úr uppfærslu Leikfélags Dalvíkur á Dysinni, úr aldaannál. Jórunn sterka aðstoðar drukkinn klerk að komast til síns heima. Á innfelldu myndinni er Þráinn Karlsson, leikstjóri. Dysin fer suður yfir heiðar FÉLAGAR í Leikfélagi Dalvík- ur leggja land undir fót í kvöld er þeir halda suður yfir heiðar, en þar ætla þeir að sýna höfuð- borgarbúum „Dysina, úr alda- annál,“ eftir Böðvar Guð- mundsson. Sýningar verða í félagsheimili Kópavogs á föstu- dags- og laugardagskvöld. Leikstjóri sýningarinnar er Þráinn Karlsson og hannar hann einnig leikmynd og búninga. Lár- us H. Grímsson samdi tónlistina en Ingvar Björnsson sér um lýs- ingu. Hlutverk eru tíu og eru í höndum Kristjáns Hjartarsonar, Steinþórs Steingrímssonar, Birgis Bragasonar, Heiðu Hilmarsdótt- ur, Helgu Bjarkar Eiríksdóttur, Guðrúnar Gunnarsdóttur, Unnar Maríu Hjálmarsdóttur, Alberts Ágústssonar.Ómars Aðalbjöms- sonar og Öskars Pálmasonar. Fyrri sýning í Kópavogi verður föstudagskvöldið 28. apríl og seinni á laugardagskvöldið 29. apríl. Hægt verður að panta miða í dag og á morgun á milli kl. 16-18. Verkmenntaskólinn á Akureyri: Inga Magnúsdóttir sem hefur með kaupleiguíbúðimar að gera sagði að geysimikið hefði verið spurst fyrir og einnig hefðu fjölmargir náð sér í eyðublöð til útfyllingar. Frekar rólegt hefði þó verið síðustu daga, en nokk- uð af umsóknum hefði þó borist. Ingibjörg Jónasdóttir hjá Verka- mannabústöðum sagði að á þessu ári og því næsta væri fyrirhugað að byggja á miili 45-50 íbúðir, tveggja til fimm herbergja, í verkamannabú- staðakerfinu. Auk þeirra íbúða yrði endursöluíbúðum innan kerfisins út- hlutað, en hún sagði að þær væru að jafnaði frá 8 og upp í 15 á ári. Ingibjörg sagði að þegar hefðu talsvert margar umsóknir borist um íbúðir. „En ef mið er tekið af reynslu síðustu ára þá fer umsóknum að rigna inn á borð til okkar í kringum helgina," sagði Ingibjörg. Tvær nýjar námsbrautir VERKMENNTASKÓLINN á Ak- ureyri hefúr sótt um heimild til menntamálaráðuneytis og yfir- valda Akureyrarbæjar til að setja upp námsbraut fyrir fósturliða næstkomandi haust. Einnig hefúr verið sótt um heimild til að stofiia handíðabraut við skólann næsta haust. í álitsgerð um menntun fóstra og aðstoðarfólks á dagvist- arheimilum, sem unnin var af nefiid sem fyrrverandi mennta- málaráðherra, Birgir ísleifur Gunnarsson skipaði í febrúar í fyrra er lagt til að starfsfólk dag- vistarheimila sem hlýtur menntun á sérstökum námsbrautum í fram- haldsskólum hljóti starfsheitið „fósturliði". Baldvin Bjarnason skólameistari Verkmenntaskólans sagði að fóstur- liðanámið yrði þriggja ára nám, þar af tvö bókleg og síðan yrði um starfs- þjálfun að ræða í allt að níu mán- uði. Námið yrði byggt upp með svip- uðum hætti og nám sjúkraliða. Nem- um yrðu greidd laun meðan á starfs- námi stæði og kæmi það í hlut Akur- eyrarbæjar, en viðræður þar um eru ekki hafnar. Baldvin sagði að hafa þyrfti hrað- ann á ef námsbrautin yrði að veru- leika og fljótlega yrði farið að aug- lýsa eftir umsóknum fyrir skólavist fyrir næsta skólaár. Þá sagði hann að auglýsa þyrfti eftir sérmenntaðri fóstru sem gæti haft yfirumsjón með faglega náminu, en kennarar sem kenndu almennar námsgreinar væru til staðar við skólann. Hvað varðar handíðabrautina sem skólinn hefur einnig sótt um heimild til að setja á fót, sagði Baldvin að hluti skólahússins stæði ónýttur yfir daginn, en það eru einkum stofur þar sem kenndar eru valgreinar eins og saumar og vefnaður og fleira í þeim dúr. Mönnum hefði þótt upp- lagt að nýta þessar stofur og því hefði verið sótt um að setja upp hand- íðabraut við skólann. Fyrsti hópur starfsmanna Kaupfélags Eyfirðinga sat á mánudag námskeiðið um mannlega þáttinn, fólk í fyrirrúmi, en tæplega eitt þúsund starfsmenn munu sækja námskeiðið á vordögum. Tilgangurinn er að auka firæðslu, virkni og víðsýni starfsfólksins, að sögn blaðafulltrúa fyrirtækisins. __ Námskeiðið mannlegi þátturinn, fólk í fyrirrúmi: Þúsund starfemenn KE A á skólabekk MANNLEGI þátturinn, fólk í fyrirrúmi, er heiti á námskeiði sem allir starfemenn Kaupfélags Eyfirðinga, tæplega eitt þúsund talsins, sækja nú á vordögum. Fyrsti hópurinn, um fjörutíu manns, settist á skóla- . bekk á mánudag, en síðan verða hóparnir teknir inn hver á fætur öðrum þar til allir starfsmenn hafa sótt námskeið þetta, stjórnendur jafiit sem óbreyttir. Stjórnunarfélag Islands hefúr umsjón með nám- skeiðshaldinu, en leiðbeinandi er Haukur Haraldsson. „Þetta er fyrsta skrefið af mörgum Lára M. Ragnarsdóttir fram- sem Kaupfélag Eyfírðinga ætlar að kvæmdastjóri Stjómunarfélagsins taka varðandi aukna fræðslu meðal starfsmanna. Markmiðið með þessu námskeiðahaldi er sá að auka fræðslu, virkni og víðsýni á meðal starfsfólks og gera því glögga grein fyrir að hvaða marki KEA stefnir," sagði Áskell Þórisson blaðafulltrúi kaupfélagsins. sagði að á námskeiðinu yrði þjón- ustuhugtakið í víðu samhengi kynnt starfsmönnum. Markmiðin sagði hún vera að gera einstaklinginn ánægðan innan fyrirtækisins, en til að geta veitt viðskiptavinum sem besta þjón- ustu yrðu samskiptin innan fyrirtæk- isins að vera góð. Námskeiðið var upphaflega þróað af Time Manager fyrir SAS-flugfélagið og sagði Lára að í kjölfar þess hefðu fjölmörg fyrir- tæki boðið starfsmönnum að taka þetta námskeið, bankastofnanir, flugfélög og sjúkrahús. Lára sagði að námskeiðið miðaði að því að gera fólk ábyrgara, þannig að það tæki ákvarðanir og væri virkt, en biði ekki eftir að vera skipað fyrir. „Við reynum að hafa þetta áhugavert og skemmtilegt," sagði Lára. Áskell Þórisson sagði að Kaup- félag Eyfirðinga myndi leggja aukna áherslu á menntun starfsfólks síns á næstunni. Síðar á þessu ári munu þeir sem starfa við verslanir félags- ins sækja námskeið er varðar starfið og einnig er fyrirhugað að bjóða upp á námskeið fyrir aldraða starfsmenn þar sem farið verður í ýmislegt það sem tengist ellinni, lífeyrismál, tryggingamál og heilsufar. „Það er alltaf hægt að breyta og bylta, en menn eru sammála um að árangurinn verður enginn ef starfs- mennirnir eru ekki með í breytingun- um. Við værum ekki að fara af stað með svo umfangsmikil námskeið fyr- ir okkar starfsfólk ef við héldum að það skilaði ekki árangri bæði fyrir starfsfólkið sjálft svo og fyrirtækið," sagði Áskell. Bubbi með tónleika BUBBI Morthens er á mikilli dayfirreið um landið, ætlar að spila á 49 tónleikum á 47 dögum. Bubbi spilar á Akur- eyri í kvöld og um helgina. í kvöld verða unglingatónleikar í Dynheimum, en föstudags- og laugardagskvöld verða tónleikar í Sjallanum. Á sunnudagskvöld spilar Bubbi fyrir gesti á Hótel Stefaníu. Tónleikarnir í Dynheimum hefjast kl. 21.00, en Sjallatón- leikamir hefjast stundvíslega kl. 23.00. Á tónleikunum kynnir Bubbi tvær nýjar plötur, annars vegar fjögurra laga plötu sem ber nafnið Hver er næstur? sem gerð er í kjölfar herferðar varð- andi bætta umferðarmenningu. Hins vegar ætlar hann að kynna lög af nýrri jólaplötu. Að loknum tónleikum á Akur- eyri verður haldið austur á bóg- inn, og fyrsta maí verða tónleik- ar á Kópaskeri, síðan á Þórs- höfn, Raufarhöfn, Vopnafirði, Neskaupstað, Eskifirði, Seyðis- firði, Fáskrúðsfirði, Egilsstöð- um, Breiðdalsvík, Djúpavogi og Höfn í Hornafirði. 5. sýning föstudaginn 28/4 kl. 20.30 6. sýning laugardaginn 29/4 kl. 20.30 7. sýning sunnudaginn 30/4 kl. 20.30 Leikfélag akureyrar sími 96-24073

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.