Morgunblaðið - 27.04.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.04.1989, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1989 Stjörn.u speki Umsjón: Gunnlaugur - Guðmundsson í dag ætla ég að fjalla um Ljónið (23. júlí—23. ágúst) og Meyjuna (23. ágúst—23. sept.) í ást. Einungis er fjallað um hið dæmigerða fyrir merk- in. Þegar fjallað er um ástina er ekki síður verið að ræða um Venus og stöðu hennar í merki. Stórhugur Ljónið er trygglynt í ástum og vill visst öryggi og stöðug- íeika. Það er stolt og vill vera metið að verðleikum, það vill að ástvinir sýni því virðingu og það verður sjálft að geta borið virðingu fyrir þeim sem það elskar. Slíkt er forsenda ástar. Ljónið laðast því oft að glæsilegu fólki eða þeim sem eru á einhvpm hátt sérstakir og stórir í sniðum. Heiðarleiki og einlægni skiptir það einnig miklu. Líf Ljónið vill að umhverfi þess sé lifandi og skemmtilegt. Það þolir því illa lífleysi eða ást sem byggir á vana án þess að það njóti eftirtektar og '^Luðnings. Það hefur þörf fyr- ir stöðuga ást og athygli. Það laðast því að lifandi og opnu fólki, en einnig að sjálfstæð- um og jákvæðum persónuleik- um. Gullhamrar Glæsileiki, lifandi umhverfi, athygli, gullhamrar og sér- stök rómantísk stemmning örva ástarhvöt Ljónsins, en grár hversdagsleiki finnst því lítt spennandi. Það er því ekki *»*erra að skapa rétt andrúms- loft þegar Ljónið og ástin er annars vegar. Gott er að stjana svolítið við það en einn- ig má t.d. reyna að bjóða því í mat í nýja útsýnishúsið, sækja það á glæsikerru, kaupa dýrasta og besta rauð- vínið og draga upp gullkeðjur. Það að við höfum ekki efni á slíku og látum síðustu pening- ana okkar í veisluna er bara betra og sýnir að við erum stórhuga og laus við smá- munasemi. Ljónið kann vel að meta slíkt. Duglegt fólk Meyjan er jarðbundin og raunsæ og laðast því að dug- legu og hæfu fólki. Kona í Meyjarmerkinu verður t.d. oft hrifin af manni sem getur lag- að það sem bilar í húsinu. Hún hrffst af jarðbundnum manni en karlmaður í merkinu laðast að hagsýnni konu. Þar sem Meyjan er smámunasöm og leggur áherslu á það áþreifanlega skiptir útlit hana miklu og því grunar mig að hún hrífist oft af útlitsfríðu fólki. Óbein tjáning Þar sem Meyjan er vinnu- og framkvæmdamerki sýnir hún ástina með því að gera eitt- hvað fyrir ástvin sinn. Hún býr til góðan mat, kaupir fal- ‘lega muni eða einfaldlega vinnur fyrir hann. Hún er hins vegar varkár í því að tjá til- finningar sínar beint út. Hreint teppi Meyjan er þolandi þegar ástin er annars vegar og neitar sér oft um tilfinningaútrás vegna vinnu eða sterkrar blygðunar- kenndar. Þegar hún á hinn bóginn gefur ástinni lausan tauminn þá blómstrar hún, enda jarðbundin og líkamlega næm. Góður ilmur, mjúk silki- lök og annað slíkt hefur góð áhrif á Meyjuna. Ég heyrði eitt sinn skemmtiiega sögu af ástarieik Meyjarmanns í sveitinni: Hann breiddi teppi á jörðina og gætti þess vel að það væri ekki krumpað. Hann burstaði síðan gras og lyng af teppmu, vel og vand- lega, áður en hann bauð elsk- unni sinni að Ieggjast á tepp- ið. Þar var ekki verið að ijúka vanhugsað í ástarleikinn. GARPUR Ól/O MISHEPPNU& T1LR4UN (SOt-L-DÓPS LÉT GA/vU-A SPA RÆTAST' KgArTUæ ORh- SKALLA Æve Rop/nn tjl ae> O, tA'. . /1 l, A íjr1 þA& DREJGUR. AfJPVJTAÐ ÓR KRArn /vu’NUAAj V/Ð HÖFUM JiAFT I ENN ERO JíAAAFAB/E p£JJt/AR/TV/E/? TTUe S/NNUAU £NN SEAA < £FT/R... Fgfl KOAVÐ ER ..SPÁ/R )DJUPU/A SJAVAR- ötíNIN /HSIRU.i J/NS Otí FRÁ FÉST/NGUNN/ yp-JR OKKúR/ GRETTIR BRENDA STARR \éG SA<SE>/ þE/AA AD é<5 VAFRJ "" 'a/JÖO 'AN/FGÐ AB SP/N SKYlD/ I £K</ VEPA í TVOJUAA V/B/UIANFRED OS ÉS STAKK UPPÁ þúíAE> PAU SKyiDO FA/SA UT SAKDy/sA- AV/ECS/N T/L ÖR-yGG/S. LJOSKA r*r-r\ r\ ■ iu n iv ■ r"\ FERDIIMAND SMAFOLK rAts! I M ALWAV5 THE ROTTEN EGG.. Vatnið ætti að vera alveg mátu- legt... Síðastur inn er fulegg! Fjárinn! Alltaf skal ég vera fiílegg- ið... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Örlítil ónákvæmni er oft dýr- keypt í tvímenningskeppni, þar sem hver slagur vegur þungt. í spili 20 á íslandsmótinu misstu nokkrir keppendur af tækifæri til að skapa sér 12 slagi í ijórum spöðum, útspil. þrátt fyrir óþægilegt Austur gefur; allir á hættu. Norður ♦ DG107 V 743 ♦ ÁK9 ♦ Á76 Vestur Austur ♦ K963 ♦ 2 V G982 V K1065 ♦ D4 ♦ G10873 ♦ 943 ♦ G82 Suður ♦ Á854 ¥ÁD ♦ 652 ♦ KD105 Það liggja allar leiðir upp í íjóra spaða og með hjarta eða laufi út er handavinna að sækja 12 slagi. En tíguldrottningin er þyngri viðureignar, og nokkrir vesturspilarar fundu það útspil. Sagnhafi drepur á tígulás og lætur spaðadrottninguna rúlla hringinn. Spilar næst spaða- gosa, fær tíðindin, og verður nú að láta ÁTTUNA! Þetta yfirsást mörgum. Vestur drap á kónginn og hélt tígulsókninni áfram. Drepið á kóng, hjartadrottningu svínað og hjartaás tekinn. Síðan var farið inn á laufás blinds og hjarta stungið. Nú er engin leið til að komast inn á blindan til að taka síðasta trompið, svo vörnin fær einn slag til viðbótar á tígul. Ef áttan er látin undir tromp- gosann, má trompa hjarta með ás og spila fimmunni yfir á sjöu blinds. Þá nýtist fríslagurinn á lauf. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á heimsbikarmótinu í Barcel- ona, sem lauk fyrir helgina, kom þessi staða upp í skák þeirra Bor- is Spassky, fyrrum heimsmeist- ara, sem hafði hvítt og átti leik, og Spánvetjans Illescas. 30. Rcxe4! — £xe4, 31. Rxe4 (Sú hótun hvíts sem erfíðast er fyrir svart að svara er sennilega 32. RxdG), 31. - Rh5, 32. Rg5! - Hxg5, 33. 6tg5 — Hf4, 34. g3! - Hxfl+, 35. Hxfl - De8, 36. g4 — Rg6, 37. Bxg6 og svart- ur gafst upp. Þetta var eina vinn- ingsskák Spasskys á mótinu. Lokastaðan varð þessi: 1—2. Ljubojevic og Kasparov llv. af 16 mögulegum, 3. Salov 10 v. 4. Korchnoi cJ/z v. 5—6. Hubner og Short 9 v. 7. Nikolic 8 v. 8—12. Vaganjan, Jusupov, Ribli, Spassky og Beljavsky 7/z v. 13. Speelman 7 v. 14—15. Jóhann Hjartarson og Seirawan 614 v. 16—17. Nogu- eiras og Illescas S4 v.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.