Morgunblaðið - 27.04.1989, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 27.04.1989, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐH) IÞRÖTTIR FiMMOTUAGUR 27. APRIL 1989 4 KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ „Eins og kálf- arnir á vorin“ - sagði Atli Eðvaldsson, fyrirliði ÍSLENSKA landsliðið í knatt- spyrnu vann Nancy, sem er efst í annarri deild í Frakk- iandi, 1:0 í æfingaleik, er fram fór á Marcel-Picot leikvangin- um í Nancy í gærkvöldi. Frakk- arnir gerðu sjálfsmark, er stundarfjórðungur var til leiks- loka. Ragnar Margeirsson braust upp hægri kantinn, gaf fyrir markið, boltinn fór í varn- armann og af honum í netið. Að sögn Guðna Kjartanssonar, aðstoðarþjálfara íslenska liðs- ins, var sigurinn sanngjam, en mik- il rigning var í Nancy í gær og aðstæður því ekki upp á það besta. „Þetta var mikill baráttuleikur, en völlurinn var á floti, sem gerði leik- mönnum erfitt fyrir. Vömin var mjög traust, en almennt virtust leik- íiiennimir vera í góðri æfingu. Sig- urinn var sanngjam. Til að mynda átti Ágúst Már skalla í slá eftir homspymu og við hefðum átt að fá vítaspymu eftir að Pétur Péturs- son var kominn einn inn fyrir, en felldur innan teigs. Frakkamir fengu sitt besta marktækifæri und- ir lokin, er þeir áttu skot í slá,“ sagði Guðni. „Þetta var fínt,“ sagði Atli Eð- valdsson, landsliðsfyrirliði. Við vor- um kannski á stundum eins og kálfamir á vorin, en reyndum að spila, þó erfitt væri vegna bleytunn- ar. Aðalatriðið var að koma saman og fá þennan leik enda veitir okkur ekki af samæfingunni fyrir viður- eignina gegn Sovétmönnum í lok maí.“ Guðni tók í sama streng. „Þetta var mjög heppilegur leikur í alla staði. Það var nauðsynlegt að fá liðið saman og í raun var það aðalat- riðið.“ Byijunarliðið var þannig að Bjami Sigurðsson lék í markinu, Guðni Bergsson var aftasti maður í vöm, en Atli Eðvaldsson og Sæv- ar Jónsson fyrir framan hann. Ólaf- ur Þórðarsson og Viðar Þorkelsson voru á vængjunum, Ómar Torfason, Sigurður Jónsson og Pétur Arnþórs- son á miðjunni og Pétur Pétursson og Ragnar Margeirsson í fremstu röð. Ágúst Már Jónsson tók stöðu Sævars eftir hlé, en Sævar verður í banni gegn Sovétmönnum. Þor- valdur Örlygsson kom inná fyrir Viðar og Halldór Áskelsson skipti við Ómar. Guðmundur Hreiðarsson var varamarkvörður, en lék ekki. Morgunblaðíð/Bjami Pétur Pétursson var með landsliðinu á ný í gærkvöldi, en síðast lék hann gegn Noregi á Laugardalsvelli 1987. Þá jafnaði hann 1:1, en ísland vann 2:1, og hér fagna Pétur og Atli Eðvaldsson sætum sigri. Albert vel tekið Albert Guðmundsson, sendi- herra íslands í Frakklandi, sem kom leiknum á fyrir Knatt- spymusamband íslands, var á með- al áhorfenda í Nancy; ók um 300 fWti frá París og hélt sömu leið til baka eftir leik. Gamlir félagar biðu eftir sendiherranum og tóku sér- staklega á móti honum við komuna, en Albert lék á ámm áður með Nancy. Michael Platini, landsliðs- þjálfari Frakklands, býr í Nancy, og sat Albert með foreldmm hans í stúkunni. Reynir Karlsson, íþrótta- fulltrúi ríkisins, var einnig á leikn- um. Morgunblaðið/Júlíus Albert Guðmundsson HANDKNATTLEIKUR Stjörnumenn á ferð og flugi Það er mikill hugur í herbúðum nýbakaðra bikarmeistara karlaflokks Stjömunnar. Fjórir leikmenn Stjörnunnar fara til V-Þýskalands og æfa þar með Gummersbach. Þá mun Stjörnuliðið fara í æfingabúðir í V-Þýskalandi í sumar. Einnig getur svo farið að Stjömuliðið taki þátt í móti í Danmörku í júlí og þá hafa Stjömumenn fengið boð um að taka þátt í sterku móti í Hollandi á milli jóla og nýárs, þar sem átta sterk lið víðs vegar frá Evr- ópu taka þátt í. KNATTSPYRNA / HEIMSMEISTARAKEPPNIN Reuter Gary Lineker í baráttu við einn vamarmanna Albana á Wembley í gærkvöldi. Lineker skoraði eitt marka Eng- lands í stórsigri. Reuter Oleg Luzhny, bakvörður í liði Sovétmanna, hefur betur í baráttunni um knöttinn við Austur-Þjóðveijann Traut- mann í Kiev í gærkvöldi. íslendingar færðust upp um eitt sæti SOVÉTMENN áttu ekki íerfið- leikum með að leggja Austur- Þjóðverja að velli, 3:0, í Kiev. 100 þús. áhorfendur sáu sov- éska liðið hafa mikla yfirburði og hafði Rinat Dassajev, mark- vörður Sovétmanna, litið að gera íieiknum. Igor Dobrovolsky skoraði fyrsta mark Sovétmanna eftir aðeins þijár mín., en síðan gladdi Gennady Litovchenko áhorfendur á 22. mín., með því að skora með þrumufleyg af 30 m færi. Oleg Protasov skor- aði þriðja markið fímm mín. fyrir leikhlé, þannig að Sovétmenn gátu slakað á í seinni hálfleik. Danir léku vel Flemming Povlsen og Brian Laudrup tryggðu Dönum sigur, 2:0, á Búlgurum í Sofíu. Danska liðið lék mjög vel í leiknum og náði strax yfirhöndinni. Povlsen skoraði á 41. mín., eftir sendingu frá Jan Siven- bæk og aðeins mín. fyrir leikslok skoraði Laudrup seinna markið. Khristo Stoickov var eini leikmaður- inn sem veitti Dönum keppni, en þeir Lars Olsen og Ken Nielsen sáu til þess að hann gerði engar rósir. 45 þús. áhorfendur sáu leikinn og þeir bauluðu á Búlgara þegar þeir gengu af leikvelli. 1.RIÐILL BÚLGARlA- DANMÖRK......0:2 GRIKKLAND- RÚMHNfA ....0:0 Fj. leíkja U J T Mörk Stlg RÚMENÍA 3 2 1 0 6: 1 5 DANMÖRK 3 1 2 0 4; 2 4 GRIKKLAND 3 0 2 1 1:4 2 BÚLGARÍA 3 O 1 2 2: 6 1 Óvæntur sigur íra Irar unnu óvæntan sigur á Spán- veijum í Dublin í gær, 1:0. Markið sem réð úrslitum var sjálfsmark og kom á 16. mínútu. Sending frá Ray Houghton olli miklum usla í vörn Spánveija og boltinn hrökk af Mich- el og í netið. Þetta mark var það fyrsta sem írar skoruðu (ef svo má að orði komast!), og það fyrsta sem Spánveijar féngu á sig. Ray Houghton var langbesti maður vallarins og dreif írska liðið áfram. Þess má geta að Houghton og Paul McGrath gerðu báðir mörk sem voru dæmd af. Stórsigur Englendinga Englendingar sigruðu Albani 5:0 á Wembley-leikvanginum að við- stöddum rúmlega 60 þúsund áhorf- endum. Það var Gary Lineker sem gaf tóninn með marki á 5. mínútu, en það var fyrsta mark hans í- sjö leikjum. Peter Beardsley gerði svo tvö næstu mörk, á 12. og 64. mínútu, og Chris Waddle og Paul Gascoigne gerðu sitt hvort markið undir lok leiksins. Lið Englands: Peter Shilton, Gary Stcvcns (Paul Parker 75.), Stuart Pearce, Des Walker, Terry Butcher, Heil Webb, Bryan Robson, David Rocastle (Paul Gascoigne 65.), Chris Waddle, Peter Beardsley og Gary Lineker. 2. RIÐILL ENGLAND- ALBANÍA ....5:0 Fj.lelkja u J T Mörk Stlg ENGLAND 3 2 1 0 7: 0 5 SVÍÞJÓÐ 2 1 1 0 2: 1 3 PÓLLAND 1 1 0 0 1:0 2 ALBANlA 4 0 0 4 1:10 0' ■ GUÐMUNDUR Haraldsson blés í flautuna á Hampden Park í Glasgow í gær er Skotar sigruðu Kýpurbúa í 5. riðli heimsmeistara- keppninnar, 2:1. Maurice Jo- hnston kom Skotum yfir á 27. mínútu en Floros Nicolau jafnaði fyrir Kýpur á 62. mínútu. Ally McCoist gerði svo sigurmarkið mínútu síðar. M MORTEN Olsen átti mjög góðan leik með Dönum - þegar hann lék sinn 100. landsleik í Sofiu ígær. H SEPP Piontek, landsliðsþjálf- ari Dana, var ánægður eftir sigur- inn í Sofíu. „Ég vissi að ef við næðum að halda Búlgörum í skefj- um í byijun - myndu þeir verða taugaóstyrkir og gera mistök. Þetta var þýðingamikill sigur fyrir okkur. Strákamir léku vel og þeir eiga að leika betur í framtíðinni," sagði Piontek. ■ BORIS Angeloiv, þjálfari Búlgaríu, sagði að leikur Dana hefði verið mjög skipulegur. „Við áttum ekkert svar við sóknarmönn- unum Povlsen og Brian Laudr- up.“ ■ DANIR skoruðu hjá tveimur markvörðum. Bia Valov meiddist og tók Nikolai Donev stöðu hans á 55. mín. ■ BILLY Bingham, þjálfari N- Irlands, lét tvo leikmenn hafa gæt- ur á Carmel Busuttil, hinum hættulega sóknarleikmanni Möltu. Hann býr í Belgíu og á kona hans von á bami. Busuttili vildi ekki fara til Möltu, en konan skipaði honum að fara og leika. 3. RIÐILL SOVÉTRlKIN - A-ÞÝSKALAND.....3:0 Fj. leikja U J T Mörk Stig SOVÉTRlKIN 3 2 1 O 6: 1 5 TYRKLAND 4 2 1 1 8: 5 5 AUSTURRlKI 2 1 0 1 3:4 2 ÍSLAND 3 0 2 1 2: 4 2 A-ÞÝSKAL. 4 1 O 3 3: 8 2 ■+

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.