Morgunblaðið - 27.04.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.04.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1989 17 herrar og stjórnarþingmenn gjarn- an taka til sín þá gagnrýni, sem hér er fram sett. Ég beini þessari fyrirspurn hins vegar til þín ekki aðeins vegna þess að þú berð að sjálfsögðu einnig mikla ábyrgð á þessu máli sem alþingismaður og sérstaklega sem iðnaðarráðherra, heldur fyrst og fremst vegna þess, að ég bind mestar vonir við það, að þú munir beita þér fyrir leiðrétt- ingu á þeim mistökum, sem orðið hafa. Vil ég ekki trúa því, að þú ætlir að skilja vörugjaldsruglið eftir sem einn helsta minnisvarðann um afrek þín í iðnaðarmálum. Það væri algjörlega í mótsögn við þau vönd- uðu vinnubrögð, sem þú ert al- mennt kunnur að og einnig and- stætt ýmsum ágætum málum, sem þú hefur haft forgöngu um sem viðskiptaráðherra, t.d. nýsett lög um verðbréfaviðskipti og það, treysta fremur á skynsemi en „handafl" við stjóm vaxta- og efna- hagsmála. Grisja þarf skóginn á ný Einfaldasta og besta svar þitt við framangreindri spurningu væri vitaskuld það að sjá til þess, að komið verði í verk því, sem þú og ríkisstjórnin öll hafa þegar lofað samkvæmt yfirlýsingu frá 6. febrú- ar sl. Þar stendur: „Unnið er að endurskoðun vöragjalds þannig að álagning og innheimta þess geri ekki stöðu íslensks iðnaðar lakari í samkeppni við innfluttan iðnvarn- ing.“ Ég tel mig hins vegar hafa áreiðanlegar upplýsingar um það, að alls ekkert sé unnið að slíkri endurskoðun í fjármálaráðuneytinu. Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar sé m.ö.o. ekki sannleikanum sam- kvæmt. Þú átt að vísu þakkir skild- ar fyrir að hafa haft framkvæði að því að þessi yfirlýsing var sett á blað og ert maður að meiri að hafa viðurkennt, að mistök vora gerð með setningn laganna. Sömuleiðis var það þér að þakka, að hús- gagnaiðnaðurinn fékk 2ja mánaða „gálgafrest“ til að hefja innheimtu vöragjalds, þótt sú ákvörðun hafi reyndar klúðrast að hluta til við útfærslu lagatextans. Eftir sem áður finnst mér þú hafa sýnt meiri linkind heldur en ég hefði vænst af þér við að koma fram breytingum á lögunum. Eftir að hafa kynnt mér, hvað stendur á bak við áðurnefnda yfir- lýsingu ríkisstjórnar um breytingu á vörugjald, hljóðar hún svo í minni þýðingu: „Hugsanlegt er að ríkis- stjórnin kunni e.t.v. að láta athuga, hvort kannski mætti breyta lögum um vöragjald, þannig að þau verði ekki eins óhagstæð íslenskum iðn- aði. Það getur þó auðvitað ekki orðið á þessu þingi, þar sem laga- framvarp ríkisstjórnarinnar um að fjölga í stjórn Framleiðnisjóðs land- búnaðarins og önnur aðkallandi mál hljóta að hafa forgang. Athugað verði, hvort hugsanlegt væri að gera þetta næsta haust. Að vísu EINS OG NÝ MANNESKJA í kápufráokkur gæti þá aftur verið kominn nokk- urra milljarða króna halli á ríkis- sjóð, og þá skilja auðvitað allir, að ekki væri hægt að breyta vöragjald- inu.“ Er þetta iðnaðarstefna þín og ríkisstjórnarinnar: frómar yfirlýs- ingar um að leiðrétta starfsskilyrði iðnaðarins, en aðhafast svo ekkert? Eftir svari við þessari spurningu bíða a.m.k. 1.000 fyrirtæki í íslenskum iðnaði. Höfundur er hagfræðingur Landssambands iðnaðarmanna. VOLKSWAGEN BILL FRA HEKLU BORGAR SIG ÍhIHEKLAHF v™> Laugavegi 170 172 Simi 695500 865.000.' ÞU SKIPULEGGUR reksturinn á þínu heimili 'Z' Þegar kemur að afborgunum lána er það í þínum höndum að borga á réttum tíma. Þar með sparar þú óþarfa útgjöld vegna dráttar- vaxta, svo ekki sé minnst á innheimtukostnað. ESEEMSPlgls aöí húsnæðíslána 16. maí leggjast dráttarvextir á lán með lánskjaravísítölu. 1. júní leggjast dráttarvextír á lán með byggingarvísítölu. Gjalddagar húsnæðislána eru: 1. febrúar — 1. maí — 1. ágúst — 1. nóvember. Sum Ián hafa fjóra gjalddaga á ári, önnur aðeins eínn. Greiðsluseðlar fyrir 1. maí hafa verið sendir gjaldendum og greiðslur má inna af hendí í öllum bönkum og sparísjóðum landsins. Sparaðu þér óþarfa útgjöld af dráttarvöxtum. Ún HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS U SUÐURLANDSBRAUT 24 ■ 108 REYKJAVlK SlMI 696900 HOLDUM gæðunum uppi og verðinu niori

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.