Morgunblaðið - 27.04.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.04.1989, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APKÍL 1989 13 STAÐA HJUKRUNAR eftir Dagbjörtu Þyrí Þorvarðardóttur, Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur og Svanlaugu Ingu Skúladóttur Til að gera sér grein fyrir stöðu hjúkrunar í dag er nauðsynlegt að líta um öxl og virða fyrir sér þróun hjúkrunar í gegnum aldimar. Fyrir 1840 var hjúkrun álitin ógeð- fellt og klúrt starf. Hjúkrunarkonur þeirra tíma voru drykkjumenn og vændiskonur sem jafn oft stálu frá sjúklingum sínum eins og að hjúkra þeim til bata. Sjúkrahús voru pestar- bæli og hjúkrunarkonur illa menntað- ar, fengu léleg laun og voru yfirleitt ekki starfi sínu vaxnar. Það var ekki fyrr en með stofnun fyrstu samtaka hjúkrunarkvenna árið 1840 sem farið var að leggja áherslu á þjálfun og menntun. Árið 1854 braust Krímstríðið út milli Rússa og Breta. Stríðinu fylgdi gífurleg þörf fyrir læknishjálp og hjúkrun. Florence Nightengale var breskur hjúkrunarfræðingur sem skipulagði og veitti særðum her- mönnum hjúkrun í Krímstríðinu. Á aðeins 6 mánuðum tókst henni með bættri umönnun og auknu hreinlæti að lækka dánartíðni særðra her- manna úr 31,5% í 2,2%. Hún snéri því heim úr stríðinu sem nokkurs konar hetja og upp frá því hefur nafn hennar borið hátt í hjúkrunar- sögunni. Hún stofnaði síðar hjúk- runarskóla, gaf út hjúkrunarbækur og segja má að hún hafí lagt horn- steininn að nútíma hjúkrun. Síðan þá hefur hjúkrun verið í stöðugri þróun og ávallt leitast við að upp- fylla þarfír samfélagsins fyrir bætta heilbrigðisþjónustu. Hér á landi fer nú allt hjúkrunar- nám fram í háskóla. Námið er 4 ár og lýkur með B.Sc.-gráðu í hjúkrun- arfræði. Hjúkrunarfræðingar vinna flöl- breytt störf i þjóðfélaginu. Flestir vinna á sjúkrahúsum en margir vinna utan þeirra til dæmis við heilsu- gæslu, í skólum og fyrirtækjum. Einnig starfa þeir á endurhæfíngar- deildum, hjúkrunarheimilum, við eft- irmeðferð á göngudeildum svo eitt- hvað sé nefnt. í auknum mæli taka hjúkrunarfræðingar þátt í þróunarað- stoð erlendis. Sérmenntun hjúkruna- rfræðinga á ýmsum sviðum hjúkrun- ar verður æ algengari. Hjúkrunarfræðingar verða að vera tæknilega vel menntaðir til að fylgja hinni öru tækniþróun í þjóðfélaginu. Þróunin hefur líka verið í þá átt að hjúkrunarfræðingar sinna meira stjómunar-, leiðbeinenda- og kennslustörfum en samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu frá 1983 grein 29.4 segin „Á svæðis- og deilda- sjúkrahúsum skulu vera hjúkrunar- stjórar deilda. Hjúkrunarstjóri skipu- leggur hjúkrun á deildinni í samráði við hjúkrunarforstjóra og ber ábyrgð á henni“. Á sjúkrastofnunum bera hjúkr- unarfræðingar ábyrgð á að sjúklingar njóti hjúkrunarþjónustu allan sólar- hringinn. Þeir bera ábyrgð á öryggi og velferð sjúklinga meðan á sjúkra- húsdvöl stendur. En ábyrgð hjúk- runarfræðinga nær einnig út fyrir veggi sjúkrastofnana. Hjúkrunar- fræðingar hafa mikil samskipti við fjölskyldu og aðstandendur sjúklinga. Þeir eru ávallt til taks við að svara spumingum og leiðbeina sjúklingum og aðstandendum um meðferð og eftirmeðferð þegar heim er komið. Til að tryggja samfellda þjónustu eru hjúkrunarfræðingar oft tengiliðir annarra heilbrigðisstétta. Sökum stöðugrar nærveru sinnar hafa þeir heildarsýn yfir meðferð sjúklinga og bera ekki einungis ábyrgð á eigin störfum og ákvörðunum heldur einnig allri hjúkrunarþjónustu sem veitt er. Til gamans má geta um könnun sem fjórða árs hjúkrunamemar gerðu á viðhorfi almennings til hjúkmnar og hjúkrunarfræðinga. Þar var spurt hversu mikla ábyrgð hjúkmnarfræð- ingar hafa samanborðið við 18 aðrar starfsstéttir. Kom þá í ljós að einung- is læknar bera meiri ábyrgð í starfí en hjúkrunarfræðingar. Af framansögðu má ætla að hjúkr- un sé fjölbreytt og krefjandi starf. „Ef hjúkrunarfræðing- ar eiga áfram að veita þá þjónustu sem sam- félagið gerir kröfii til má ljóst vera að tryggja þarf mannafla, mennt- un og viðhald þekking- ar.“ En hvers vegna er skortur á hjúk- mnarfræðingum til starfa? Það er ekki vegna þess að hjúkmn sé álitin ógeðfellt og klúrt starf. Heldur aðal- lega vegna þess að laun hjúkmnar- fræðinga em ekki eftirsóknarverð. Ef hjúkmnarfræðingar eiga áfram að veita þá þjónustu sem samfélagið gerir kröfu til má ljóst vera að tryggja þarf mannafla, menntun og viðhald þekkingar. Að öðmm kosti er hætta á að við nálgumst þær aðstæður sem ríktu fyrir rúmri einni öld þegar sjúkrahús vora pestarbæli og hjúk- mnarfræðingar ekki í stakk búnir til að sinna starfí sínu. Höfundar eru starfandi hjúkrun- arfraeðingar á Borgarspítalanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.