Morgunblaðið - 27.04.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.04.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1989 Opið bréftil iðnaðarráðherra: Vörugjald - íslenskt hugvit? eftir Guðlaug Stefánsson Þegar ríkisstjórnarskipti urðu hér á landi sl. haust var ég staddur í sumarleyfi í útlöndum og fylgdist því ekki vel með þeim hlutum. Frétti ég þó fljótlega, að þú hefðir tekið við embætti iðnaðarráðherra, og þóttu mér það þá ánægjuleg og góð tíðindi, þótt ég hefði ekki nema gott eitt af forvera þínum að segja. Astæðan var auðvitað sú, að ég var og er ennþá í hópi þeirra mörgu, sem hafa mikið álit á þér sem sér- fræðingi í efnahagsmálum. Að vísu verð ég að játa, að fyrstu aðgerðir ríkisstjómarinnar í efnahagsmál- um, sem þú áttir án efa stóran þátt í að móta, féllu mér alls ekki í geð og ollu mér miklum vonbrigðum, þar sem þær einkenndust mjög af sértækum ráðstöfunum og milli- færslu í þágu sjávarútvegs, til þess að komast hjá leiðréttingu á gengi og/eða lækkun á innlendum fram- leiðslukostnaði. Þú hefur að vísu fært skelegglega rök að því, að þessar efnahagsráðstafanir hafi verið réttlætanlegar og skynsam- legar. Um það gat ég þó alls ekki sannfærst og get ekki enn. Það breytir ekki því, að ég hef haft fulla trú á þér til góðra verka sem iðnað- arráðherra. Atti ég því alls ekki von á því, að þú tækir því þegjandi að ríkisstjórnin gerði það nánast að reglu að sniðganga hagsmuni iðn- aðarins. Að grisja skóginn ... Ekki hafðir þú lengi setið í emb- ætti iðnaðarráðherra, þegar við hjá Landssambandi iðnaðarmanna höfðum veður af því, að í tengslum við undirbúning fjárlaga væri gælt við það að auka verulega innheimtu vörugjalds og leggja það á ýmsar framleiðsluvörur íslensks iðnaðar, sem það hafði ekki verið lagt á áður. Leist okkur að sjálfsögðu afar illa á það ráðabrugg, þar sem vöru- gjald er meingallað skattform og ógemingur að koma í veg fyrir að það skerði samkeppnisstöðu íslensks iðnaðar. Þetta sjónarmið samtaka iðnaðarins var viðurkennt í verki af fyrri ríkisstjóm, sem ein- faldaði mjög vörugjaldslögin, þann- ig að aðeins fáar og afmarkaðar vörur vom skattskyldar. Mikilvægi þessarar breytingar kemur mjög skýrt fram í ágætri grein, sem þú skrifaðir um fríverslun og ijáröflun Skjótvirkur stíflueyðir Eyðir stíflum fljótt • Tuskur • Feiti • Lífræn efni • Hár • Dömubindi • Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að stíflunni af því að það er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsölustaðir: Shell- og Esso -stöðvar og helstu byggingavöru- verslanir. Dreifing: Hringás hf. s. 77878, 985-29797. ríkisins og birtist í Morgunblaðinu þann 12. desember 1987. Þar sagði m.a. um vöragjöld: „Þá hafa marg- háttuð vöragjöld verið lögð á inn- flutning og innlenda framleiðslu sumra vörategunda. Þetta hefur svo aftur leitt til þess að mikið misræmi hefur skapast milli innflutnings- verðs og innlends vöraverðs ein- stakra vöraflokka annars vegar og hins vegar hefur innlendri fram- leiðslu verið mismunað.“ ....Það var fyrir löngn orðið tímabært að grisja þennan skóg.“ A Iðnþingi íslendinga í nóvember sl. fluttir þú hádegisverðarerindi og svaraðir fyrirspumum. Spurði ég þig þá m.a. hvort þú hygðist sam- þykkja stóraukna innheimtu vöra- gjalds af íslenskum iðnaðarvöram og hráefni til þeirra, sem við höfð- um þá upplýsingar um að væri meðal þeirra skattahækkana, sem til athugunar væra í fjármálaráðu- neytinu. Benti ég jafnframt á, að samkeppnisstaða íslensks iðnaðar hefði farið versnandi, ekki síst þeirra iðngreina, sem gjaldið ætti að bitna á, s.s. húsgagna- og tijá- vöraiðnaðar og málmiðnaðar, auk þess sem aðgerðir ríkisstjómarinn- ar hefðu að verulegu leyti verið ein- hliða í þágu sjávarútvegs. Þú færð- ist undan að svara spurningunni á þeirri forsendu, að ekkert lægi fyr- ir um það, að ríkisstjómin hygðist velja þessa fjáröflunarleið. Ég undr- aðist og varð fyrir vonbrigðum með þetta óljósa svar. Taldi ég mér samt trú um, að í því fælist, að þú teldir litlar líkur á því, að fjármálaráð- herra legði þessa tekjuöflunarleið til, en ef til þess kæmi mundir þú beita þér gegn henni. .. .en planta á ný Aðeins rúmum hálfum mánuði síðar samþykktir þú og ríkisstjórnin í heild að leggja fram framvarp á Alþingi um breytingu á lögum um vöragjald, sem fól í sér stóraukna álagningu vöragjalds á íslenskar iðnaðarvörar og hráefni til þeirra, s.s. húsgögn, innréttingar, alla tijá- vöra og flest annað efni og vörar til bygginga, ýmsar vörar úr málmi til bygginga o.m.fl. Allt var þetta gert til þess að draga úr fram- kvæmdum og fjárfestingu, sem þó stefndi í að vera minni sem hlutfall af landsframleiðslu en verið hefur í rúm fjörutíu ár, og nú um þessar mundir er ríkisstjórnin farin að tala um það í alvöra að hraða opinberum framkvæmdum til þess að auka atvinnu. Framvarp þetta var hið óvandaðasta að allri gerð og m.a. ekki orði að því vikið, hvort og hvemig samkeppnis- og útflutning- siðnaður ætti að losna undan þeirri víðtæku gjaldtöku á hráefnum, sem í því fólst. Landssamband iðnaðar- manna sendi mjög harðorð og ítar- lega rökstudd mótmæli við frum- varpinu, og Félag íslenskra iðnrek- enda var einnig algjörlega mótfallið þvi. Ekkert var hlustað á þetta, hvorki af þér né öðram stjómarlið- um. Frumvarpinu var síðan sullað, í gegnum þingið og hlaut þar væg- ast sagt óvandaða meðferð. Raunar kom breytingartillaga frá ríkis- stjóminni, sem gerði málið hálfu verra en upphaflega frumvarpið, þar sem samkvæmt henni urðu ennþá fleiri íslenskar iðnaðarvörur og hráefni gjaldskyld, einkum fram- leiðsluvörar málmiðnaðarins og hráefni til hans, málning, lökk, gler o.fl. Með þessari vafasömu breyt- ingu var framvarpið síðan sam- þykkt. Þar með hafði fjöldi vöra- gjaldsskyldra iðnfyrirtækja tí- til fimmtánfaldast, þ.e. úr um 40 í 400—600. Þá lendir þessi skattur á hráefnum langtum fleiri iðnfyrir- tækja, sennilega eigi færri en um 1.000 rekstraraðila eða hjá helm- ingi allra fyrirtækja í framleiðslu- iðnaði, jafnframt því sem hann varðar flesta rekstraraðila í bygg- ingariðnaði. Áhrif þessa skatts á íslenskan iðnað má auk þess ráða af því, að gert er ráð fyrir því, að af 2.750 milljóna króna áætluðum tekjum af vöragjaldi komi um helm- ingur af innlendri framleiðslu, og er þar ekki reiknað með vöragjaldi af hráefni til iðnaðar. Áður en „skógurinn var grisjaður“ vora hins vegar um 15—20% tekna af vöra- gjöldum vegna innlendrar fram- leiðslu. Hvað er að vörugjaldi? Ég ætla ekki að misbjóða lesend- um blaðsins með því að útskýra efni vöragjaldslaganna, svo flókin og afspyrnu vitlaus era þau. Til marks um það má hafa, að fjár- málaráðuneytinu og embætti ríkis- skattstjóra hefur ekki ennþá tekist að skýra lögin fyrir starfsfólki skattstjóraembættanna, sem þó eiga að annast framkvæmd þeirra. Fá menn ýmist engin svör eða röng, ef til þeirra er leitað. Til þess að útskýra hve alvarlegt mál er hér á ferð fyrir íslenskan iðnað er þó rétt að nefna nokkur atriði. Vöragjald er vondur skattur'þar sem hann er sértækur, þ.e. hann er lagður á sumar vörar en aðrar ekki. I þessu felst ekki aðeins óeðli- leg neyslustýring heldur einnig gróf mismunun milli framleiðslugreina. Þannig má t.d. spyija, hvaða rétt- læti er það, að ekki „aðeins“ sé lagður 25% söluskattur á íslensk húsgögn og innréttingar, eins og gert er almennt með flestar vörar, heldur jafnframt 9% vörugjald. Þessum iðnaði, eins og reyndar fleiri iðngreinum, hefur m.ö.o. verið gert það, að leggja samtals 34% veltuskatt ofan á söluverð sitt, og aukin heldur að dragnast með al- gjörléga tvöfalt kerfi veltuskatta. í ofanálag skal annar skatturinn leggjast á smásöluverð, en hinn á heildsöluverð, sem raunar er í sum- um iðngreinum alls ekki skilgreint fyrirbæri. Betri aðstoð við „bílskúrsiðnað" hef ég að vísu ekki áður kynnst, en þar með sleppir líka stuðningi við íslenskan iðnað. í þessu sambandi má einnig hafa í huga, að húsgagnaiðnaðurinn hef- ur, þrátt fyrir öflugt uppbyggingar- starf framleiðenda, verið að tapa markaðshlutdeild, ekki síst vegna samkeppni við niðurgreidda erlenda framleiðslu. Auk þess má benda á, að í flestum nágrannalandanna er virðisaukaskattur, sem raunar er alls staðar lægri en söluskattur hér á landi, en sanikvæmt honum fá fyrirtæki, sem kaupa húsgögn, virð- isaukaskattinn frádreginn við skattskil. Mörg fleiri dæmi mætti nefna úr öðram iðngreinum, þótt hér skuii ógert látið. Skattskylda samkvæmt vöra- gjaldslögunum er fjarri því að vera skilgreind á einfaldan og auðskilj- anlegan hátt. Þvert á móti fer skatt- skylda eftir tollnúmerum, ekki bara á innfluttum vöram, heldur skal hið sama gilda um innlenda fram- leiðslu. I þessu sambandi skal vakin athygli á því, að skattskyldan-nær ekki „aðeins“ til verksmiðjuiðnaðar, þar sem framleiddar era staðlaðar vörar í miklum fjöida eintaka, held- ur jafnframt til iðngreina eins og máim- og tréiðnaðar, þar sem fram- leiðslan er síbreytileg og fyrirtækin almennt smá. Þannig eru t.d. um 600 fyrirtæki í þessum iðngreinum með 5 starfsmenn eða færri af um 840 fyrirtækjum alls. Sennilega höfðu fæstir forráðamanna þessara fyrirtækja séð tollskrána áður en þessi lög vora sett. Af rausn sinni gaf ríkisstjórnin þessum mönnum tímann milli jóla og nýárs til að læra á tollskrána, sem er ríflega 1.000 blaðsíðna bók, og margt er þar í „kansellístíl". Þeir þurfa eftir- Íeiðis að meta það í hveiju tilviki, annars vegar hvort vara sem þeir smíða eða framleiða er vörugjalds- skyld (til þess að fá úr þessu skor- ið, getur þurft tollþjón á staðinn) og hins vegar hvort hvert og eitt Guðlaugur Stefánsson „Vörugjaldslögin lýsa hins vegar meira skeyt- ingarleysi um starfs- skilyrði iðnaðarins en ég hef orðið vitni að í þau níu ár, sem ég hef fylgst með þeim málum, og finnst mér í fullri hreinskilni sagt, að allt tal þitt og annarra ráðamanna um „að búa iðnaðinn undir EB 1992“ sé harla marklít- ið og leiðigjarnt á með- an menn standa í þeirri forneskju að þverbijóta 20 ára gömul EFTA- Ioforð.“ hráefni, sem þeir kaupa, er með vöragjaldi. Nefna má dæmi af handahófi um hvað þetta getur þýtt. Fyrirtæki, sem framleiða og selja hurðir eða glugga geta ekki verið þekkt fyrir að bjóða viðskiptavinum sínum upp á það að selja hurðimar eða glugg- ana í einu lagi með lömum, skrám o.þ.h., eins og þó hlyti að teljast heilbrigð skynsemi. Þá þarf að borga vöragjald af heildarverði vör- unnar. En hins vegar lamir, skrár og önnur járnvara er seld sér, telst það ekki gjaldskylt samkvæmt þessum kostulegu lögum. Þeir, sem þurfa að kaupa sér svampdýnu á rúmið sitt, ættu að gæta þess að biðja ekki um dýnu með áklæði, því þá er allt vöragjaldsskylt, heldur að panta annars vegar svamp og hins vegar áklæði, þá þarf ekkert vöragjald að greiða. Bókhaldsmálin era eins og annað „snilldarlega" leyst í vöragjaldslög- unum. Vörugjaldsskyld sala skal fara á eina nótu og gjaldfijáls á aðra nótu. Ef sala fyrirtækisins er jafnframt bæði með og án sölu- skatts, geta nóturnar fyrir sama vekrið orðið fjórar. Síðan þarf að sjálfsögðu að færa keypt hráefni án vörugjalds á einn reikning í bók- haldi og hráefni með vöragjaldi á annan reikning. Þetta er einfalt og gott kerfi og stuðlar væntanlega að þeirri hagræðingu í rekstri, sem fjármálaráðherrann og gott ef ekki fleiri ráðherrar segja, að stjórnvöld hafí verið að „knýja fram“ með fastgengisstefnu og fleira. Þess era mýmörg dæmi, að vöra- gjald leggist á hráefni til fram- leiðslu eða smíði vöru, sem alls ekki er gjaldskyld, þegar hún er flutt inn, og framleiðanda því að sjálfsögðu hvorki gerlegt né heimilt að láta vöragjald koma fram í sölu- verði sínu. Sömuleiðis er algengt, að hráefni í útflutningsvöru séu gjaldskyld, þótt ríkisstjóminni og fíármálaráðuneytinu hafí ekki enn- þá tekist að telja útlendinga á að greiða vöragjald. (Kannski vöra- gjaldið sjálft verði von bráðar út- flutningsvara sem íslenskt hugvit?) í þessum tilvikum eiga iðnfyrirtæki allranáðarsamlegast að geta sótt um „undanþágu“ frá greiðslu vöra- gjalds á hráefni, með því að senda bænarskrá þar að lútandi til fjár- málaráðuneytisins. Þar sem fram- leiðslan er breytileg og hráefnin mörg, þarf skráin oftast að vera löng, til þess að eitthvert gagn sé í henni. Fjármálaráðuneytinu leið- ast hins vegar langar skrár og telur þær „svindl". Þess vegna er algeng- ast að menn fái bara „Njét“ frá Ólafi Ragnari & Co., þ. á m. fyrir- tæki, sem eru að hefja útflutning. Það verður að „styðja íslenskan iðn- að“! Eins og áður sagði hafa skatt- stofurnar sem vonlegt er ekki síður verið í basli með framkvæmd þess- ara iaga en fyrirtæki. Þær hafa að undanfömu verið að senda iðnfyrir- tækjum um allt land heilum 3 til 5 dögum fyrir eindaga, flókna skiia- grein fyrir vöragjald. í umslaginu er jafnframt „vinsamleg" orðsend- ing, þar sem fyrirtækjunum er til- kynnt, að þau hafi bragðist þeirri skyldu sinni, að tilkynna um vöra- gjaldsskylda starfsemi sína og þau skuli „versgú“ skila vöragjaldi, ella hafi þau verra af. Allt væri þetta gott og blessað nema vegna þess, að þessar sakargiftir berast í stór- um stíl til fyrirtækja, sem alls ekki era vöragjaídsskyld. Þeir, sem hafa gerst svo djarfir að leita skýringa hjá skattyfirvöldum á þessari send- ingu, hafa gjarnan fengið þau svör, að sérfræðingamir væru í verkfalli! Ég veit ekki hvort þú, háttvirtur iðnaðarráðherra, getur sett þig í stöðu viðtakanda svona bréfs, en til þess að auðvelda þér það, dettur mér í hug að jafna því við, að Fram- sóknarflokkurinn sendi þér rakkun fyrir flokksskírteini, ásamt hótun um, að hún verði innheimt „með handafli". Hlutverk stjórnvalda gagnvart iðnaðinum Mér virðist, að þú lítir þannig á, að hlutverk stjómvalda gagnvart íslenskum iðnaði sé fyrst og fremst það, að tryggja honum eðlileg starfsskilyrði, en ekki að sjá honum fyrir styrkjum eða vernd fyrir er- lendri samkeppni. Þá hefur þú lagt sérstaka áherslu á nauðsyn þess að búa iðnaðinn og atvinnulífið al- mennt undir opnari tengsl við um- heiminn og aukna samkeppni í ut- anríkisviðskiptum, ekki síst með hliðsjón af innri markaði Evrópu- bandalagsins 1992. Um þessi atriði er ég þér sammála og dreg ekki í efa, að þú hafir þar ýmislegt skyn- samlegt á pijónunum. Vöragjalds- lögin lýsa hins vegar meira skeyt- ingarleysi um starfsskilyrði iðnað- arins en ég hef orðið vitni að í þau níu ár, sem ég hef fylgst með þeim málum, og finnst mér í fullri hrein- skilni sagt, að allt tal þitt og ann- arra ráðamanna um „að búa iðnað- inn undir EB 1992“ sé harla mark- lítið og leiðigjarnt á meðan menn standa í þeirri forneskju að þver- bijóta 20 ára gömul EFTA-loforð. Ég tel miklu meira en tímabært að þú upplýsir þá, sem starfa að íslenskum iðnaði, og kannski líka þá, sem aðhyllast réttlát og skiljan- íeg skattalög, um það, hvað í veröld- inni kom þér til að samþykkja vöru- gjaldið, sem að mínu mati er ís- landsmet í vitlausri skattheimtu, og var þar þó af ýmsu að taka fyrir. Það er sjónarmið út af fyrir sig, sem ég tel þó ekki sjálfgefið, að nauð- synlegt hafi verið að afla ríkissjóði aukinna tekna. Þótt fallist væri á þá skoðun, veist þú allra manna best, að ávallt er um fleiri en eina leið að velja í því efni. Ég kannast alls ekki við það hagfræðirit, sem gæti mælt þessu skattformi bót, en ef til vill gætir þú bætt þar úr van- þekkingu minni. Skattamál era vissulega á for- ræði fjármálaráðherra, og mætti hann og raunar einnig aðrir ráð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.