Morgunblaðið - 27.04.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.04.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1989 Aðalfundur Félags sambandsfiskframleiðenda: Frá aðalfundi SAFF. í frémstu röð frá hægri eru Halldór Þorsteinsson, fundarritari, Ámi Kolbeins- son, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra og Sigurður Markússon, framkvæmdastjóri Sjávarafurðadeildar Sambandsins. Tryggvi Finnsson endur- kjörinn formaður félagsins Síðasta ár það erfiðasta í sögu frystingar TRYGGVI Finnsson, framkvæmdastjóri Fiskiðjusamlags Húsavfkur, var endurkjörinn formaður Félags sambandsfiskframleiðenda á aðalfundi félagsins í gær. Litlar breytingar urðu á stjóm félagsins svo og stjóm- um dótturfyrirtækja Sambandsins í Bandarikjunumn og Bretlandi. Gísla Jónatansson, kaupfélagssfjóra á Fáskrúðsfirði, skorti eitt at- kvæði til að ná lqöri í stjóm beggja dótturfyrirtækjanna. Árni Benediktsson: Frystiiðnaður- inn er gjaldþrota Við kjör í stjóm SAFF höfðu tveir stjómarmanna lokið lqörtímabili sínu, þeir Ríkharð Jónsson, fram- kvæmdastjóri Krikjusands og Guð- mundur Pálmason, framkvæmda- stjóri Hafamarins á Akranesi. Ríkharð gaf ekki kost á sér til endur- Ijörs, en Guðmundur Pálmason var endurkjörinn. Kristján Ólafsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags JKEA á Dalvík kom í stað Ríkharðs. Auk Kristjáns, Guðmundar og Tryggva eiga sæti í stjóm SAFF þeir Pétur Olgeirsson, Vopnafirði, Jóhann A. Jónsson, Þórshöfn, Jakob Kristinsson, Bfldudal og Hermann Hansson, Höfn. Á fundinum voru kjömir tveir full- trúar í stjóm Iceland Seafood Ltd, í Bretlandi. Kosningu hlutu Tryggvi Finnsson, með nokkrum yfirburðum og Ólafur Jónsson, framkvæmda- stjóri, sem hlaut 7 atkvæði. Næsti komu Gísli Jónatansson á Fáskrúðs- firði og Einar Svansson á Sauðár- króki með 6 atkvæði. Að auki skipar „Fjórir „draugar” sóttu harðast að íslenzkum fyrir- tækjum í fram- leiðslu til útfiutn- ings á síðasta ári; samdráttur í magni, lækkandi verð erlendis, fslenzk verðbólga og íslenzkur fjármagnskostnaður. Þessum fjórum draugum verður að koma fyrir til að bæta stöð- una,“ sagði Sigurður Markússon, framkvæmdastjóri Sjávarafurða- deildar Sambandsins, meðal ann- ars. í erindi sínu nefndi Sigurður að samdráttur 1 frystingu hefði orðið 5,9%, útflutt magn frystra afurða hefði dregizt saman um 12,1% og útflutningur annarra afurða dregizt saman um 26%, en aðalástæða þess væri minni útflutningur á skreið. Verðmæti alls útflutnings deildarinn- ar hefði verið um 7 milljarðar króna, 5,4% minna en árið áður. Sigurður sagði, að á síðasta ári hefði útflutningur frystra afurða landsmanna fallið úr 172.950 tonn- um í 159.000 eða um 8%. Meðalverð á útfluttum freðfiski hefði hækkað Sambandið tvo menn í stjóm fyrir- tækisins. Frá þeirri skipan verður gengið í dag, en reglan hefur verið að forstjóri Sambandsins og fram- kvæmdastjóri Sjárvarafurðadeildar skipi þessi sæti. Það eru Guðjón B. Ólafsson og Sigurður Markússon. Hvað þá varðar gildir það sama um Iceland Seafood Corporation, dóttur- fyrirtæki Sambandsins í Banda- ríkjunum. í stjóm þess fyrirtækis vom í gær kjömir þeir Hermann Hansson með 22 atkvæðum og Mar- teinn Friðriksson, áður fram- kvæmdastjóri Fiskiðju Sauðárkróks, með 13 atkvæðum. Næstur kom Gísli Jónatansson með 12 atkvæði. Auk fjórmenninganna á bandaríski lög- fræðingurinn William Boswell sæti í stjóminni og er það samkvæmt lög- um þar vestra. Á fundinum kom fram mikil svart- sýni um rekstur frystingar, einkum vegna mikils taprekstrar á síðasta ári, sem er talin sá mestsi í sögu frystingar hér á landi. Aðalfundir um 7,8% í íslenzkum krónum talið, en meðalgengi erlendra gjaldmiðla hefði hækkað um 14,2%. Raunveru- leg lækkun hefði því orðið á afurða- verðinu. Þá gat hann þess, að á ár- inu 1988 hefði meðaltal helztu vísi- talna hækkað um 23,4% til 26,4% og meðaltal skuldavaxta hefði þá verið á milli 31 og 32%. Sigurður vék síðan máli sínu að því hvemig kveða mætti niður draugana fjóra. Samdrátt í magni væri áreiðanlega auðveldast að lækna með því að draga nokkuð úr þeim mikla útflutn- ingi á óunnum fiski sem nú hefur viðgengizt um hríð. Slík aðgerð, framkvæmd af skynsemi og hóf- semi, myndi sennilega tryggja fersk- fískmönnum og gámavinum sama heildarverðmæti fyrir minna magn og hún væri til þess fallin að styrkja verulega freðfískmarkaði okkar í Evrópu, í stað þess að grafa undan þeim eins og nú gerist. Ein vísasta leiðin til að draga úr óhagstæðum verðsveiflum erlendis er fólgin í að auka verðmæti þess magns og þeirra afurða, sem fyrir hendi eru. Eg fullyrði, að nú sé ver- ið að gera meira átak í þessu efni á okkar vegum en nokkru sinni fyrr. dótturfyrirtækjanna verða haldnir í dag. „Hvalveiðar okk- ar og mótmæli hvalfriðunar- sinna settu hvað mestan svip á markaðsstarf okkar á síðasta ári. Stjóm SAFF hefiir haft vem- legar áhyggjur af þessari þróun og fjallaö um þessar aðgerðir gegn okkur á fiestum fiindum sínum. Stjómin hefiir ekki beitt sér gegn stefnu sijómvalda i hval- veiðimálinu, en látið sjávarútvegs- ráðuneytið stöðugt vita um þá erfiðleika, sem þessar vísindaveið- ar hafa valdið okkur. Stærsta áfallið var þegar Long John Sil- ver’s hætti viðskiptum við Iceland Seafood í byrjun siðasta árs. Eins Um nægilega mergjaðan yfírsöng yfir verðbólgudraugnum hljótum við að líta til landsfeðranna. Ég minni þó á það, sem ég hef áður sagt á þessum stað, að verðbólgan er ekk- ert einkamál stjómmálamanna; hún verður aldrei kveðin niður nema fólk á öllum sviðum þjóðlífsins láti sér skiljast að við verðum að koma þess- um vágesti á kné og í rauninni betur en það - endanlega undir græna torfu. Hér er ekkert minna að veði en framtíð okkar í þessu landi. Þá er það loks íjármagnskostnað- urinn. Mér hefur oft fundizt vandinn vera sá, að verðbólgan hefur verið látin ráða ferðinni. Menn hafa í raun- inni sagt, landsfeður sem landslýður, verði það að vera sem vill um verð- bólguna og svo setjum við nafn- vextina um það bil 10% fyrir ofan hana og þar með er réttlætinu full- nægt. Við hefðum að sjálfsögðu átt að snúa þessu við og segja sem svo: Nafnvextir mega aldrei verða hærri en 20%, sem aftur leiðir af sér að verðbólgan má aldrei verða hærri en 10%. Ennþá betra hefði verið að setja sér að markmiði 5% verðbólgu og 12 til 15% nafnvexti og stefna þeim aðgerðum að 6si.“ „Frystiiðnað- urinn er gjald- þrota. Sennilega eru miklu fleiri greinar íslenzks atvinnulífs gjald- þrota. Til dæmis er stór hluti fisk- veiðiflotans mjög illa farinn. Orsakir þess að svona er komið eru nokkrar. Sú veigamesta er efnahagsstjóm síðustu 10 ára, en stór þáttur hennar hefur ver- ið að reka atvinnuvegina á blekk- ingum. Þá hefiir almennt viðhorf til afkomu atvinnufyrirtælga átj sinn þátt, ekki sízt fyrir það að þetta almenna viðhorf hefiir náð langt inn í raðir atvinnurekenda sjálfra. Meirihluti þeirra hefiir jafnan verið þess albúinn í samn- ingum að teygja sig svo langt að auðséð var að ekkert vit var í,“ og kunnugt er, var Long John Silver’s okkar langstærsti kaup- andi á þorskflökum i Bandaríkjun- um,“ sagði Tryggvi Finnsson, formaður stjórnar SAFF. „Vísindaveiðunum lýkur nú í sum- ar og þar með hvalveiðum okkar, þar til og ef alþjóðahvalveiðiráðið leyfir hvalveiðar aftur. Það er von mín að í haust komist aftur á kyrrð á mörk- uðunum enda er útilokað að vera með eðlilegt og framsækið markaðs- starf við þessar aðstæður. Alvarleg- ustu áhrifin af mótmælum grænfrið- unga meðan á vísindaveiðum okkar hefur staðið, eru að við höfum ekki getað sótt fram og rutt nýjar braut- ir á mörkuðunum, miklu fremur en að einstakir kaupendur hafi hætt viðskiptum við okkur. Starf okkar, bæði í Bandaríkjunum og á megin- landi Evrópu, hefur verið varnarbar- átta, en hefði þurft að vera starf til sóknar," sagði Tryggvi um hvalveið- arnar og áhrif þeirra. Tryggvi rakti síðan starfsemi SAFF frá síðasta aðalfundi, nefndi stofnun samstarfsnefndar atvinnu- rekenda í sjávarútvegi, skipulagsmál Sjávarafurðadeildar Sambandsins og drap á nauðsyn sérstakrar opinberrar fískvinnslustefnu. „Núverandi kerfi hefur leitt til harðvítugrar samkeppni um yfirráð yfir aflakvótanum í formi uppsprengds verðlags á skipum. Meðalaflakvóti togara er í dag verð- lagður á 140 til 150 milljónir króna. Gjaldþrot útgerðarfélags eða sala á skipum úr sjávarþorpi getur leitt til gjaldþrots þess og gert fólkið, sem þar býr, eignalaust. Því verða endur- skoðuð lög um stjómun fiskveiða að taka fullt tillit til hagsmuna fisk- vinnslunnar og byggðarlaganna, sem byggja allt sitt á sjávarútvegi.“ Tryggvi ræddi loks afkomumálin og efnahagsumhverfíð: „Aðalfundur samtaka okkar nú á vordögum er haldinn í skugga eins erfiðasta rekstrarárs, sem yfír _ íslenzkan frystiiðnað hefur dunið. Ársuppgjör frystihúsanna eru nú að birtast hvert af öðru. Ljóst er að flest þeirra eru gerð upp með tugmilljóna tapi. Má segja að hér sé um algjöra eignaupp- töku að ræða... Á árinu_ 1988 sátu tvær ríkis- stjómir á íslandi. Hvoragri þessari ríkisstjórn tókst að skapa sjávarút- veginum og raunar allri atvinnustarf- semi í landinu, að bönkum og verð- bréfafyrirtækjum einum undanskild- um, eðlilegan rekstrargrundvöll. Óg Tryggvi sagði einnig:,, Eitt ár í viðbót með bullandi hallarekstri þolum við ekki. Afleiðingarnar yrðu stórkostlegt hran í fiskvinnslu áður en þessu ári lýkur.“ sagði Árni Benediktsson, fram- kvæmdastjóri SAFF, í framsögu- erindi sínu. Ámi sagði, að allar ríkisstjórnir síðustu 10 árin, og reyndar lengur, hefðu verið sammála um að útflutn- ingsgreinar atvinnulífsins skyldu búa við önnur skilyrði en aðrar at- vinnugreinar til verðlagningar framleiðslu sinnar. Mörgum ríkis- stjórnum hefði þótt sjálfsagðast af öllu að sumar atvinnugreinar réðu kjörum sínum sjálfar á meðan aðrar væra þrælbundnar af ákvörðunum ríkisstjórnar. „Árið 1988 var versta ár í sögu hraðfrystingar hér á landi frá því hún komst sæmilega á legg fyrir 50 áram. Tölur um endanlega af- komu allra fyrirtækja í greininni liggja ekki ennþá fyrir, þar sem uppgjörum er ekki að fullu lokið. Mér hafa þó borizt í hendur upp- gjör fyrir um 90% af frystihúsum innan SAFF. Halli á rekstri þeirra er í fullu samræmi við það, sem kom fram í úttekt endurskoðenda á slíðastliðnu hausti á rekstri 30 frystihúsa. í samræmi við það má búast við að rekstrarhalli frystiiðn- aðarins í heild hafi á árinu 1988 numið 10 til 12%. Halli ársins 1988 á sér margar skýringar. Mjög veralegur halli var orðinn á síðustu mánuðum ársins 1987. Almennt gerðu menn sér ekki ljósa grein fyrir því, þar sem fyrri hluti ársins hafði verið góður. En í ársbyrjun 1988 var hallinn kominn yfir 10%. Kjarasamningar vora gerðir smátt og smátt framan af ári. Fallizt var á stórhækkun launa þrátt fyrir hallann á frystiiðn- aðinum og fjölmörgum öðram at- vinnugreinum. í lqölfar launasamn- inga fylgdi að gengið var Iækkað, fyrst um 6% í febrúarlok og síðan um 10% um miðjan maí. Á útmán- uðum fór afurðaverð að lækka og hélt svo áfram fram eftir sumri, en í árslok var verð frystra afurða um 11% lægra en í ársbyijun," sagði Árni. Ámi ræddi síðan ýmsar aðgerðir núverandi ríkisstjómar, sem hann sagði hafa bætt stöðuna nokkuð. Síðan sagði hann: „Það kemur oft sú stund í lífi samsteypustjórnar, að hún hætti að ná árangri. Sú stund er runnin upp hjá núverandi ríkisstjórn. Og hversu svo sem ein- stakir ráðherrar hennar era af vilja gerðir til þess að láta gott af sér leiða, kemur það fyrir ekki. Ríkis- stjómin sem heild nær ekki saman um nauðsynlegar aðgerðir. Ef ríkis- stjórn nær ekki saman á fyrstu mánuðum ferils síns, eru litlar likur á því að það takist síðar. Það er því ekki seinna vænna fyrir núver- andi ríkisstjórn að taka á.“ Árni ræddi ennfremur mat á stöðu fyrirtækja í sjávarútvegi og það misræmi sem fram kæmi í mati Þjóðhagsstofnunar og stjóm- enda viðkomandi fyrirtækja. Sagði hann þar muna miklu og mikið vanta upp á að stofnunin mæti alla nauðsynlega þætti inn í útreikninga sína. Þjóðhagsstofnun teldi fryst- inguna rekna með um 2% tapi en 6% tap væri nær raunveruleikanum. „I heild er frystiiðnaðurinn því sem næst eignalaus, þrátt fyrir að eign- ir hafi verið uppskrifaðar langt umfram það, sem eðlilegt er. Það er varla ofmælt að atvinnugrein, sem þannig er stödd, sé gjaldþrota, þó enn megi finna fyrirtæki, sem geta hjarað enn um sinn. Af þeim 100 fyrirtækjum, sem teljast til frystihúsa, er meira en helmingur- inn með neikvæðan höfuðstól; nokk- ur geta talizt vera réttu megin við strikið og geta þraukað í nokkur ár til viðbótar að öðra óbreyttu; 6 til 10 frystihús hafa ef til vill mögu- leika til langlífis," sagði Árni Bene- diktsson. Sigurður Markússon: Fjórir draugar sóttu að útflutningsfyr irtækj um Tryggvi Finnsson: Stjórnkerfí sjávarútvegs- íns andsnúið fískvinnslunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.