Morgunblaðið - 27.04.1989, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 27.04.1989, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1989 ^HITACHI Sjónvarpstæki sem treystandi er á. 3ja ára ábyrgð /M*RÖNNNG •//“// heimilistæki KRINGLUNNI OG NJÁLSGÖTU 49 SlMI 685868/10259 NOTAÐU PA i'L) r ® Seba Med hreinlætisvörurnar cru mildar og alKalílausar og styrkja því og vcrnda náttúrlegt vamarlag húöarinnar. * Seba Med vörurnar mæla með sér sjálfar. Þeir sem kaupa þær einu sinni kaupa þær aftur og aflur. ■ ■ -.—.................-...-...-.. ........... 1 Seba Mcd fæsi í apólekum og bciri mörkudum. Ileildsölubirgdir: FKICO. Þjáist þú af bak- þreytu ogvöðvabólgu? ÞANNIG VINNUR NADA: Bakstykki, 42x16 cm, er haldið að mjóhryggnum með tveim böndum, sem smeygt er fram fyrir sitthvort hné. Lengd band- anna er stillanleg og þannig hægt að ráða stuöningi bak- stykkisins við mjóhrygginn og þá um leiö slökun vöðva í baki og herðum. Þessi einfaldi búnaður skapar ótrúlega vellíðan. Prófadu NADA í nokkra daga í vinnunni eða heima. VIÐ ENDURGREIÐUM ÞÉR að fullu, ef þú ert ekki ánægður. w AFSLATTUR til örorku- og ellilífeyrisþega. HÁBER G ” j SKEIFUNNI 5A, SÍMI: 91 I-8 47 88 mmhmhbwbhbwbi Þessir hringdu . .. Gleraugu fundust ÓlaSa Þórhallsdóttár hringdi. Gleraugu í rósóttu tauhulstri fundust klukkan sex á mánudag fyrir utan Úlfarsfell á Hagamel. Upplýsingar í síma 82094. Brúðuviðgerð Annie Helgason hringdi. í Velvakanda á þriðjudag var spurt um brúðuviðgerðir. Ég þekki gamlan mann sem er mjög laginn við slíkt og tekur það að sér. Síminn hjá honum er 25310. Þess má geta að hann gerir ekki bara við brúður heldur límir líka postulín. Fjölskyldan, hornsteinn þjóðfélagsins Danielle Somers hringdi. Ég hringi vegna skrifa Birgis ísleifs Gunnarssonar um mannrétt- indamál. Væri ekki hægt að birta Mannréttindasáttmála Evrópu í Morgunblaðinu lesendum til glöggvunar og jafnvel dreifa hon- um í skólana? Mér finnst að Birgir ísleifur ætti sérstaklega að beita sér fyrir ákvæði númer 12 sem lýtur að réttinum til hjónabands og til að stofna íjölskyldu. Þetta ákvæði ætti að vera í íslensku stjórnarskránni. í nágrannalöndum er að fínna ráðuneyti fyrir fjöl- skyldumál en hér eru ekki einu sinni til lög um fjölskylduna og þó er hún sögð homsteinn samfélags- ins á hátíðisstundum. Það ætti að tryggja rétt ijölskyldunnar áður en farið verður að tala um að stofna umhverfismálaráðuneyti. Gagnfræðingar úr Ingimarsskólanum Elín hringdi. Ég vil minna alla gagnfræðinga úr Ingimarsskólanum árið 1949 á að við hittumst laugardaginn 29. apríl kl. 19. Ruslið í Reykjavík Húsmóðir í Reykjavík hringdi. Mér þykir vænt um Reykjavík. Það þyrfti hins vegar að hreinsa götumar betur. Hreinsunardeildir borgarinnar komast ekki að stífluð- um niðurföllum vegna bílanna sem alls staðar em fyrir. Fólk ætti því sjálft að hreinsa hjá niðurföllunum. Menn tala um að lambakjötið sé svo dýrt að upp hlaðist birgðir af því. Um daginn var hægt að kaupa afbragðsskrokka á niðursettu verði, 169 krónur kg, að vísu án læris, en þetta voru kostakaup engu að síður. Leyfúm krönsunum að vera Ekkja hringdi. Maðurinn minn var jarðaður á þriðjudag í Fossvogskirkjugarði en þegar ég ætlaði á laugardag að vitja leiðisins var búið að fjarlægja alla kransa og skreytingar. Mér fínnst nú ekki hægt að gera manni þetta. Kunnugir segja mér að venjulega sé blómaskreytingum leyft að vera uns þær visna og vil ég mælast til þess að starfsmenn kirkjugarða bregði ekki út af þeirri venju. Úrtýndist Seikó-karlmannsgullúr týndist í Hollywood á þarsíðasta laugardag. Finnandi hringi í Kristínu í síma 656191. Leðurtaska fannst Guðrún hringdi. Ég fann svarta leðurtösku með axlaról á bílastæði á móts við Hót- el ísland á sunnudag. í töskunni voru snyrtivörur og kvenmanns- gleraugu. Upplýsingar í síma 71481. Gott leikrit fyis Grétarsdóttir hringdi. Ég er nýbúin að sá leikritið „Hvað gerðist í gær?“ hjá Alþýðu- leikhúsinu. Það fjallar um gyðinga- stúlku í í nasistafangabúðum. Leik- ur Guðlaugar Maríu heldur áhorf- andanum hugföngnum og hvet ég fólk til að láta sýninguna ekki fram hjá sér fara, sérstaklega hefðu ungmenni, sem ekki vita mikið um nasismann, gott af að sjá hana. Leðurjakki og svart veski týndust Svartur þykkur leðuijakki og svart veski með snyrtidóti týndust á Hótel Borg á laugardagskvöld. Sá sem hefur þessi gripi undir höndum er vinsamlegast beðinn að hafa samband við Sonju í síma 46900 eða 42502. Fundarlaun. Hvar er Kosmo-pokinn? Svandís hringdi. Ég gleymdi hvítum Kosmo-poka fullum af fötum í bíl hjá strákum sem gáfu mér far klukkan 3 á þarsíðsta föstudag frá Hollywood niður í Tungl. Síminn hjá mér er 673121. Fundarlaun. Gleraugu töpuðust í febrúar Hailiði hringdi. Ég tapaði vönduðum gleraugum í febrúar á leiðinni frá Háaleitis- braut 1 að Vökuportinu og þaðan að versluninni Nóatúni. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 38275 eða 623737. Erindi Hallgríms Magnússonar 14. apríl spurði Viggó Nataels- son um erindi Hallgríms Magnús- sonar læknis um „New Start“. Þetta erindi verður birt í tímariti Heilsuhringsins, Hollefni og heilsu- rækt, sem kemur væntanlega út í september. 4 4 i 4 I Vornámskeið að hefjast! Enskunámskeið fyrir hressa krakka 6-11 ára: leikur og nám hálfan daginn: Stuttar ferðir, leikir, myndbandsefni, sögustund, o.fl. Rabb-námskeið fyrir futlorðna (12 klst.) Enska Franska Spænská ítalska Þýska Fyrir þá sem geía bjargað sérá tungumálinu. Sumarskólar erlendis almenn og sérhæfð tungumála- námskeið fyrir börn og fullorðna. Allar nánari upplýsingar í síma 10004 og 21655 hjá: MÁLASKÓLANUM MÍMI / Ananaustum 15, 101 Reykjavík 4 4 4 4 H

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.