Morgunblaðið - 27.04.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.04.1989, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUÐAGUR 27.- APRÍL 1989 * JAPAN - STÆRSTI FISKMARKAÐUR HEIMS Stofimn söluskrifetofii í Japan rétt ákvörðun — segir Friðrik Pálsson, forstjóri SH „EG VIL engu spá um það hve miklu Japansmarkaður geti skipt okkur í framtíðinni,“ segir Friðrik Pálsson, forstjóri SH. „Það er svo margt sem hefur áhrif á það. Bandaríkjamarkaður- inn hefur verið okkar stærsti markaður um árabil og ég held að ekkert bendi til annars en að hann verði það áfram. Hann hefur staðið af sér þær sveiflur, sem orðið hafa á verðgildi dollarans á undanfórnum árum með þeim hætti að við erum enn að flylja þangað okkar dýrustu pakkningar. Það að mest er að hafa upp úr því að vinna fyrir þann markað, sýnir hversu sterkur hann er.“ Friðrik Pálsson var fyrir nokkru staddur í Japan ásamt Jóni Ingvarssyni, stjómarform- anni SH. „Ástæðan fyrir ferð okkar hingað er sú að við höfum nýverið sent bréf til allra við- skiptavina okkar hér í Japan, þar sem við skýrðum frá þeirri ákvörðun stjómarinnar að stofna hér sérstaka markaðsskrifstofu. Við ákváðum að fylgja því bréfi eftir með heimsókn til stærstu viðskiptavina okkar til frekari viðræðna við þá. Það er skemmst frá því að segja að viðbrögðin hafa þegar verið mjög góð. Ég er sannfærður um að þama höf- um við tekið rétta ákvörðun, en það er sjálfsagt rétt að geta þess um leið, að mjög dýrt er að setja upp skrifstofu af þessu tagi í Japan. Það er því gert að yfirveg- uðu ráði og hefur verið í undir- búningi í mjög marga mánuði. Við vonum þvi að þetta skili góðum árangri. Sú breyting, sem er að verða á neyzluvenjum hér, kann að verða meiri en við höldum nú. Ég held það sýni sig eftir núver- andi skoðun á markaðnum, að við SH-menn höfum staðið okkur vel og verið fljótir að finna þær glufur, sem hafa myndazt. Á síðasta ári og þessu er farið að bera á aukinni sókn annarra inn á þennan markað. Það mun hafa sín áhrif, til dæmis á verð. Því verður erfíðara en ella að selja hingað, þannig að ég er alls ekki tilbúinn til að segja að Japans- markaður verði okkur íslending- um eitthvað sérlega hagstæður á næstu misserum. Ég er sann- færður um að hann, eins og aðr- ir markaðir, á eftir að leita jafn- vægis. Við hvaða verð og magn það verður á eftir að sýna sig. Það, sem ég held að geri Japans- markað sérstaklega spennandi fyrir okkur, er að okkur verður að takast að halda okkur í hærri kantinum á honum í verði og gæðum. Takist það, getum við hæglega haldið áfram að yfir- vinna þann kostnaðarmun sem felst í því að fiytja varninginn svo langa leið. Þá getum við ábyggilega haldið áfram að vera sterkir inni á þessum markaði. Hvort Japansmarkaður verði okkar stærsti markaður í fram- tíðinni vil ég ekki spá í, enda skiptir það í sjálfu sér ekki máli. Aðalatriðið er að hann verði með í hinu sterka markaðsmynstri SH, hvernig sem það lítur út á hveijum tíma, SH hefur flutt fisk til Japan í nokkuð langan tíma, lengst af loðnu og loðnuhrogn, mismikið eftir árum. Eftir því hvemig Morgunblaðið/HG Steindór Gunnarsson hampar einum golþorskanna í fiskmarkaði Tókýóborgar. Helgi Þórhallsson, skrifstofustjóri SH í Japan, og Jón Magnús Kristjánsson, deildarsljóri i Japansviðskiptum SH, fylgj- ast með og japanskur fiskkaupmaður sömuleiðis. Ókúttaður golþorskur, aldamótakarfi og svil Hraðfrystistöðin í Reykjavík kannar mög’uleika á sölu á Tsukiji-markaðnum ÓKÚTTAÐUR golþorskur, aldamótakarfi og svil frá Hraðfrystistöðinni í Reykjavík voru meðal þess, sem var til sölu á fískmarkaði Tókýó- borgar í upphafi febrúarmán- aðar. Aíúrðir þessar vöktu nokkra athygli fyrir gæði og sagði Tado Ishii, einn mark- aðsstjóranna, að svilin, sem að þessu sinni hefðu komið frá Islandi, bæru af þeim sem áð- ur hefðu komið. Verð á svilj- unum reyndist þó Iægra en vonazt var til. Steindór Gunnarsson, verk- stjóri Hraðfrystistöðvarinnar, sagðist ánægður með viðtökur fisksins og taldi að hér gæti opnazt mikilvægur markaður fyrir þessar afurðir, þó svo yrði ekki endilega strax. Verð á sviij- um var í kringum 500 til 700 jen á kíló, 200 til 280 krónur. Það dugir ekki til að standa undir öllum kostnaði. Það gekk þó ekki andskota- laust að koma íslenzka fiskinum út. Vegna ísingar gat flugvél Flying Tigers ekki lent á íslandi eins og til stóð. Því var gripið til þess ráðs að senda fiskinn með Flugleiðum til Frankfurt. Þaðan fór hann með vél Flying Tigers í gegn um New York, Ohio, Anchorage og loks til Na- rita-flugvallar i Tókýó. Flugið tók því alls nálægt tveimur sólar- hringum og sagði Steindór að það hefði verið erfitt en ánægju- legt, því að hefði þessi möguleiki ekki komið til hefðu afurðirnar skemmzt og fyrirtækið orðið fyr- ir stórtjóni. Hann sagðist vilja koma á framfæri sérstökum þökkum til umboðsmanna Flying Tigers á íslandi, sem hefðu stað- ið sig með eindæmum vel og bjargað málinu. Friðrik Pálsson kannar Tsukiji-markaðinn ásamt Helga Þórhalls- syni og Jóni Magnúsi Kristjánssyni, starfsmönnum SH. markaðurinn var og eftir því hvemig loðnu- og loðnuhrogna- vertíðin tókst. SH var brautryðj- andi í því að hanna til þess tæki á Islandi að koma hrognafram- leiðslu í gang. Síðustu þijú til fjögur árin hefur orðið geysileg breyting á útflutningi okkar, bæði hvað varðar magn og aukna íjölbreytni. Mikið hefur verið selt til Japans af rækju, karfa, grálúðu, síld og langlúru til dæmis auk loðnuafurðanna. Það er því orðinn mjög breiður grunn- ur undir þessum viðskiptum og þau hafa festst mjög í sessi. Aukning á viðskiptum SH við Japan gerist líka vegna mjög mikilla breytinga á gengi gjald- miðla á sama tíma. Jenið styrk- ist jafnt og þétt og aðrar mynt- ir, sem voru okkur mikilvægar eins og dollarinn, hafa lækkað. Það hefur því verið mun auðveld- ara en ella fyrir japanska mark- aðinn að taka við þessari aukn- ingu. Annað, sem máli skiptir, er að sjálfsögu það, að á undanföm- um ámm hafa Japanir verið að auka fiskinnflutning verulega. Það hefur gerzt vegna breytinga á fiskveiðilöggjöf margra landa og fiskveiðiheimildum Japana á áður hefðbundnum slóðum. Afl- inn hefur því dregizt saman og samdrættinum verið mætt með auknum innflutningi, en fisk- neyzla hér er sú mesta í heimi á mann. Á síðastliðnum tveimur árum hefur útflutningur SH til Japans numið um fjórðungi af öllum útflutningi samtakanna, en um 16 til 17% af verðmæti. Það stafar af því að útflutningur til Japans er að mestu á heilfrystum fiski og því er verðið lægra en til dæmis fyrir flökin. Þá er verð á loðnu ekki mjög hátt á hvert- kíló, þó sala hennar sé framleið- endum og sjómönnum mjög mik- ilvæg búbót. Engu að síður gefur vinnslan fyrir Japan mjög vel af sér miðað við aðra vinnslu yfir- leitt. Nýja varan, sem er að koma frá Bretlandi, er hluti af mark- aðsnýjung. Til þessa hefur ekki verið mjög mikið um tilbúna fisk- rétti á þessum markaði, en neyzla þeirra hefur þó aukizt mjög hröðum skrefum allra síðustu árin. Fyrirtækið Nich- erei, sem er að markaðssetja þessa fiskrétti fyrir okkur, er leiðandi í sölu frystra matvæla. Að þeir skuli leggja eins mikið undir og raun ber vitni við mark- aðssetningu á skyndiréttum, sýnir eingöngu að þeir, í það minnsta, hafí trú á breyttum neyzluvenjum í þessa átt, að aukning verði í tiltölulega meira unnum hraðréttum, en til þessa hafa verið. Það er því mjög spennandi fyrir hið unga fyrir- tæki okkar í Grimsby að komast inn á þennan markað. Það var enginn vafi á því að þátttaka Lindu Pétursdóttur í vörusýningu Nicherei vakti mikla athygli. Hún dró athyglina að Islandi og íslenzku vörunum, sem þama voru til sýnis. Mér finnst ánægjulegt að Nicherei- menn skyldu vera svo áhuga- samir og nýjungagjamir að grípa það tækifæri að fá ungfrú heim til að koma á þessa sýningu og taka þátt í markaðssetningu nýrrar vöru, ættaðrar frá Is- landi. Það var enginn vafi á því að sú sú athygli, sem Linda vakti, var hápunktur sýningar- innar með glæsilegri framkomu. Hún var Islandi til mikils sóma,“ sagði Friðrik Pálsson. Sambandið stefhir á svil, lifur oglax „ÞAÐ er þó nokkuð síðan við fórum að athuga möguleika á útflutningi á ferskum sjávar- afurðum til Tókýó. Við byijuð- um á því áður en Flying Tigers byijuðu að lenda hér, höfðum meðal annars rætt við Japan Airlines. Megin hindrunin á þessari leið virðist vera flutn- ingskostnaðurinn," segir Benedikt Sveinsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Sjávaraf- urðadeildar Sambandsins. Benedikt segir að vegna flutn- ingskostnaðarins, séu möguleik- ar á útflutningi takmarkaðir, þrátt fyrir hátt verð á markaðn- um. Mögulegt sé að selja skötu- selslifur og svil austur um, en þar sé söfnun afurðanna aðal- vandinn. Hann telur ennfremur að möguleiki sé á útflutningi á laxi, en tæpast á öðrum fiskteg- undum. „Tilraunir Sölumiðstöðv- ar hraðfrystihúsanna eru já- kvæðar og þó við höfum ekki enn nýtt okkur flug Flying Tigers, þýðir það ekki að við höfum ekki athugað málið. Við stefnum á útflutning á þessum tegundum, sviljum, lifur og laxi. 25% af öllum frystum afurðum okkar miðað við magn á síðasta ári fór til Japans og er sá mark- aður orðinn jafnstór Bandaríkja- markaðnum. Þetta er traustur markaður og við höfum mikinn áhuga á honum, teljum hann geta verið framtíðarmarkað fyrir mikið af afurðum okkar," sagði Benedikt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.