Morgunblaðið - 27.04.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.04.1989, Blaðsíða 31
' "HORGUNBESBH) T1MMTUDAGÚR 27. ÁPRÍL 1989 )E 31 Verslunin Vatnsrúm opnuð á nýjum stað Grunuð um að svíkja tvær milljónir af gömlum manni Rannsóknarlögregla ríkisins hefur til meðferðar kæru á hend- ur fyrrum starfstúlku á vistheim- ili aldraðra í Reykjavík vegna gruns um að hún hafi fært sér í nyt bágt ástand eins vistmanna til að hafa af honum um tvær milljónir króna. Arnar Guðmundsson deildarstjóri hjá RLR staðfesti í samtali við Morgunblaðið að kæra hefði borist frá aðstandanda vistmannsins vegna þessa um áramót og væri rannsókninni ekki að fullu lokið. ' Hann sagði óumdeilt að konan, sem mun vera um fimmtugt, hefði fengið fyrrgreinda ijárhæð að láni frá manninum með nokkrum greiðslum á einu ári og að ekkert hefði verið endurgreitt. Hins vegar mundi ríkissaksókn- ari að lokinni rannsókninni leggja mat á hvort hann teldi að konan Amar sagði aðspurður að mál af hefði notfært sér bágt ástand þessu tagi væm fátíð en ekki eins- mannsins til að hafa af honum féð. dæmi. Breskur miðill á Rás 2: Skyggnilýsingar í beinni útsendingu BRESKUR miðill, Gladys Fieldhouse, ætlar að vera með skyggnilýsing- ar í beinni útsendingu á Rás 2 í dag. Hlustendur geta hringt í dægurmá- laútvarpið og Gladys lýsir því sem hún sér á meðan hún er i sambandi við hlustandann. Sigurður Salvarsson, einn umsjón- armanna dægurmálaútvarpsins, sagði að Gladys yrði með skyggnilýs- ingar sínar í þættinum „Þjóðarsálin", sem hefst klukkan 18. „Hlustendur hringja til dægurmálaútvarpsins og fá samband við Gladys. Hún lýsir svo því sem hún sér og við verðum með túlk til að túlka orð hennar jafnóð- um.“ VERSLANIRNAR Vatnsrúm hf. og Rúmgott sf. hafa gengið í eina sæng, flutt sig um set og opnað að nýju í Skeifunni 11 undir nafii- inu Vatnsrúm hf. Verslunin Vatnsrúm sérhæfir sig í vatnsrúmum. Fyrirtækið hef- ur m.a. umboð fyrir „Land and Sky“- rúm, dýnur frá Banda- ríkjunum og norsku Sovehjerte- rúmin. Sú nýbreytni hefur nú ver- ið tekin upp að bjóða tveggja mánaða skilafrest á rúmum og dýnum. (Úr fréttatilkynningii) smá auglýsingar ÚSNÆÐI ÓSKAST Ath.I Unga stúlku bráðvantar herb. á leigu í Hafnarfirði. Reglusemi og góðri umgengni heitið. Uppl. i síma 98-22386, Gurra. TILKYNNINGAR Fyrirlestur Er Messías kominn aftur? verður haldinn á Hótel Lind fimmtudaginn 27. apríl klukkan 20.30. IUENNSLA Vélritunarkennsla Vélritunarskólinn, s: 28040. W ÉLAGSLÍF I.O.O.F. 5 = 1704278V2 = Fl. 1.0.0. F. 11 = 1714278’/2 = □ St.: St.: 59894277 VII Hjálpræðisherinn Almenn samkoma i kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Völvufelli Almennur biblíulestur í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. _ með híutverk t^tSi YWAM - Ísland Almenn samkoma Almenn samkoma verður í Grensáskirkju í kvöld kl. 20.30. Ræðumaður sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Allir velkomnir. M Útivist Helgarferðir 29. apríl-t. maí 1. Þórsmörk að vori. Góð gist- ing í Útivistarskálunum Básum. Gönguferðir við allra hæfi. 2. Þórsmörk - Eyjafjallajökull. Nú er góður tími fyrir jökulgöng- ur. Gengiö yfir jökulinn að Selja- vallalaug ef aðstæður leyfa. Brottför laugardag kl. 8.00. Uppl. og farm. á skrifst. Grófinni 1, símar: 14606 og 23732. Munið hvítasunnuferðirnar 12.-15. mai: 1. Snæfellsnes - Snæfellsjökull. 2. Snæfellsnes - Breiðafjaröareyjar. 3. Skaftafell - Öræfi. 4. Skaftafell - Öræfa- jökull. 5. Þórsmörk. 6. Fimm- vörðuháls. Sjáumst. Útivist, ferðafélag. Skipholti 50b 2. hæð Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. ps fbmhjálp í kvöld kl. 20.30 er almenn sam- koma í Þríbúöum, Hverfisgötu 42. Mikill almennur söngur. Vitn- isburðir. Samhjálparkórinn tekur lagið. Ræðumenn verða Brynjólf- ur Ólason og Þórir Haraldsson. Allir velkomnir. Samhjálp. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR 11798 og 19533. Dagsferðir sunnudaginn 30. apríl: Kl. 10.30. Skíðaganga yfir Kjöl. Ekið i átt að Stíflisdal, gengið þaðan yfir Kjöl, komið niður hjá Fossá í Hvalfirði. Verð kr. 1000,- Kl. 13. a) Skíðaganga i Jóseps- dal. Verð kr. 600,- b) Gönguferð inn Jósepsdal yfir Ólafsskarð og milli hrauns og hlíða að Suðurlandsvegi. Verð kr. 600,- Dagsferð mánudaginn 1. maí: Kl. 10.30. Hengill, göngu- og skiðaferð. Verð kr. 600,- Dagsferð fimmtudag 4. maí: Kl. 13. Selvogsheiði-Svörtu- björg-Hlíðarvatn. Ekið um Þrengslaveg, gengið um Selvogsheiði að Svörtubjörg- um og Eiríksvörðu. Komið niöur hjá Hlíðarvatni. Verð kr. 1000,- Dagsferð laugardag 6. maí: Kl. 9.00. Skarðsheiði. Verð kr. 1.000,-. Dagsferð sunnudag 7. maí: Fuglaskoðunarferð á Suðurnes. Kjörin fjölskylduferð. í fylgd sér- fræðinga geta þátttakendur lært að þekkja fugla og fræðst um lifnaðarhætti þeirra. Skrá yfir þær fuglategundir sem sést hafa i fuglaskoöunarferöum Ferðafé- lagsins, verður afhent I upphafi feröar og afar forvitnilegt er að bera saman hvaða fuglar hafa sést frá ári til árs. Brottför er kl. 10 frá Umferöarmiðstöðinni, austanmegin. Æskilegt að hafa með sjónauka og fuglabók. Brottför í dagsferöirnar er frá BSf, austanmegin. Farmiðar við bil. Frítt fyrir bcrn. Feröafélag íslands. Ný nuddstofa í Kópavogi NUDDSTOFAN Heilsulindin hefiir verið opnuð að Nýbýla- vegi 24 í Kópavogi, en eigendur hennar eru Ásgerður Baldurs- dóttir og Lárus Guðmundsson. í Heilsulindinni er boðið upp á almennt líkamsnudd og svæða- meðferð og þar eru ljósabekkir, vatnsnuddpottur og vatnsgufub- öð. Olafur G. Einarsson: Engin bráðabirgðalög Páll Pétursson: Alþingi í einni málstofii „Þótt skammt sé til þinglausna virðist sem það sé álit forystuliðs stjórnarflokkanna að vel sé hægt að hefia umræðu um viðamikið mál [frumvarp til stjórnskipunarlaga], sem þó er ekki ætlunin að afgreiða nú og ekki einu sinni á næsta þingi... Þetta vekur hins vegar upp spurningar um, hvað lá á?“ Það var Olafur G. Einarsson, formaður þingflokks sjálfstæðis- manna, er svo komst að orði þegar frumvarp Páls Péturssonar (F/Nv) og fleiri þingmanna um breytingu á stjómarskrá lýðveldisins Islands var tekið á dagskrá neðri deildar í gær, á sama tíma og fjöldi mála, sem ljúka á fyrir þinglausnir, býr við tímaþröng. Alþingi verði ein máistofa Páll Pét- ursson (F/Nv) mælti fyrir frumvarpi, til stjórnskipun- ariaga, sem hann flytur ásamt Guð- rúnu Helga- dóttur (Abl/Rvk), Kjartani Jó- hannssyni (A/Rn), Kristínu Einars- dóttur (Kvl/Rvk), Aðalheiði Bjarn- freðsdóttur (B/Rvk), Sighvati Björgvinssyni (A/Vf) og Hjörleifi Guttormssyni (Abl/Af). Fram kom í framsögu að megin- breytingar, samkvæmt frumvarp- inu, eru sex: 1) Deildaskipting Alþingis verði afnumin. Þingið starfi í einni mál- stofu. 2) Sett verði á laggir sérstök stjórn- sýslunefnd, sem hafi rétt til að rannsaka mikilvæg mál er almenn- ing varða. Nefndin skal og, ásamt fjárveitinganefnd og ríkisendur- skoðun, sinna eftirliti þingsins með störfum stjórnvalda. Nefndin hafi sams konar vald og rannsóknar- nefndir þingsins samkvæmt gild- andi stjórnarskrá. 3) Heimild ríkisstjórna til útgáfu bráðabirgðalaga skal þrengd. Ef bráðabirgðalög hljóta ekki sam- þykki Alþingis innan mánaðar frá þingsetningu falli þau úr gildi. 4) Ef þingmaður er skipaður ráð- herra skal hann láta af þing- mennsku og varamaður taka sæti hans. 5) Þegar ný ríkisstjórn er mynduð milli þinga skal þingið kallað saman innan þriggja vikna frá skipunar- degi stjórnarinnar. 6) Loks eru í frumvarpinu ákvæði um að Alþingi geti sett almennar reglur um umframgreiðslur á fjár- lagaári [aukafjárveitingar]. Frumvarpinu fylgja og drög að nýjum þingskapalögum. Þar er m.a. kveðið á um fækkun forseta þings- ins, skipan sérstakrar forsætis- nefndar (forsetar, varaforsetar og formenn þingflokka), að skrifstofu- stjóri Alþingis skuli kjörinn til fjög- urra ára í senn, fækkun þingnefnda um allt að helming o.fl. Betur má ef duga skal Ólafur G. Einarsson, formaður þing- flokks sjálf- stæðismanna, sagðist styðja þann megintil- gang frum- varpsins að gera málsmeð- ferð á Alþingi nútímalegri og einfaldari, m.a. með því að þingið starfi í einni málstofu. Hann sagði að ákvæði frum- varpsins um þingrof og fresti væru og til bóta, þótt þar mætti betur gera. Hvers vegna þarf 45 daga frest frá því ákvörðun er tekin um þingrof og þar til kosningar geti farið fram? Nútíma tækni geri öll vinnubrögð við gerð kjörskrár fljót- virkari. í grannríkjum ákveði og ársfundir flokkanna framboð á hveiju ári, svo að þau eru jafnan tiltæk, ef á þarf að halda. Stytting tímamarka úr 8 í 4 mánuði unz þing kemur saman er til bóta, en einnig þar má betur gera. Þing á að koma saman strax eftir kosningar, þó að ríkisstjóm sé ekki mynduð, m.a. til að kjósa forseta og aðra embættismenn. Fmmvarpið gerir ráð fyrir þreng- ingu heimilda til útgáfu bráða- birgðalaga. „Ég vil hinsvegar stíga skrefið til fulls og afnema algjör- lega heimildina til að gefa út bráða- birgðalög ... Löggjafarvaldið á aldrei að framselja." „Ég hefi vaxandi efasemdir um réttmæti sérstakrar stjórnsýslu- nefndar,“ sagði þingmaðurinn, „en vil þó skoða málið með opnum huga.“ Hann kvaðst og samþykkur því ákvæði að þingmaður, sem skipaður er ráðherra, láti af þingmennskú. „Með því er betur skilið á milli lög- gjafar- og framkvæmdavalds." Þá taldi Ólafur fmmvarp Geirs H. Haarde og Pálma Jónssonar, þingmanna Sjálfstæðisflokks, betur til þess fallið að hemja ríkissjóðs- eyðslu, umfram fjárlög, en ákvæði þessa framvarps. Hann sagði í lokin að hér „væri hreyft þörfu máli, en ég er ekki alveg sáttur við málsmeðferðina“. Ástæðulaust væri og að geyma af- greiðslu málsins til loka kjörtíma- bilsins, eins og væri meining flutn- ingsmanna. Þing-rofsréttur falli niður Guðrún Helgadóttir (Abl(Rvk) mælti fyrir breytingartillögu við frumvarpið, þess efnis, að 3. grein þess hljóðaði svo: „24. grein stjóm- arskrárinnar [þingrofsréttur] falli brott.“ Margir þingmenn tóku til máls í umræðunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.