Morgunblaðið - 27.04.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.04.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1989 skóla, dagsettu 20. mars, leggur menntamálaráðherra það til að „fækkað verði kennslustundum í einstökum áföngum þar sem unnt er. Þannig verði ekki kenndar fleiri en 5 vikustundir í áföngum, þar sem nú eru kenndar 6 st./v.“. Varla kemur til mála að fækka nemend- um, a.m.k. hefur verið margítrekað úr búðum menntamálaráðuneytis að nú komist allir í framhaldsskóla, án tillits til námsárangurs. Því má búast við allt að 32 nemendum í hverjum áfanga næsta vetur (en það er sá flöldi sem leyfilegt er að setja í hóp án samráðs við kenn- ara); sumum vart læsum og skrif- andi og námsefni af skomum skammti. Heldur nú einhver í al- vöru að það kraftaverk verði að nemendur læri íslensku á því að sitja og hlusta á skvaldrið í 32 manna hópi? Eða mun nefndin hans Svavars gera þessa nemendur tal- andi og skrifandi óbijálaða íslensku? Það er augljóst að í augum flokksbræðranna Ólafs Ragnars og Svavars verður íslensk tunga ekki metin til fjár. Kannski telja þeir henni misboðið með því að kaupá henni líf fyrir beinharða peninga, þ.e. kosta því til að kennarar geti sinnt starfi sínu á sómasamlegan hátt? Höfundur er deildarstjóri i íslensku við Fjölbrautaskóla Vest- urlands á Akranesi. brjóst, og líklega mjög fáar skræl- ingjakonur svo vel útbúnar að ofan. Líka sagðist hún hafa öskrað á þá og hefði þeir orðið felmtri slegnir. „Munda ek sýna yðr hvat ek afrek- aði ok hvemig ek hræddi skræl- ingja, en bæði vantar mik sverdit ok bijóstit." Hún klappaði á rýra bringuna, en Andrea Brown var mjög nett í þessum efnum, eins og áður var greint frá. Sá ég mér skyndilega leik á borði, og fannst, að ef til vill gæti ég hjálpað sálfræðingunum við að losa Andreu, vesalinginn, við Freydísi Eiríksdóttur. Sagði ég við hana, að mér fyndist það alls ekki klæða hann að vera í líkama þessar- ar smávöxnu og grönnu amerísku konu. „Þat mundi hæfa yðr betr að hafa búsetu í myndarlegm skrokki ýtrvaxinnar, íslenzkrar konu.“ Bætti ég við, að á íslandi myndi fólk skilja tal hennar og ýmsir kannast við sögu hennar. Ómgglega gæti hún komist þar í blöðin og jafnvel í sjónvarpið. Nú vaknaði ég af þessum skemmtilega draumi og var enn með bros á vör. Eiginkonan vissi ekki, hvaðan á sig veðrið stóð, þá er ég hringdi seinna um daginn og spurði: „Hvat mun til málsverðr vera í kveld, kona góð?“ Höfundur er ræðismaður íslands íSuður-Flórida og framkvæmda- stjóri hjá Bsksölufyrirtæki & Miami. 15 Fundið fé? eftir Pál Kr. Pálsson Fyrir nokkm kom Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra á fund forstöðumanna ríkisstofnana. Fundurinn vakti mikla athygli fjöl- miðla. Virtist umfjöllun þeirra eink- um beinast að því að fylgjast með hvemig „ráðherrann rúllaði upp kerfiskörlunum". Fyrir okkur sem bemm ábyrgð á rekstri opinberra stofnana og fyr- irtækja, sem njóta framlaga úr ríkissjóði, hafði þessi fundur hins vegar það meginmarkmið að fá fram skoðanir og sjónarmið íjár- málaráðherra á því hvemig unnt væri að draga úr kostnaði við rekst- ur þessara stofnana. Sjálfur skrif- aði undirritaður t.a.m. niður á blað ýmis atriði sem hann hafði hug á að spyija ijármálaráðherra að varð- andi þetta mál. Eftir inngangserindi ráðherra gerði ég mér hins vegar grein fyrir að málefnaleg umræða gat ekki orðið á þessum fundi. Því miður var á fundinum lítt Qaliað um það sem skiptir megin- máli í þessu sambandi, þ.e. hvort líklegt sé að sá niðurskurður náist sem að er stefiit og hvort þær aðferðir sem ætlunin er að beita séu vænlegar til árangurs. Um þessi atriði verður Qallað nánar hér á eftir. Of há ríkisútgjöld sem hlutfall af tekjum ríkisins er vandi sem flest vestræn ríki eiga við að glíma. Ámm saman hafa menn leitað leiða til að bregðast við þessum vanda en hann er í grófum dráttum ein- ungis hægt að leysa með tvennum hætti, annað hvort með því að auka tekjur ríkisins eða draga úr kostn- aði. Leið tekjuaukningar felst eink- um í auknum sköttum en leiðir kostnaðarlækkunar era mjög marg- ar og flestar fremur flóknar í fram- kvæmd. Reynslan hefur sýnt að leið tekjuhækkunar er óvinsæl með- al þegnanna en skilar alla jafna fljótt árangri á meðan le'ið kostnað- arlækkunar er vinsæl, en árangur af slíkum aðgerðum er því miður oft heldur rýr. Eitt frægasta dæmið um árang- ursleysi niðurskurðarleiðarinnar er frá stjórnartíð Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta. Hann gaf út þá fyrirskipun að dregið skyldi úr kostnaði hins opinbera um ákveðna prósentu. Dagskipunin var þessi: Þið eigi að spara, þið fáið enga sérstaka aðstoð við að finna leiðir til sparnaðar og engin sérstök tæki. Sparnaðurinn var síðan ákveðinn í prósehtum og skyldi vera alls stað- ar sá sami. Þetta er rry'ög svipuð leið og ijármálaráðherra hefur boð- að. Árangur aðgerða í Bandaríkjun- um var því miður allt annað en glæsilegur. Ríkisútgjöld lækkuðu ekkert á þessu tímabili, þau reynd- ar hækkuðu. Hvers vegna skyldi hafa farið svo? Ástæðan er ósköp einföld. Það er ekki hægt að þvinga fram niðurskurð í ríkiskerfinu nema viyi og skilningur sé á gildi og skynsemi niðurskurðarins hjá þeim sem eiga að firamkvæma niðurskurðinn. Þá verða menn einnig að þekkja þær leiðir sem færar eru og hafa þann stuðning og þau tæki sem nauðsynleg eru til að ná árangri. Með stuðningi er átt við faglega aðstoð frá hinu opinbera og með tækjum er t.a.m. átt við möguleika til uppsagna og tilfærslna á starfsmönnum, auk breytinga á fyrirkomulagi ýmis konar viðskiptasamninga. Grundvallarforsenda árang- urs er að undirbúningurinn sé með þeim hætti að menn greini fyrst þær leiðir sem færar eru og setji síðan markmið, en setji ekki fyrst markmiðin og leiti síðan að leiðum. Slík markmiða- setning er ætíð óraunhæf og ekki vænleg til að skila árangri. Þá er mikilvægt að þeir sem eiga að ná árangrinum sjái einhvem hvata í aðgerðum, þ.e. að þeir njóti með einum eða öðram hætti hluta þess árangurs sem þeir komi til með að ná, eða í öllu falli séu ekki látnir gjalda þess ef þeir ná árangri eins og hingað til hefur tíðkast í opinbera kerfinu hér á landi. Með þessu er átt við að þeir aðilar sem tekist hefur að lækka fjárþörf sína frá ríkinu eða auka sértekjur sínar hafa nær undantekningarlaust ver- ið látnir gjalda þess með niður- skurði á opinberam framlögum til starfseminnar. Þeir sem til þekkja vita að ákveðnar stofnanir eiga mun auð- veldara með að spara en aðrar, án þess að það bitni á umfangi starf- seminnar. Þá er það svo með sumar stofnanir að þær geta, vegna laga- legrar skyldu sinnar, ekki dregið úr þjónustunni og þar með oft á tíðum lítið lækkað kostnað sinn nema til komi breyting á lögum. Páll Kr. Pálsson „ Að mati undirritaðs verður að beita svipuð- um aðferðum við niður- skurð í ríkisrekstri og í einkageiranum, ef árangur á að nást. Þær aðferðir sem þar er beitt byggjast á því að skoða hvem einstakan rekstrarþátt og velta fyrir sér með hvers konar aðgerðum sé unnt að draga úr kostn- aðinum.“ Þá skiptir samsetning kostnaðarliða einnig veralegu máli. Hér má td. nefna hlutfall launakostnaðar af heildarkostnaði og hlutfall yfirvinnu af heildarlaunum. Að mati undirritaðs verður að beita svipuðum aðferðum við niður- skurð í ríkisrekstri og í einkageiran- um, ef árangur á að nást. Þær að- ferðir sem þar er beitt byggjast á því að skoða hvern einstakan rekstrarþátt og velta fyrir sér með hvers konar aðgerðum sé unnt að draga úr kostnaðinum. Vill undirritaður eindregið benda Qárinálaráðherra á að kynna sér hvernig þau fyrirtæki sem náð hafa árangri í niður- skurði á kostnaði hafa unnið að framkvæmd málsins og koma síðan til baka og kynna fyrir okkur, sem berum ábyrgð á rekstri opinberra stofnana og fyrirtækja, þá leið sem hann hyggst fara. Undirritaður er sammála Qár- málaráðherra um mikilvægi þess að skera niður í hinu opinbera kerfi og er einnig sannfærður um að miklir möguleikar séu til þess. Hins vegar telur undirritað- ur að sú leið sem Qármálaráð- herra virðist hafa ákveðið að fara sé dæmd til að mistakast af þeirri einföldu ástæðu að í henni er enginn hvati fyrir þá sem eiga að ná árangrinum. Höfundur er hagverkfræðingur ogforstjóri Iðntæknistofhunar íslands. Fyrirlestur um sljórn Bush Bandaríski prófessorinn George Edwards heldur opin- beran fyrirlestur í boði Félags- vísindadeildar Háskóla íslands í dag, fimmtudaginn 27. apríl, og ber hann titilinn „Framtíð ríkis- stjórnar George Bush“. í fréttatilkynningu frá Háskóla íslands segir að. prófessor George Edwards hafi sérhæft sig í málefn- um bandaríska forsetaembættisins og sé þekktur fyrir rannsóknir sínar á því sviði. Eftir hann hafi komið út fjölmargar bækur og tímarits- greinar um forsetaembættið, sam- skipti þess við þing og fjölmiðla, stefnumótun o.fl. Fyrirlesturinn, sem er öllum op- inn, verður fluttur í stófu 101 i Odda við Sturlugötu og hefst kl. 17.00. „Dalurinn. Aðaldalur allra dala“ Hvor bræðranna á nú öflugri arf leifð á Norðurlandi, Einar þveræing- ur eða Guðmundur ríki? eftir Jónas Pétursson í fréttatíma útvarps nýverið heyrði ég sagt frá því að í Þingeyj- arsýslu væri nú komin af stað söfn- un undirskrifta til þess að leggja áherzlu á að heimiluð verði svo- nefnd forkönnun á „hagkvæmni" varaflugvallar í Aðaldal á vegum vamarliðs og NATO. í ljósi um- ræðna sem heyrst hafa um slíka framkvæmd, er í huga þriggja km bráut og „nauðsynlegt" athafna- svæði og kostnaður 10—11 þúsund milljónir! Nú setti mig hljóðan. Ég vil mælast til þess að efst á „haus“ undirskriftalistanna verði með áberandi letri birt í heild ljóð Huldu, Unnar Benediktsdóttur frá Auðnum, er hún orti við lýðveldis- hátíð á Þingvöllum 17. júní 1944. Verðlaunaljóð þingeysku skáld- konunnar: Hver á sér fegra föður- land, öll erindin. Höfimdur er fyrrverandi alþingis- maður SjálfstæðisBokks fyrir Austurlandskjördæmi. Jónas Pétursson Verð aðeins 67.900 krónur. dverg mm BOLHOLTI 4 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 68 03 60 XQbra TELEFAXTÆKI FYRIR FARSÍMA í bílinn jafnt sem bátinn. Hentug tæki t.d. fyrir lækna, sölumenn, lögreglu og aðra sem þurfa að reiða sig á örugg samskipti hvar sem þeir eru staddir. COBRA telefaxtækin fyrir farsíma eru sam- þykkt af Pósti og síma. Þau eru fyrir 12, 110 og 220 volt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.