Morgunblaðið - 27.04.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.04.1989, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1989 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1989 27 plírrgl Útgefandi nnfybiMfe Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúarritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Askriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. Eitri beitt gegn Georgíumönnum Um stjóm fískveiða við ísland; Gjald fyrir veiðileyfi Frásagnimar af því sem gerðist í Tíflis, höfuð- borg Georgíu í Sovétríkjun- um, fyrir tveimur vikum eru með ólíkindum. Nýr leiðtogi flokksins þar, Givi Gumb- aridze, sagði við erlenda blaðamenn sem heimsóttu Tíflís á mánudag, að her- menn hefðu beitt eitri gegn fólki sem fór með faðirvorið og söng. Einn af þeim sem sitja í nefnd er rannsakar atburðina í Tíflis og orsakir þess að tugir manna féllu hefur komist þannig að orði: „Helstu slagorð mótmælend- anna voru kröfur um sjálf- stæði. Rétta lýsingin á að- gerðum yfirvalda er sú að þama hafi heimsveldi verið að slökkva vonarglætu ný- lendubúa.“ Víða í Sovétríkjunum og fylgiríkjum þeirra efnir al- menningur til mótmæla gegn einræði og ofríki. Mótmælin em með ólíkum hætti en alls staðar skín þjóðernisástin í gegn og andstaðan við er- lenda drottnun og yfirráð. Sums staðar eins og í Pól- landi og Ungverjalandi er þróunin komin á það stig, að erfitt er að snúa til baka. Annars staðar eins og í Eystrasaltslöndunum em talsmenn frelsis og sjálf- stæðis að þreifa fyrir sér og kanna hve mikið þanþol ráðamanna í Kreml er. Það- an berast ekki fregnir af valdbeitingu hersins. í Ge- orgíu var á hinn bóginn bmgðist við kröfum um sjálf- stæði og virðingu fyrir skoð- unum fólks og trú með slíkum fautaskap að með ólíkindum er. Beiting eiturvopna er svo ógeðfellt bragð, að þjóðir heims hafa sameinast í banni við henni. Oðm hverju berast þó óhugnanlegar fréttir um að gripið hafi verið til eiturs gegn almenningi í styijöldum og er skemmst að minnast aðfarar íraka að Kúrdum. Erfitt hefur verið að fá slíkar fréttir staðfestar. Ódæðis- mennirnir reyna eftir öllum leiðum að leyna grimmdar- verkum sínum. Hitt er víst, að engir eiga meira af eitur- vopnum en einmitt Sovét- menn og gmnsemdir vom uppi um að þeir hefðu notað þau í Afganistan. Að hermenn skuli hafa spúð eiturgasi yfir almenn- ing í Tíflis sýnir að sovésk stjórnvöld em þrátt fyrir Gorbatsjov reiðubúin til að snúast gegn mótmælum al- mennings af mun meiri hörku og með mun svæsnari aðgerðum en nokkurn hefði órað fyrir. Má ef til vill líta þannig á, að eiturárásin í Tíflis sé alls ekki tilviljun heldur skipulögð með það í huga að hræða sovéska borg- ara almennt frá því að and- mæla ráðamönnum í Kreml? Stjórnvöld vilji með henni minna alla þegna sína á hvað það kunni að kosta að rísa gegn yfirvaldinu? Af hálfu sovéskra yfir- valda hefur verið leitast við að gera sem minnst úr því sem gerðist í Tíflis 9. apríl og erfitt er að fá nákvæmar upplýsingar um það. Frétta- maður breska útvarpsins BBC sem ræddi við fulltrúa í óháðri nefnd þings Georgíu í Tíflis í gær sagði að þeir teldu að 100 manns að minnsta kosti hefðu látið lífið vegna ofbeldis hermanna og enginn vafi léki á því að taugagasi hefði verið beitt. Tugir manna lægju enn þungt haldnir eftir átökin. Að fréttamaður erlendrar útvarpsstöðvar skuli hafa getað farið á vettvang og leitað sjálfur upplýsinga um þessa hryllilegu atburði gef- ur von um að unnt verði að stemma stigu við frekari of- beldisaðgerðum. Stuðnings- menn Georgíumanna sem mótmæltu í Moskvu á sunnu- daginn sögðu að lögreglan þar hefði verið tiltölulega mjúkhent vegna þess að er- lendir sjónvarpsmenn voru á staðnum. Hvarvetna þar sem kostur er þarf að veita sov- éskum stjórnvöldum það að- hald sem helst getur verndað líf saklausra borgara sem vilja ekki annað en meira frelsi til orðs og æðis. eftir Gylfa Þ. Gíslason I. Ýmsir hagfræðingar sem og raunvísindamenn við Háskólann hafa sett fram hugmynd, sem ætlað er að stuðla að því, að flotinn minnki með hæfilegum hraða og þau skip verði eftir við veiðar, sem hafa hagkvæmastan rekstur, þ.e. að leyfilegur afli sé hverju sinni sóttur með sem minnstum kostn- aði. Þessi hugmynd er fólgin í því, að veiðileyfi verði ekki afhent ókeypis, heldur seld. Það gæti orðið annaðhvort á þann hátt, að ríkis- valdið ákvæði söluverðið eða að þau yrðu boðin upp á markaði. Ljóst er, að hér væri um mjög gagngera breytingu að ræða. Þess vegna hef- ur enginn stungið upp á því, að henni yrði komið á í einu vetfangi, heldur smám saman, hvort sem farin yrði sú leið, að ríkisvaleið ákvæði söluverð eða efnt yrði til uppboðs. Þeirri hugmynd hefur jafnvel verið hreyft, að til greina kæmi að halda áfram að afhenda verulegan hluta veiðileyfa ókeypis, en selja nokkum hluta — og þá t.d. vaxandi hluta —, annaðhvort á föstu verði eða á uppboði. Ýmsir kostir væru og fyrir hendi varðandi ráðstöfun þeirra tekna, sem af veiðileyfasölunni hlytust. Þeirri hugmynd hefur verið hreyft, að tekjunum yrði öllum, a.m.k. um nokkum tíma, ráðstafað í þágu sjávarútvegsins, þannig að ekki yrði um að ræða nýjar álögur á hann, t.d. til þess að greiða fyrir úreldingu fiskiskipa, eða þeim varið á annan hátt í svipuðu skyni. Hugmyndin um sölu veiðileyfa, þ.e. greiðslu gjalds fyrir veiðileyfi, hefur mætt mjög eindreginni and- stöðu málsvara sjávarútvegsins, bæði útgerðarmanna og sjómanna. Hins vegar hafa nær allir hagfræð- ingar, sem um málið hafa ritað, stutt hugmyndina, auk margra raunvísindamanna, sem rannsakað hafa vandamál fiskveiðistjómar KVENNALISTINN ákvað í gær að styðja framgang húsbréfa- frumvarps Jóhönnu Sigurðar- dóttur félagsmálaráðherra á þessu þingi, að uppfylltum þrem- ur skilyrðum, þar á meðal um 600 miHjóna króna viðbótarframlag til félagslega íbúðakerfisins á næsta ári. Jóhanna segir að fjall- að verði um skilyrðin innan rikis- stjórnarinnar í dag og að sjálf geti hún sætt sig við þau. Geir H. Haarde fúlltrúi Sjálfstæðis- ílokks i félagsmálanefhd neðri deildar Alþingis segir að málið sé komið á allsheijar uppboð hjá ríkisstjórninni, Stefán Valgeirs- son bjóði eitt, Kvennalisti annað. „Við fóram yfir þetta í dag og höfðum reyndar fund með Jóhönnu, þar sem við kynntum fyrir henni þau atriði sem við lögðum áherslu á,“ sagði Guðrún Agnarsdóttir þing- maður Kvennalista. Þær settu þijú skilyrði fyrir stuðningi Kvennalist- sérstaklega. Hún hefur þó ekki enn hlotið stuðning neins stjómmála- flokks. Áhrifamiklir stjómmála- menn, svo sem núverandi viðskipta- og iðnaðarráðherra, Jón Sigurðs- son, og fyrrverandi iðnaðarráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins, Friðrik Sophusson, hafa opin- berlega lýst fylgi við grandvallar- hugmyndina. Fjölmiðlar hafa yfir- leitt ekki fjallað um hugmyndina í forystugreinum. Eitt dagblaðanna, DV, hefur þó mælt með hugmynd- inni í forystugreinum. Færa má einföld rök fyrir því, að hagkvæm leið til þess að minnka fiskveiðiflotann sé að láta þá, sem fá veiðileyfi, greiða fyrir þau. Aug- ljóst er, að fiskveiðiflotinn er of stór og að því fylgir of mikill útgerð- arkostnaður. Það er hægt að sækja þann afla, sem óhætt er að veiða, með minni tilkostnaði. Eins og fisk- veiðistjóminni er nú hagað er — sem betur fer — tilhneiging til þess, að hagkvæmari skipin stundi veiðar í stað þeirra, sem era óhagkvæmari. Það gerðist á þann hátt, að eigend- ur skipa, sem telja rekstur sinn hagkvæman, kaupa veiðileyfi af veiðileyfishöfum, sem telja sig hafa meira upp úr því að selja leyfin en að veiða samkvæmt þeim. Slík veiðileyfissala er auðvitað hag- kvæm, bæði fyrir seljandann og fyrir þjóðarbúið. en hagkvæmnin gæti orðið enn meiri en nú á sér smám saman stað innan kvótakerf- isins. Þeir, sem greiðslunar fá fyrir kvótana, hætta nefnilega ekki út- gerð, nema um endanlega sölu á kvóta sé að ræða, en hingað til hefur verið lítið um slíkt. Eins og nú háttar er m.ö.o. engin trygging fyrir því, að flotinn minnki. And- virði kvótanna er notað til þess að halda skipum í rekstri. Þótt við- skipti með kvóta séu æskileg og leiði til hagkvæmni, hafa þau ekki í för með sér þann spamað, sem hljótast mundi af minnkun flotans og minni sókn, að óbreyttum afla. Það er af þessum sökum, sem nú- verandi fiskveiðistjóm leiðir ekki til nægilegrar hagkvæmnisaukningar, þótt hún heimili kvótasölu, og hún ans við framvarpið. Þau era að fé- lagsmálaráðherra skipi nefnd þegar í stað, sem endurskoði lög um fé- lagslegar íbúðir, meðal annars til að samræma og einfalda félagslega kerfið. Nefndin skili niðurstöðum fyrir 1. nóvember næstkomandi. Sérstök áhersla er lögð á að auka framboð leiguhúsnæðis og kanna möguleika á stuðningi við leigjend- ur. Annað skilyrðið er að auka vera- lega fjármagn til félagslegra íbúða. Fyrsta skrefið sé að ríkisstjórnin tryggi að minnsta kosti 600 milljón króna aukningu á framlagi ríkisins til félagslega húsnæðiskerfisins á næsta ári. Þriðja skilyrðið er að hækkun á vöxtum húsnæðislána verði ekki afturvirk, það er taki ekki til lána sem þegar er byrjað að veita, þegar vaxtahækkun verð- ur. Guðrún var spurð hvort þeim hefði ekki þótt nauðsynlegt að hafa framvarpið til umfjöllunar yfir sé hagkvæm, svo langt sem hún nær. En þyrfti leyfíshafí að greiða gjald fyrir kvótann, hlyti hann að bera saman, hvort hagkvæmara væri að greiða það eða láta af þeirri sókn, sem leyfið veitir heim- ild til. Jafnvel þótt gjald fyrir veiði- leyfi yrði í upphafi ekki haft hærra en svo, að jafnvel óhagkvæmustu skipin gætu greitt það, ef gengi væri rétt skráð, hlytu þau að hug- leiða þann rétt, sem þau eiga til að selja kvótann öðram, sem gætu hagnýtt hann betur. Kaupandi kvót- ans tæki síðan væntanlega síðar ákvörðun um að leggja óhagkvæma skipinu. Það er með þessum hætti, sem gjald fyrir veiðilejrfi mundi stuðla að minnkun flotans og því, að hagkvæmustu skipin stunduðu veiðar áfram. En að baki hugmyndinni um gjald fyrir veiðileyfi liggur ekki aðeins sú skoðun, að með því móti einu sé unnt að koma á nauðsyn- legri hámarkshagkvæmni í fiskveið- unum. Núverandi skipan fískveiði- stjórnarinnar hefur jafnframt alvar- legt þjóðfélagslegt misrétti í för með sér, sem sölu veiðileyfa er ætlað að leiðrétta. Ýmsir telja þenn- an þátt hugmyndarinnar ekki skipta minna máli en hagkvæmnissjónar- miðin, sem lýst var að framan, jafn- vel vera mikilvægari. I gildandi lögum um stjórn físk- veiða segir svo í upphafí 1. gr.: „Fiskistofnar á íslandsmiðum era sameign íslenzku þjóðarinnar." í þessu felst auðvitað fyrst og fremst yfírlýsing um, að fiskistofnarnir séu verðmæti, og í öðra lagj, að þessi verðmæti séu eign allra íslendinga. Það er einkenni allra verðmæta, að þau gefa af sér arð, afgjald, rentu. Sá, sem á landareign, hefur af henni arð, annaðhvort með því að nota hana sjálfur eða leigja hana öðram. Sá, sem á skóg, námu, olíulind eða veiðiá, hlýtur af þessari eign sinni einhvers konar rentu. Auðlindin gefur af sér rentu, alveg óháð því hvort hreinn ágóði er af hagnýtingu hennar eða ekki. Rentan kemur fram í mismunandi miklum afköst- um misgóðra auðlinda og þá um sumarið. „Okkur fínnst í raun að það þurfi að athuga þama mjög marga þætti áður en það tekur gildi og það er einmitt þess vegna sem við eram með þá fyrirvara sem við höfum. Hins vegar má segja að það geti verið tilraunarinnar virði, í raun, svo fremi sem hægt verður að fylgjast vel með framvindu máls- ins, einnig að félagslega kerfið verði betur tryggt þegar verið er að gera breytingar á almenna kerfinu eins og hér er verið að gera.“ Jóhanna Sigurðardóttir segist vera mjög ánægð með fundinn með Kvennalistakonum. „Vegna þess að hann sannfærir mig um að Kvenna- listinn hefur tekið mjög jákvætt og málefnalega á þessu máli.“ Jóhanna segist geta sæst á skilyrði Kvenna- listans fyrir sitt leyti, hins vegar verði ekki gefið svar við þeim fyrr en þau hafa verið rædd innan ríkis- stjómarinnar í dag. Geir H. Haarde segist vera undr- andi á þróun mála. „Mér sýnist að þetta mál sé komið á eitt allsheijar leið misháu verði þeirra. Þótt eig- andi olíulindar tapi á vinnslu á olíu úr henni, jafngildir það auðvitað ekki því, að olíulindin hafi enga rentu gefið af sér. Afrakstur olíu- lindarinnar byggist á fleira en sjálfri hagnýtingu hennar. Tæki og vinnuafl era notuð við vinnslu olí- unnar. Tapið gæti átt rót sína að rekja til þess, að óhagkvæm tæki hafi verið notuð, of mikið vinnuafl, stjórn og sölustarfsemi hafi verið óhagkvæm eða allt þetta. Tapið þýðir ekki, að auðlindin sjálf hafi engu skilað af sér. Það ætti því aðeins við, að auðlindin væri einsk- is virði, þ.e. að ekki væri hægt að selja hana neinum. En sé það hægt, er það sönnun þess, að hún hefur skilað af sér rentu, þótt heildartap hafi orðið á vinnslunni. Þótt fyrir- tækið verði gjaldþrota og rekstri þess sé hætt, er verðmæt olíulind seld öðram eiganda. Söluandvirðið gengur upp í skuldir fyrri eiganda. Og nýir eigendur verða að ávaxta það fé, sem þeir binda í auðlind- inni, ef hinn nýi rekstur á að verða arðbær. Fiskistofnamir við ísland era mikilvægasta auðlind íslenzku þjóð- arinnar og undirstaða efnahagslífs hennar, forsenda þess, að lifað verði góðu lífi á íslandi. Auðvitað skilar þessi mikilvæga auðlind af sér rentu, sem nefna mætti sjávar- rentu, hliðstætt því orði, sem hag- fræðingar hafa í aldir notað um afgjald það, sem landareign skilar af sér og nefnt hefur verið jarð- renta. Þótt fiskveiðar séu reknar með tapi, er mjög mikilvægt, að menn dragi ekki þá ályktun af því, að fiskistofnamir hafí ekki skilað af sér neinni sjávarrentu. Margvís- legar ástæður geta legið til tap- rekstursins, jafnvel ástæður, sem eiga bókstaflega ekkert skylt við nein atriði, sem lúta að sjálfum útgerðarrekstrinum, svo sem aug- ljóslega rangri gengisskráningu. Laxveiðiá verður ekki verðlaus fyrir það, að eigandi hennar tapi eitt árið, t.d. vegna þess, að óbreytt verð á stöng frá því árið áður skili honum ekki nægilegum tekjum tii uppboð hjá ríkisstjórninni. Stefán Valgeirsson býður eitt, Kvennalist- inn annað og þvert ofan í fyrri yfir- lýsingar." Hann segir að svo líti út að Alþýðubandalagið hafi ekki fylgst með. „Ragnar Amalds lýsir því yfir í sjónvarpi að Alþýðubanda- lagið hafi alls ekki samþykkt mark- aðsvexti. Með því lýsir hann yfir að Alþýðubandalagið hafi alls ekki vit- að um hvað þetta mál snýst. Það kemur undarlega fyrir sjónir, þar sem einn af ráðherram þeirra sat í hinni margumræddu milliþinga- nefnd sem undirbjó þetta mál í sum- ar. Mér sýnist blasa við, að ef kem- ur til slíkra grandvallarbreytinga eins og nú era komnar kröfur um, þá þurfi auðvitað að kanna allar forsendur að nýju og það er að mínum dómi enn ríkari ástæða fyrir frestun málsins fram á haust,“ sagði Geir H. Haarde. Húsbréfafrumvarpið: Kvennalisti vill sam- þykkja með skilyrðum Sýnist málið komið á eitt allsheijar uppboð hjá ríkisstjórn- inni, segir Geir H. Haarde „Veiðileyfí eru auðvit- að verðmæti af því að þau eru heimild til þess að hagriýta takmarkaða auðlind, fískistoftiana í sjónum. Verðmæti á enginn að fá gefins. Þá er honum ívilnað á kostnað annarra.“ greiðslu á vöxtum og afborgunum af nýju veiðihúsi, sem hann hefur byggt fyrir þá, sem hann selur veiði- leyfi og afnot af fylgja veiðileyfinu. Hann heldur auðvitað áfram að leigja ána og getur væntanlega öðlazt hagnað aftur, t.d. með því að afla nýrra tekna af veiðihúsinu eða með því að hækka leiguna. Þótt útgerðarmaður tapi á útgerð sinni, ber það auðvitað ekki vitni um, að fískimiðin, sem hann hefur veitt á, skili engri rentu. Það hafa þau gert. Fiskurinn er ótvírætt verðmæti. En annaðhvort hefur óhagkvæm hagnýting annarra framleiðsluþátta en fiskistofnanna eða óhagkvæmt verð fyrir afrakst- urþætti — eða hvort tveggja — numið meiru en svarar til rentu auðlindarinnar, fiskistofnanna. Og þótt útgerð heillar þjóðar sé rekin með tapi, er það auðvitað ekki held- ur sönnun fyrir því, að fiskurinn í sjónum, auðlind sjávarins, hafrekki skilað af sér rentu. Auðvitað hefur hann gert það. Annars væra allir ekki sammála um, að hagkvæmt sé að vernda fiskistofnana. En óhagkvæmur kostnaður vegna ann- arra framleiðsluþátta eða ófull- nægjandi afrakstur afurða hefur numið meira en afrakstur auðlind- arinnar, sem hagnýtt var. Hún hef- ur skilað sínu til rekstrarins, þótt ekki hafí það dugað til hreins hagn- aðar. En fær eigandi auðlindanna hér, þjóðin í heild, hina árlegu rentu greidda? Fær Árni iðnaðarmaður eða Bjarni kennari greiddan sinn hlut af rentunni? Svarið er auðvitað nei. Afgjaldið rennur ekki heldur í sameiginlegan sjóð landsmanna. Það rennur til þeirra, sem ríkisvald- ið hefur veitt ókeypis leyfi til þess að hagnýta auðlindina, í aðalatrið- um þeirra, sem áttu skip á áranum 1981—1983 eða hafa eignazt skip í stað þeirra, sem þá vora til, en era nú ekki lengur notuð. Þetta era staðreyndir, sem þeir, er hafa gert sér grein fyrir þessu, telja þjóð- félagslegt ranglæti. Veiðileyfi era auðvitað verðmæti af því að þau era heimild til þess að hagnýta takmarkaða auðlind, fiskistofnana i sjónum. Verðmæti á enginn að fá gefins. Þá er honum ívilnað á kostnað annarra. Alþingi hefur kveðið svo á í löggjöfinni um fiskveiðistjórnina, að fiskistofnar á íslandsmiðum séu sameign íslenzku þjóðarinnar. Þess vegna á íslenzka þjóðin í heild að njóta í einhveiju formi þeirrar rentu, sem þessi sam- eign skilar af sér. Við íslenzkar aðstæður, sem gera það nauðsyn- legt, að takmörkuð leyfí séu veitt til þess að hagnýta þessa sameign, er eðlilegast, að þeir, sem þessi leyfi fá, greiði samfélaginu gjald fyrir þennan sérstaka rétt. Með því er ekkert á þá hallað miðað við þá aðra atvinnurekendur og launa- menn, sem hagnýta aðrar auðlindir, innlendar og erlendar, og verða, eins og eðlilegt er, að greiða fyrir þau hagnýtingarskilyrði. Þijár breytingar þyrfti að gera á fiskveiðistjórninni á Islandi. í fyrsta lagi ætti að hætta að veita skipum veiðileyfi. Leyfin ætti að veita ein- staklingum eða félögum í stað skipa. Meðan skipum er veitt veiði- leyfí, er nýjum aðilum torveldað óeðlilega að geta hafið útgerð. Og það er óeðlilegt að stuðla að verð- | hækkun skipa með úthlutun ókeyp- is veiðileyfa. Þegar slík skip era seld, hagnast eigandinn á sölunni með ranglátum hætti. Kaupandi skipsins greiðir þá í raun og veru gjald fyrir það veiðileyfí, sem fylgir skipinu, þótt svo eigi að heita, að ekkert gjald skuli greitt fyrir veiði-- leyfi. Þetta veldur því og, að eigend- ur skipa standa misjafnlega að vígi í viðskiptum með veiðileyfi. Séu ein- staklingum eða félögum veitt veiði- leyfi, geta nýir aðilar fengið aðstöðu til útgerðar og ráðið því, hvers kon- ar skip og veiðitækni þeir hagnýta við útgerðina. Mundi slíkt eflaust stuðla að því, að sem hagkvæm- astri tækni yrði beitt við veiðamar. í öðra lagi ætti ekki að veita veiðileyfin til eins árs, eins og nú er gert, heldur til mun lengri tíma, t.d. 15 ára, jafnvel hafa þau varan- leg. Gallinn við það að veita veiði- leyfin til eins árs, eins og nú er gert, er sá, að handhafar leyfanna geta ekki gert ráðstafanir fram í tímann, og hika því eðlilega við að taka ákvarðanir, sem þeir telja þó hagkvæmar, af ótta við, að breyt- ingar kunni að verða á kerfinu. En ef ríkisvaldið léti greiða fast gjald fyrir leyfi til langs tíma, væri nauð- synlegt að hafá reglur um hugsan- legan afslátt af gjaldinu eða álag á það, ef verðgildi leyfísins er talið breytast vegna breyttra aðstæðna. Rökin fyrir því, að hætta að af- henda veiðileyfi ókeypis og taka að láta greiða gjald fyrir þau, era, eins og áður segir, tvenns konar. Ann- ars vegar er það aðferð til þess að fá þjóðarheildinni hlutdeild í ren- tunni af þjóðareigninni, sem felst í fiskistofnunum við landið. Hins veg- ar er það öraggasta og fljótvirkasta leiðin til þess að ná fram þeirri minnkun á flotanum, sem öllum ber saman um, að sé nauðsynleg, og stuðla að því, að leyfilegur há- marksafli sé sóttur með sem hag- kvæmustum hætti. Ýmsir aðilar innan sjávarútvegs- ins munu vera því fylgjandi, að veiðileyfi verði fengin einstakling- um og félögum, en ekki skipum, og að nauðsynlegt sé að lengja veralega leyfistíma veiðileyfanna. En algjör andstaða virðist vera gegn hugmyndinni um gjald fyrir veiðileyfin. I þriðju og síðustu grein- inni skal því rætt um mótbáramar, sem hafðar hafa verið í frammi gegn sölu veiðileyfa. Höfundur er fyrrverandi mennta- málaráðherra ogprófessor við Háskóla íslands. Bæjarstjórn Kópavogs: Samning um Fossvogsbraut rift BÆJARSTJÓRN Kópavogs hefúr samþykkt að lýsa því yfir að sá hluti samnings Reykjavíkurborg- ar og Kópavogsbæjar frá árinu 1973, er lýtur að lagningu Foss- vogsbrautar, sé úr gildi fallinn að mati bæjarstjórnar. Felur bæjar- stjórn bæjarráði að leita lögfræði- legrar aðstoðar við framhald málsins. Tillagan var samþykkt með atkvæðum sjö bæjarfúlltrúa en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu þjá við atkvæðagreiðsluna og létu bóka að reyna eigi samninga- leiðina til þrautar. „Það verður látið reyna á lögmæti uppsagnarinnar," sagði Kristján Guðmundsson bæjarstjóri. „Það hef- ur hvorki gengið né rekið í þessu máli og lítið gengið hjá viðræðu- nefndinni sem sett var á laggimar." í ályktun bæjarstjórnar segir að hún telji að umferðarvanda höfuð- borgarsvæðisins, er Fossvogsbraut var ætlað að leysa, megi leysa á auðveldari og ódýrari hátt með því að fullgera Miklubraut og Bústaða- veg og beina umferð um væntanlega Fífuhvamms- og Amarnesvegi inn á Hafnarfj arðarveg. ítrekuð er fyrri samþykkt um að skipulagsnefnd skipuleggi Fossvogs- dal sem útivistar- og íþróttasvæði og ljúki endurskoðun aðalskipulags- ins sem fyrst. Bæjarstjórn hafnar tilmælum skipulagsstjórnar ríkisins um sérstaka úttekt á þörf fyrir Foss- vogsbraut. „Við teljum ekki rétt að hugleiða úttekt á þörf fyrir Fossvogs- braut, sem við eram gjörsamlega á móti,“ sagði Kristján. „I okkar tillögu er gert ráð fyrir að vernda Fossvogs- dal og friða og úttekt á slíku er erf- ið því allt í sambandi við umhverfis- mál er svo huglægt. Þess vegna vilj- „Bæjarstjóm Kópavogs getur ekki rift einhliða samninginum sem gerður var árið 1973,“ sagði Davíð Oddsson borgarstjóri, er ákvörðun bæjarsljómar Kópavogs var borinn undir hann. „Öll framkoma Kópavogs í þessu máli er með þeim hætti að Reykjavík- urborg hefur aldrei kynnst neinu slíku, hvorki frá einstaklingum eða félögum, að ég tali nú ekki um frá sveitarfélagi," sagði Davíð. „Það hefur ekki staðist orð, sem við okkur um við ekki ljá máls á einu né neinu í sambandi við Fossvogsbraut.“ í greinargerð með ályktuninni seg- ir: „Nú era liðin rúm fimmtán ár frá því umrætt samkomulag var gert og á þeim tíma hefur afstaða fólks til umhverfismála gerbreyst. Á sínum tíma var gert ráð fyrir að Fossvogs- brautin lægi upp Elliðaárdal og yrði hefur verið sagt af hálfu sveitarfé- lagsins og bæjarstjórans í einu né neinu. Þetta era undarleg vinnu- brögð að öllu leiti. Ef Reykjavíkurborg fer að haga sér eins gagnvart Kópavogi, færi lífið að vera erfitt þar. Ef við færam að ákveða að samningar, sem gerðir hafa verið við Kópavog væra ekki í gildi nema þegar okkur hentaði, þá væri lítið um slökkvilið þar, heitt vatn, kalt vatn eða rafmagn. Því það er allt byggt á slíkum samningum þannig stofnbraut upp á Suðurlands- veg. Tillaga hefur verið lögð fram um friðun Elliðaárdals sem vitanlega stafar af breyttu viðhorfi Reyk- víkinga til umhverfis- og náttúra- verndarmála og engar líkur á að um hann verði nokkum tíma lögð hrað- braut.“ og ef á að fara að slíta samningi einhliða með þessum hætti þá mun- um við skoða alla þá samninga sem við höfum gert við þetta sveitarfé- lag.“ Davíð sagði að málið yrði skoðað í rólegheitum og benti á að bæjar- stjórn Kópavogs byggi við sömu lög og aðrir landsmenn. „Samningar standa. Það er ekki þannig að annar aðilinn geti sagt þeim upp. Við erum búnir að borga fyrir allt það land, sem við þurfum undir veg þama. Þannig að þetta er ekki hægt,“ sagði Davíð. Kópavogur getur ekki rift samingnum einhliða - segir Davíð Oddsson borgarstjóri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.