Morgunblaðið - 27.04.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.04.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1989 Minning: Brynjólfur Bjamason fyrrum ráðherra Andlát Brynjólfs Bjamasonar fyrrverandi menntamálaráðherra beinir huganum að ævintýri, sem hefst í hópi íslenskra stúdenta og fleiri menntamanna í Kaupmanna- höfn og Berlín á árunum 1918— 1923. Helstu áhrifavalda í þessu ævintýri er að fínna í umróti fyrri heimsstyijaldar með byltingu bolsivíka i Rússlandi 1917. Brynjólfur Bjamason, Einar 01- geirsson, Ársæll Sigurðsson og Stefán Pétursson eru meðal þeirra nafna, sem koma upp í hugann um leið og nafn Ólafs Friðrikssonar, foringja jafnaðarmanna frá 1920— 1926. Brýnjólfur og Einar hafa í meira en hálfa öld verið helstu hugsuðir og fomstumenn í stjóm- málahreyfíngu verkalýðsins á ís- landi. — í kvæði skálds höfum við lesið: „Byltingin kom í rauðum pésa að sunnan," en einnig að norðan af því að Einar var á Akureyri og hann og Brynjólfur á Siglufírði. Ég hafði keypt bókina „Brauð- strit og barátta" eftir Benedikt Sig- urðsson handa Brjmjólfi. En mér auðnaðist ekki að koma bókinni til hans, áður en hann lést þann 3. apríl sl. Þetta rit um baráttu verka- lýðsins á Siglufirði og víðar er hið merkasta. Maður gat verið viss um að Brynjólfur yrði meðal þakklát- ustu lesenda þessarar bókar. Hann starfaði mörg sumur á síldarver- tíðum á Siglufírði. Þar stundaði hann m.a. gæðaeftirlit með fítu- og eggjahvítumagni sfldar í eld- húskytm, sem hann notaði sem rannsóknarstofu. Hann vann fyrir Sfldareinkasölu ríkisins og reyndi þama í starfi á þau fræði sem hann hafði lært við Kaupmannahafnar- háskóla. En stjómmálin og kjara- baráttan vom ofarlega á dagskrá á þessum tíma eins og alltaf í lífi hans. í óbirtum endurminningum Brynjólfs um þennan tíma á Siglu- firði, 1928, segir hann m.a. um kynni sín af Jóni Rafnssyni hinum kunna verkalýðsleiðtoga: „Jón Rafnsson var þetta sumar á sfldar- bát, sem lagði upp á Siglufírði. Hann hitti mig oft, þegar hann var í landi, og það var einmitt þetta sumar, sem við kynntumst náið og tengdumst vináttuböndum, sem aldrei rofnuðu." Og ennfremur: „Þetta sumar keypti ég mat hjá konu einni, sem hafði marga utan- bæjarmenn í fæði. Meðal þeirra voru bræðumir Bjami og Sveinn Benediktssynir. Yfír borðum var margt spjallað og Bjami talaði aldr- ei um annað en pólitík og virtist hafa brennandi áhuga. Sá áhugi var þá enn mjög í anda gamla Sjálf- stæðisflokksins.“ Gera má ráð fyr- ir, að ungum sjálfstæðismönnum hafi þótt fengur í að kynnast þama kommúnista, sem 1920 hafði verið á þingi með sjálfum Lenín og kynnst bandaríska blaðamanninum John Reed, sem skrifaði bókina „Tíu dag- ar sem skóku heiminn". Það er þekktasta rit um byltingu bolsivíka í Pétursborg 1917. John Reed var aðalsöguhetjan í kvikmyndinni „Reds“ sem gerð var fyrir nokkrum ámm og margir munu minnast. Sigluljörður var á þessum tíma einn helsti nomapottur stéttarbar- áttu og stjómmála í landinu eins og best verður lesið um í riti Bene- dikts sem að ofan er getið og reynd- ar má einnig fá glögga mynd af í bók Jóns Rafnssonar „Vor í verum". Myndun nýsköpunarstjómarinn- ar í október 1944 er vafalaust höf- uðviðburður sögu lýðveldisins. Ráð- herrastarf Brynjólfs Bjamasonar í þeirri ríkisstjóm ber hæst í stjóm- málastarfí hans. Sem menntamálaráðherra skip- aði hann því háan sess í hugum okkar róttækra stúdenta sem út- skrifuðumst frá Menntaskólanum í Reylq'avík vorið 1946. Á því fagnað- arári glöddumst við í hjarta yfír að Brynjólfur gæti sem ráðherra fagn- að 100 ára afmæli MR með skóla- bræðrum sínum, þar á meðal Pálma Hannessyni rektor skólans. Þeir höfðu báðir lokið stúdentsprófí 1918 og lagt stund á náttúrufræði og lögðum við róttækir auðvitað ákveðinn skilning í þau fræði sem undirstöðugrein hinnar „réttu" heimspeki í þjóðfélagsmálum. Þeir Brynjólfur og Pálmi áttu það sam- eiginlegt að vera í essinu sínu á ferðalögum, sérstaklega um öræfín. Við þau tækifæri geisluðu báðir af slíkum persónutöfrum og þekkingu á náttúrunnar dýrð, að allir sem nutu félagsskapar þeirra áttu um það kærar minningar. Eftir að Biynjólfur lét af þing- mennsku 1967 ólum við margir vin- ir hans og samheijar þá von í bijósti, að honum entist heilsa til að sinna heimspeki og ritstörfum. Sú ósk okkar hefur ræst betur en nokkum okkar gat órað fyrir. Ég minnist þess tíma, þegar heimspekirit Brynjólfs „Forn og ný vandamál" kom út 1954. Við, sem vorum upptendraðir af hinum hag- nýtu pólitísku heimspekibæklingum Maos formanns og hans félaga frá því um 1930, reyndum af öllum lífs og sálarkröftum að lesa verk Brynj- ólfs. Það var óneitanlega hart und- ir tönn. Nógu mikið skildum við þó til að halda því fram fullum hálsi, að hér væri á ferðinni meiriháttar heimspekiverk. Ég man glöggt eftir því hve særður ég var yfír við- brögðum yfirlæknis míns og annars sérfræðings deildarinnar, þar sem ég var kandidat, þegar ég lýsti fyr- ir þeim hvílíkur heimspekilegur hvalreki þetta rit væri fyrir lands- menn. Þeir sögðu hreint út, að pólitískt ofstæki og heimspeki færu ekki saman og átti þessi umsögn að vera rétt bæði um höfund heim- spekiritsins og lesandann. Frá þessum tíma óx sífellt hróður Brynjólfs sem heimspekings með hveiju riti sem út kom eftir hann um slík efni. Á sama tíma veit ég ekki til að viðhorfsbreyting yrði hjá fyrrverandi meisturum mínum á sjúkradeildinni, sem aldrei höfðu lesið stafkrók eftir Brynjólf hvorki um heimspeki né annað. Meðal tryggustu vina Brynjólfs hafa verið um langt árabil hjónin Andrés Haraldsson bifvélavirki og Kolbrún Þorvaldsdóttir. Ég geri ráð fyrir því, að upphaf þeirrar vináttu hafí verið hjá honum eins og mér gegnum bflaviðgerðir. Á bílaverk- stæði Adda voru viðgerðir á rússn- eskum bílum, sérstaklega rússa- jeppum, sérgrein. Þeir sem áttu slíka bíla voru alltíðir viðskiptavinir á verkstæði Adda og ekki bara vegna viðgerða. Þar var líka löng- um vettvangur félagsvísinda með heimspekilegu ívafí. Það var því meira að þakka þessu verkstæði Adda en almennri þátttöku í stjóm- málastarfi, að ég kynntist Brynj- ólfi. Sú kynning efldist mjög á ferðalögum sem Addi dreif menn í inn á öræfí, eins og á Kjöl og í skála Ferðafélagsins við Hagavatn. Vinátta þeirra hjóna, Adda og Kollu, hefur verið Brynjólfi svo mikils virði, að allir vinir og sam- heijar hans, sem til þekktu, bera mikinn þakkarhug til þeirra. Við Érla sendum Élínu, manni hennar Godtfred Vestergaard, fjöl- skyldu þeirra og öðrum ættingjum innilegar samúðarkveðjur. Ólafur Jensson Ljónið Brynjólfur Bjamason hef- ur kvatt oss í heimi hér. Ljón var Brynjólfur í baráttu og hugsun. Ljóngreindur var maðurinn hvað sem öðmm fannst um hans pólitísku viðhorf og heimssýn. Enginn getur annað sagt. Ég kynntist Brynjólfí Bjamasyni fyrst fyrir allnokkmm ámm af lestri ritgerða hans og bóka um heim- speki og pólitík og hreifst af. Kjam- yrtari og rökfastari hugsun í pólitík og stjórnmálum var leitun að. Og síðast en ekki síst vom mannúðar- hugsjónir hans á heimsgmndvelli. Á heimsgmndvelli vom hugmyndir Brynjólfs óumdeilanlega. Og sem betur fer segja hér margir. Ég er líklega einn þeirra. Sjaldan eða aldr- ei hefi ég heyrt mannkynssöguna skýrða betur út í sinni allra víðustu mynd en af samtölum mínum við Brynjólf. Eftir þau samtöl skildi ég ýmislegt öðmvísi. Mættu margir vinstri menn í dag taka sér til fyrir- myndar hina ským og langsýnu rökhugsun Brynjólfs. Mikið yrði vaðallinn í flestum vinstrimönnum minni, og mál þeirra væntanlega skiljanlegra og skýrara fólki með t.d. bara meðalgreind eins og mér. Fádæma betra. En það 'er önnur saga. Fyrir tæpum fimm ámm þegar Morgunblaðið hafði viðtal við nokkra fyrrverandi þingmenn þar sem þeir komu saman af sérstöku tf Á VIT EILÍFÐARINNAR eftir Pál Skúlason Margs er að minnast þegar Brynj- ólfur Bjamason er kvaddur. Heim- spekingur, stjórnmálaleiðtogi, traustur og heilsteyptur maður, góð- ur vinur. Gæddur lífsþrótti og and- legum styrk umfram annað fólk sem ég hef kynnst. Heimspekin kynnti okkur og úti á vegum hennar urðum við vinir. Vegir heimspekinnar em gerðir úr hugsunum og orðum manna sem helga sig spumingunni um hinstu rök lífs og tilvem. Spum- ingin er uppspretta endalausrar við- leitni til að leggja nýja vegi, bijóta sér leið yfír ófæmr og bjóða öðmm í fylgd með sér. Sjaldnast komast menn langt áleiðis. Stundum hrekur þá af leið. Spumingin sjálf er göl- drótt. Er vemleikinn ekki allur ann- ar en hann sýnist? Hver em, hvar em, mörk lífs og dauða? Er lífið ein- ungis líf þessa kynduga líkama sem hvert okkar ber? Vinur minn, hvar ert þú nú til að fylgja spumingunni eftir? Þessari spumingu sem hleypur fram úr okkur, kemur aftan að okk- ur þegar minnst varir og leikur sér að okkur, eltir okkur uppi. Sem við komumst ekki undan af því við geng- umst henni á vald, sómm henni holi- ustu án þess að okkur væri ljóst að þar með hefði hún tekið við stjóm- inni í eitt skipti fyrir öll. Kannski var okkur það Ijóst undir niðri. Að þess eins væri að bíða að við yrðum loks, það sem þú ert orðinn núna, órofa hluti af spumingunni sjálfri. Heimspeki stundum við til að bera þessari spumingu vitni, leyfa henni að leika sér að okkur og leika við okkur ef og þegar henni þóknast. Þannig vom samræður okkar, og dauðinn, þetta fullkomna tákn tak- markana okkar og endanleika, stað- festir fjarlægðina og þögnina sem em uppspretta allrar ræðu, líka þeirrar ræðu sem heimspekin er og hefur verið um aldir. Þögnin sjálf er eilífðin sem þú vildir fanga með orðum heimspekinnar, fá að skoða í krók og kring í mynd hugtaka og raka, fá að sameinast í huganum og vera samt þú sjálfur. Þú sjálfur, ég sjálfur, sérhver manneskja hún §jálf um alla eilífð, sjálfstæð og ein- stök í sönnum, ævarandi heimi. Hvemig má það vera? Hvemig get ég, getur þú, hann eða hún haft ævarandi gildi, lifað eilíflega í heimi sem virðist ofurseld- ur eyðingu og sundmng efnisins? Er manneskjan ekki annað en blossi í eilífðinni? spurðir þú, og svaraðir: hún hlýtur að vera annað og meira. Rökin í Gátunni miklu vom meðal annars: Það er til sjálfstæður hlut- veraleiki; þessum sannleika verður vart neitað; en sannleikurinn er verð- mæti; og verðmæti hafá ekki gildi nema þau vari eilíflega; ef manneskj- an er ekki marklaust slys í marklaus- um heimi, þá hefur hún líka, hefur sérhver manneslq'a, í sér fólgið ævar- andi gildi. Hún hlýtur þvi að lifa um alla eilífð. Get ég hrakið þessi rök? Hlýt ég að fallast á að sú lífsnauðsyn að viðurkenna ævarandi gildi sé mér jafnframt röknauðsyn svo að ég verði að fallast á eilíft líf þeirrar sjálfstæðu einstöku vem sem hvert okkar er? Eflaust get ég hnotið um rökin. Margt hefur gildi þótt það hafi ekki ævarandi gildi. Og hvað um sjálft eilífðarhugtakið? Er það skiljanlegt okkar takmörkuðu skyn- semi? Hefur það skýra merkingu? Nei, en samt er okkur ljóst hvað við er átt og þess vegna missir rök- greining þess marks. Hverful, end- anleg verðmæti, líf sem blossar upp og slokknar, fullnægir ekki þeirri skynsemi sem lýtur valdi spuming- arinnar um hinstu rök. Þess vegna rís sú krafa að lífsnauðsyn verði röknauðsyn: að úrslitavalið sé að líf okkar hafí eilíft gildi, það séu rökleg fmmsannindi vegna þess að til þeirra vísi öll rök að endingu. Jafnvel þótt alla mælikvarða skorti. Jafnvel þótt öll einstök rök bresti. Jafnvel þótt trúna bresti. Þú sagðir: við skulum vejja lífíð, ekki trúa einu eða neinu, bara kveða upp þann úrskurð með sjálfum okkur: á þessu byggjast allir hlutir. Annars væm þeir marklausir. Allt vita tilgangs- laust. Og það skulum við aldrei sætta okkur við. Þú vissir sem var að ég var efíns. Að ég sló því á frest að taka endan- lega afstöðu, að ég hafði ekki enn kannað allar leiðir, ekki skyggnst inn í alla króka og kima í þessu máli. Þú beiðst eftir bréfí frá mér sem ég var enn að senq'a þegar þú kvaddir þetta jarðneska líf. Og nú heldur þú mér vakandi með óorðuðum spum- ingum sem eltast við mig og ég elti í þeim samræðuleik sem heimspekin er, hefur verið og á að vera. Sam- ræðuleik þar sem mælikvarðamir á gildi allra hluta em lagðir á vogar- skálar. Þér hefði ekki fallið orðið „leikur“ í þessu sambandi. Heim- speki er annað en léttúðugt tal. Þar á sjálf alvara lífsins að vera gegnum- lýst, ef ekki brotin til mergjar. Leik- ur er það samt. Leikur og lán sem birtist í orðunum „lífið leikur við okkur“. Því að lífíð leikur sannarlega við þann sem eignast hlutdeild í gæðum lífsins og fær að tala um þau við aðra, deila lífínu með öðram í samræðu sem engan enda tekur, af því að hún stefnir markvisst á vit eilífðarinnar sjálfrar. Þannig gekkstu hiklaust, oftast einn og án lifandi samneytis við aðra heimspekinga, af lífsnauðsyn til móts við gátuna miklu. Og hélst áfram ótrauður yfir vegleysur fræð- anna þar sem flestir farast eða sitja fastir og komast hvorki aftur á bak né áfram. Sjálfur þekktirðu mörk þín. Líka mótlætið, efa, ótta og ang- ist. En þú gekkst þessu ekki á hönd og leyfðir því aldrei að ráða stefn- unni, eins og við gemm svo mörg á þessum tímum tómhyggjunnar, hel- sprengju andans. Á slíkum tímum er verkefni heim- spekinnar kannski aðeins eitt. Að hlúa að spumingunni sjálfri um hinstu rök. Reyna að sjá til þess að hún gleymist ekki eða splundrist í þeim ógnarhávaða röklausra orða og athafna sem yfír veröldina geng- ur. Reyna að rækta þessa spumingu sem gerir okkur kleift að horfast í augu við tómið, eyðingu og dauða. í hverri mynd sem þau birtast. Loka aldrei augunum nema til þess eins að sameinast spumingunni um uppr- una og endalok alls. Verk þeirra, sem þannig hafa lif- að, hugsað og starfað, em kyndlar í myrkri óvissunnar og ráðleysisins. Hvaðan þeim berst orka til að veita yl og birtu er hulin gáta. Hluti af gátunni miklu. Orkan brýst fram í þeirri undmn sem þau vekja. Undmn sem felst í aðdáun á því hvemig tekist er á við óleystan vandann, hvemig vandinn er fangaður í orðum og kenningum, hvernig honum er lýst, hvemig hann er kynntur og sögð á honum deili. Á þann hátt að sífellt er minnst á ókunnar hliðar hans og rætur, leyndardóma sem hann býr yfír og óráðnir em um leið ög lesandinn er spurðun Er það ekki svona sem við skulum líta á málið? Og lesandinn verður að taka afstöðu eða gefast upp ella. Þannig rit samdi Brynjólfur. Höf- undurinn er ævinlega fyrsti lesandi. Og þegar vel er að verki staðið knýr hann sig til að skoða og reyna að bæta afstöðu sína til efnisins. Efnið sjálft setur kröfurnar sem höfundur og lesandi þurfa að læra að beygja sig undir. Btynjólfur segir á einum stað um rit sín að þau hefðu gert sitt gagn í skrifborðsskúffunni. í einni samræðu okkar skýrir hann þetta svo að hann hafí sínar efa- semdir um að þau hafí nokkurt gildi fyrir annan en hann sjálfan; hins vegar viti hann að fyrir sig hafi þau haft ákaflega mikið gildi; ástæðan til að gefa þau út sé þörfín til að ráðgast við aðra og líka að útgáfa þeirra kunni að hafa gildi fyrir ein- hveija aðra. Hann leit á bækur sínar sem ófullkomin svör við brýnum úrlausnarefnum sem kölluðu á ný skrif þar sem efninu væm gerð betri skil. Ritin vom tilraunir sem brýndu hann sífellt til nýrra átaka við efnið án þess að hann væri nokkum tíma sáttur við það hvemig til hefði tek- ist. „Eins og ég hef margtekið fram“, sagði Brynjólfur, „em þetta í mínum huga aðeins bráðabirgðasvör, rétt eins og maður svarar bömum, sem maður þarf að gefa einhveija úr- lausn, þegar þau bera fram spum- ingar um hluti, sem þau hafa ekki þroska til að skijja. Maður talar við sjálfan sig eins og maður talar við bam.“ Sjálfsögun, sjálfsuppeldi Brynjólfs er mér ráðgáta. Lausn gátunnar virðist fólgin í óvanalegum ef ekki ofurmennskum viljastyrk. En hvað er viþ'astyrkur? Vijji er tvennt: löng- un og þrá annars vegar,- ákvörðun og ásetningur hins vegar. Styrkur viljans virðist felast í einingu þessa tvenns: að orkan sem felst í löngun- inni sameinist vitinu sem felst í ásetningnum. Orkan er ósjálfráð, vitið sjálfrátt. Styrkur viljans er þá það að sjálfrátt vitið sameinast hinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.