Morgunblaðið - 27.04.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.04.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1989 21 Árshátíð og aðalfundur verðuríViðeyjarstofu laugardaginn 6. maí. Ferðir með Hafsteini úr Sundahöfn kl. 16:30 og 17:00. Aðalfundurinn hefst kl. 17:30 og árshátíðin í framhaldi af honum. Miðapantanir hjá eftirtöldum félögum: Aðalheiði Helgadóttur, sími 78082 Ellert Skúlasyni, símar 92-11880 og 92-13580 Jóni Egilssyni, sími 50852 Kristjönu Þórðardóttur, sími .676085 Örlygi Hálfdánarsyni, símar 626658 og 84866 Miðapantanirverða að hafa borist fyrirmiðvikudaginn 3. maí. Viðeyingafélagið Hvammstangi: Þar sem gæöin koma fyrst Faxafenl 5, sími 685680 (Skeifunni) VIÐEYIN G AFÉLAGIÐ Vestfirðingar til liðs við Meleyri Morgunblaðið/Ámi Sæberg Ferðalangar í Laugakvísl við Landmannalaugar fyrir nokkrum dögum. Þar er mjög mikill snjór og á Hveravöllum eru hús enn í kafi í snjó. Hálendið á kafí í snjó: Hætt við að fiallvegir verði lokaðir fram eftir sumri EF EKKI hlýnar að ráði á næstu dögum og vikum, er hætt við að hálendisvegir verði seint og illa færir. Þeir verði jafiivel ekki opnaðir fyrir umferð fyrr en halla tekur sumri og jafiivel þá verði hugsanlega aurbleyta bæði á vegum og ekki síður tjaldsvæð- um ferðamanna. Astæðan er sú, að óvenjulega mikill snjór er á hálendinu og hefiir hann lítið tekið upp. Sigurður Hauksson hjá vegaeft- irlitinu sagði í samtali við Morgun- blaðið, að ekki liti vel út með há- lendisvegina, en taka bæri fram, að ef það kæmi hlýindakafli gæti snjóinn tekið upp á undraskömmum tíma. „í venjulegu árferði er Kjal- vegur opnaður 24.-28. júní, Sprengisandur um mánaðamót júní og júlí, en einstakar slóðir eru opn- aðar fram að miðjum júli. Eins og staðan er nú virðist óhjákvæmilegt að þessu seinki öllu saman, en hversu lengi er ómögulegt að segja um. Það fer allt eftir árferðinu frá þessum degi,“ sagði Sigurður. Sigurður sagði enn fremur, að óijúfanleg tengsl væru á milli snjóa- laga, aurbleytu og hversu mikinn átroðning landið þyldi. Hvað vegina snerti væri hætt við því að enn væri á þeim aurbleyta er þeir opnuð- ust og því væri hætt við því að þeir myndu verða verri í sumar heldur en í venjulegu árferði. Það sama gilti trúlega um tjaldsvæði og þær slóðir sem ferðamenn sæktu á, en aðrir yrðu að staðfesta það. Hvað varðar fáfarnari hálendis- vegi og frumstæðari, svo sem leið- ina á Arnarvatnsheiði upp úr Borg- arfirði sagðist Sigurður reikna með því að slíkir vegir yrðu enn seinni Hvammstanga. MELEYRI hf. á Hvammstanga, sem gerir út tvö frystiskip og rekur rækju- og fiskverkun, hefiir aukið hlutafé sitt um helming. Stjórn félagsins hefur að undan- förnu leitað ýmissa leiða til að bæta stöðuna, sem verið hefur mjög erfið. Horfur voru á að félag- ið yrði að selja annan eða jafnvel báða báta sína, en það á mb. Sig- urð Pálmason og mb. Glað, sem báðir eru rækjuveiðiskip með frystibúnaði. Með kaupum á hlutabréfunum hyggjast hinir nýju eigendur stór- auka veltu fyrirtækisins, en rækju- verksmiðja Meleyrar hf. er vel búin tækjum. Að sögn sveitarstjóra Hvamms- tangahrepps, Þórðar Skúlasonar, eru nú um 40 manns á atvinnu- leysisskrá á Hvammstanga. Telur hann að þessar aðgerðir Meleyrar hf. muni bæta verulega ástand atvinnumála á staðnum. til heldur en fjölfarnari brautirnar Stjómarformaður Meleyrar hf. um hálendið. er nú Guðmundur Sigurðsson í Hnífsdal og framkvæmdastjóri er Hreinn Halldórsson. - Karl Valborgar- messu- fagnaður Islensk-sænska félagið efnir til Valborgarmessufagnaðar eins og venja hefiir verið mörg undanfarin ár. Að þessu sinni verður fagnað- urinn haldinn föstudaginn 28. apríl í Golfskála Reykjavíkur í Grafarholti og hefst hann kl. 19.30. Ræðu kvöldsins flytur Steinunn Sigurðardóttir rithöf- undur en Gunnar Guttormsson og Sigrún Jóhannesdóttir annast vísnasöng. Þá verður almennur söngur og dans við undirleik Reynis Jónassonar. Veislustjórn er í höndum Sigurðar Árnasonar læknis. Þátttaka tilkynnist stjórnar- mönnum í síma 44791, 641464 eða 43085. Borgarráð: Alklæðning á Nesjavalla- æð fyrir 75,5 milljónir Alls bárust 34 tilboð í klæðning- una en ellefu þeirra voru ekki tekin til greina. Hæst tilboð var 117,1 milljón króna og var þá um 1 mm riflaðar plötur að ræða en fyrir 1,2 mm þykka klæðnigu var hæst boð- ið 105,2 milljónir króna. BQRGARRÁÐ hefiir samþykkt tillögu sljómar Innkaupastofii- unar Reylg'avíkurborgar, að taka tilboði Sindra Stáls hf. í 1,2 mm þykka álklæðingu á Nesjavalla- æð. Er það lægsta tilboðið sem barst eða 75,5 milljónir króna. poggen pohl Glæsi Glæsileiki og hagkvæmni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.