Morgunblaðið - 27.04.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.04.1989, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1989 Japan: Mesta flármálahneyksli í marga áratugi dregur dilk á efitir sér Tókíó. Reuter. RECRUIT-hneykslið svonefnda, sem teygir anga sína víða í jap- önskum stjórnmálum, hefur orð- ið forsætisráðherra Japans, No- boru Takeshita að falli. Takes- hita, leiðtogi Frjálslynda demó- krataflokksins sem fer með völd í Japan, tilkynnti afsögn sina á þriðjudag og er líklegt talið að hann verði áfram við völd til maíloka eða þar til ljárlagafrum- varp ríkissfjórnarinnar, sem sljórnarandstaðan hefur neitað að fjalla um i tvo mánuði, nái fram að ganga. Alls hafa tuttugu embættismenn ríkisstjómar landsins þurft að segja af sér vegna hneykslisins, þar af þrír ráðherrar í ríkissfjóm Take- shita. Fyrrum ritari og skyld- menni Takeshita, Ihei Aoki, svipti sig lífi í gær, degi eftir að Takeshita tilkynnti afsögn sina. Aoki, sem var viðríðinn Recmit- hneykslið og hafði boríð vitni fyrir opinberrí rannsóknar- nefnd, hengdi sig i ibúð sinni í Tókíó. Noboru Takeshíta (t.h.). víga og pólitískra hneykslismála í Japan frá lokum síðari heimsstyrj- aldar. Helst er talið að Masayoshi Ito, fyrrum utanríkisráðherra landsins, verði eftirmaður Takeshita. Hann hefur lýst því yfir á opinberum vett- vangi að hann hafí ekki áhuga á starfanum og ber við lélegri heilsu. Stjómmálaskýrendur telja þó að hann muni láta undan þrýstingi innan flokksins. Ito er einn fárra leiðtoga fijálslyndra demókrata sem ekki em viðriðnir Recruit- hneykslið. Boðað hefur verið til fundar í neðri deild japanska þings- ins í dag, fímmtudag, og er talið að stjómin ætli sér að koma íjár- lagafrumvarpinu í gegn hvort sem stjómarandstaðan tekur þátt í um- ræðunum eður ei. Recmit-málið snýst í hnotskum um það að frá því í desember 1984 fram til október 1986 var útvöldum einstaklingum boðið að kaupa hlutabréf í fasteignafyrirtækinu Recmit Cosmos, dótturfyrirtæki Recmit, sem var í miklum og ömm vexti, áður en þau fóm á almennan hlutabréfamarkað. Þau hækkuðu mikið í verði þegar þau vom skráð í kauphöllum og eigendumir seldu þau með miklum hagnaði. Viðskipt- in fóm oftast fram í nafni aðstoðar- manna eða ættingja eigendanna. Það er í sjálfu sér ekki ólöglegt að selja hlutabréf áður en þau em skráð í kauphöllum. Raunar tíðkast það að fyrirtæki bjóði bönkum og öðmm fyrirtækjum hlutabréf til kaups áður en þau em skráð. Mark- miðið er að tryggja fyrirtækinu trausta bakhjarla. Hins vegar telja japanskir saksóknarar að hluta- bréfatilboð Recmit-fyrirtækisins hafí í raun verið mútur til valda- manna í japönsku stjómmála- og efnahagslífí. Óeirðirnar í Georgíu: GERÐU VERÐSAMANBURÐ BOSCH Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 84090 Afsögn Takeshita kom aðeins tveimur dögum eftir að fréttir birt- ust í japönskum dagblöðum um að Aoki hefði þegið lán hjá Recmit- fyrirtækinu. Áður hafði Aoki viður- kennt að hafa keypt 2.000 hluta- bréf af fyrirtækinu áður en þau fóm á almennan hlutabréfamarkað. Aoki, sem í mörg ár var nánasti aðstoðarmaður Takeshita, og bar ábyrgð á kosningasjóðum hans, er fyrsta eiginlega fómarlamb Rec- mit-hneykslisins. Hins vegar em bein tengsl rakin á milli 20 sjálfs- Nútíma þægindi sem gera hverja stund ánægjulega. Danska fyrirtækið Sönderborg framleiðir fyrsta flokks eldhúsinnréttingar. Viðurkennd gæði. GHRUM TIIJBOÐ ÁN SKULDBINDINGA. SENDUM BÆKLINGA. Qt (S0NDERBC>53-\ K0KKENET J Ennfremur parkct frá heimsþekktum framlciðenoum. Igjdhúshornið hf. Ráðherra segir heriim verða krafinn sasrna Tíflis. Reuter. ÍRAKLÍJ Menagaríshvílí, heil- brígðismálaráðherra Sovétlýð- veldisins Georgiu, sagðist á þriðjudag ætla að kreQa heryfir- völd svara á því hvers konar eit- urgas hermenn hafi beitt gegn mótmælendum í Tíflis, höftið- borg Georgíu, 9. apríl. 25 manns var varpað í fangelsi í Moskvu í gær fyrir að taka þátt í minning- arathöfti á Púshkín-torgi á sunnudag um fórnarlömbin í Tíflis. Alls voru 75 manns hand- teknir en margpr sluppu með fjársekt eða alveg við refsingu. 3000 manna útifundur í Tíflis krafðist þess í gær að leiðtogar þjóðernissinna yrðu leystir úr haldi. Menagaríshvílí sagði að af þeim 20 sem létu lífið hefðu 16 verið konur, þær virðist þola eitrið verr en karlar. Tvær hefðu látist af völd- um taugagass, sem líktist eiturefn- inu atrópíni. „Við munum fyrst og fremst reyna að komast að efna- samsetningu gassins með efnarann- sóknum. Samtímis munum við neyða þá sem beittu gasinu til þess að upplýsa efnasamsetninguna," sagði ráðherrann. „Sérfræðingar sáu strax á fyrsta degi að beitt hafði verið eiturgasi og skóflum gegn mótmælendunum. Þessu var hvað eftir annað vísað á bug af hemum, þrátt fyrir frásagn- ir sjónarvotta og þá staðreynd að margir hinna særðu voru með opin sár og ein stúlkan sem lést var með klofna höfuðkúpu. Það var ekki fyrr en löngu síðar sem þeir viður- kenndu þetta,“ sagði Menagarísvílí. „Það er einnig ljóst hermennimir fengu skipanir um að hlífa ekki konum og bömum,“ bætti hann við. Ein af konunum 16 var komin íjóra mánuði á leið. Sjónarvottar sögðu að skriðdrek- um hefði verið beitt til að stöðva þá sem reyndu að sleppa frá her- mönnunum er eltu þá og börðu. Unglingablað í Lettlandi, Sov- étskaja Moldjosh, birti frásögn sjón- arvotta. „Tamriko Chovelidze, 16 ára skólastúlka, reyndi fyrst að fela sig bak við mnna en var hrakin þaðan með kylfum. Hún hljóp inn í anddyri leikhúss en hermennimir náðu henni. Stúlkan grátbað þá um að þyrma sér. Líkskoðun leiddi síðar í ljós að höfuðkúpa hennar og hryggur höfðu verið brotin. Skóla í nágrenninu var lokað í síðustu viku vegna þess að nemendur veikt- ust af völdum gashylkja, sem skot- ið var inn í skólabygginguna er hermennimir ráku flóttann. Eiturefnafræðingurinn Zal Kak- híaní sagði of seint fyrir Jierinn að útvega mótefni gegn gaseitruninni þar sem þau kæmu aðeins að gagni fyrstu klukkustundimár eftir eitr- unina. Hann sagði að búast mætti við að fleiri dæju á næstu mánuðum vegna eitrunar í hjarta og mið- taugakerfinu. Jegor Jakovlev, ritstjóri Moskvu- frétta, sagði á blaðamannafundi í London á þriðjudag að aðgerðir hermannanna væru „glæpir gegn perestrojku" Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétleiðtoga. Hann sagði að at- burðurinn sýndi hversu berskjölduð umbótastefnan væri. Það borgar sig BRÆÐURNIR =)J ORMSSON HF Lágmúla 9, sfmi: 38820 Fágæt kanínutegund Bóndi í Suður-Frakklandi sýnir hér fágæta kanínutegund, sem hann hefur ræktað, en kanínumar hafa aðeins eitt eyra hver. Ekki fylgir sögunni hvort bóndinn telji þetta framfaraspor af hálfu náttúrunnar. Bandaríkin: Lucy Ball látin Los Angeles. Reuter. Bandaríska leikkonan Lucy Ball lést í gær á sjúkrahúsi í Los Angeles, 77 ára að aldri. Banamein hennar var krans- æðastífla. Lucy varð heims- fræg fyrir gamanþætti sína, sem upphaflega nefndust „I love Lucy.“ Elstu þættir henn- ar em enn sýndir í sjónvarps- stöðvum um allan heim. Fyrsti leiklistarkennari Lucy ráðlagði henni að kjósa sér annað framtíðarstarf og ámm saman lék hún í rislágum kvikmynd- um, svonefndum B-myndum. 1951 gerði hún fyrsta gaman- þáttinn ásamt þáverandi eigin- manni sínum og sló í gegn. Sovéskir geimfarar lenda Moskvu. Reuterl Gert er ráð fyrir því að þrír sovéskir geimfarar, sem dvalið hafa í geimstöðinni Mír mán- uðum saman, lendi í dag, fímmtudag. Stöðin verður síðan mannlaus fram í ágúst og hefur það ekki gerst í tvö ár. Talsmenn sovésku geimvís- indastofnunarinnar segja þó að allt sé með felldu og verði tíminn notaður til að meta stöðu geimferðamála og þær vísindarannsóknir sem gerðar hafa verið í stöðinni frá 1986. Grænland: Ráðherra vikið frá? Nuuk. Frá N.J. Bruun, fréttaritara Morgnnblaðsins. Grænlenska þingið var sett á þriðjudag. Eitt mesta hita- málið á þinginu er talið verða mál Jens Lyberths, atvinnu- málaráðherra, vegna aðildar hans að SIK-hneykslinu svo- nefnda og verður það tekið fyrir í dag, fímmtudag. SIK er alþýðusamband Grænlands og var Lyberth formaður þess er sambandið steypti sér í gífurlegar skuldir með bygg- ingaframkvæmdum. Jonathan Motzfeldt, formaður heima- stjórnarinnar, er sagður munu leggja sig fram um að koma í veg fyrir að Lyberth verði hrakinn úr embætti. Sovétríkin: Fjöldagrafir frá Stalín- tímanum Moskvu. Reuter. Yfir 200 lík fórnarlamba Stalíns hafa fundist í sautján gröfum skammt frá Kíev í Ukraínu, að sögn vikublaðsins Liternatúrnaja Gazeta. Áður hafa embættismenn haldið því fram að líkin væru af fóm- arlömbum nasistaherja Hitlers en Minning, hópur sem krafíst hefur rannsóknar á glæpum Stalíntímans, heimtaði í mars síðastliðnum að grafimar yrðu kannaðar. Minning segir að 240.000 lík séu í gröfunum, allt fómarlömb ofsóknarbijál- æðis einræðisherrans á fjórða áratugnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.