Morgunblaðið - 27.04.1989, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.04.1989, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1989 Hulda A. Stefáns- dóttir — Kveðjuorð Umhverfi og hugarheimur manna gefur okkur hneigð til þess er verða skal um ævistarf okkar. Svo hefur farið um frú Huldu Stef- ánsdóttir skólastjóra og húsfreyju í sveit. Hún ólst upp í helsta skóla Norð- anlands með foreldrum sínum. Stef- án skólameistari þótti á ævi sinni mikilhæfur skólastjóri og búhöldur góður. Þá einkenndi hann sá metn- aður er hann átti handa skóla sínum er vararftaki Hólaskóla. - Þessa hefur gætt í skólastarfi frú Huldu og búskap. Hin mæta kona Hulda Árdís Stefánsdóttir fæddist 1. janúar 1897 á Möðruvöllumí Hörgárdal. Voru foreldrar hennar Stefán Jó- hann Stefánsson skólameistari son- ur Stefáns Stefánssonar á Heiði í Gönguskörðum og konu hans, Guð- rúnar Sigurðardóttur. Er margt meðal þeirra Heiðamanna lands- kunnir. Kona Stefáns, móðir frú Huldu, var Steinunn Frímannsdóttir frá Helgavatni í Vatnsdal. Möðru- vellir voru stór staður á uppvaxtar- árum frú Huldu, velsóttur skóli í góðu áliti og faðir hennar ekki að- eins skólastjóri heldur stór bóndi. Þau systkini Hulda og Valtýr ólust upp á miklu menningarheim- ili, ríkum garði. Frú Huldu var hug- næmast að ræða um æsku sína frá þessum dögum, þar á meðal heimil- ið á Hofi yst í Hörgárdal hjá sr. Davíð Guðmundssyni presti er var frá Vindhæli á Skagaströnd og son hans, Ólaf Davíðsson, er lengi hafði dvalið við nám í Höfn en nú var kominn heim. Hann hafði stundað náttúrufræði í Höfn, einkum grasa- fræði og nú þjóðsagnasöfnun. Hann kenndi stundum á Möðruvöllum og var bamgóður og var mikill vinur þeirra bamanna Valtýs og Huldu.— Var tekin mynd af Ólafi og þeim er frú Hulda hafði uppi alla tíð.— Þessar æskuminningar frú Huldu voru ríkar í huga hennar oft er við ræddum saman. Hulda gekk á Gagnfræðaskólann á Akureyri, útskrifaðist þaðan 1912. Hafði hún mjög hug á að setjast í Menntaskólann í Reykjavík og ljúka þar stúdentsprófi.— En meðal kvenna var vaknaður áhugi fýrir námi við skólann og má geta þess að vorið 1915 útskrifuðust 7 kvenstúdentar,— Eigi varð úr að Hulda færi í Menntaskólann, en síðar sigldi hún til Hafnar og dvaldi fyrst hjá dr. Valtý Guðmundssyni prófessor. En þeir Stefán skóla- meistari vom skólabræður úr Latínuskólanum og félagar við nám ytra. Var ávallt mikil vinátta með þeim.— Hulda gekk á Húsmæðra- skólann i Vordenburg, síðan var hún á hljómlistarskóla í Höfn, en hún sem foreldrar hennar unni hljómlist. Um leið gekk hún á Versl- unarháskóla í Friðriksbergi og stundaði þar tungumál og bók- færslu.— Hulda hafði notið námsins vel til munns og handa og var há- menntuð kona er hún kom heim. Hún var kennari við Gagnfræða- skólann á Akureyri frá 1921—23 og bjó með móður sinni en Stefán skólameistari andaðist 20. janúar 1921. Þann 15. júní 1923 giftist Hulda Stefánsdóttir Jóni Sigurði Pálma- syni bónda á stórbýlinu Þingeyrum. Hann var sonur sr. Pálma Þórodds- sonar frá Skeggjastöðum í Garði, presti á Höfða á Höfðaströnd, síðar á Hofsósi og konu hans, Önnu Hólmfríði Jónsdóttir Hallssonar prófasts í Glaumbæ.— Jón Pálma- son var búfræðingur frá Ólafsdal 1905. Hann vann að jarðarbótum og sveitastörfum í 2 ár, stundaði versl- unarstörf á Sauðárkróki 1907—13 og var verslunarstjóri þar á sinni árin. Þá dvaldi hann eitt ár við land- búnaðarstörf á Sjálandi.— Hann keypti jörðina Þingeyrar í Húna- þingi 1914 og hóf þar búskap 1915. Hann var félagslyndur maður. Hann var oddviti í 30 ár og sýslu- nefndarmaður frá 1928. Jón Pálma- son var kirlqunnar maður. Var í sóknamefnd frá 1916 enda átti hann guðshúsið ogþví kirkjubóndi. Frú Hulda hafði hneigð til bú- skapar eins og ættmenni hennar. Hún var alúðleg í framgöngu og hafði gott lag á fólki er var undir hennar umsjá. Hið mikla höfuðból var mannfrek jörð. Þeim hjónum búnaðist þar vel fram eftir árum, þar til kreppan kom. Frú Hulda var nú komin í sveit móðurættar sinnar og vann sér vináttu og hylli fólksins. Þá hafði hún unglingaskóla á Þingeyrum um árabil er hún var þar húsfreyja. Hún hafði alla tíð ríka hneigð til að stunda kennslu. Vísaði þar til orða er voru sögð um Stefán skólameistara. „Mikið orð fór af kennsluhæfileikum hans.“ Þau hjón frú Hulda og Jón eign- uðust eina dóttur bama, Guðrúnu, er varð stúdent og lærði síðan húsa- gerðarlist í Höfn. Guðrún er nú arkitekt í Reykjavík og er gift Páli Líndal lögfræðingi í Stjómarráðinu. Hann var sonur Theodórs Líndal, en faðir hans og afi Páls var Bjöm Líndal frá Útibleiksstöðum í Húna- þingi, en síðar lögfræðingur og al- þingismaður og bóndi á hinu gamla höfuðbóli Svalbarði á Svalbarðs- strönd. Frú Hulda var trúkona mikil og kirkjurækin. Þá var ungur prestur í Steinnesi sr. Þorsteinn Gíslason er vígðist þangað 1922. Er frú Hulda kom í Þingeyrar 1923 gerð- ist hún organisti í Þingeyrakirkju um langt árabil, en hún var vel menntuð á þessu sviði. Þetta var hinum unga presti mikill stuðning- ur. Frú Hulda tók vel á móti kirkju- gestum og veitti kirkjukaffi af rausn. Það kom að því að frú Huldu bauðst forstöðukonustaða við Minning’: Jóhann P. Guðmunds- son húsgagnasmiður Fæddurll. nóvember 1918 Dáinn 19. mars 1989 Af eilífðar Ijósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (E.B.) Afi minn Jóhann Pétur Guð- mundsson er látinn en hann andað- ist á Landspítalanum sunnudaginn 19. mars sl. eftir langvarandi veik- indi. Útför hans var gerð frá Foss- vogskapellu þriðjudaginn 28. mars. Afi fæddist f Reykjavík 11. nóv- ember 1918, sonur hjónanna Guð- mundar Bjamasonar bakarameist- ara og Guðrúnar Maríu Jensen. Afi ólst upp í Reykjavík og sem ungur maður vann hann innanbúðar í Barónsbúð en það var áður en hann fór í iðnnám. Hann nam hús- gagnasmíði hjá Hjálmari Þorsteins- syni á Klapparstíg og seinna öðlað- ist hann einnig réttindi sem húsa- smiður. Hugur hans stóð til frekara framhaldsnáms, en vegna ástands- ins í heimsmálum á þeim tíma voru flest sund lokuð í þeim efnum. Þann 18. júlí 1942 giftist hann Maríu I. Jóhannsdóttur frá Nes- kaupstað, ættaðri úr Viðfirði, og fluttust þau austur á Neskaupstað 1943 þar sem afi setti á stofn Tré- smiðjuna Eini, sem hann starfrækti við góðan orðstír. Þá sá hann einn- ig um byggingu húsa víða um Aust- urland. Eftir 20 ára búsetu á Neskaup- stað fluttu þau til Reykjavíkur þar sem hann vann við iðn sína alveg fram á síðasta ár, en sl. 8 ár vann hann þjá Söginni hf. í Reykjavík. Afi og amma eignuðust fimm böm, elstur var Jóhann húsasmiður í Neskaupstað giftur Bergþóru Jó- hannsdóttur, hann dó ungur; Guð- rún María skrifstofumaður á Nes- kaupstað gift Gísla S. Gíslasyni hafnarverði; Kristín Ingibjörg hús- móðir I Hafnarfirði gift Jóni Rafni Sigurðssyni húsasmið; Jens Pétur rafvirki Laugarási í Biskupstungum giftur Matthildi Róbertsdóttur hjúkrunarkonu og Hólmgeir Þór sjómaður í Vestmannaeyjum giftur Elísabetu Jónsdóttur verslunar- manni. Barnabömin em orðin sex- tán og langafabömin þrjú. Afi var einn af stofnendum Iðn- aðarmannafélags Norðíjarðar og var hann talsvert í félagsmálum og sat meðal annars í bæjarstjóm Neskaupstaðar um nokkurra ára skeið. Hann var mikið snyrtimenni, stundaði milcið sund og göngur, dagfarsprúður í allri framkomu og ég veit að hann var vel liðinn af nemum sínum og samstarfsmönn- um. Leiðir afa og ömmu skildu fyrir 17 árum og eftir það bjó hann einn. Síðast bjó hann á Norðurbrún 1, Reykjavík, í íbúðum aldraðra þar sem hann undi hag sínum vel. Hann hafði ávallt gott samband við börn sín, en þar sem þau Kristín Ingi- björg og Jens Pétur bjuggu næst honum voru eðlilega þeirra sam- skipti mest. Eiga þau svo sannar- lega þakkir skildar fyrir þeirra góðu umhyggju og getum við sem lengra vorum í burtu seint þakkað það sem skyldi. Ég er þess fullviss að litlu bamabömin eiga eftir að sakna afa síns mikið. Nú eru þrautir á enda og fyrir- bæn mín er sú að nú megi afi mæta blíðu vors og friðar þar sem vinir fagna honum á landinu eilífa. Blessuð sé minning afa míns. Hvíli hann í friði. Jóhann Pétur Gíslason Kvennaskólann á Blönduósi 1932—37. Þetta var annar elsti Kvennaskóli landsins og var í góðu áliti. Frú Hulda var góður kennari og stjómandi, ber þess vott að hún var kölluð til starfa aftur til skólans 1953—67. Var hún alls forstöðu- kona þar í 19 ár. En Elín Briem í 18 ár.— Það var ekki einungis að frú Hulda stjórnaði skólanum vel og námsmeyjar hefðu gott að kennslunni, heldur einnig að skóla- húsinu væri haldið við. Byggt var í hennar tíð íbúðarhús fyrir kennara og forstöðukonu á bökkum Blöndu og geymsluhús mikið á hlaði skólans. Það sýnir best hve frú Hulda var í miklu áliti þegar hún var kvödd til að vera forstöðukona Hús- mæðraskólans á Sólvöllum í Reylq'avík. Þar starfaði hún frá 1941—53 er hún fór norður að Blönduósi. Ég var prestur Kvennaskólans á Blönduósi um fyölda ára, því presta- kall mitt náði að austurbakka Blöndu. Þá kynntumst við frú Hulda. Þá predikaði ég við skóla- setningu á haustin og skólaslit á vorin. Eg dáðist mikið að skólaræð- um hennar, á þessum tímamótum skólans, og vék orði að því að hún ætti að gefa þær út, svo varð ekki, en á síðustu árum ritaði hún endur- minningar sínar sem komið hafa í §órum bindum.— Það voru Páll Kolka héraðslæknir og frú Hulda Stefánsdóttir er heilluðu mig með fróðleik sínum, sem ég naut góðs af og lífsskoðun þeirra sem ég lærði af.— Ég var prófdómari við skólann. Þau hjón Jón Pálmason og frú Hulda voru samtaka í því að vemda og hlúa að Þingeyrakirkju sem er fagurt guðshús og á góða muni. Það hefur verið sagt að kirkjuhald- ari sem hugsar vel um kirkju og krikjugarð verði til blessunar bú- endum. Margir erlendir ferðamenn höfðu falast eftir gripum og boðið vel fyrir, en Jón Pálmason gaf mönnum fullt afsvar. Er Þingeyrakirkja átti 100 ára afmæli var gert mikið við hana inn- anhúss svo hún hefur eigi verið fegurri í annan tíma. Þetta var vandlega unnið af færustu mönnum undir umsjón Guðrúnar dóttur frú Huldu. Þetta gladdi frú Huldu mik- ið.— Hún tók nú að vinna að því að líkneski af postulunum ásamt Kristsmynd komu til Þingeyra- kirlq'u að nýju. Þetta var eftirlíking þeirra gripa er seldir vom burt snemma á öldinni. Hún safnaði fé til þessa og gaf sjálf einn postula. Þeir vora settir upp í kirkjuna 1983. 12. júlí var guðsþjónusta haldin í því tilefni og var frú Hulda þar við- stödd. Fékk hún mikið þakklæti fyrir sitt framlag. Einnig prýðir altarisdúkur saumaður af frú Huldu Þingeyrakirkju. Þegar frú Hulda Stefánsdóttir átti 90 ára afmæli á nýársdag 1987 átti að skíra langömmubam henn- ar, son Stefáns Jóns og Bára Magn- úsdóttur. Er halla tekur degi í prest- skapnum þá er það góð og heilög stund aldurhnignum presti að fá bam til skímar. Eins og í fyrri daga nývígðum presti að fyrsta prestsverk hans væri að skíra barn honum til blessunar. Það vora ávallt góð kynni milli okkar frú Huldu. Átti ég nú að skíra bamið. Frú Hulda lék undir skímarsálm- ana. Bamið hlaut nafnið Stefán Jóhann, nafn Stefáns Jóhanns skólameistara langalangafa síns,— Þessi helgistund minnti mig á þær, unaðslegu stundir á Héraðshælinu á Blönduósi er við unnum áram saman á aðfangadagskvöld, er ég flutti jólaræðu fyrir heimilisfólk og frú Hulda lék undir jólasálmana. Minningarathöfn um frú Huldu fór fram í Dómkirkjunni í Reykjavík, fimmtudaginn 6. apríl, að viðstöddu miklu Qölmenni. Sr. Guðmundur Þorsteinsson frá Stein- nesi flutti minningarræðuna.— Hún var lögð til hinstu hvíldar að Þing- eyram við hlið manns síns að lok- inni athöfn í Þingeyrakirkju. Á þeim stað sem henni var svo kær. Pétur Þ. Ingjaldsson Guðrún Jónsdóttir, Fosskoti — Minning Fædd 1. október 1904 Dáin 20. apríl 1989 í dag verður gerð frá Fríkirkj- unni í Hafnarfirði útför móðursyst- ur minnar, Guðrúnar Jónsdóttur, sem andaðist á Sólvangi hinn 20. þ.m. Guðrún fæddist í Fosskoti I Mið- firði 1. október árið 1904. Foreldrar hennar vora hjónin Jón Jónsson og Elísabet Benónýsdóttir. Guðrún var yngst 3 systkina, sem nú era öll látin, en þau vora Ólöf, gift Jóni Sigurgeirssyni skrifstm., búsett í Hafnarfirði, Ragnhildur, gift Ólafi Bjömssyni bónda í Núpdalstungu í Miðfírði, og Jón ógiftur. Um tvítugsaldur fer Guðrún í Kvennaskólann á Blönduósi. Að loknu námi fer hún aftur heim á bemskustöðvamar og er þar um nokkurt skeið. Hún fer svo aftur að heiman og þá til Hafnarfjarðar, þar sem hún stundaði fiskvinnu. Það átti fyrir Guðrúnu að liggja að ílengjast á æskustöðvunum. Systk- inin Jón og Guðrún taka síðan við búi í Fosskoti og búa þar góðu búi meðan kraftar entust. Mörg böm dvöldu hjá þeim á sumrin og sum allt árið, sum komu aftur og aftur. Nokkur bundust þeim tryggða- og vináttuböndum ævilangt. Ég og bróðir minn Baldur eigum margar góðar minningar úr sveit- inni hjá þeim, þar sem við dvöldum sumar eftir sumar sem böm, við leik og störf. Haustið 1965 flytja þau Guðrún og Jón til Hafnarfjarðar, þar sem þau kaupa sér lítið og snoturt hús við Álfaskeið og koma sér þar vel fyrir. Eftir að Jón lést árið 1971, bjó hún ein í húsinu þar til hún flutti á S.ólvang. Guðrún var gestrisin og góð heim að sækja og átti auðvelt með að blanda geði við fólk. Margir áttu erindi og lögðu leið sína á Álfaskeið- ið eins og í Fosskot hér áður. Systraböm Guðrúnar ásamt fjöl- skyldum vora henni afar kær og þó einkum Baldur, sem reyndist henni sem besti sonur. Guðrún var barngóð enda hænd- ust að henni böm, bæði skyld og vandalaus, og alltaf hugsaði hún fyrir því að eiga eitthvað handa litla fólkinu. Guðrún var bókhneigð og las mikið, hún var Ijóðelsk og kunni ógrynni (jóða. Eins og áður er getið dvaldist Guðrún síðustu árin á Sól- vangi. Á starfsfólkið þar þakkir skildar fyrir þá umönnun og hlýju, sem það sýndi henni. Nú hefur þessi ástkæra frænka mín lokið sinni vegferð en minning- amar um einstaka gæðakonu munu lifa lengi. Blessuð sé minning hennar. Erla Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.