Morgunblaðið - 27.04.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.04.1989, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1989 24 HUÐMBÆR HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 — GODKAUP Imnwl Samkvæmt erlendum fagtímaritum er tæpast hægt að gera betri kaup en í SHARP 2-30 ljósritunarvélinni og SHARP FO -150 telefaxtækinu. Tækin eru ekki aðeins ódýr heldur einnig í hæsta gæðaflokki! SHARP Skímndi vörur á stórgóðu verði SHARP Z-30, ljósritunarvélin sem þú getur kippt með þér hvert sem er SHARP Z-30 ijósritunarvélin er ákaflega nett og meðfærileg, hún vegur aðeins 10,8 kg og skilar 5 ljósritum á mínútu. SHARP Z-30 kom einstaklega vel út úr prófunum hins virta tímarits „What to Buy for business". Tímaritið sagði gæði SHARP Z-30 einstök enda skilar ljósritunarvélin sérlega hreinum og skírum ljósritum. SHARP FO-150 telefaxtækið — dvergvaxni risinn Þetta ódýra og netta telefaxtæki er ákaflega hraðvirkt. Fjöldi grátóna og tvær fínstillingar auðvelda sendingar á ljósmyndum, nákvæmum teikningum, töflum og línuritum Innbyggður sími er í tækinu ásamt upplýsingabanka sem geymir upplýsingar um send gögn og aðkomin. Það er ekki að ástæðulausu að SHARP telefaxtækin eru mest seldu telefaxtækin í Bandaríkjunum. Reuter Flúið frá Líbanon Múslimsk Qölskylda tínir saman foggur sínar áður en stigið er um borð í mótorbát sem siglir milli Sídon í Suður-Líbanon og Kýpurs. Hundruð þúsunda manna hafa flúið Líbanon síðan flug- velli höfuðborgarinnar, Beirut, var lokað um miðbik maí. Washington: Lambasteikur tísku- réttur í kvöldverðum Washington. Frá Ivari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. SauðQárbændur fagna því nú hér, að lambakjöt er borið fram í kvöldveislum Hvíta hússins og raunar víðar í veislum þekkts fyrir- fólks í Washington. Sagan segir, að fólk, sem sækir veislur erlendra sendiherra, stjórnmálamanna og annara kunnra gestgjafa, sé orðið þreytt á sífelldum nautasteikum. Athyglin beindist að kvöldveislu forsetans í þessu sambandi, þegar Hosni Mubarak, forseti Egypta- lands, og kona hans Suzanne voru þar á dögunum. Var það í sjálfu sér ekki undarlegt, að lamb væri þar á borðum, þar sem lambakjöt er uppáhaldsmatur í Egyptalandi og víðar í Austurlöndum nær. En það er fleirum, sem er farið að þykja lambið gott, að sögn Toms McDonalds, sem starfar fyrir Lambakjötssölusamband Banda- ríkjanna. Fengu um þijú þúsund gestir er snæddu kvöldverð hjá við- skiptavinum veislumiðstöðva í Was- hington í marsmánuði lambalqöt. „Við bárum fram þrisvar sinnum fleiri lambakjötskvöldverði í veislum á þessu vori en í fyrra,“ segir full- trúi samtaka biyta hér í höfuðborg Bandaríkjanna. París: Ottast um framtíð flóamarkaðarins Trier. Frá Steingrími Signrgeirsayni, fréttaritara Morgnnblaðsins. Viðskiptavinir frægasta flóamarkaðar Parísar, þess í Clignan- court, í norðurhluta borgarinnar, er Frakkar kalla Puces (flær), óttast nú um framtíð hans. Nokkrir Qársterkir aðilar hafa fest kaup á stórum hluta markaðarins og hyggjast færa hann i nútímalegra horf með gríðarlegum Qárfestingum. Unnendur Puces óttast hins vegar að með þessu muni flóamarkaðurínn missa þokka sinn og breytast í stórmarkað. Miklir fjármunir skipta um hend- ur á Puces og er áætlað að ársvelta kaupmanna þar nemi tugum millj- arða íslenskra króna. Sá hluti Puces sem nú hefur verið seldur var í eigu ríkisrekna fjármögnunarfyrirtækis- ins La Henin. Það festi kaup á þess- um hluta Puces árið 1983 en hann nefndist þá „Marche Serpette“ og var í eigu kaupmannsins Alain Serpette. Kaupverðið var 10 millj- ónir franka en Serpette hafði nokkru áður keypt svæðið fyrir nokkra tugi þúsunda franka. Leigu- tekjur La Henins af svæðinu hafa verið um 100 m.kr. árlega og fyrir- tækið hefur nú selt það fyrir 130 milljónir franka (um 1.080 m.kr.). Nýju eigendumir ætla að endumýja starfsemina frá gmnni og meðal áforma þeirra má nefna þriggja stjörnu hótel og bflastæði fyrir 900 bfla. Menn virðast sem sagt hafa trú á flóamarkaðabransanum. Raunar em það aðallega útlend- ingar sem eiga viðskipti á Puces núorðið, jafnt ferðamenn sem fom- salar er selja síðan varninginn aftur í öðmm heimshlutum. Parísarbúar sjálfir fara hins vegar frekar á Les Lilas-flóamarkaðinn í austurhluta borgarinnar og eiga þar viðskipti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.