Morgunblaðið - 27.04.1989, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 27.04.1989, Blaðsíða 52
SAGA CLASS í heimi hraða og athafna FLUGLEIDIR FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 80 KR. Sóknarsamningnr; Á launum hjá bænum í vinnu hjá ráðuneytinu Félagsmálaráðuneytið hefur óskað eftir því við bæjarráð Kópa- vogs, að bærinn greiði laun félags- málastjóra bæjarins í fimm daga á meðan hann vinnur að gerð frumvarps um félagsþjónustu sveitarfélaga. Að sögn Kristjáns Guðmundssonar bæjarstjóra er þetta ekki í fyrsta skipti sem eitt- hvert ráðuneytið fer fram á launa- greiðslur til starfsmanna í tíma- bundinni vinnu hjá ráðuneytunum. „Það var farið fram á það við okkur, að félagsmálastjóri fengi laun frá bænum á meðan hann ynni fyrir ríkið en það vildum við ekki fallast á nema að fenginni formlegri beiðni," sagði Kristján. „Þetta er því miður Bigengur framgangsmáti bæði hvað varðar starfsmenn sveitarfélaga og annarra einkafyrirtækja og hafa mörg önnur ráðuneyti óskað eftir samskonar fyrirgreiðslu." Vegna tilmæla ráðuneytisins vill bæjarráð taka fram að: „Það er með öllu óþolandi, að ráðuneytið skuli fara fram á, að Kópavogskaupstaður fjármagni þá vinnu, sem unnin er af starfsmanni bæjarins fyrir ráðu- neytið. Kópavogsbæ kemur ekkert við þó ráðuneytið hafi ekki fjármagn til einhverra hluta, þar hlýtur annar aðili að bera ábyrgð á. Vegna þess að umræddur starfsmaður hefur nú þegar unnið mikið starf í þessu máli, mun bæjarráð verða við tilmælum jýðuneytisins að þessu sinni, en frá- ^rour sér slík tilmæli í framtíðinni." Morgunblaðið/Magnús Glslason V öruflutningabifr eið valt í Miðfírðinum _ Stað f Hrútafirði. Ökumaður vöruflutningabifreiðar, sem valt á hliðina í Miðfírði í fyrnnótt, slapp að eigin sögn lítt meiddur, en bíllinn skemmdist mikið. Bifreiðin, sem er vöruflutningabíll með tengivagn, valt út af allháum vegi skammt firá brúnni yfir Miðfjardará. Bílstjórinn var einn í bílnum. Vöruhús, sem á bifreiðinni var, lítur út fyrir að vera alónýtt og bifreiðin og tengivagninn eru nokkuð skemmd, eins og myndirnar sýna. - mg Kópavogur riftir Fossvogssamningiium; Eínhlíða ógilding kallar á end- urskoðun annarra samninga segir Davíð Oddsson borgarstjóri BÆJARSTJÓRN Kópavogs hef- ur ákveðið að rifta einhliða samkomulagi við Reylgavíkur- borg er lýtur að lagningu Foss- vogsbrautar og segir Kristján Guðmundsson bæjarstjóri, að látið verði reyna á lögmæti upp- sagnarinnar. Davíð Oddsson borgarsfjóri segir að bæjar- sljórn Kópavogs geti ekki rift samningnum. Ef það verði gert þá muni borgaryfírvöld endur- skoða aðra samninga, sem i gildi eru milli Reykjavíkur og Kópavogs. í ályktun bæjarstjómar Kópa- vogs kemur meðal annars fram, að forsendur fyrir lagningu Foss- vogsbrautar séu brostnar með breyttu viðhorfí almennings til útivistar og umhverfismála. Þá er tilmælum skipulagsstjómar ríkis- ins um sérstaka úttekt á þörfum fyrir Fossvogsbraut hafnað. Davíð Oddsson borgarstjóri seg- ir að ef slíta eigi samningnum ein- hliða með þessum hætti þá verði allir samningar endurskoðaðir, sem í gildi eru við Kópavog en það em meðal annars samningar um heitt vatn, kalt vatn og rafmagn. Hann bendir ennfremur á að Reykj avíkurborg hafi þegar tryggt sér land undir veg í dalnum. Sjá nánar fréttir á miðopnu. Olíufélagið styrkir úthafskarfaveiðar OLÍUFÉLAGIÐ hf. hefur ákveðið að veita 500 þúsund króna styrk fyrir hvert skip sem fer á úthafs- karfaveiðar á tímabilinu fram til júní. Styrkurinn er bundinn við útgerðir sem hafa olíuviðskipti við Meðalkvóti metinn á 150 milljónir Útgerðir geta misst forræði yfír kvótanum, segir sjávarútvegsráðherra TRYGGVI Finnsson, formaður Félags sambandsfiskframleið- enda, deildi á aðalfundi félagsins í gær nokkuð á sjávarútvegs- stefnuna, sem hann sagði hafa leitt til harðvítugrar samkeppni um yfirráð yfir aflakvótanum í formi uppsprengds verðs á fiski- skipum. Sem dæmi um það mætti nefiia að meðalaflakvóti togara væri í dag metinn á 140 til 150 milljónir króna. Nauðsynlegt væri að fiskvinnslan hefði meira ■£T* segja en nú væri um yfirráð yfir kvótanum. Sjávarútvegsráð- herra sagði á sama fundi, að gættu útgerðarmenn ekki hæfi- legs jaftivægis á milli aðila, færi svo að viðkomandi aðilar misstu forræðið á kvótanum. Tryggvi Finnsson sagði, að end- ■urskoðuð lög um stjórnun fiskveiða yrðu að taka fullt tillit til hagsmuna fískvinnslunnar og byggðarlag- anna, sem byggðu allt sitt á sjávar- útvegi. Samhliða nýrri fiskveiði- stefnu yrði að koma fiskvinnslu- stefna, sem treysti byggð í landinu og stefndi að hæsta mögulega út- flutningsverðmæti sjávarafurða. Halldór Ásgrímsson sagðist vera því fylgjandi að kvótarnir fylgdu fískiskipunum. „Hins vegar hef ég sagt, að ef útgerðarmenn, hvort sem þeir stunda fískverkun eða ekki, hætti að láta sig það varða hvar fiskurinn kemur að landi og láta sér það í léttu rúmi liggja hvort vinnslustöðin í byggðarlaginu er í gangi eða ekki, þá hljóta þeir að missa þann rétt.“ Halldór sagði ennfremur, að und- irrót vanda fiskvinnslunnar væri margvísleg, en mjög miklu máli skipti að undanfarið hefðu atvinnu- rekendur í sjávarútvegi samið um launahækkanir umfram greiðslu- getu. Nú væri ekkert svigrúm til aukinna launaútgjalda vinnslunnar. „Ríkisvaldið gekk á undan og það er vissulega ámælisvert, því ríkis- valdið á yfirleitt aldrei að ganga á undan í kjarasamningum. Þeir samningar voru of háir og munu að sjálfsögðu leiða til verðbólgu, en þeir endurspegluðu þá umræðu, sem uppi var.“ Sjá nánari frásögn af aðal- fundi SAFF á bls. 20. félagið og að veiðiferðin verði nægjanlega löng til að reynsla fáist af tilrauninni. Vilhjálmur Jónsson forstjóri Olíufélagsins sagði ástæður styrkveitingarinnar þær, að þýðingarmikið væri að kanna þetta svæði. Olíufélagið hefur sent útgerðum, sem eru í viðskiptum við félagið, bréf, þar sem segir meðal annars: „Vitað er að stórir flotar fiskiskipa frá Austur-Evrópu hafa mokað upp karfa utan íslenskrar landhelgi á Reykjaneshrygg. Augljóst er hversu þýðingarmikið það er að íslensk fiski- skip fái hlutdeild í þessum afla. Af þessum sökum hefur stjóm Olíufé- lagsins hf. ákveðið að styrkja þær útgerðir, sem hafa olíuviðskipti við félagið og senda togara til tilrauna- veiða á þessu svæði á þessu vori. Ákveðið hefur verið að greiða útgerð- um þessum kr. 500.000 til styrktar hveiju skipi, enda verði tilraunaveiði- tími hvers skips það langur að af því gefíst nokkur reynsla." Vilhjálmur kvaðst vita til þess að eitt skip væri þegar farið til veiða og annað að búast af stað. Það eru togarar Sjólastöðvarinnar í Hafnar- fírði. 94% sögöu já 94,4% fundarmanna samþykktu nýgerðan kjarasamning Starfs- ,_»mannafélagsins Sóknar á félags- fimdi í gærkvöld. 410 manns komu á fimdinn og sögðu 387 já, þrír seðlar voru auðir og 20 sögðu nei. Þórunn Sveinbjömsdóttir, formað- ur Sóknar, segist vera ánægð með samninginn. „Ekki síst vegna þess að vegna ákvæða um lífaldur getur meira en helmingur fengið tilfærslu í þrepum." Samningur Sóknar er í höfuðatrið- um eins og hjá BSRB, þó munar því að Sóknarfélagar fá við 18 ára starfsaldur eða 50 ára lífaldur tveim- ur orlofsdögum fleira.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.