Morgunblaðið - 27.04.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.04.1989, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1989 37 Dreyri 834 frá Álfsnesi sem ver- ið hefur aðal stóðhestur Dala- manna hlaut fyrstu verðlaun fyr- ir afkvæmi á síðasta Landsmóti þar sem myndin er tekin. Hrossaræktarsam- band Dalamanna: Fjórir 1. verð- launahestar notaðir í Dölunum ________Hestar__________ Valdimar Kristinsson Hrossaræktarsamband Dala- manna var stoftiað fyrir um áratug er Dalamenn klufu sig út úr Hrossaræktarsambandi Vestur- lands. Töldu Dalamenn það skila betri árangri ef þeir væru sjálf- stæðari en hafa eftir sem áður átt gott samstarf við Hrossaræktar- samband Vesturlands og eiga þessi sambönd nú einn hest, Eiðfaxa 958 frá Stykkishólmi, saineiginlega. Dalamenn eiga einn hest í fullri eign, Dreyra 834 frá Álfsnesi, en hann hlaut fyrstu verðlaun fyrir af- kvæmi á síðasta Landsmóti. Þá eiga þeir Leist 960 fra Árgerði ásamt Hrossaræktarsambandi Suðurlands og svo hlut í Eiðfaxa eins og áður segir. i Dalamenn munu eingöngu nota Dreyra á húsi í vor. Verður hann staðsettur að Magnúsarskógum í Hvammssveit frá 15. maí til 12. júní en síðan fer hann að Sandhólafeiju í Rangárvallasýslu fyrra gangmál en seinna gangmál verður hann í Ölfus- inu á vegum Hrossaræktarsambands Suðurlands. Eiðfaxi verður alfarið hjá Hrossaræktarsambandi Vesturlands og Leistur verður hjá Hrossaræktar- sambandi Eyfirðinga í skiptum fyrir Gassa 1036 frá Vorsabæ og verður hann í húsnotkun frá 20. maí til 15. júní en ekki mun ákveðið hvar hann verður staðsettur. Þá verður Kjarval 1025 frá Sauðárkróki fyrra gangmál að Svarfhóli í Miðdalahreppi. Hafa Dalamenn hann að hálfu á móti Vest- lendingum fyrra gangmálið. Fáfnir 747 frá Laugarvatni verður seinna gangmál að Leysingjastöðum í Hvammssveit. Þá verða Dalamenn með óskírðan fjögurra vetra fola und- an Hervari 963 og Kápu frá Sauðár- króki. Verður hann bæði gangmálin í Dölunum en ekki hefur verið ákveð- ið hvar hann verður í girðingu. Formaður Hrossaræktarsambands Dalamanna er Hólmar Pálsson, Erps- stöðum, og sagðist hann veita frek- ari upplýsingar varðandi stóðhesta- hald í Dölunum. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson •tilbco ÁLNAVARA þvoHastyfctú Rúm með öllu“ 85x200 8 hlutir 14.100 20x200 8 hlutir 15.900 70x200 15 hlutir 22.900 100% bómull. 140x200 20.900 TILB09 /// Stór rúmteppamarkaður Dralon-velúr rúmteppi og _langömmu“-rúmteppi. Þú getur valið um mörg mynstur og liti. IQi Teygjanleg frottélök Margartegundir. Margirlitir. Teyjuríhornunum, Mjúk.hlýogslitsterk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.