Morgunblaðið - 27.04.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.04.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1989 Reuter Fonnaður samstarfsráðs námsmanna I Peking, Zhou Yungjun, til- kynnir á fundi með fréttamönnum og stuðningsmönnum að náms- menn muni ekki láta af kröfum um lýðræðisumbætur í Iandinu þrátt fyrir aðvaranir kinverska stjórnvalda í opinberum fjölmiðlurn í gær. Kína: Skotland: Alverksmiðja opnuð á ný St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins. BRITISH Alcan, dótturfyrirtæki Alcan Aluminium í Kanada, heftir ákveðið að taka í notkun álbræðslu, sem hætt var að starfrækja fyrir rúmum áratug. Á síðasta áratug störfuðu 900 manns við álbræðsluna í bænum Invergordon, sem er aðeins norður af Invemess. Þegar ákveðið var að leggja hana niður vakti það miklar deilur. Nú verða aðeins störf fyrir 400 manns í verksmiðjunni. Fyrirtækið segir nú, að ástæða þess að það vill hefja álbræðslu í verksmiðjunni á ný, sé fyrirsjáanleg lækkun á raforkuverði vegna sam- keppninnar, sem skapist, þegar raf- veiturnar verða seldar á fijálsum markaði. Það verður á næsta ári. Talsmenn fyrirtækisins segja að það verði í mun betri samninga- stöðu eftir einkavæðinguna. Það geti samið við orkufyrirtæki um að reisa sérstakt orkuver fyrir bræðsl- una eða samið við aðra hvora raf- veituna í Skotlandi um kaup á raf- orku'. Talsmenn verkalýðshreyfingar- innar segja að ákvörðun Alcan nú sýni einungis að það hafi verið mis- tök að loka bræðslunni upphaflega. Raforkuverðið sé bara fyrirsláttur. Eftirspum hafi aukizt mjög eftir áli. í Skotlandsblaði The Observer sl. sunnudag segir að önnur skoska rafveitan hefji brátt starfrækslu á orkuveri í Peterhead á austurströnd Skotlands, sem framleiði rafmagn úr mjög ódým gasi úr Norðursjón- um og raforkuverðið verði með því ódýrasta, sem þekkist í Evrópu. Stjómvöld stöðva út- gáfii óháðs vikurits Peking'. Reuter. NÁMSMENN í Peking hafa hótað að halda áfram uppi mótmælum i borginni gegn stjórnvöldum en Noregur: Allirtilvopna! Ósló. Reuter. EITT hundrað foringjum í norska hemum var nýlega skipað að láta hendur standa fram úr errnurn vegna þess, að styrjöld væri að skella á. Sem betur fór lét þriðja al- heimsstríðið þó eftir sér bíða og nú hefur komið í ljós, að um var að kenna skrifstofu- manni í vamarmálaráðuneyt- inu. „Boðin um styrjaldamndirbún- ing vom send út af misgáningi," sagði Gullow Gjeseth, ofursti í norska hemum, en hann kvaðst ekki vita hve margir hefðu til- kynnt sig í herstöðvunum í Norð- ur-Noregi við landamæri Sov- étríkjanna. „Þessi mistök em ekki aðeins skammarleg, heldur setja þau beinlínis spumingar- merki við það kerfi, sem notast á við á neyðartímum,“ sagði Gje- seth. þeir kreQast lýðræðisumbóta. Sljómvöld birtu aðvaranir til námsmanna í opinbemm fjölmiðl- um í gær. Námsmenn hótuðu því að hvetja almenning í landinu til að taka þátt í mótmælunum. í gær bönnuðu stjómvöld útgáfii viku- blaðsins World Economic Herald sem gefið er út í Shanghai. Viku- blaðið hefur birt fréttir og greinar um innanlands- og utannkismál- eftii sem ekki hefur verið fjallað um í öðmm kínverskum fjöhniðl- um. Haft var eftir Jiang Zemin, leið- toga kommúnistaflokksins í Shang- hai, í ríkissjónvarpi að útgáfa blaðs- ins yrði endurskipulögð. Starfsmenn vikuritsins sögðu að ljóst væri að áróðursdeild kommúnistaflokksins í Shanghai yfirtæki blaðið um ótil- greindan tíma. Jiang fyrirskipaði síðastliðinn laugardag að 300.000 eintök af viku- blaðinu yrðu gerð upptæk á pósthús- um þar sem þau biðu dreifingar. í blaðinu voru greinar um Hu Yao- bang, fyrrum leiðtoga kínverska kommúnistaflokksins, sem ekki sam- rýmdust skoðunum stjórnvalda. World Economic Herald, sem stofnað var 1981, var eina kínverska frétta- blaðið sem ekki var undir beinu eftir- liti stjórnvalda. EFLUM STUDNING VID ALDRADA MIDI Á MANN FYRIR HVERN ALDRADAI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.